Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Viðskiptablaðið fjallar um lög-reglumál í pistli Óðins í vik-
unni og segir að ríkislögreglu-
stjóri hafi „látið þá skoðun sína í
ljós að yfirmannakerfið innan
lögregl-
unnar sé of
dýrt og rétt
sé að ein-
falda það“.
Undir þetta
hafi nýskip-
aður dóms-
málaráðherra tekið. Þá segir Við-
skiptablaðið „afar ánægjulegt að
heyra forstöðumann hjá ríkinu
benda á leiðir til sparnaðar og
skilvirkari stjórnunar og að ráð-
herra taki undir þær. Þetta ger-
ist sjaldan. Nánast aldrei“.
Og Viðskiptablaðið helduráfram: „Viðbrögðin við þessu
hafa helst verið þau að lögreglu-
stjórar hringinn í kringum landið
hafa setið á þrotlausum neyðar-
fundum. Því slíkar hugmyndir
fela í sér, án nokkurs vafa, að
þeir missi flestir starf sitt eða að
minnsta kosti spón úr aski
sínum.“
Enn fremur segir blaðið: „Umhvað snýst gagnrýnin á
ríkislögreglustjóra. Jú, um bíla
og einkennisföt. Og hver leiðir
gagnrýni á ríkislögreglustjóra?
Formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur. Hver er formaður
félagsins? Maður sem ríkislög-
reglustjóri þurfti að víkja tíma-
bundið úr starfi meðan rann-
sakað var meint brot hans í
opinberu starfi.“
Fátt ef nokkuð er mikilvægaraen að ríkið haldi uppi lögum
og rétti í landinu. Þess vegna
verðskulda málefni lögreglunnar
umræðu. En þau verðskulda líka
að umræðan sé yfirveguð, snúist
um aðalatriði en ekki sérhags-
muni og sé án upphlaupa.
Lögreglumál þurfa
vandaða umræðu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt
fram þingsályktunartillögu þess efnis
að ríkisstjórn verði falið að leggja fram
frumvörp um fullan, lagalegan og fjár-
hagslegan aðskilnað ríkis og kirkju.
Skuli frumvarp lagt fram eigi síðar en
á vorþingi 2021 og kveða á um aðskiln-
að eigi síðar en við árslok 2034, eftir
fimmtán ár.
Að frumvarpinu stendur allur þing-
flokkur Viðreisnar, en auk þeirra eru
tveir þingmenn úr hverjum flokki Pír-
ata, Samfylkingar og Vinstri grænna.
Fyrsti flutningsmaður er Jón Steindór
Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Í greinargerð með tillögunni segir
að ríki og kirkja eigi sér langa og sam-
ofna sögu. Hún hafi í senn trúarlegt,
menningarlegt og samfélagslegt hlut-
verk og það beri að virða og viður-
kenna. Á síðustu árum hafi hins vegar
orðið miklar breytingar á viðhorfi til
trúar og hlutverki hennar í nútíma-
samfélagi. Mikilvægt sé að jafnræði
gæti milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga
og þeirra sem kjósa að standa utan
slíkra félaga.
Bent er á mikla fækkun sóknar-
barna þjóðkirkjunnar síðustu ár og að
fátt bendi til að sú þróun muni breyt-
ast á komandi árum. „Nálægt 100%
landsmanna voru skráðir í þjóðkirkj-
una á sínum tíma sú staða er nú en
gjörbreytt. Samkvæmt gögnum Hag-
stofunnar voru um 90% landsmanna í
þjóðkirkjunni árið 1998 en 65% um
næstliðin áramót. Þá hefur fólki innan
þjóðkirkjunnar beinlínis fækkað allar
götur frá árinu 2010. Árið 1998 voru
244.893 skráðir í þjóðkirkjuna en
232.591 um síðustu áramót. Utan þjóð-
kirkjunnar voru á sama tíma 124.400
manns. “
Eftir sem áður sé þjóðkirkjan
stærsta einstaka trúfélagið og ætti að
sama skapi að vera best í stakk búin til
að standa á eigin fótum af öllum trú- og
lífsskoðunarfélögum.
Leiðir ríkis og kirkju skilji 2034
Þingsályktunartillaga fjögurra flokka um aðskilnað ríkis og kirkju lögð fram
Píanóleikarinn og
hljómsveitarstjórinn
Gerrit Schuil er lát-
inn. Hann andaðist á
líknardeild Landspít-
ala í Reykjavík hinn
18. september eftir
skamma sjúkdóms-
legu. Hann fæddist í
Vlaardingen í Hol-
landi 27. mars 1950 og
vakti barnungur þjóð-
arathygli fyrir tónlist-
argáfu sína. Að loknu
námi við Tónlistar-
háskólann í Rotter-
dam hélt hann til
framhaldsnáms í London hjá John
Lill og Gerald Moore, og síðar í
París hjá Vlado Perlemuter. Einn-
ig nam hann í nokkur ár hljóm-
sveitarstjórn hjá rússneska meist-
aranum Kirill Kondrashin. Árið
1979 réðst Gerrit til Sinfóníu-
hljómsveitar hollenska ríkis-
útvarpsins sem þá var aðal-
hljómsveit hollensku ríkis-
óperunnar í Amsterdam og
starfaði þar sem stjórnandi um
árabil. Einnig stjórnaði hann
hljómsveitum víða í Evrópu og
Bandaríkjunum, bæði í óperuhúsi
og tónleikasal, og hélt tónleika
víða í Evrópu, Asíu og í Banda-
ríkjunum.
Gerrit Schuil fluttist til Íslands
árið 1993 með þáver-
andi eiginmanni sín-
um, Jóni Þorsteins-
syni óperusöngvara,
lærði íslensku á
skömmum tíma og
gerðist brátt áhrifa-
maður í listalífi þjóð-
arinnar. Hann skipu-
lagði og efndi til
fjölda tónleika og
merkra tónlistar-
hátíða, m.a. í sam-
starfi við Listahátíð í
Reykjavík, að
ógleymdum rómuðum
tónlistarhátíðum í
Garðabæ, þeirri fyrstu á 200 ára
afmæli Schuberts 1997. Þá bauð
hann heimsfrægum erlendum
listamönnum til samstarfs hér á
landi, m.a. löndum sínum Robert
Holl og Elly Ameling, og vann
alla tíð ötullega með íslensku
tónlistarfólki, söngvurum og
hljóðfæraleikurum. Um skamma
hríð leiddi hann listrænt starf Ís-
lensku óperunnar og stjórnaði
nokkrum sinnum Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Einnig liggja
eftir hann nokkrir hljómdiskar
þar sem hann leikur með ýmsum
fremstu tónlistarmönnum Íslend-
inga. Árið 2010 hlaut Gerrit
Schuil Íslensku tónlistarverð-
launin fyrir list sína.
Andlát
Gerrit Schuil
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Fimmtudaginn 26. sept. og föstudaginn 27. sept. 2019 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
EBK HUSE A/S hefur meira en 43 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum,
þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna
leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku, 3 í Þýskalandi, 1 í Noregi
og 1 í Svíþjóð. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í
Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi.
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
19
28
6
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR