Morgunblaðið - 04.09.2019, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
✝ Helga Alice Vil-hjálmsson fædd-
ist 15. ágúst 1926 í
Edinborg. Hún lést
15. ágúst 2019 á
Landspítalanum í
Fossvogi. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Vilhjálms-
son, f. 11. júní 1891,
d. 1965, fram-
kvæmdastjóri Eim-
skipafélags Íslands,
og Kristín Thors Vilhjálmsson,
f. 16. febrúar 1899, d. 1972.
Systkin Helgu eru Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur, f. 1925,
d. 2011, Guðmundur W. Vil-
hjálmsson lögfræðingur, f.
1928, Margrét Norland, f. 1929,
d. 2018, og Hallgrímur Vil-
hjálmsson, f. 1931, d. 1945.
Hinn 9. september 1949 gift-
ist Helga Alice Magnúsi Magn-
ússyni, síðar prófessor í eðl-
isfræði við Háskóla Íslands, f.
19. október 1926. Foreldrar
hans voru Magnús Skaftfjeld
Halldórsson, f. 23. maí 1893, d.
Margrét Þorbjörg Magnús-
dóttir, f. 23. mars 1957. Börn
hennar eru Magnús Kjartan
Gíslason, f. 7. desember 1976,
og Helga Björk Brynjarsdóttir,
f. 29. október 1992. Eiginkona
Magnúsar er Christina, f. 19.
desember 1975, og þau eiga tvo
syni, Kjartan, f. 14. október
2009, og Kristján, f. 9. júlí 2012.
Helga varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1946. Eftir stúdentspróf starf-
aði hún í utanríkisráðuneytinu
og í sendiráði Íslands í Wash-
ington.
Eftir giftingu fluttu Helga
Alice og Magnús til Cambridge
á Englandi, þar sem hann var
við nám, og bjuggu þar til 1953.
Síðan lá leiðin til Princeton í
Bandaríkjunum og loks til
Kaupmannahafnar áður en þau
fluttu endanlega heim til Ís-
lands árið 1960. Þau fluttu í
Skeiðarvog fljótlega eftir heim-
komu og bjuggu þar saman út
hennar ævi.
Helga starfaði á skrifstofu
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands í 18 ár og eftir það starf-
aði hún sem skrifstofustjóri Vís-
indaráðs til 1994.
Útför Helgu fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 4. sept-
ember 2019, klukkan 13.
7. ágúst 1976, og
k.h. Steinunn
Kristjánsdóttir, f.
16. desember
1893, d. 18. júní
1984.
Börn þeirra eru
Kjartan Guð-
mundur Magn-
ússon, f. 20. mars
1952, d. 13. janúar
2006. Eiginkona
Kjartans er María
Hafsteinsdóttir, f. 7. september
1950. Dóttir þeirra er Erna, f.
22. ágúst 1977, og dætur henn-
ar eru Sofia Lea, f. 18. ágúst
2004, og Alana Lourdes, f. 16.
apríl 2011.
Magnús Már Magnússon, f.
12. júlí 1954. Eiginkona hans er
Karen Alice Young, f. 1. júlí
1952. Synir þeirra eru Magnús
Robert, f. 1. ágúst 1991, og Jón
Henry, f. 3. nóvember 1993.
Eiginkona Magnúsar Roberts er
Alexandra, f. 26. ágúst 1993.
Unnusta Jóns Henry er Simona,
f. 25. febrúar 1994.
Ég kveð systur mína, Helgu
Alice, með söknuði en þakk-
látum huga fyrir nánd yndis-
legrar systur. Bros hennar á
kjölfestu í huga mínum og
hjarta.
Líf Helgu var markvisst
bæði í einkalífi sem og í fjöl-
breytilegum krefjandi störfum
hér heima sem erlendis. Ég
man enn hve rösklega hún gekk
alltaf á leiðinni í menntaskól-
ann snemma morguns, þegar
við vorum samferða. Þar fór
kona með markmið.
Veturinn 1954 fram á vor
1955 vorum við hjónin, Lillý og
ég, búsett í New York, þar sem
ég var við vinnu. Helga og
Magnús bjuggu í Princeton á
Long Island, þar sem Magnús
var við framhaldsnám í kjarn-
orkuvísindum.
Þó nokkur fjarlægð var milli
heimila okkar þar sem við
bjuggum yst við austurströnd
Manhattan, tveggja lesta ferð
hvora leið. Mikill samgangur
var samt milli heimilanna, sem
héldu sínum heimabrag.
Helga var þó bráðkunnug
bandarískum hefðum eftir starf
í sendiráði Íslands í Wash-
ington. Við áttum oft stefnumót
í New York og fórum þar á tón-
leika og í leikhús. Kjartan og
Magnús Már voru þá fæddir
synir þeirra til leiks við okkur.
Hátíðir héldum við sameigin-
lega á máta heimalandsins.
Þetta samband okkar var okkur
mikils virði.
Magnús átti góðan bíl og
keyrði hann okkur kynningar-
ferðir vítt um, svo sem í Blue
Ridge Mountains og skoðuðum
við helli þar en Kjartan leitaði
kardinála-fugla gegnum bíl-
rúðu.
Í Princeton fæddist hug-
mynd okkar Magnúsar um
stofnun Kammermúsíkklúbbs-
ins heima.
Næstu samfundir okkar voru
í Kaupmannahöfn og þar var
fjörug dóttirin, Margrét Þor-
björg, mætt til leiks með
bræðrum sínum.
Fráfall Kjartans var mikið
áfall sem snerti okkur öll djúpt,
foreldra, maka og aðra nána
aðstandendur því að hann var
hugljúfi okkar allra.
Helga mín, elsku systir mín,
sem nú skilur við okkar svið.
Blítt bros þitt mun áfram birt-
ast og tengjast hugum okkar að
okkar ákalli eða óvænt, mögu-
lega með góðri ábendingu.
Ég sendi Magnúsi mági mín-
um og fjölskyldu hans og syst-
ur minnar innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur W.
Vilhjálmsson.
Látin er Helga mín kær sem
í Myndlista- og handíðaskóla
Íslands var ævinlega nefnd
Magnússon. Þar var starfsvett-
vangur hennar í árafjöld sem
skrifstofustjóri. Skólastjórar
komu og fóru að loknum sínum
ráðningartíma en Helga var an-
keri og festa skólans sem kunni
á öllu skil og leysti hvers
manns vanda, nemenda, kenn-
ara, gests og gangandi, ætíð
með bros á vör. Yfir Helgu var
reisn og virðuleiki en jafnframt
var hún svo örugg og blátt
áfram að allir báru fyrir henni
ómælda virðingu. Og aldrei
mun hafa fallið úr dagur að
Helga væri ekki á sínum stað
og allt í röð og reglu. Afburða
starfsmaður sem unni stofnun-
inni og vann henni allt er hún
mátti.
Hennar var sárt saknað þeg-
ar hún hvarf þaðan til annarra
starfa.
Vegir okkar Helgu lágu sam-
an á þrenna vegu, og þá framar
öðru sem samstarfsaðilar við
stofnunina MHÍ. En einnig
hlupum við, sveigðum okkur og
beygðum árum saman að
starfsdegi loknum í tryggum og
glöðum leikfimihópi Gígju Her-
mannsdóttur er hélt vel saman.
Ekki síst tengdumst við þó fjöl-
skylduböndum og marga veisl-
una sátum við saman þegar
fagnað var viðburðum og áföng-
um í lífi Thors bróður hennar
og Margrétar konu hans, og
sameiginlegra niðja okkar. Þá
var sannarlega kátt á hjalla,
samhugur og gneistandi lífs-
fjör.
Að leiðarlokum þökkum við
Hjalti langa og ljúfa samfylgd
og Magnúsi og fjölskyldunni
færum við alúðarkveðjur.
Edda Óskarsdóttir.
