Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvíst er hvenær hægt verður að ljúka niðurrifi rússneska togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn. Niðurrifið var nýhafið þegar það var stöðvað 3. september sl. eftir fyrirvaralausa úttekt Umhverfisstofnunar. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til niðurrifs skipa allt að 500 tonn. Orlik vegur hins vegar yfir 500 tonn og þurfti því að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar. Fram kemur í greinargerð Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur að togar- inn Orlik hafi staðið í Njarðvíkur- höfn frá 2014 en hann sé í eigu Hringrásar. Skipið hafi ekki verið í rekstri frá árinu 2012. Til hafi staðið að flytja það til niðurrifs erlendis en ekki orðið af því. Því hyggist skipa- smíðastöðin rífa skipið á athafna- svæði í samráði við stjórn Reykja- neshafnar og Hringrás. Hentaði ekki fyrir skipið Daði Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Hringrásar, segir félagið hafa sótt um undanþágu vegna niður- rifsins til umhverfisráðuneytisins. „Fyrst þarf að sækja um breyt- ingar á leyfinu þannig að það nái yfir núverandi staðsetningu. Við ætluð- um að fara með skipið inn á fjöru við skipasmíðastöðina. Leyfið var til þess sem sagt. Síðan þegar við ætl- uðum að fara að grafa rennuna til að koma skipinu fyrir kom í ljós að það er klöpp þar undir. Því var ekki hægt að fara með skipið þar inn. Því var tekin sú ákvörðun í samráði við höfn- ina í Njarðvík að færa skipið innan hafnarinnar, þar sem allar aðstæður eru mjög góðar, en þá þarf að breyta starfsleyfinu svo það nái yfir þá stað- setningu. Þess vegna stöðvaði Um- hverfisstofnun verkefnið meðan það er verið að klára þau mál,“ segir Daði. Spurður hvort ekki sé óheppilegt að verkið tefjist, með hliðsjón af því að veturinn nálgast, segir Daði að lykilatriðið hafi verið að koma skip- inu fyrir á öruggum stað áður en haustlægðirnar koma. „Það er búið að því. Skipið er nú við bryggjugarð- inn en eins og komið hefur fram í fréttum hefur það nokkrum sinnum verið nærri því að sökkva í höfninni, sem hefði verið mjög vont mál. Nú er togarinn kominn á fast fyrir innan höfnina. Hann er í rauninni kominn á þurrt land og búið að afstýra því að það verði slæmt tjón. Það er kappsmál hjá öllum sem koma að þessu verkefni að rífa hann eins fljótt og auðið er. Það er lýti að honum í þessu ástandi. Við vonumst til að fá leyfi frá Umhverfisstofnun mjög fljótlega þannig að þetta vandamál verði úr sögunni.“ Verða tíu þegar mest lætur Daði segir aðspurður að um tíu manns muni starfa við niðurrifið þegar mest lætur. Tveir til tíu muni starfa við niðurrifið á mismunandi stigum. Framkvæmdir hafi verið skammt á veg komnar þegar þær voru stöðvaðar í byrjun mánaðar. Þá segir Daði sjó hafa verið dælt úr skipinu sl. sumar. Síðan hafi verið sótt um neyðarleyfi til að koma því á öruggan stað fyrir veturinn. „Það hefur verið löng og ströng þrautaganga að fá að farga skipinu hér heima. Við fengum synjun frá Umhverfisstofnun fyrir rúmlega tveimur árum um að flytja skipið í Helguvík og rífa það þar, enda hafi stór skip verið rifin þar áður. Í synj- uninni var vísað í Evrópureglur sem heimila ekki niðurrif með þeim hætti á skipum sem eru yfir 500 tonn. Við töldum að reglugerðin hefði ekki verið innleidd á Íslandi og kærðum þessa synjun. Málið hefur síðan farið hringi í kerfinu og það er ekki komin niðurstaða þar. Það eru allir fegnir að komin sé undanþága og að málið verði leyst fljótt og vel,“ segir Daði. Orlik bíður nú örlaga sinna  Umhverfisstofnun stöðvaði í byrjun mánaðarins niðurrif rússneska togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn  Ástæðan var að skipið var flutt frá fyrirhuguðum niðurrifsstað  Hringrás hefur sótt um undanþágu Gröfurnar klárar Orlik liggur við bryggjuna í Njarðvíkurhöfn. Engin smásmíði Eins og sjá má gnæfir Orlik yfir fleyin í höfninni. Skipið var smíðað fyrir um 36 árum. Ljósmyndir/Ingvar Jóel/Birt með leyfi Ryðskemmdir Það leynir sér ekki að Orlik hefur ekki fengið mikið viðhald á síðustu árum. Hann er mjög ryðgaður. Frá 9. áratugnum » Orlik var smíðaður 1983. » Hann er 63,3 metrar á lengd, 13,8 metrar á breidd og nettóþyngd hans er 669 tonn. » Leki kom að skipinu í júlí í sumar sem leið og kallaði það á björgunaraðgerðir. » Skipið er skemmt af ryði en það hefur árum saman legið ónotað við bryggju. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Íslensk kona hefur verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald og einangrun í eina viku vegna kókaínsmygls, en hún var handtekin á Keflavíkur- flugvelli 16. september með 50 pakkningar með samtals 401,24 grömmum af kókaíni og 0,49 grömmum af amfetamíni. Lands- réttur staðfesti í fyrradag úr- skurð héraðsdóms í máli kon- unnar. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins, kemur fram að grunur hafi komið upp um að konan hafi verið að smygla fíkni- efnum. Hins vegar hafi ekki komið til líkamsleitar, þar sem hún viður- kenndi við tollgæslu að vera með fíkniefni meðferðis og fjarlægði hún 50 pakkningar af ætluðum fíkniefnum úr nærfötum sínum. Taldi hún sjálf að pakkning- arnar innihéldu kókaín. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir í greinargerðinni að lög- reglan þurfi að rannsaka aðdrag- anda ferðar konunnar hingað til lands og tengsl við hugsanlega vit- orðsmenn hér á landi eða erlendis. Héraðsdómur tók undir með lögreglunni að konan væri undir rökstuddum grun um brot sem varðaði fangelsi og að með óskertu frelsi gæti hún torveldað rannsókn málsins. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. 50 kókaínpakkn- ingar í nærfötunum  Íslensk kona úrskurðuð í gæslu- varðhald og einangrun í eina viku GRÆNT ALLA LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.