Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 ✝ Gunnar fædd-ist 23. maí 1951 í Reykjavík. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 10. september 2019. Foreldrar Gunn- ars voru Jóhann Sigurðsson, Vet- leifsholti, f. 19.9. 1916, d. 7.8. 2001, og Nanna Jónsdótt- ir, Árbæ, f. 10.10. 1913, d. 18.3. 1979. Systkini hans voru Guðni, f. 2.12. 1939, d. 22.12. 1940, Garðar, f. 24.11. 1941, d. 18.3. 1942, Kristín, f. 4.3. 1943, d. 26.9. 1995, Sigurður Garðar, f. 26.7. 1946, og Jón Ágúst, f. 25.4. 1948. Eftirlifandi eiginkona Gunn- ars er Vigdís Þórarinsdóttir, Litlu-Tungu, f. 30.8. 1952, en þau giftust 31. desember 1976. Börn þeirra eru 1) Grétar Þór- arinn, f. 26.2. 1973, maki hennar er Guðríður Sigurðardóttir, f. 12.12. 1970, og börn þeirra Vig- ársins 1986. Þeir bræður keyptu Fóðurblönduna í Reykjavík 1984, settu hana á markað 1997 og rak Gunnar Fóðurblönduna til ársins 2000 þegar hún var að fullu seld. Þeir Garðar stofnuðu jafnframt Kornax ásamt sænsk- um bræðrum árið 1986 og seldu þeir Kornax samhliða því er þeir seldu Fóðurblönduna. Eftir það kom hann að fjárfestingum, stofnun og rekstri ýmissa fyr- irtækja ásamt fjárfestingum í fasteignum og vann hann við rekstur þeirra allt til síðasta dags. Þau Gunnar og Vigdís keyptu Árbæ í Holtum 1978 og fjölskyldan rekur þar hrossa-, sauðfjár- og trjárækt. Gunnar var formaður Veiðifélags Ytri- Rangár og Vesturbakka Hólsár til fjölda ára og lét af störfum þar nú í ágúst. Hann sat í stjórn ýmissa fyrirtækja og félaga- samtaka og var virkur í Sjálf- stæðisflokknum á fyrri hluta ævinnar. Hann var félagsmaður í Hestamannafélaginu Geysi og síðar Hestamannafélaginu Fáki, var framkvæmdastjóri Lands- móts hestamanna og Fjórðungs- móts hestamanna. Útför Gunnars fer fram frá Árbæjarkirkju, Holtum, í dag, 21. september 2019, klukkan 14. dís Birna, f. 13.10. 2002, Andri Sveinn, f. 1.7. 2004, og Arn- ór Gunnar, f. 12.7. 2010. 2) Maríanna, f. 11.11. 1975, sam- býlismaður hennar er Ólafur Örn Ólafsson, f. 26.11. 1972, og dóttir hans er Karen Ósk, f. 17.4. 1995. 3) Gunn- ar Jóhann, f. 23.5. 1982, sambýliskona hans er Haf- dís Svava Níelsdóttir, f. 17.8. 1987, og dóttir þeirra er Dag- björt Hekla, f. 28.1. 2015. Gunnar var alinn upp í Vog- unum og gekk í Vogaskóla. Hann fór eitt ár til Bretlands eftir grunnskólanám að læra ensku, hóf svo störf í Flugturn- inum í Reykjavík og byrjaði að læra flugumferðarstjórn. Hann keypti Ásmundarstaði í Ása- hreppi ásamt bræðrum sínum árið 1969 og ráku þeir þar svína-, eggja- og kjúklingabú til Það er engin óskastaða að sitja við og skrifa minningar- grein um föður sem fallinn er frá allt of snemma. Og þetta sem varð honum að falli elskar enginn okkar. Bara alls ekki neitt. Árin sem framundan eru áttu að vera góðu árin, árin til að lifa og njóta og spilla barna- börnunum smá og hjálpa þeim líka og leiðbeina eins og hann gerði með okkur systkinin. Að- eins að jafna út alla vinnuna á fyrri hluta ævinnar með fjöl- skyldu og vinum á seinni hluta ævinnar. En það verður ekki. Og það er einhvern veginn al- veg ómögulegt að hugsa til þess að aldrei aftur komi símtal eða bankað verði uppá til að spjalla um allt og ekkert og hvað Messi væri mikill yfirburðamaður í fótbolta. Það er gott að geta gripið til allra góðu minninguna. Og þær eru býsna margar og oftar en ekki eru þær tengdar sveitinni, hestaferðum, borgarferðum, veiðiferðum og samverustund- um með fjölskyldunni. Fjöl- skyldan átti einmitt stóran sess í lífi pabba og alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða og njóta tíma með fjölskyldunni og þá sérstaklega barnabörnun- um. Líka gaman að rifja upp hvað það voru ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, mjög góð tök á tölum og naskur á að sjá hvar tækifærin liggja. Þetta síðasta sumar var að mörgu leyti gott. Sveitin dró pabba til sín eins og alltaf á vor- in. Veðrið lék við hvern sinn fingur og líklega hefur sveita- loftið og orkan sem því fylgir í bland við góða vini fleytt honum áfram gegnum erfiða hjalla í baráttunni við meinið sem ekk- ert okkar elskar. „Eftir bjartan daginn kemur nótt“ segir í lag- inu – og þetta sumar leið alltof fljótt. Það hefur vofað yfir í mörg ár að þessi dagur kæmi, og mikið er gott að geta minnst allra góðu stundanna en mikið óskaplega er líka sárt að þetta skuli hafa endað svona, allt of fljótt. Að ganga beint til verks og hafa marga bolta á lofti hent- aði pabba vel. Það er eitthvað svo óraunverulegt að hugsa til þess núna hvernig boltunum fækkaði þegar leið á sumarið og meiri ró komst á. Og líklega vissi pabbi í hvað stefndi betur en nokkur annar því ekki fjölg- aði boltunum aftur. Og endirinn alveg eins og um var talað, í ró og næði heima. Pabbi hafði rétt fyrir þér í þessu eins og svo mörgu öðru. Við vorum bara ekki alveg búin að sjá það jafn vel. Við pössum vel uppá mömmu, hvíl í friði. Grétar Þórarinn, Maríanna, Gunnar Jóhann. Höfðingi er það fyrsta sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til þín, ástkær tengdafað- ir minn Gunnar Jóhannsson. Allt frá því að Gunni bauð mér austur í Árbæ til ykkar Vigdísar og kynnti mig fyrir ykkur og fram að dánarstund var hann mér hlýr, traustur og rausnar- legur. Þið Vigdís tókuð einstak- lega vel á móti mér inn í fjöl- skylduna og verð ég ykkur ævinlega þakklát. Þetta voru tæplega sjö ár sem ég fékk að þekkja þig, læra af þér og skapa með þér minningar og er ég þakklát fyrir þennan tíma, þó svo að ég hefði verið til í að árin yrðu fleiri. En þessi veikindi, sem þú barðist við af einstakri þrautseigju og töluverðri þrjósku, settu strik í reikning- inn. Það komu oft holur í veginn sem gerðu okkur hin í fjölskyld- unni hrædd og sorgmædd en þú tókst á við hvert verkefni eins og sönn hetja og stóðst uppi sem sigurvegari fram á síðustu stund. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér og heiður að fá að fylgja þér seinasta spölinn. Það er svo margt sem við höf- um lært af þér og tökum með okkur út í lífið. Þú studdir okk- ur Gunna í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar mað- ur spurði þig álits eða ráða þá sagðir þú hlutina eins og þeir voru, varst ekki að draga úr neinu né fegra hlutina að óþörfu. Þú varst alltaf svo hreinn og beinn og það er eitt af því sem vert er að tileinka sér í þína minningu. Þú virðulegi hreinskilni höfð- ingi hafðir samt mjúkar hliðar sem barnabörnin voru fljót að draga fram í þér. Þú varst góð- ur afi og stoltur af öllum barna- börnunum. Að sjá ykkur Dag- björtu Heklu saman var alveg einstakt. Þið áttuð svo fallegt samband og fékk hún þig til að gera með sér ótrúlegustu hluti. Sem dæmi varst þú fljótur til að fara út á gólf og dansa með henni í ballett á foreldrasýningu þegar hún var tveggja ára. Hún vissi alltaf að þú værir með henni í liði þegar hana langaði í ís. Þá fór hún rakleiðis til þín og samdi við þig og endaði það oft- ar en ekki með því að hún borð- aði sinn ís fyrst og svo deilduð þið þínum ís. Þú varst stoltur af sveitabarninu sem hún er og fannst alltaf gaman að fá hana í Árbæ. Þið áttuð ykkar