Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 26
SVIÐSLJÓS
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ísland er í fyrsta sæti af 150þjóðum þegar litið er til ör-yggis á eftirlaunaárum. Þettakemur fram í nýrri rannsókn
franska fjárfestingarbankans Natix-
is sem gerir sömu rannsókn árlega.
Árið 2013 var Ísland í 23. sæti
listans og hefur því klifið listann
hratt.
Útreikningurinn byggist á fjár-
hagsstöðu fólks við starfslok, heilsu,
lífsgæðum og efnislegum gæðum.
Þrátt fyrir
að Ísland sé í
fyrsta sæti og
færist þannig upp
um eitt sæti frá
því í fyrra er
heildareinkunn
landsins örlítið
lægri en í fyrra
eða 83 af 100, í
fyrra var hún 84
af hundrað.
Það skýrist
af því að einkunn Sviss, sem tróndi á
toppnum í fyrra, er lægri en áður.
Einkunnir Íslands í flokkum
fjárhagsstöðu við starfslok og heilsu
hækkuðu á milli ára en lækkuðu í
flokki efnislegra gæða annars vegar
og lífsgæða hins vegar.
Ísland komst á topp tíu lista yfir
umhverfislega þætti, loftgæði, ham-
ingju eldri borgara og fjárhagsstöðu
þeirra við starfslok. Samkvæmt
rannsókninni skýra aukin fjárútlát
til heilbrigðiskerfisins hærri ein-
kunn Íslands í flokki heilsu.
10% sárafátækir
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður Landssambands eldri borg-
ara segir að niðurstöðurnar komi
henni ekki beint í opna skjöldu enda
hafi fleiri rannsóknir sýnt fram á
svipaðar niðurstöður.
„Samt sem áður virðist ekki
mælast að hér er hópur af eldri
borgurum sem hefur það mjög
slæmt. Í þessum könnunum sem
hafa verið gerðar af fleiri en einni
stofnun er meðaltalið það sem vegur
þyngst en það segir ekki alla sög-
una.“
Samband eldri borgara starfaði
í nefnd á síðasta ári sem sendi frá
sér skýrslu. „Sú skýrsla sýnir fram á
að neðstu tíu prósentin af öldruðum
búa við sára fátækt. Næstu 10 pró-
sent þar fyrir ofan hafa það skítt,“
segir Þórunn.
„Samfélagið í heild sinni er
áfram lagskipt og efstu hóparnir
hafa það mjög gott. Við þurfum
virkilega að taka á gagnvart þessum
hópi sem hefur það verst.“
Lífeyrisgreiðslur vega þungt
Spurð hvort staðan hafi batnað
jafn mikið á síðustu árum og rann-
sókn Natixis gefur til kynna svarar
Þórunn: „Mér finnst þetta dálítið
rausnarlegt en auðvitað er styrkur
lífeyrissjóðanna að koma betur og
betur í ljós sem framfærsla. Þeir
peningar sem koma úr lífeyrissjóð-
unum eru tæplega 70% af því sem
fólk lifir á í dag. Það segir okkur að
þetta kerfi, sem var búið til 1970 á
almenna vinnumarkaðnum, er raun-
verulega farið að skila meiru.“
Þórunn tekur fram að eldri
borgarar sem eru jafnframt ör-
yrkjar og þeir sem hafa lítið verið á
vinnumarkaði hafi það mun verra en
aðrir. „Það þyrfti að vera einhver
sérstök framfærsluuppbót eins og
var til þess að styðja við þennan hóp
sem ekki nær endum saman. Það má
ekkert bjáta á. Ef eitthvað bilar þá
er einfaldlega allt í vandræðum hjá
þessu fólki. Við viljum að fólk geti
lifað með reisn og þess vegna er enn
ein nefndin komin í gang og þar eru
þau að fara yfir þessi velferðarmál í
heild sinni,“ segir Þórunn.
Rannsókn segir best
að eldast á Íslandi
Lifsgæði og fjárhagsstaða eftirlaunaþega
Staða Íslands miðað við samanburðarlönd á lista Natixis 2019
100%
80%
60%
40%
20%
0% H
e
im
ild
: N
a
ti
xi
s
G
lo
b
a
l A
ss
e
t
M
a
n
a
g
e
m
e
n
t
Heildareinkun Heilsa Lífsgæði Efnisleg gæði Fjárhagsstaða
við starfslok
1. sæti er staða Íslands á listanum 2019, var í 2. sæti í fyrra og 3. sæti 2017 83% er heildareinkun Íslands envar 84% 2018 og 82% 2017
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margt mábetur faraí íslensku
skólakerfi. Talað er
um skóla án að-
greiningar, en
spyrja má hvort
kerfið standi undir þeirri skil-
greiningu eins og staðan er.
Undanfarna daga hefur birst
greinaflokkur eftir Guðrúnu
Hálfdánardóttur blaðamann í
Morgunblaðinu og á mbl.is þar
sem farið er ofan í saumana á
grunnskólakerfinu, spurt hvað
megi betur fara og skoðað
hvernig megi bæta úr.
