Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 10
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Gísli Vilhjálmsson, tannlæknir og
sérfræðingur í tannréttingum, er
sérfræðingurinn sem veitti foreldr-
um barnanna þriggja með skarð í
gómi greiningu, sem Morgunblaðið
fjallaði um á miðvikudag, vegna
synjunar Sjúkratrygginga Íslands
um kostnaðar-
þátttöku, vegna
tannaðgerða sem
börnin hafa þurft
að gangast undir.
María Heimis-
dóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands sagði í
Morgunblaðinu á
fimmtudag, að
breytt reglugerð
heilbrigðisráðherra tæki ekki til
allra tilvika barna með skarð í gómi
og/eða vör.
Gísli hefur í kjölfar annarrar synj-
unar SÍ sent Svandísi Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra ítarlega greinar-
gerð um stöðu þessara barna og
nauðsyn þess að þau undirgangist
ákveðnar foraðgerðir, til þess að
auka lífsgæði þeirra, en hann hefur
engin svör fengið frá ráðherranum,
ekki frekar en foreldrar umræddra
barna.
Gísli var í gær spurður hvað hann
segði um þessa seinni synjun Sjúkra-
trygginga: „Ég tel að fagnefnd
Sjúkratrygginga sé hvorki að fara að
vilja löggjafans né heilbrigðisráð-
herra með því að neita þessum börn-
um um þeirra sjálfsögðu réttindi,“
sagði Gísli.
Þvert á við það sem tíðkast
„Svo tel ég einnig að greining
þeirra í fagnefnd Sjúkratrygginga
Íslands á vanda þessara barna með
skarð í góm sé þvert á það sem tíðk-
ast í sambærilegum málum tannrétt-
inga og tannlækninga um allan heim.
Þessi börn njóta þess réttar að
sjúkratryggingar taki fullan þátt í
kostnaði vegna forvarna á Norður-
löndunum,“ sagði Gísli.
Gísli er með áratuga reynslu af
tannréttingum og lauk sérfræði-
námi, meistaragráðu, á því sviði í
Bandaríkjunum á níunda áratug lið-
innar aldar. Hann kveðst hafa leitað
álits innlendra og erlendra sérfræð-
inga á þessu sviði, þegar hann vann
að greiningu vanda barnanna fyrir
foreldrana, vegna umsókna þeirra
um kostnaðarþátttöku Sjúkratrygg-
inga og þeir sem hann leitaði til hafi
allir verið honum sammála í grein-
ingum hans. Um sé að ræða börn á
aldrinum sex til níu ára, sem þurfi á
foraðgerðum að ræða.
„Börnin læknast ekki fullkomlega
af foraðgerðunum, en aðgerðirnar
auka í flestum tilfellum lífsgæði
þeirra töluvert og ég tel að ekki eigi
að gera lítið úr slíkum ávinningi. Ég
hef gert fagnefnd SÍ skilmerkilega
grein fyrir því, en fagnefndin vill
ekki taka undir það sjónarmið mitt.
Fagnefnd Sjúkratrygginga hundsar
þannig vilja ráðherra, og fer ekki
heldur að tilmælum fagaðila um það
hvað gera skuli fyrir þessi börn, “
sagði Gísli.
Ráðherra ekki staðið við orð sín
Spurður hvort heilbrigðisráð-
herra hafi ekki gefið fyrirheit á Al-
þingi um að öll börn sem væru með
skarð í gómi og/eða vör ættu að sitja
við sama borð, sagði Gísli: „Ég
horfði á Svandísi svara fyrir þetta á
Alþingi og orð hennar gat ég ekki
betur skilið en svo að hún myndi
taka málið upp og leysa það með
þeim hætti í sínu ráðuneyti að þessi
börn sem um ræðir fengju þessi
réttindi til kostnaðarþátttöku
sjúkratrygginga, en ég tel að Svan-
dís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra hafi ekki staðið við þau orð.
Hún hefur ekki klárað málið þannig
að þessi börn njóti þessara sjálf-
sögðu réttinda, án sífelldrar og erf-
iðrar baráttu við kerfið.“
Fagnefnd SÍ hundsar vilja ráðherra
Sérfræðingur í tannréttingum telur að heilbrigðisráðherra hafi ekki staðið við fyrirheit sín um að
öll börn með skarð í vör/og eða gómi sætu við sama borð Börn á Norðurlöndum njóti fulls réttar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erfitt Gísli Vilhjálmsson, sérfræðingur í tannréttingum, segir fagnefnd Sjúkratrygginga á villigötum
Gísli
Vilhjálmsson
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Hægara er að styðja en reisa
Sjávarútvegsdagurinn 2019
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu,
miðvikudaginn 25. september kl. 08:00 til 10:00.
Farið verður yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2018
og rýnt í stöðu og horfur í greininni á komandimisserum.
Dagskrá hefst á léttummorgunverði kl 8:00
en fundur hefst klukkan8:30.
Setning
Heiðrún LindMarteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Afkomasjávarútvegsfyrirtækja árið 2018
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte
Hvert stefnir fiskvinnslan?
Friðrik Gunnarsson, hagfræðingur SFS
Seðlabankinnog sjávarútvegur
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir,
markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
Skráning á skraning@deloitte.is | Aðgangur 3.500 kr.