Það var stutt úr Ljósheimum
yfir í Skeiðarvoginn til Helgu
og Magnúsar í te og ristað
brauð, kannski 250 metrar.
Teið oftast fullsterkt en þau
þynntu það með mjólk, upp á
enskan máta.
Mjólkin fór fyrst í bollann,
síðan teið, annað kom ekki til
greina.
Setið var við eldhúsborðið í
dönsku hönnunarstólunum og
skrafað um allt milli himins og
jarðar. Tíminn leið hægar í
þann tíð.
Nú eru þær báðar horfnar
yfir móðuna miklu heimasæt-
urnar glæsilegu af æskuheimil-
inu Bergstaðastræti 75. Móðir
okkar, Margrét, lést í fyrra og
nú kveðjum við systur hennar,
Helgu frænku, eins og við
ávallt kölluðum hana. Það var
sterkt og ástríkt sambandið
systkinanna fjögurra, Thors,
Helgu, Guðmundar og Mar-
grétar. Nú lifir Mundi þau þrjú
og er hugur okkar hjá honum.
Þegar Helga Alice var lítil
stúlka í Edinborg og foreldrar
hennar á gangi með hana í
glæsilega Silver Cross-vagnin-
um héldu nokkrir, sem litu inn í
vagninn og sáu fallegu stúlkuna
með þessa ótrúlegu hárlokka,
að þarna hlyti að fara prins-
essan Elísabet. Og Helga hélt
vissulega áfram að vera falleg
og hárið liðað. Bros hennar var
geislandi og augun leiftruðu,
hláturinn skammt undan. Kjól-
arnir úr silki með fallegu
munstri, fágunin henni eðlis-
læg.
Fjölskyldurnar tvær hafa
ætíð verið nánar. Þrír krakkar
á hvoru heimili og samgangur
mikill.
Allt einhvern veginn svo
sjálfsagt og eðlilegt. Þannig er
oft lífsins gangur en síðan
kveður dauðinn dyra og allt
hefur breyst.
Það var mikið áfall fyrir
Helgu að missa frumburð sinn,
Kjartan, tæplega 54 ára gamlan
í blóma lífsins. Hann varð vita-
skuld öllum mikill harmdauði,
þessi gáfaði og lífsglaði maður.
Þegar Helga var komin á
miðjan aldur hóf hún að starfa
sem ritari í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Þar vann
hún störf sín óaðfinnanlega og
var virt jafnt af nemendum sem
kennurum. Vinkona okkar, sem
stundaði myndlistarnám við
skólann á níunda áratug lið-
innar aldar þegar Helga stóð
þar í stafni, minnist hennar
sem yndislegrar manneskju,
fallegri jafnt að innan sem ut-
an.
Hún hafi verið sérlega hlý og
góð við nemendur sem áttu við
hana erindi, viljað leysa hvers
manns vanda hver sem hann
var. Greinilegt er að eðliskostir
Helgu og reynsla hafa nýst vel
í þessu starfi. Hún var greind
kona, jafnlynd, iðjusöm og lít-
illát. Kúlturmanneskja sem leið
vel innan um kennara og nem-
endur í þessum merkilega lista-
skóla.
Helga var konan hans Magn-
úsar, það fór ekkert á milli
mála. Hún var kletturinn í lífi
hans.
Síðustu árin sótti gigtin hart
að Helgu, bakið bogið og fingur
sömuleiðis. Ekki skrifað í genin
að kvarta yfir slíku. En þá var
Magnús sannarlega haukur í
horni.
Okkur eru skömmtuð orðin.
Við getum því aðeins teiknað
upp nokkrar smámyndir til að
heiðra minningu hinnar ljúfu
frænku okkar. Magnús, Mási
og Magga! Missir ykkar er
mikill en minningin um góða
konu lifir.
Kristín, Jón og
Halla Norland.
Þau slokkna nú eitt af öðru,
ljósin sem lýstu upp veröld
bernskunnar. Helga föðursystir
mín hefur lokið sinni löngu, far-
sælu og gjöfulu lífsgöngu.
