Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Bæjarhátíðin Ljósanótt hefst í dag í Reykjanesbæ og lýkur á sunnudag, 8. september. Meðal viðburða eru opn- anir myndlistarsýninga í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 18. Á sýningunni Óvænt stefnumót í Duus Safnahúsum verða leiddar saman sex listakonur, þær Gunnhildur Þórðardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Rúnars- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Sossa og Valgerður Guðlaugsdóttir. Sýning Reynis Katrínar verður í Stofu Duus- húsa, en andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta hans. Nær fjórðungur bæjarbúa er af pólskum uppruna og af því tilefni verður opnuð grafíksýningin Veru- leikinn og vindingar hans, úrvals- grafík frá Póllandi. Sýningin er val- in fyrir safnið af Jan Fejkiel, for- stöðumanni Fejkiel-gallerísins í Kraká. Fjölbreytt mynd- list á Ljósanótt Grafík „Fission 3“ eftir Karol Szafran. Vínarbarrokk-tónleikar verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 17.30. Á efnisskránni eru tríósónötur, aríur og dúettar eftir Johann Joseph Fux og Ant- onio Caldara, en þeir störfuðu báðir við Habsborgarhirðina í Vínarborg á fyrri hluta 18. aldar. „Fux og Caldara voru vinsæl og afkastamikil tónskáld, sem nutu mikillar hylli og virðingar um sína daga og höfðu ómæld áhrif á samtíma sinn. Eins og verða vill féllu verk þeirra í nokkra gleymsku að þeim látnum,“ segir í tilkynningu og tekið er fram að verk þeirra hafi sjaldan heyrst hérlendis. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sesselja Krist- jánsdóttir ásamt Kammerhópnum Favorita. Vínarbarrokk ómar í Dómkirkjunni í dag Sigrún Hjálmtýsdóttir Sesselja Kristjánsdóttir AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mér stendur orðið á sama um stóru alþjóðlegu listkaupstefnurnar, sem ég tók áður þátt í, en ég vil hins veg- ar ekki missa af þessari vegna þess fína samfélags sýnenda og gesta sem myndast hér á hverju ári,“ sagði sænski galleristinn Magnus Karlsson á árlegu norrænu mynd- listarkaupstefnunni CHART sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir og um síðustu helgi. Gallerí hans setti að þessu sinni upp sýningu með verkum hins vinsæla sænska mynd- listarmanns Joskum Nordström, en sýning var sett upp með verkum hans í Listasafni Íslands fyrir nokkrum árum. Þetta var í sjöunda skipti sem CHART var haldin, en stofnað var til kaupstefnunnar af fimm norræn- um galleríum. Að þessu sinni sýndu 29 gallerí – fjórum færri en á sama tíma í fyrra – verk eftir listamenn sem þau hafa á sínum snærum og að vanda voru sýningar þeirra settar upp í sölum hinar gamalgrónu stofn- unar Charlottenborg í Nýhöfninni. CHART sker sig nokkuð úr sívax- andi fjölda listkaupstefna sem settar eru upp árlega úti um löndin, með þátttöku mismargra gallería. Ein ástæðan er áherslan sem lögð er á fjölbreytilega upplifun gesta; auk þess sem galleríin kynna listamenn sína með það fyrir augum að fanga athygli kaupenda, norrænna og ann- arra sem koma lengra að, er til að mynda í Konunglega listaakademí- unni við hlið Charlottenborg sett upp sýning með verkum valinna ungra listamanna, efnt er til sam- keppni meðal nýútskrifaðra arki- tekta um fimm veitingaskála sem reistir eru í portinu við Charlotten- borg, á kvöldin er boðið þar upp á vinsæla tónleika með aðkomu ungra listamanna, og í tvo daga er boðið upp á fjölda fyrirlestra og samtala listamanna, sýningarstjóra og fræði- manna um hina ýmsu þætti sköp- unar og listarinnar í sem víðustum skilningi. Í fyrsta skipti var nú lista- mönnum boðið að setja upp sýningar í gluggum verslana út um borgina, undir yfirskriftinni Window shop- per, þar sem unnið var með tengsl tísku og myndlistar, og þá er ætíð dagskrá með vídeó- og kvikmynda- verkum. Að þessu sinni voru sýndar 16 stuttar nýjar kvikmyndir teknar af ólíkum listamönnum á 8mm kvik- myndavélar. Sérstök sýning var á veggspjöldum fyrir kvikmyndirnar, gerðar af kunnum listamanni, Tal R. Í fyrra var bætt við nýjum dag- skrárlið, CHART Design, og sett upp hönnunarsýning í hinum kunna sýningarskála Den Frie. Skerpt var á þeirri sýningu í ár og sýndu átta norræn hönnunargallerí (ekkert íslenskt) verk eftir samtímahönnuði, auk þess sem níu ungum hönnuðum var boðið að stilla upp verkum og var það vel lukkuð og vinsæl fram- kvæmd. Þá var þar athyglisverð sýning í tilefni 180 ára starfsemi postulínsverksmiðjunnar Kähler. Áhugasamir kaupendur CHART stendur í þrjá daga. Fyrst er söfnurum, blaðamönnum og öðrum gestum sýnenda boðið að skoða, og þá eiga viðskipti með verk sér ekki síst stað. Klukkan 16 á föstudag voru dyr sýninganna síðan opnaðar fyrir almennum gestum sem streymdu að, að vanda, en sýn- ingarnar hafa notið sívaxandi vin- sælda jafnt danskra gesta sem ann- arra sem koma lengra að. Einstök veðurblíða setti mark á CHART að þessu sinni. Hitinn fór yfir þrjátíu gráður í Kaupmannahöfn í liðinni viku og hitaði fyrri dagana sýningar- salina hressilega; gestir sem galler- istar söfnuðust saman kringum vift- ur í sölunum og ræddu svitastokknir veðrið og listina. Kaupmannahafnar- búar kváðust aldrei hafa upplifað aðra eins hitasvækju undir lok ágústmánaðar. Eins og síðustu ár tóku þrjú ís- lensk myndlistargallerí þátt í CHART. i8 galleríið hefur verið með frá upphafi og sýndi að þessu sinni vefnaðarverk eftir Örnu Óttars- dóttur og málverk eftir Callum Innes, en hann hélt líka erindi í fyrirlestradagskránni um listsköpun sína. Ein sérstaða CHART er að galleríin stilla sýningum sínum upp í sölum með öðrum galleríium, standa flest ekki ein og sér, en BERG Con- temporary fékk að þessu sinni sér sal til afnota og setti upp sýningu með verkum eftir Pál Hauk Björns- son; á áhrifaríkan hátt var stillt sam- an þrívíðum hlutum á gólfdregli, svipuðum þeim sem hann sýndi í D- sal Listasafns Reykjavíkur í fyrra, en á veggjum var röð stærri mál- verka en listamaðurinn hefur sýnt áður. Þá stillti Hverfisgallerí fram verkum eftir fjóra listamenn, mál- verkum eftir Davíð Örn Halldórs- son, Guðmund Thoroddsen og Stein- grím Eyfjörð, og stóru útsaumsverki eftir Loja Höskulds- son, en slík verk hans hafa notið mikilla vinsælda hér heima. Loji kom líka við sögu í fyrirlestra- Listkynning í dönsku blíðviðri  29 norræn myndlistargallerí og átta hönnunargallerí tóku þátt í list- og hönnunarkaupstefnunni CHART í Kaupmannahöfn  Eins og fyrri ár tóku þrjú íslensk gallerí þátt og vöktu verkin eftirtekt Morgunblaðið/Einar Falur Fuglaþema Danska galleríið V1 sýndi og bauð til sölu verk eftir fjölda listamanna sem áttu það sameiginlegt að snú- ast um fugla af einu eða öðru tagi. Fyrir miðju á sýningunni, og hér, er verk frá Asger Jorn-safninu, Maður og fugl. Hönnunargripir Í einum sala Den Frie-sýningaskálans var sett upp sýning á verkum úr vinnustofum ungra norrænna hönnuða og naut mikillar athygli. W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.