Stærðfræðilæsi hefur farið
hrakandi frá því það var fyrst
metið í PISA-könnun 2003.
Mikið hefur verið rætt um að
textalæsi sé ábótavant og slá-
andi að næstum 30% íslenskra
drengja geti ekki lesið sér til
gagns.
Ragnar Þorsteinsson, sér-
fræðingur í mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu, segir að
þróunin hafi verið sú í grunn-
skólanum að sífellt fleiri þurfi
sérkennslu. Í almenna kerfinu
séu um 75% nemenda en í sér-
kerfinu um 25% nemenda. Eftir
því sem betur sé gert í almenna
kerfinu verði þörfin minni fyrir
sérkennslu, en hér hafi stefnan
verið að fara í hina áttina, að
auka þátt sérkennslunnar.
Hann segir að þetta sé ekki
spurning um meira fjármagn,
heldur hvernig peningunum sé
ráðstafað.
Athyglisvert er að hvergi í
Evrópu eru greiningar jafn al-
gengar á börnum og hér á landi,
hvort sem litið er til drengja
eða stúlkna. Almennt virðist
börnum líða vel í grunnskóla en
það er þó allt of algengt að börn
treysti sér ekki í skólann vegna
kvíða og þunglyndis og kemur
fram í greinaflokknum að það
eigi við um 1.000 börn, eða 2,2%
grunnskólanemenda.
Ekki er aðeins áhyggjuefni
hvað greiningar eru algengar
heldur einnig hve löng biðin eft-
ir því að greining fari fram get-
ur verið. Það getur tekið allt að
eitt og hálft ár að komast að. Á
meðan fær barnið ekki aðstoð
og hætt er við að vandinn vaxi
með þeim afleiðingum að erf-
iðara verði að ráða bót á honum.
Nú ætlar menntamálaráðu-
neytið að hefja tilraunaverkefni
þar sem fé verður í auknum
mæli lagt til íhlutunar- og for-
varnarstarfs án kröfu um grein-
ingar.
En vandinn snýr einnig að
börnum sem eru bráðger. Í
PISA-könnuninni kemur fram
að afburðanemendum fækkar
og nemendum með litla getu
fjölgar. Fái bráðger börn ekki
verkefni við sitt hæfi er hætta á
að þau fái leið á
skólanum og dagi
uppi í skólanum.
Í námskrá eru
sett fram markmið
sem geta verið
óljós. Meyvant
Þórólfsson, dósent við Háskóla
Íslands, tekur undir gagnrýni,
sem ýmsir viðmælendur í
greinaflokknum setja fram, um
að erfitt sé að átta sig á inntaki
námskrárinnar og segir að inn-
leiðing hennar hafi ekki gengið
sem skyldi. „Þetta meinta ráða-
leysi kom m.a. fram í afstöðu
eins skólastjórnanda á mál-
þingi sem við héldum í vor, þ.e.
að námskráin virkaði frekar
eins og ráðgáta en góður leiðar-
vísir eða handbók til að fara
eftir,“ segir Meyvant.
Ein afleiðingin er að sögn
Meyvants ósamræmi í einkunn-
um, ekki bara milli skóla,
heldur jafnvel innan skóla.
Einkunnir úr grunnskóla
skipta máli þegar sótt er um
framhaldsskóla. Ef það er mis-
jafnt eftir skólum hvað býr að
baki tiltekinni einkunn er kom-
in innbyggð skekkja, sem getur
jafnvel haft í för með sér að
nemendur komast ekki í skóla
sem þeir hefðu átt greiðan að-
gang að væri einkunnagjöfin
samræmd.
Í greinaflokknum er rætt við
Lilju Alfreðsdóttur mennta-
málaráðherra. Hún ætlar að
leggja áherslu á að bæta læsi
og stærðfræðikunnáttu. Verið
sé að skoða námskrána og við-
mið við námsmat. Hún vill bæta
hlut kennara og gera grunn-
skólamenntunina að samvinnu-
verkefni alls samfélagsins.
Það er gott að nú eigi að
grípa til aðgerða í skólakerfinu.
Gagnrýnin á námskrána og
námsviðmiðin, sem hér hefur
verið tæpt á, er ekki að koma
fram núna fyrst. Hún kom fram
þegar í upphafi.
Yfirleitt er umræðan um
skólakerfið í fjölmiðlum eins og
bútasaumur. Eitt vandamál er
tekið fyrir í einu. Í hinum viða-
mikla greinaflokki Guðrúnar
fæst hins vegar heildarsýn yfir
sviðið – og líka baksviðs – og
það er mikilvægt.
Með yfirskriftinni skóli án
aðgreiningar er ætlunin að
leggja áherslu á rétt allra til
náms. Gott skólakerfi er for-
senda þess að öllum sé gefinn
kostur á að njóta sín að verð-
leikum í lífinu, að allir hafi
sömu möguleika. Þess vegna er
mikilvægt að tekið sé á vanda-
málum í skólakerfinu án tafar
vegna þess að þeir árgangar
sem nú eru að fara í gegnum
kerfið fá ekki aftur tækifærin
sem þeir kunna að fara á mis
við.
Gott skólakerfi
er forsenda þess
að allir fái notið sín
að verðleikum}
Vandi grunnskólans
og lausnir
Þ
ingfundastörf eru nú hafin af fullum
krafti á Alþingi. Ég hlakka til vinn-
unnar sem fram undan er í vetur.
Þó að oft sé við ramman reip að
draga þá finn ég að barátta Flokks
fólksins er að bera ávöxt. Dropinn holar stein-
inn. Rödd okkar skiptir máli í baráttunni gegn
fátækt.
Í liðinni viku fékk ég þau gleðitíðindi frá
Tryggingastofnun að stofnunin muni greiða elli-
lífeyrisþegum þá 5-6 fimm milljarða króna sem
fólust í dómsúrskurða Landsréttar í vor. Flokk-
ur fólksins stóð fyrir þeim málaferlum gegn
Tryggingastofnun og unnum við fullnaðarsigur.
Við Guðmundur Ingi höfum nú þegar mælt
fyrir tveimur af fimm forgangsmálum Flokks
fólksins sem við leggjum fram í haust. Hin þrjú málin eru
tilbúin og verða lögð fyrir þing og þjóð á næstu dögum. Öll
forgangsmálin okkar miða að því að útrýma fátækt.
Við köllum þetta Velferðarpakka Flokks fólksins.
Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að
endurhæfingarlífeyrir og ellilífeyrir tryggi 300 þús. kr. lág-
marksframfærslu á mánuði, skatta- og skerðingarlaust.
Þetta verði gert fyrir lok nýhafins þings. Í greinargerð
segir m.a.:
„Lægstu mánaðarlegar greiðslur til lífeyrisþega, sem
engar aðrar tekjur hafa, eru aðeins 212.000 kr. eftir skatt og
252.000 kr. ef viðkomandi hefur heimilisuppbót. Þeir sem
búa við svo kröpp kjör eru festir í fátæktargildru.
Á undanförnum árum hefur framfærslukostnaður stór-
aukist, ekki síst húsnæðiskostnaður, en á
sama tíma hafa greiðslur almannatrygginga
ekki fylgt almennri launaþróun í landinu …
Almannatryggingakerfið á að tryggja þeim
sem á þurfa að halda grundvallarmannrétt-
indi, þ.e. fæði, klæði, húsnæði og heilsu. Ríkis-
valdið á ekki að dæma einstakling í ævilanga
fátækt ef viðkomandi er svo ólánsamur að
verða öryrki.
Guðmundur Ingi Kristinsson mælti svo fyrir
lagafrumvarpi um að örorkulífeyrisþegum
verði heimilt að afla sér tekna í tvö ár án skerð-
inga. Þó skal heimilt að skerða bótagreiðslur
séu heildartekjur öryrkja hærri en meðallaun í
viðkomandi starfsstétt samkvæmt upplýsing-
um frá Hagstofu Íslands. Notast skal við nýj-
ustu upplýsingar hverju sinni. Þetta er mikið þjóðþrifamál
sem hjálpar fólki við að komast út á vinnumarkaðinn. Mik-
ið hefur verið talað um fjölgun öryrkja og hvað við kostum
ríkissjóð mikla peninga. Í Svíþjóð var svipuð leið farin og
árangurinn var stórkostlegur. Ríflega 30% öryrkja sem
nýttu sér úrræðið skiluðu sér ekki aftur inn á bótakerfið.
Hugsið ykkur bara, ríkissjóður fær skatttekjur af þessum
vannýtta mannauði. Hugsanlega fækkar öryrkjum líka
um þriðjung sem eru á framfærslu kerfisins ef þetta geng-
ur eins vel hjá okkur og Svíunum. Hér er um að ræða ein-
falda skilvirka lausn sem felur í sér mannvirðingu og ríka
hagsmuni fyrir okkur öll.
Inga Sæland
Pistill
Við siglum seglum þöndum
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í niðurstöðum rannsóknar-
innar er einnig greint frá
þremur atriðum sem ógna ör-
yggi eldri borgara.
Í fyrsta lagi eru það lágir
vextir. Þeir eru veruleg hindr-
un fyrir þá sem eru að spara
fyrir starfslokum, samkvæmt
niðurstöðunum.
Hröð öldrun mannkynsins er
ein stærsta ógnin sem steðjar
að öryggi verðandi eldri borg-
ara en heimsbyggðin eldist
hratt og hlutfall eldri borgara
vex með ári hverju. Það verður
til þess að færri setja fjármuni
inn í hagkerfið en taka fjár-
muni út úr því.
Í þriðja lagi ógna loftslags-
breytingar öryggi eldri borg-
ara, ekki einungis lífsgæðum
þeirra og heilsu heldur einnig
fjárhagsstöðu við starfslok. Í
niðurstöðum rannsóknarinnar
segir að þessi ógn sé áþreifan-
leg áskorun í samtímanum þó
gjarnan sé horft til loftslags-
breytinga sem vandamáls
framtíðarinnar.
Þrennt ógnar
öryggi fólks
ÁSKORANIR ALDRAÐRA