Hægt og bítandi þvarr henni
þróttur þar til hún sleppti tak-
inu og hélt inn í sumarlandið
þar sem bíða hennar systir og
tveir bræður og sonur sem fór
alltof snemma. Þau voru fimm
systkini, börn Guðmundar Vil-
hjálmssonar og Kristínar
Thors, fjögur komust á fullorð-
insaldur og Helga var næstelst,
fædd ári eftir föður minn, og
þau voru samrýnd svo af bar,
milli þeirra strengur sem aldrei
trosnaði heldur styrktist eftir
því sem árin liðu með tíðum
heimsóknum og löngum símtöl-
um.
Örlögin höguðu því svo að
systkinin fjögur rötuðu öll í
Vogana á sjötta og sjöunda tug
síðustu aldar með fjölskyldur
sínar. Það var góður samgang-
ur og kærleiksrík vinátta milli
þessara heimila og reglulegir
samfundir stórfjölskyldunnar á
óðali afa og ömmu á Bergstaða-
stræti; sem var í minningunni
ógnarstór höll en reyndist held-
ur minna í reyndinni þegar við
frændsystkin tókum fyrir fáein-
um árum hús á biskupnum sem
þar býr nú.
Helga kynntist Magnúsi þeg-
ar lýðveldið var að fæðast og
þau bæði við nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík, sam-
ferða því Magnús var ári á und-
an í skóla; þau felldu saman
hugi og giftust svo í september
fyrir sjötíu árum. Helga vann
um tíma hjá móðurbróður sín-
um, Thor Thors sendiherra í
Bandaríkjunum, en fylgdi
Magnúsi svo til margra helstu
lærdómssetra fyrir vestan haf
og austan, var honum stoð og
stytta í sókn hans til frekari
mennta og vísinda. Þegar börn-
in þrjú voru komin vel á legg
fór hún að vinna á skrifstofu
Myndlista- og handíðaskólans
með svila sínum, Herði Ágústs-
syni listmálara og skólastjóra.
Seinna vann hún um árabil hjá
Vísindaráði: þangað kom maður
stundum á námsárum til Helgu
vongóður um að hafa fengið
styrk. Og Helga var hjálpfús og
skilningsrík, mætti mér þar og
hverjum manni sem til hennar
leitaði af eðlislægri hjálpsemi
og greiðvikni.
Helga var hógvær og hlé-
dræg, örugg og styrk í mótlæti
og sorg en lítt gefin fyrir að
flíka sínum einkamálum. Hún
var fróðleiksfús og víðlesin,
gagnrýnin og umburðarlynd,
kát á samfundum og létt í lund,
stutt í smitandi hlátur. Nú hef-
ur hún kvatt, ljósið slökkt en
eftir lifa bjartar og góðar minn-
ingar. Hugurinn er hjá Magn-
úsi sem misst hefur sinn trygga
lífsförunaut og vin; hann reynd-
ist Helgu traustur klettur þeg-
ar heilsu tók að hraka, um-
hyggja hans og kærleikur átti
engin takmörk. Við Margrét
Þóra sendum honum, Magnúsi
Má og Margréti Þorbjörgu,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Örnólfur Thorsson.
Helga Alice
Vilhjálmsson
Í dag kvaddi ég
ég góða vinkonu,
Geirþrúði Finn-
bogadóttur. Þrúða
hefði orðið 96 ára 17. júní sl.
Ég kynntist Þrúðu þegar hún
flutti í sama hús og við fjölskyldan
árið 1983. Þá voru börnin hennar
flutt að heiman nema yngsti son-
ur hennar, hann Þormóður, sem
bjó hjá henni fyrstu árin í Furu-
grund.
Synir okkar, Ingimundur og
Viðar, báru út Morgunblaðið. Þeir
höfðu það fyrir sið að fara með
blaðið upp til hennar og setja það
á hurðarhúninn hjá henni. Þeim
var mjög hlýtt til Geirþrúðar.
Þegar Þrúða var hætt að vinna
fór hún eldsnemma í sund á hverj-
um morgni. Á seinni árum Þrúðu
fór sjónin að daprast og þá var
hún mjög dugleg að hlusta á
hljóðsnældur. Það var Þrúðu mik-
ill missir þegar hún varð að hætta
að keyra sökum versnandi sjónar.
Ég fór upp til Þrúðu á hverju
kvöldi til að gefa henni augndropa
og voru það okkar gæðastundir.
Ég vissi að Þrúða fór snemma í
rúmið á kvöldin og beið hún eftir
mér með kveikt ljós. Þegar ég
læddist inn í herbergið spurði
Þrúða, „er þetta Elín mín?“ og
svo fékk ég að setjast á rúmstokk-
inn hjá henni. Þá var byrjað að
spjalla og hún sagði mér sögur af
börnunum sínum. Jóhanna dóttir
Þrúðu bjó í Ameríku, New York,
með sínum manni og tveimur son-
um. Þrúða fór á hverju sumri til
New York og var hjá Jóhönnu og
fjölskyldu. Þar naut hún sín vel. Á
hverju morgni fór Þrúða með
drengina í skólabílinn og beið svo
eftir skólabílnum seinnipartinn til
að taka á móti þeim.
Jóhanna og Þrúða töluðu sam-
an í síma á hverjum degi. Þegar
drengirnir hennar Jóhönnu fóru í
menntaskóla kom ekki annað til
greina en að fara til Íslands í
skóla og búa auðvitað hjá ömmu í
Furugrund. Eins sagði Þrúða
mér sögur af sinni æsku og
drengjunum sínum sem hún átti
með manninum sínum, Þormóði
Geirþrúður Finn-
bogadóttir Hjörvar
✝ GeirþrúðurFinnbogadóttir
Hjörvar fæddist 17.
júní 1923. Hún lést
6. júní 2019.
Útför Geir-
þrúðar fór fram 14.
júní 2019.
Hjörvarssyni. Hann
féll frá alltof ungur.
En Þrúða dó ekki
ráðalaus. Hún dreif
sig í Sjúkraliðaskóla
Íslands og útskrif-
aðist 1970. Hún
sagði mér svo
skemmtilegar sögur
af börnunum sínum
þegar þau voru lítil.
Hún var líka ákaf-
lega stolt af barna-
börnunum sínum.
Þessar sögustundir okkar
Þrúðu gáfu mér mikið en hún var
svo góð í því að segja frá. Hún
hafði ferðast svo víða með sínum
manni sem var loftsiglingafræð-
ingur hjá Loftleiðum. Mikið hlóg-
um við stundum saman þegar ég
var að segja henni hvað ég hefði
verið að gera að deginum. Hún
vildi auðvitað fá að vita um Kára
og syni mína. Þrúðu fannst alltaf
jafn gaman að heyra að Viðar
minn ætti fimm börn og öll nánast
í röð.
Ekki var hún minna glöð þegar
ég sagði henni að Ingimundur
minn væri fluttur til Stavanger
með sína fjölskyldu. Þá fékk ég nú
aldeilis sögurnar frá Þrúðu um
Stavanger en þangað hafði hún
mjög oft komið með manninum
sínum þegar hann var að fljúga en
bækistöðvar Loftleiða voru í
Stavanger í þá daga. Þá voru
stoppin lengri en í dag. Stundum
var tekinn bíll á leigu og keyrt um
sveitirnar.
Við minnumst Geirþrúðar með
söknuði og þakklæti fyrir sam-
fylgdina. Við vottum fjölskyldu
hennar samúð.
Elín Sæunn, Kári,
Ingimundur og Viðar.
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
TRYGGVI BRANDR JÓHANNSSON,
lést á HSN Húsavík aðfaranótt miðvikudags
28. ágúst.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
7. september klukkan 14.
Guðlaug Sigmarsdóttir
Sigmar, Guðrún, Ágústa
tengdabörn og barnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar