Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 ✝ Bjarni Gíslasonfæddist í Reykjavík 17. júlí 1929. Hann lést 25. ágúst 2019 á Land- spítalanum. Foreldrar hans voru Gísli Ingi- mundarson, f. 21.10. 1897, d. 5.5. 1976, og Helga Bjarnadóttir, f. 17.3. 1905, d. 12.6. 1980. Bjarni var elstur af fjór- um systkinum. Þau eru María Gísladóttir, f. 1.12. 1930, d. 2.1. 1994, Trausti Gíslason, f. 10.6. 1936, og Emil Gíslason, f. 9.8. 1940, d. 22.8. 1996. Hinn 18. nóvember 1950 kvæntist Bjarni Erlu Þorvalds- dóttur, f. 9.11. 1931, d. 10.3. 2014. Foreldrar Erlu voru Kristín Súsanna Elíasdóttir, f. 11.7. 1896, d. 22.10. 1985, og Þorvaldur R. Helgason, f. 3.10. 1893, d. 26.10. 1974. Börn Erlu og Bjarna eru: 1) Helga Bjarnadóttir, f. 17.3. 1951, d. 24.6. 2009. Maki Egg- ert Valur Þorkelsson. Börn Helgu eru: Sigríður Margrét Einarsdóttir, f. 13.10. 1972. Maki Einar H. Rögnvaldsson. Börn: Fjölnir Þór Einarsson, f. 10.1. 1996, Einar Örn Daníel Freyr f. 21.8. 2018. Fanney Ósk Þórisdóttir, f. 25.10. 1991. Maki Sigurður Rósant Júlíusson. Börn: Þórir Jökull, f. 26.3. 2013, og Leó Rósant, f. 3.10. 2018. Börn Sigrúnar fyrir eru: Hulda Dagbjört, f. 18.5. 1968, Sóley, f. 21.10. 1973, og Davíð, f. 21.1. 1979. 3) Anna Kristín Bjarnfoss, f. 18.1. 1964. Maki Carsten Frøslev. Börn Önnu: Brynjar Árni Heimisson Bjarnfoss, f. 29.6. 1986. Maki Adina Semanek. Benjamin Frøslev Bjarnfoss, f. 9.5. 2006. Börn Carstens fyrir eru Mattí- as, f. 28.1. 1991, Sebastían, f. 7.7. 1995, Magnús, f. 8.6. 1997. Bjarni ólst upp í Reykjavík og lauk meistaraprófi í mál- araiðn 28. mars 1950 frá Iðn- skólanum í Reykjavik. Hann starfaði sem málarameistari um langt árabil. Síðustu 16 ár- in af starfsferlinum starfaði hann sem húsvörður í Frímúr- arahúsinu í Reykjavík. Bjarni var lengi liðtækur félagi í Málarameistarafélagi Íslands, Karlakór Reykjavíkur og Frí- múrarareglunni á Íslandi. Bjarni bjó alla ævi í Reykjavík með eiginkonu sinni fyrir utan árin 1972-1984 er þau bjuggu í Silfurtúni í Garðabæ. Útför Bjarna fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 4. sept- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Steinarsson, f. 25.8. 1999, Emilía Ósk Stein- arsdóttir, f. 17.2. 2003. Einar Geir Einarsson, f. 20.9. 1974. Maki María Ósk Einarsdóttir. Börn: Rebekka Lind, f. 20.6. 2005, Máni Geir, f. 27.3. 2015. Bjarni Þór Einarsson, f. 20.9. 1974. Maki Guðlaug Jóhannsdóttir. Börn: Aron Þór, f. 18.2. 2008, og Helga, f. 22.10. 2010. Erla Rut Eggertsdóttir, f. 17.7. 1994, maki Ingi Óli Andersen. Barn: Óliver Leó, f. 2.8. 2018. Börn Eggerts fyrir eru: Sunneva, f. 14.10. 1975, Hulda Margrét, f. 18.2. 1979, Gísli Valur f. 11.9. 1981, og Gunnar Örn, f. 3.2. 1983. 2) Þórir Bjarnason , f. 8.6. 1956. Maki Sigrún Gunn- laugsdóttir. Börn Þóris eru: Ása Lára Þórisdóttir, f. 5.7. 1978, maki Sigurður Hervins- son. Börn: Ólöf Erla, f. 10.12. 2004, og Gabríel Þór, f. 24.12. 2007. Erla Súsanna Þór- isdóttir, f. 17.2. 1982. Maki Freyr Alexandersson. Börn: Alexandra Ósk, f. 17.9. 2008, Embla Marín, f. 7.9. 2010, og Í dag kveðjum við elsku pabba sem glaður náði að fagna níræðisafmæli sínu sl. júlí í blíð- skaparveðri. Fyrir það erum við þakklát í dag. Pabbi var traust- ur maður og stóð með sínu fólki. Oft hrjúfur á yfirborðinu og lá ekki á skoðunum sínum ef hon- um mislíkaði eitthvað. En það var líka stutt í glettnina, og var þá blikkað með öðru auganu og brosið læddist fram. Hann var alla tíð mikill vinnuþjarkur og allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af mikilli atorku. Hugur og minni voru í góðu lagi til hins síðasta. Hann fylgdist vel með þjóð- og heims- málum og hafði skoðanir á reiðum höndum þegar nýjustu fréttir bárust í tal. Hann var með eindæmum músíkalskur og þurfti einungis að heyra lag einu sinni til að geta spilað það á píanóið af fingrum fram. Við eigum margar minningar af honum við píanóið með fjöl- skyldu og vinum. Djass var hans uppáhald en hann spilaði líka vinsælustu lögin hverju sinni, jólalögin i jólaboðunum og yfirleitt öll þau lög sem hlust- endaskarinn bað um. Pabbi elskaði að syngja. Með sinni djúpu bassarödd söng hann í yf- ir 40 ár í Karlakór Reykjavíkur. Þeir eru fjölmargir tónleikarnir sem hann tók þátt í í gegnum árin og hafði alltaf jafn gaman af. Félagsskapurinn í kórnum var honum og mömmu mikils virði og tóku þau virkan þátt í félagsstarfinu í mörg ár. Það var stór viðburður á bernskuárum okkar þegar ferð til útlanda var á döfinni og gjarnan kallað í þá daga „að fara í siglingu“. Mamma og pabbi fóru í mörg ferðalögin með kórfélögunum og þess utan var hin fræga Baltica-ferð til Miðjarðarhafsins 1966 lengi í minnum höfð. Þvílíkar framandi gjafir sem okkur börnunum voru færðar úr þeirri ferð. Við fórum „í siglingu“ með mömmu og pabba í fyrsta skipti þegar við vorum 10 og 18 ára. Þar á undan voru það útilegur á suð- vesturhorni landsins sem mynd- uðu rammann um ferðalög fjölskyldunnar. Leiðin lá til Bandaríkjanna og Kanada og var það ógleymanleg ferð. Árin eftir fórum við saman til Norð- urlandanna, Búlgaríu og Spánar og nutum hvers augnabliks. Seinna meir lá leiðin oft til Dan- merkur til yngstu dótturinnar og ótaldar eru ferðirnar upp í sumarbústað þeirra Þóris og Sigrúnar a Þingvöllum sem heitir Birkihóll eftir bústað gömlu hjónanna í Reykjaskógi til margra ára. Birkihóll var líf þeirra og yndi. Alltaf voru verk- efni í gangi. Byggja við og bæta og gera land og bústað fallegri með hverju árinu. Margar voru þær haldnar grillveislurnar á Birkihóli með ljúffengu lamba- læri og tilheyrandi meðlæti. Þá voru þau gömlu í essinu sínu. Pabbi og mamma bjuggu á Dvalarheimilinu Grund síðustu ár ævinnar. Þar undu þau hag sínum vel þrátt fyrir hrakandi heilsu mömmu, sem lést fyrir fimm árum. Pabbi saknaði hennar fram á síðasta dag og er það huggun harmi gegn að vita að þau eru nú sameinuð á ný ásamt Helgu systur okkar og öðrum góðum sálum. Við viljum þakka öllu starfsfólkinu á Dval- arheimilinu Grund fyrir þeirra góðu umönnun og hlýju í garð foreldra okkar. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Þórir og Anna Kristín. Elsku afi. Ég lygndi aftur augunum og hönd þín vermdi mína. Minning- arnar streyma að og birtast mér ljóslifandi fyrir sjónum. Ég sá hólinn við Ingólfsfjall þegar leið okkar lá í sumarbústaðinn í Biskupstungum en þú spurðir mig alltaf hvað þessi hóll héti og ég svaraði um hæl stolt í bragði Kögunarhóll. Ég heyrði hljóðið í brjóstsykrinum sem hristist í krukkunni í hanskahólfinu og man brosið hennar ömmu Erlu þegar hún rétti mér og Brynjari frænda krukkuna og bauð okk- ur mola. Þegar við renndum í hlað var keppst um að fá að opna hliðið og ég sé fyrir mér bílinn keyra varlega inn í hlaðið. Ég sé fyrir mér langan grasstíg að fallega himinbláa sumarbú- staðnum Birkihól og mér hlýnar um hjartarætur. Það voru góðar minningar af ferðum okkar upp í sumarbústað með ömmu og afa. Þar var ýmislegt brallað og þú iðulega að bardúsa við hitt og þetta. Stundum fékk ég að vera með þér í þeim verkum og það var heiður að fá að hjálpa afa. Hugsanirnar streyma og nú færast þær yfir í heimahagana ykkar ömmu þar sem þú varst húsvörður en mér fannst þú alltaf vera konungur þessa kast- ala sem nefndist Skúlagata. Í hvert skipti sem ég keyrði framhjá sagði ég stolt í bragði að afi minn og amma byggju þarna. Skúlagatan var sannkall- að völundarhús og einstaklega spennandi staður fyrir forvitna krakka. Ég finn lyktina þegar ég kem inn í rúmgott anddyrið og horfi á fallegar vistarverur þínar og ömmu. Ég opna dyrnar inn í sal og þar situr þú og spil- ar á píanóið og syngur hástöfum fallegt lag. Þú varst tónelskur og ljómaðir á bak við píanóið. Við fjölskyldan nutum góðs af því á jólunum og það var sungið og dansað í kringum stórt jólatré í sal Frímúrarareglunn- ar og ekki má gleyma kræsing- unum sem voru á boðstólum en þið amma voruð sannarlega höfðingjar heim að sækja. Þú hafðir allmarga mannkosti sem ber að nefna. Þú varst einstak- lega stríðinn og mikill húmor- isti. Þú varst skemmtilegur karl. Þér var annt um fólkið þitt og sérstaklega barnabörnin og barnabarnabörnin og spurðir alltaf einlæglega hvernig okkur gengi og tókst það nærri þér ef eitthvað bjátaði á. Stelpurnar mínar kölluðu þig djúsafa því það var alltaf í boði að fá djús hjá þér á Grund en það var líka alltaf í boði að knúsa þig og gefa koss og þú tókst vel á móti slík- um gjöfum. Sérstaklega varstu hrifinn af yngstu meðlimum fjölskyldunnar og ég er þakklát fyrir að yngsta barn okkar Freys hafi fengið að hitta þig. Ég trúi því að ferðalag þitt sé rétt að byrja og handan við hól- inn sé eitthvað stórkostlegt sem bíður þín og þegar þú rennur í hlað mun gott fólk taka á móti þér. Það er hins vegar komið að kveðjustund hjá okkur og ég kveð þig með söknuði og í þetta skipti loka ég hliðinu og fer ekki með þér í sumarlandið. Að lok- um sé ég þig fyrir mér þar sem þú þenur út bringuna og hefur raust þína og syngur: Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Takk fyrir samfylgdina, elsku afi. Erla Súsanna Þórisdóttir og fjölskylda. Elsku afi. Þú hefur nú fengið hvíldina, laus við þjáningar og ég trúi því að þú sért sáttur. Ég trúi því að nú hafir þú hitt ömmu og mömmu á ný. Það var það sem þú þráðir heitast. Það er ekki hægt að setja sig í þau spor að missa maka sinn eftir að hafa verið samferða í tugi ára. Sárs- auki þinn var mikill. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til allra þeirra góðu minninga sem ég á með ykkur ömmu. Þær voru margar stundirnar sem ég eyddi með ykkur í Faxatúninu sem barn og svo þegar þið amma keyptuð sumarbústaðinn, Birkihól. Þar eyddi fjölskyldan miklum tíma saman og ég elskaði að vera þar með ykkur. Man alltaf eftir því þegar ég fékk að mála skúrinn fyrir utan bústaðinn og þú varst að kenna mér handtökin, enda mikill fagmaður í þinni iðn. Ég var afar stolt af mér því ég fékk mikið hrós frá afa. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum á smá flakk saman. Man sérstaklega eftir því þegar við fórum í Ikea saman og eins og oft þegar maður fer þangað ætlar maður jafnvel bara að skoða eða í mesta lagi kaupa sprittkerti. Ég sannfærði þig um að það væri best að ég rúll- aði þér bara í hjólastólnum og þú samþykktir það. Þegar við vorum komin í gegnum búðina sást varla í þig fyrir handklæð- um, kertapökkum og einhverj- um kössum því kaupin urðu að- eins meiri en áætlað var og engin innkaupakarfa og því öllu dótinu hlaðið í fangið á þér. Yfir þessu fengum við algjört hlát- urskast og rifjuðum við þetta oft upp. Kórsöng og músík og þá sér- staklega djassmúsík hafðir þú mikla ástríðu fyrir og fékk ég eins og margir að njóta þess. Ég hef aldrei þekkt neinn sem spilaði eins flott á píanó bara eftir eyranu, aldrei með nótur. Allir tónleikarnir með Karlakór Reykjavíkur sem þú varst í, í yfir 40 ár. Ég fékk stundum að vera með ykkur ömmu á tón- leikunum og fékk ég að vera í því hlutverki að labba inn á sviðið og gefa blóm að loknum tónleikum. Það var erfitt fyrir þig sem elskaðir að syngja í kór og spila á píanó þegar heyrnin fór að gefa sig. Þú áttir skilj- anlega erfitt með að sætta þig við það. Það verður tómlegt að hafa þig ekki hér hjá okkur lengur. Þitt sæti verður nú autt á jól- unum, það verður skrýtið. Það gaf okkur svo mikið að hafa þig hjá okkur. Þú fylgdist vel með því hvað var að gerast hjá okk- ur barnabörnunum og varst áhugasamur að vita hvað við værum að gera og spurðir oft frétta. Langafabörnin eru nú orðin stór hópur og þú fylgdist vel með þeim líka. Það er ekki svo langt síðan þú mættir á handboltaleik með okkur til að sjá Emilíu Ósk okkar keppa, varst svo stoltur af henni og áhugasamur. Einar Örn okkar, elsta langafabarnið þitt, náði þeim áfanga að útskrifast sem stúdent sl. vor, þeim viðburði vildir þú ekki missa af og mætt- ir í veisluna þó að þú hafir verið hálfslappur. Nú ertu kominn í faðm ömmu á ný og ég veit að hún og mamma hafa tekið vel á móti þér. Þú ferð eflaust brátt að spila djass á flygilinn þar og munt syngja annan bassa í ein- hverjum englakórnum, hver veit. Elska þig afi minn. Hafðu þökk fyrir allt, hvíl í friði. Þín Sigríður Margrét Einarsdóttir (Sirrý). Á góðum stundum hjá Karla- kór Reykjavíkur og síðar hjá eldri félögum var eins og til- veran lyftist á annað stig þegar bassinn raddmjúki, Bjarni Gíslason, settist við píanóið og tók að sveifla djassinum. Brátt var allt á iði og gleðin skein úr andlitum viðstaddra. Til varð eftirminnileg stund. Svona verð- ur ljóslifandi, minningin um þennan góða félaga, þegar stundaglasið hefur verið tæmt. Bjarni gekk í raðir Karlakórs Reykjavíkur árið 1964 og átti sinn stað í fremstu röð annars bassa, áratugum saman. Síðan bættist hann í hóp eldri félaga kórsins og átti þar góð ár í ára- tug. Sannarlega eins og bjargið traust. En minningin um Bjarna er nátengd hans góðu konu – Erlu Þorvaldsdóttur sem alla tíð var eins og hluti af Karlakór Reykjavíkur, enda formaður kvenfélags kórsins um skeið og virk í öllu starfi. Bjarni var einnig í stjórn Karlakórs Reykjavíkur um tíma og hafði örugglega góð áhrif á blóðþrýst- inginn. Stundum er það þannig með hjón, að þau eru nefnd bæði í sömu andrá. Þannig var það með Bjarna og Erlu en hún lést fyrir fimm árum. Við eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur minnumst góðs fé- laga og vottum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd eldri félaga, Reynir Ingibjartsson. Bjarni Gíslason HINSTA KVEÐJA Elsku langafi minn þú ert æðislegur, fynd- inn, skemmtilegur og sæt- ur. Þú færð mig alltaf til að hlæja og brosa. Vonandi líður þér vel þarna uppi. Ástarkveðja, þín Alexandra Ósk Freysdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÁRMANNSSON frv. skóla- og menningarfulltrúi, Furulundi 3c, Akureyri, lést 1. september á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Jarðarför verður auglýst síðar. Hrefna Hjálmarsdóttir Ásgeir H. Ingólfsson Auður H. Ingólfsdóttir Ármann Ingólfsson Erla Colwill Anderson Vala Pauline Ingolfsson Ari Dalmann Ingolfsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGESTUR INGVARSSON múrarameistari, Sævangi 14, Hafnarfirði, lést að morgni 1. september á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrún Erlendsdóttir Þórdís Björk Sigurgestsd. Þorsteinn Þorsteinsson Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR lést á Landakoti í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 27. ágúst. Útförin verður gerð frá Áskirkju fimmtudaginn 5. september klukkan 13. Áskell Másson Sigríður Búadóttir Ársæll Másson Margrét Pálsdóttir Karólína Margrét Másdóttir Stefán Jóhannsson Þórdís Másdóttir Aðalsteinn Stefánsson Ottó Másson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.