Morgunblaðið - 21.09.2019, Page 37

Morgunblaðið - 21.09.2019, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 ✝ Séra EdwardBooth OP, Geoffrey Thorn- ton Booth, fæddist 16. ágúst 1928 í Bretlandi. Hann lést í Stykkis- hólmi 28. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Leonard James Booth prentari og Lydia Booth. Eins og fjölskylda hans var hann upphaflega í Ensku biskupakirkjunni en tók kaþ- ólska trú í Cambridge árið 1951. Hann ákvað að gerast munkur í reglu heilags Dom- iníkusar, vann lokaheitin árið 1956 og tók prestvígslu árið 1958. Séra Edward stundaði prest- nám í Cambridge, lauk BA- prófi 1952, MA-prófi 1970 og doktorsprófi í heimspeki 1975. Hann gekk í reglu Dóminikana 29. september 1952 og hlaut Untersuchungen zum Begriff der Kategorialität im philo- sophischen Denken“ í Festsc- hrift für Klaus Hartmann (1990) og „Gott und sein Bild – Augustins De Trinitate“ í Spie- gel der Neueren Forschung (2000). Séra Edward fluttist til Ís- lands árið 2002 og vann mestan tíma sem heimilisprestur systr- anna í Stykkishólmi og þjónaði auk þess kaþólska söfnuðinum á Vesturlandi til ársins 2015. Árið 2011 var honum veittur ís- lenskur ríkisborgararéttur. Hvern einasta dag ársins öll þau ár flutti hann frumsamda prédikun og er þar um mikið safn að ræða. Auk þeirra fræðiskrifa séra Edwards, sem birst hafa í er- lendum ritum, skrifaði hann einnig greinar um margvísleg málefni sem birtust í tímaritinu Merki krossins á árunum 2005- 2009. Hann samdi einnig fjölda kvæða, flest um trúarleg efni. Sálumessa séra Edwards fór fram í Dómkirkju Krists Kon- ungs í Landakoti 4. september 2019. prestvígslu 29. september 1958. Auk almennra prestsstarfa stund- aði séra Edward bæði kennslu og rit- störf. Hann fór víða, var m.a. fyrirlesari við Pontifical Beda College 1978-1980 og Pontificial Uni- versity of St. Thom- as í Róm 1980-1988. Út hafa komið tvær bækur eftir séra Edward, Aristotelian Aporetic Ontology in Islamic and Christian Thinkers (1983) og The Saint Augustine and the Western Tradition of Self Knowing: The Saint Augustine Lecture 1986 (1989). Þá hafa fjölmargar greinar og bóka- dómar eftir hann birst í ýmsum erlendum tímaritum, m.a. í The New Grove Dictionary of Music and Musicians (1980), greinin „Kategorie und Kategorialität, Historisch-Systematische Ánægjuleg kynni hófust fyrir hálfum öðrum áratug þegar mað- ur nokkur hraðmæltur á enska tungu hringdi í mig upp á Veð- urstofu til að forvitnast um hafís. Var þar kominn kaþólski prest- urinn í Stykkishólmi. Eins og ég átti eftir að venjast vatt séra Edward sér beint að efninu. Hann var lítt gefinn fyrir tafsamt spjall um jarðbundna hluti sem komu ekki málinu við þegar strembin og spennandi verkefni voru annars vegar. Mér lærðist að byrja aldrei samtal í síma á hefðbundinni setningu eins og „How are you?“. Séra Edward Booth var maður margra hugmynda og leiftrandi gáfna, sjófróður um nær allt milli himins og jarðar, sífellt að svala forvitni sinni sem fólst ekki ein- ungis í því að leita fanga og sökkva sér niður í annarra manna skrif heldur bæta um betur með eigin ritgerð um efnið. Þegar hann átti fyrst erindi við mig var hann að kynna sér ferðir Pýþeas- ar landkönnuðar frá Massalíu (Marseille) sem árið 325 f. Kr. gerði út leiðangur norður fyrir meginland Evrópu, sigldi með vissu umhverfis Bretland en í frægri ferðabók sinni segir hann líka frá siglingu enn norðar til eyjar sem kallaðist Þýle (Thule). Norður fyrir þessa eyju siglir hann og lendir í furðulegum að- stæðum sem hann lýsir og minna á þoku og þunna ísbreiðu yfir kyrrum sjó. Séra Booth skrifaði fræðilega grein um lýsingar Pý- þeasar og seinni tíma handrit sem styðjast við ferðasögu Grikkjans. Fræðimaðurinn í Stykkishólmi hafði m.a. samband við háskóla- bókasafn í Teheran í Íran en grískir textar forðum voru þýdd- ir á arabísku á niðurlægingartím- um í kjölfar falls Rómaveldis vestur í Evrópu. Síkvikur hugur séra Edwards varð nefnilega til þess að hann fylgdist með þróun tölvutækni og netsins og var í sambandi við bókasöfn og fræði- menn út um allan heim. Merk grein hans um Pýþeas birtist síð- an í Merki krossins, tímariti kaþ- ólsku kirkjunnar, í þýðingu Þor- kels Arnar Ólasonar ritstjóra. Þegar séra Edward hóf að rannsaka rit Pýþeasar var hann nýkominn til landsins. Annað við- fangsefni hans sem tengdist Ís- landi var Sæmundur fróði Sigfús- son (1056-1133) í Odda á Rangárvöllum. Þannig var mál með vexti að ég var formaður Oddafélagsins og barst það í tal að Sæmundur var í fornum ritum sagður hafa numið „í Frakk- landi“. Það var eins og við mann- inn mælt að guðfræðingurinn í Stykkishólmi fékk óstöðvandi áhuga á Sæmundi og kastaði sér yfir spurninguna um hvar Frakk- land Ara fróða hefði verið. Því hafði nefnilega verið varpað fram af fræðimönnum að það hefði í rauninni verið Franconia í Þýskalandi. Séra Edward varð í skyndi harla fróður um málið og tók síðan þátt í málþingi um Sæ- mund fróða sem Oddafélagið hélt í samvinnu við Árnastofnun og Heimspekistofnun HÍ. Margt fleira varð Aristótelesarfræðingnum að yrkisefni svo sem sést á umfjöll- un í Merki krossins um Heilagan Tómas og lögin í ritinu Summa Theologiae. Hann hafði áhuga á náttúruvísindum og fylgdist t.d. dag frá degi með flugi sólarorku- flugvélarinnar umhverfis jörðina hér um árið. Blessuð sé minning merks manns og vinar, Edwards Booth. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Látinn er í Stykkishólmi séra Edward Booth, 91 árs að aldri, en hann var lengi sóknarprestur kaþólska safnaðarins þar í bæ. Ég kynntist séra Edward vel en ég fór fljótt að sækja messur í kaþólsku kirkjunni á sunnudags- morgnum eftir að ég fluttist í Stykkishólm 2007, þó að ekki sé ég kaþólskur. Séra Edward tók mér líka afar vel og við urðum góðir vinir. Það er því við hæfi að ég minnist hans nokkrum síðbún- um orðum að leiðarlokum. Séra Edward var Englending- ur að uppruna, fæddur í Eves- ham í Worstershire 1928. Hann gerðist kaþólskur um 13 ára ald- ur og helgaði síðan kaþólsku kirkjunni allt sitt líf. Hann gerð- ist enn fremur mikill fræðimaður og dvaldist lengi við fræðistörf í Þýskalandi, m.a. í Tübingen, sem hann hrósaði mjög sem háskóla- borg. Síðan dvaldist hann um skeið á Ítalíu. Hann var áhuga- samur um íslensk fræði og samdi m.a. ritgerð um Sæmund fróða Sigfússon, sem uppi var á tólftu öld og þjóðsagan sagði að hefði lært fræði sín í Svartaskóla Í Frakklandi og verið rammgöldr- óttur. Hann hefði m.a. hvað eftir annað att kappi við sjálfan kölska, en ávallt haft betur vegna kænsku sinnar. Séra Edward færði rök að því aftur á móti eftir ítarlegar rannsóknir að Sæmund- ur hefði numið fræði sín í Þýska- landi. Séra Edward var einnig mjög áhugasamur um heimsmálin ekki síður en ég og kynnti sér þau sem best með því að lesa ensku og am- erísku stórblöðin í tölvunni sinni. Oft ræddum við lengi um það sem var efst á baugi í heimsmálunum bæði í síma og yfir kaffi eftir sunnudagsmessu auk þess sem ég var vanur að heimsækja hann eftir hádegi á fimmtudögum og þá ræddum við heimsmálin af kappi. Mér er í fersku minni eitt sinn að kvöldlagi er ég var stadd- ur á Akureyri að hann hringdi í mig og sagði mér hvernig hann vildi hafa nýja ríkisstjórn í Þýskalandi en þá var þar stjórn- arkreppa eftir nýafstaðnar kosn- ingar. Séra Edward hafði þá kynnt sér stöðuna þar í landi með því að lesa Frankfurter Allge- meine Zeitung þá um daginn, eitt af þýsku stórblöðunum, en hann var vel að sér í þýsku. Þá var hann ekki síður vel að sér í frönsku sem var sennilega hans helsta erlenda tungumál. En hann var vel að sér í kirkju- legum fræðum, og heimspeki bæði forn og ný var ekki síður áhugamál hans. Hann átti það til að skírskota til Platóns og Arist- ótelesar, þó að viðmælendur hans vissu þar lítil deili á, og sama máli gegndi um síðari tíma hugsuði eins og Hegel. Tómas Aquino og Shakespeare voru honum einnig hugleiknir og hann átti það til að fara með setningar úr verkum þess síðarnefnda við tækifæri. Séra Edward samdi ræður sín- ar á ensku en fékk þær þýddar á íslensku og flutti þær þannig, auk þess sem hann útbýtti þeim með- al kirkjugesta. Er hann hætti sem prestur í Stykkishólmi flutt- ist hann á Grund, þá orðinn ís- lenskur ríkisborgari. Þar man ég eftir að hitta hann glaðan og reif- an við að undirbúa jólin og færði honum jólagjöf. Síðastliðinn vet- ur fluttist hann aftur til Stykk- ishólms og gerðist þá vistmaður á heimili aldraðra þar í bæ. Þá var nokkuð af honum dregið og hann ferðaðist um í hjólastól. Þar lést hann 18. ágúst síðastliðinn en út- för hans fór fram í Kristskirkju í Reykjavík. Blessuð sé minning hans. Magnús Sigurðsson. Edward Booth Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA GUÐRÚN SAMÚELSDÓTTIR frá Stóru-Reykjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Félag langveikra barna. Sólveig S. Benjamínsdóttir Jens Pétur Jenssen Anna Ragna Benjamínsdóttir Guðbjörg G. Benjamínsdóttir Guðmundur Kristinsson Jón Benjamínsson Anna María Jónsdóttir Guðni Benjamínsson Kristín Gyða Hjartardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi, ÞORSTEINN GRÉTAR EINARSSON, Hraunholti 2, Garði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 27. september klukkan 15. Erla Dögg Gunnarsdóttir Sunna Rós Þorsteinsdóttir Svavar Ingi Lárusson óskírður Svavarsson Ásgeir Þorsteinsson Árni Gunnar Þorsteinsson Olivia Anna Canete Apas Gunnar E. Sigurbjörnsson systkini og frændsystkini Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR HEIÐAR MAGNÚSSON frá Hamri, Nauteyrarhreppi, lést 17. september á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 26. september klukkan 13. Kristín Anna Þórðardóttir Helgi Lárus Guðlaugsson Júlía Björk Þórðardóttir Marinó Hákonarson Jens Heiðar Ragnarsson Sonja Sveinsdóttir Lilja Ósk Ragnarsdóttir Marías Hjálmar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur, barnabarn og barnabarnabarn, HELGI ÞÓR HELGESON BERGSET, Hamravík 20, sem lést þriðjudaginn 17. september, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 26. september klukkan 13. Thelma Hulda Símonardóttir Ísold Vök Helgadóttir Bergset Ásgerður Þóra Ásgeirsdóttir Haraldur Sævinsson Daníel Andri, Magnea Kristín Björg Jökulrós og Haraldur Ásgeir Helge Bergset Grethe Akse Kristense og Brage Björg Óskarsdóttir Elísabet Bergset Harald Bergset Bergþóra Sigurbjörnsdóttir og fjölskyldan á Íslandi og í Noregi Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Bylgjuhrauni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 23. september klukkan 13. Hörður Sigurgeirsson Matthildur Sonja Matthíasd. Oddur Magnússon Methika Suwannarat Ólafur Magnússon Vai Tipson Magnea L. Magnúsdóttir Stefán Kjartan Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja, Alheimi í Flatey á Breiðafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn 19. september. Útför auglýst síðar. Erla Sigurbergsdóttir Haukur Már Haraldsson Margrét S. Sigurbergsdóttir Þór Ólafsson Vestmann Guðjón Sigurbergsson Okkar ástkæri ATLI ÞÓR SÍMONARSON lést miðvikudaginn 18. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Björk Atladóttir Björgvin Atlason Birta Lind Atladóttir Edda Finnbogadóttir Elín Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.