Morgunblaðið - 04.09.2019, Page 18

Morgunblaðið - 04.09.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 ✝ Ásmundur Ár-mannsson var fæddur á Akranesi 18. nóvember 1952. Hann lést á Landspítalanum 26. ágúst 2019. Hann var sonur hjónanna Ingi- bjargar Elínar Þórðardóttur, hús- móður og skrif- stofumanns frá Grund á Akranesi, f. 22.9. 1920, d. 5.5. 2011, og Ármanns Halldórs Ármannssonar, raf- verktaka frá Hofteigi á Akra- nesi, f. 27.4. 1922, d. 23.1. 2007. Systkini Ásmundar eru Mar- skrifstofumanni, f. 23.12. 1950. Þeirra börn eru Þórður Ár- mannsson og Anna Lára Ár- mannsdóttir. Þóra Emilía Ármannsdóttir, fyrrv. kaupmaður, f. 10.6. 1949. Ásmundur lauk hefðbund- inni skólagöngu á Akranesi, var auk þess í skóla í Stað- arsveit á Snæfellsnesi og Vörðuskóla í Reykjavík. Hann starfaði á raftækja- vinnustofu Ármanns Ármanns- sonar Akranesi lengi vel og af og til við rafvirkjun, skrifstofu- og lagerstörf. Hann starfaði í mörg ár hjá Heklu hf. en síð- ustu 20 árin og þar til hann veiktist var hann starfsmaður Álftamýrarskóla í Reykjavík. Ásmundur verður jarðsung- inn frá Neskirkju í dag, 4. sept- ember 2019, klukkan 11. Jarðsett verður í Akra- neskirkjugarði. grét Halldórs Ár- mannsdóttir tón- menntakennari, f. 27.6. 1942, gift Þorvaldi Jónassyni myndmenntakenn- ara, f. 10.4. 1942. Þeirra börn eru Jónas Þór Þor- valdsson, Ármann Harri Þorvaldsson, Böðvar Bjarki Þor- valdsson og Ingi- björg Elín Þorvaldsdóttir. Þórður Ásmundur Ármanns- son, f. 30.1. 1944, d. 4.7. 1949. Ármann Ármannsson raf- verktaki, f. 16.4. 1946, kvæntur Sigurbjörgu Ragnarsdóttur Nánast fyrirvaralaust skall illviðri á um fyrri helgi með roki, regni og dimmviðri. Sum- argróandinn sem hafði svo fal- lega glatt og kryddað tilveru okkar um óvenju langan tíma átti í vök að verjast. Fyrsta haustlægðin gerði sig heima- komna og að morgni 26. ágúst lést Ásmundur Ármannsson, stórvinur minn og mágur, eftir erfið veikindi. Hann ólst upp á Akranesi fram yfir unglingsár við ástríki góðra foreldra og eldri systk- ina. Við fyrirtæki foreldra sinna starfaði hann við ýmis verkefni – mest á yngri árum en líka síð- ar þegar tími gafst til frá öðr- um störfum. Þá er Ási var rúm- lega tvítugur leigði hann hjá okkur Margréti um tíma. Framkvæmdir vegna húsbygg- ingar stóðu þá yfir við Vest- urberg. Ási lagði þar hönd á plóg – ekki minnst þegar ég gat ekki verið á vettvangi. Hjálp- semi hans og trúmennska var einstök og aldrei sagt nei. „Hér er snyrtipinni á ferð“ sagði lagnameistari hússins þegar hann fylgdist með verklagi hans. Síðar starfaði Ási m.a. um árabil hjá Heklu hf. og síðustu árin - áður en hann veiktist - við Álftamýrarskóla. Hvarvetna við góðan orðstír. Þá er hann veiktist, fyrir tæpum þremur árum, fékk hann fjölda bréfa með hlýjum kveðjum og upp- örvandi óskum frá nemendum og starfsfólki skólans. Duldist engum að þetta yljaði honum um hjartarætur. Ási hafði prúða og áreitis- lausa framkomu – þó glettinn og kankvís þegar það átti við. Hann var svo sem lítt gefinn fyrir margmenni og hélt sig gjarnan til hlés og það var yf- irleitt ekki hans stíll að dvelja lengi við þaulsetur. Hann átti góða og trausta vini sem hann ræktaði ávallt samband sitt við með heimsóknum og ferðalög- um. Þá er að nefna áhuga hans á útgerð og sjávarútvegi al- mennt. Honum var málið skylt. Forfeðurnir komu þar vel við sögu á Skaganum. Hann átti safn mynda og texta um báta og skip sem honum var annt um. Helsta lesefni hans var af sama toga og var það góður bókakostur. Ási tókst á við sjúkdóm sinn af miklu æðruleysi. Hann dvaldi hjá Þóru systur sinni nánast allan tímann sem veik- indin stóðu yfir. Umhyggja hennar var einstök og samveru- stundirnar voru þeim báðum einlægur og dýrmætur tími. Erum við öll, sem næst honum stóðu, þakklát Þóru fyrir henn- ar umönnun. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Blessuð sé minning Ásmund- ar Ármannssonar. Þorvaldur. Fallinn er frá eftir erfið veikindi kær móðurbróðir, Ás- mundur Ármannsson. Ási, eins og hann var kallaður, var yngstur af fjórum systkinum en Margrét, mamma okkar, var elst. Ási ólst upp á Akra- nesi en bjó á fullorðinsárum á Meistaravöllum í Reykjavík. Hann var alla tíð mikill Skaga- maður og fór upp á Akranes reglulega. Þegar við bræðurnir vorum litlir pjakkar var Ási eini ung- lingurinn í kringum okkur og var fyrir vikið mjög spennandi í okkar huga. Hann átti marga hluti sem vöktu óskipta athygli okkar – gítar; Bullworker-lík- amsræktartæki og plötuspilara – og fyrir vikið hafði hann nóg að gera við að henda okkur úr herberginu sínu þegar við vor- um í heimsókn á Sóleyjargöt- unni á Akranesi. Einar fyrstu minningarnar okkar frá Akra- nesi voru af Ása að horfa á vestra í Kanasjónvarpinu og tæma kassa af dósakóki, sem okkur þótti mjög svalt! Þegar Ingella bættist í hóp okkar systkinanna þá var Kanasjón- varpið hætt, en við áttum öll áfram góðar minningar af Ása á Sóleyjargötunni, sérstaklega um jólin, sem hann eyddi ávallt með ömmu og afa. Þegar Ási bjó á Akranesi kom hann oft til Reykjavíkur til að skemmta sér í bænum og gisti þá til að byrja með alltaf hjá okkur í Vesturberginu. Það var ekki besti staðurinn til þess að sofa úr sér eftir langt næturbrölt, því fátt þótti okkur pottormunum skemmtilegra en að laumast inn í herbergið til Ása fyrir allar aldir og vekja hann óviljugan með hinum fjöl- breyttustu aðferðum – vekjara- klukku við eyrað, þriggja drengja hopp á rúminu og jafn- vel með því að hella vatnsglasi yfir hann sofandi. Fljótlega ákvað hann að betra væri að gista hjá Þóru, systur sinni, sem þá var flutt til Reykjavík- ur. Ásmundur var rólegur og ljúfur maður, ekki sérstaklega mannblendinn en átti nokkra góða vini, sem hann fór með í skemmtilegar Spánarferðir. Hann skipti sjaldnast skapi, en átti það þó til að æsa sig yfir stjórnmálum. Við söknuðum þess eiginlega í veikindunum að heyra hann ekki gera það meir. Hann var tíður gestur á Kaffivagninum og leið vel við höfnina, jafnt í Reykjavík og á Akranesi. Þegar Ási greindist með krabbamein fyrir nokkru síðan var það áfall, en hann tókst á við veikindi sín með miklu æðruleysi og aldrei heyrði maður hann kvarta. Þegar hann var spurður hvernig hann hafði það, var svarið alltaf það sama: „ég hef það bara fínt miðað við aldur og fyrri störf“. Síðustu mánuðina bjó Ás- mundur hjá Þóru systur sinni í mjög góðu yfirlæti. Hún á mikl- ar þakkir skildar fyrir sína umönnun á Ása í hans erfiðu veikindum, en hún hefur alla tíð reynst bróður sínum frábær- lega. Það var táknrænt að Ási kvaddi i fyrstu haustlægðinni. Daginn áður en hann hóf bana- leguna fór hann í fallegu veðri með Þóru upp á Langasand á Akranesi og við erum viss um að frá engum öðrum stað hefði hann fremur viljað eiga sínar síðustu minningar. Hvíl í friði elsku frændi Þín frændsystkini, Jónas Þór (Jonni), Ármann (Manni), Böðvar Bjarki (Böddi) og Ingibjörg Elín (Ingella). Nú þurfum við kveðja okkar kæra frænda. Síðustu ár hafði samgangurinn milli okkar Ása aukist, og fyrir það erum við þakklát. Á Skólavörðustígnum var hann vanur að koma til okkar í kaffi á sínum fjölmörgu göngutúrum í miðbænum og svo þegar við vorum komin á „neðri hæðina“ urðu samveru- stundirnar fleiri. Það var gott að vera í kringum hann, nær- vera hans var svo afslöppuð og þægileg. Hann hefur verið okk- ur og fleirum mikil fyrirmynd þegar kemur að dugnaði og ákveðni, hann hélt sínu striki sama hvað bjátaði á og það skil- aði honum langt í þeirri baráttu sem hann háði nú síðustu ár. Magnaður karakter. Stelpurnar okkar litlu, sem einnig fengu að kynnast Ása frænda vel, spyrja um og spá í Ása núna síðustu daga og minningunni um hann verður haldið á lofti hér. Takk fyrir allt. Anna Lára Ármannsdóttir og fjölskylda. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ásmundur mágur minn, eða Ási eins og hann var oftast kall- aður, er nú fallinn frá og eftir sitjum við með sorg og söknuð í sinni. Ási hafði mjög góða nær- veru, var ávallt hlýlegur, þægi- legur og broshýr. Það koma mörg falleg lýsingarorð upp í hugann þegar hugsað er um Ása en hann var umfram allt heiðarlegur og áreiðanlegur. Það sem kemur fljótt upp í hugann er hversu barn- og frændgóður hann var, brosið breiddist yfir andlitið þegar frændsystkinin birtust, hvort sem það voru þau sem komin eru á fullorðinsaldur eða þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í lífinu. Öll sakna þau nú góðs frænda og vinar. Einnig veit ég að Ármann á eftir að sakna daglega símtalsins eftir tíu- fréttir, þá ræddu þeir bræður um lífsins gagn og nauðsynjar, aflafréttir og atburði líðandi dags. Söknuðurinn er sár en allar góðu minningarnar lifa. Takk fyrir allt og allt. Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Ásmundur, æskuvinur minn og frændi af Skaganum, hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Í þrjú ár hefur hann barist við illvígan sjúkdóm sem tók yfirhöndina nokkuð óvænt. Ásmundur var alla tíð glað- vær og hnyttinn. Það fór lítið fyrir honum, hann var lítillátur og tranaði sér ekki fram. Þegar við vorum litlir þá lékum við okkur mikið saman með jafn- öldrum á Niðurskaganum í fót- bolta á Böðvarstúni, við veiðar á bryggjunni og í bílaleik bæði úti og inni. Heima hjá Ásmundi höfðum við búið til mikið vega- kerfi með „stikklokum“ (gos- flöskutöppum) úr Axelsbúð, á gólfinu í saumaherbergi mömmu hans. Þar var dótið til staðar, aðgengilegt vikum sam- an. Þegar við félagarnir stálpuð- umst þá starfræktum við tómstundaklúbbinn Hamar í nokkur ár samkvæmt kristilegu siðgæði og talsverðum gróða. Þegar gelgjan fór að trufla strákana þá lagði klúbburinn næstum upp laupana nema hvað við Ásmundur þraukuðum einn vetur til og framleiddum popp sem Ebbi í Andvara seldi fyrir okkur án þóknunar. Eftir að Hamar lagði endanlega upp laupana minnkaði vinskapurinn og hver og einn fór sína leið í lífinu. Mörgum árum seinna mætti Ásmundur óvænt í heimsókn til okkar fjölskyldunnar. Eftir það leit hann stöku sinnum við hjá okkur og kom stundum í mat. Ekki skorti umræðuefnin sem snérust oftar en ekki um gamla daga á Skaganum. Ásmundur var mikill grúskari og fróður t.d. um bátaútgerðina, en til marks um það hafði hann safn- að og unnið heildstætt mynda- safn af fiskiskipaflota Skaga- manna fram á síðustu ár. Fyrir þremur árum þegar við hjónin vorum farin að sakna þess að heyra ekkert frá Ás- mundi kom í ljós að hann var orðinn veikur og mátti ekki keyra bílinn sinn. Í veikindum hans hittumst við annað slagið eða töluðum saman í síma. Ásmundur gerði ekki mikið úr veikindunum þó að honum hrakaði jafnt og þétt. Alltaf þegar ég spurði hann um heilsufarið svaraði hann með bros á vör „ég hef það gott mið- að við aldur og fyrri störf“. Þannig svaraði hann mér einnig viku áður en hann kvaddi. Með Ásmundi er genginn góður drengur. Við hjónin söknum hans og vottum Þóru systur hans og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Guðmundur Guðjónsson (Muggur). Það er svo margt sem Ási frændi gaf okkur frændsystk- inum hans og svo seinna börn- unum okkar. Hann hafði alltaf gaman af því að tala við litlu krakkana og heyra hvað þau höfðu að segja og spyrja þau hvað var í gangi í þeirra lífi. Þeim fannst líka gaman að hitta Ása því hann sýndi þeim einlægan áhuga. Hann var fljót- ur að leggja frá sér bókina eða hvað hann var að gera þegar við komum og brosið leyndi sér ekki. Það var gott og þægilegt að hitta hann, hann hafði mjög hlýja nærveru. Ég veit að börn- in eiga ekki síður eftir að sakna hans en við hin fullorðnu. Eitt sinn var ég svo heppinn að fá að fara í helgarferð til Dublin með Ása og afa Mannsa. Það þótti víst öruggara að senda einhvern ábyrgan með 16 ára unglingnum og afanum, enda kom það í ljós að afinn var kannski ekki svo ólíkur ung- lingnum í hegðun. Ási sá til þess að ferðin var ekki bara vel heppnuð heldur líka bráð- skemmtileg. Við fórum m.a. á fótboltaleik og í ansi skemmtilega leigubíla- ferð um borgina sem var talað um í mörg ár á eftir. Þetta var mjög dýrmæt reynsla, þó svo að unglingurinn hafi kannski ekki alveg áttað sig á því fyrr en seinna. Ekki má heldur gleyma hvað það var skemmtilegt að tala við Ása um það sem bar hæst á góma hverju sinni. Hann hafði oftast sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd. Hann þoldi ekki ef komið var illa fram við fólk og vildi að allir ættu að fá jöfn tækifæri. Ási passaði sig líka á því að tala ekki illa um fólk, jafnvel þó svo hann væri að gagnrýna það. Hann mundi það allavega svona oftast, stundum endaði hann setningar á einhverju eins og „hann hefur bara ekki hundsvit á þessu“ þegar einhver heit málefni voru rædd og þar með var málið útrætt. Það verður söknuður að hon- um Ása frænda, hann kvaddi allt of snemma. Við sem fylgjum honum síð- ustu sporin hugsum til hans með hlýhug en mest af öllu þökkum við fyrir að hafa fengið að hafa hann í okkar lífi. Þórður Ármannsson (Doddi). Aðfaranótt 26. ágúst lést vin- ur okkar og fyrrum samstarfs- maður Ásmundur Ármannsson. Ásmundur, eða Ási eins og hann var alltaf kallaður, var einstakt ljúfmenni sem vann störf sín af stakri trúmennsku og var hann bæði sem einstak- lingur og starfsmaður ein af lykilpersónum í farsælu skóla- starfi Álftamýrarskóla, síðar Háaleitisskóla við Álftamýri. Hann var elskaður af öllum, fullorðnum og börnum, enda hafði Ási fallega nærveru. Ási starfaði við skólann hátt í aldarfjórðung, lengst sem skólaliði. Hann elskaði vinnu- staðinn sinn, þekkti húsið betur en allir aðrir og lagði mikinn metnað í að hafa allt er tengd- ist húsnæði og búnaði skólans í góðu lagi. Hann hafði mikið frumkvæði og féll aldrei verk úr hendi. Ási mætti fyrstur til vinnu og fór síðastur úr húsi, eftir að hafa gengið úr skugga um að allar hurðir og gluggar væru kyrfilega lokaðir fyrir nóttina. Um helgar, í fríum og á sumrum kom hann reglulega til að athuga hvort ekki væri örugglega allt í lagi með húsið. Þegar Ási varð að láta af störfum vegna veikinda fyrir nokkrum árum kom í ljós að þessi rólegi maður skildi eftir sig fjöldamörg verkefni sem voru ekki endilega sjáanleg en engu að síður mjög mikilvæg. Það var eins og rynni upp ljós fyrir okkur að hlutirnir gerðu sig ekki sjálfir og við þurftum töluverðan tíma í aðlögun eftir að hann hætti. Ási var skemmtilega vana- fastur maður. Hann hlustaði alltaf á 12.20 fréttirnar á RÚV, sat á sama stað í kaffistofunni, fór alltaf sama hringinn í hús- inu að loknum vinnudegi og lagði bílnum sínum alltaf á ná- kvæmlega sama stað á bíla- stæðinu. Hann var maður með ákveðnar skoðanir á flestu sem varðaði samfélagsmál, vel les- inn og fróður. Hann var félags- hyggjumaður og þoldi ekki órétt í samfélaginu, áreiðanleg- ur og traustur og góður vinur vina sinna. Við vonuðum lengi að Ási myndi snúa aftur til starfa en smátt og smátt varð okkur ljóst að sú ósk myndi ekki rætast. Ási hélt þó áfram tryggð við okkur og kom öðru hverju í heimsókn og voru þá fagnaðar- fundir. Starfsmenn Háaleitisskóla við Álftamýri, nemendur og for- eldrar minnast Ása með hlýhug og söknuði. Við sendum ætt- ingjum hans og vinum samúð- arkveðjur og munum aldrei gleyma þessum góða dreng, honum Ása okkar. Fyrir hönd Álftmýringa, Hanna Guðbjörg og Guðni. Ásmundur Ármannsson Það var um haustið 1992 sem ég hitti Snorra Ingimarsson fyrst. Hann sat fyrir framan mig á bráðamót- tökudeild geðsviðs Landspítal- ans með grátt hár, góðlegur og umhyggjusamur. Ég hafði á þessum tíma upplifað mína fyrstu uppsveiflu sem færði mína skynjun útfyrir það sem eðlilegt getur talist. Kynni okk- ur áttu eftir að vara um fimm- tán ára skeið. Hann góðhjartaði læknirinn og ég óstýriláti sjúk- lingurinn. Snorri var í mínum huga öll þessi ár holdgervingur kærleik- ans. Hann var ótrúlega umburð- arlyndur og styðjandi við ungan mann sem fór á stundum hraðar en æskilegt var og á öðrum stundum hægar í sínum van- mætti. Mér vefst tunga um tönn að finna lýsingarorð yfir mann- Guðmundur Snorri Ingimarsson ✝ GuðmundurSnorri Ingi- marsson fæddist 22. febrúar 1948. Hann lést 14. ágúst 2019. Útför Snorra fór fram 28. ágúst 2019. gildi Snorra Ingi- marssonar. Hann var í mínum huga kærleikurinn holdi klæddur. Alltaf til staðar fyrir mig og mína aðstandendur – hann teygði sig langt út fyrir það sem eðlilegt þykir í þjónustu sinni við heilbrigði. Blessuð sé ævinlega minn- ing hans. Með þessum fáu orðum vil ég í auðmýkt þakka fyrir allar lexí- urnar í mennsku sem hann kenndi mér um leið og ég votta fjölskyldu Snorra og aðstand- endum hans mína dýpstu hlut- tekningu. Þitt gefandi eðli, þín græðandi hönd gladdi mörg hjörtun, skóp vin- áttubönd. Nú böndin ei bresta þó upp fari önd og berist svo tær yfir frelsarans lönd. Ég kveð þig í sátt en minningin skýr skín ljóst sem viti er leið minni stýr. Þinn einlægi hugur svo gefandi og hlýr í hjarta mér lifir og að eilífu býr. (H.U.) Héðinn Unnsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.