venju, að fara fyrst af öllum á fætur á morgnana og þú eldaðir handa ykkur hafragraut og svo lékuð þið ykkur saman eða horfðuð á teiknimyndir þangað til þú fórst á „karlaflakk“ um sveitina og niður í veiðihús eins og þið köll- uðuð það. Þó svo að veikindin væru farin að taka sinn toll um miðjan ágúst síðastliðinn léstu það ekki stoppa þig og mættir á reiðsýningu hjá Dagbjörtu Heklu sem var að ljúka reið- námskeiði. Mikið sem það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku Gunnar. Dagbjört Hekla saknar þín sárt en við eigum sem betur fer margar og góðar minningar sem hlýja og hugga. Við nutum þess að eyða tíma með þér í Árbæ, í sumarfríi og rjúpnaveiði á Ferjubakka, í Veiðivötnum, paradísinni á ströndinni í Nap- les og svo mætti lengi telja. Ég vil þakka þér fyrir allt og treysti því að þú sért búinn að opna eins og eina Muga-flösku til að skála í og takir góðan skeiðsprett í draumalandinu. Hvíldu í friði höfðingi. Þín tengdadóttir, Hafdís Svava Níelsdóttir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Þetta ljóð eftir Hannes Pét- ursson kom fram í huga mér þegar ég settist niður til þess að skrifa eftirmæli um tengdaföður minn Gunnar Andrés Jóhanns- son sem er fallinn frá og skilur eftir sig stórt skarð í samhentri fjölskyldu. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir 20 árum og þá kynntist ég viðskiptamanninum Gunnari en fljótlega áttaði ég mig á því að í hjarta sér var hann bóndi og hann naut sín best í sveitinni. En eftir því sem árin hafa liðið og barnabörnunum fjölgað er Gunnar fyrir mér fyrst og fremst fjölskyldumaður og ein- stakur afi, hann naut þess að vera umkringdur börnum og barnabörnum. Gunnar var margbrotinn og stór persónuleiki og það er ekki hægt að segja að við höfum allt- af verið sammála. Oftar en ekki gerðist það að öll fjölskyldan var farin frá matarborðinu en við Gunnar sátum lengi eftir og rökræddum þjóðfélagsmál. Aldrei skyggðu þær rökræður þó á persónulegt samband okk- ar og við áttum auðvelt með að vera sammála um að vera ósam- mála. Gunnar hafði í raun það gaman af þessum rökræðum okkar að hann átti það til að setja fram einhverja fullyrðingu sem hann vissi að ég væri ósam- mála til þess eins að fá fram hjá mér mótrök. Hann sagði oft að þessar rökræður okkar væru búnar að þjálfa mig í samskipt- um við erfiða einstaklinga og fyrir það er ég honum þakklát því það er sjaldgæft að slík þjálfun eigi sér stað með svo já- kvæðum formerkjum. Sannur höfðingi er horfinn af sviðinu, sem skilur eftir sig góð- ar og dýrmætar minningar. Margir eiga honum mikið að þakka enda kom hann víða við. Hann gat verið ákveðinn og fylginn sér en líka svo yndislega ljúfur og góður og ég minnist hans með virðingu og hlýhug. Guðríður Sigurðardóttir. Komdu sæll, þetta er Gunnar á Ásmundarstöðum. Þannig hófst símtal er sá er þessar lín- ur ritar fékk fyrir nærri fjórum áratugum. Þetta voru mín fyrstu samskipti við Gunnar Jó- hannsson. Erindið var að bjóða mér starf, hvað ég þáði, hjá Holtabúinu, fyrirtæki þeirra Ásmundarstaðarbræðra. Gunnar ólst upp í Reykjavík, en var Rangæingur að ætt og uppruna, foreldrar hans voru úr því héraði. Á unga aldri hneigð- ist hugur hans til viðskipta og hann var enn á táningsaldri þegar hann keypti ásamt bræðrum sínum, Garðari og Jóni, jörðina Ásmundarstaði í Ásahreppi. Einhvern tíma heyrði ég að faðir þeirra bræðra hefði orðið að skrifa undir kaup- samninginn fyrir hönd Gunnars, þar sem sonurinn var ekki enn fjárráða. Það var í senn skemmtilegt og gefandi að starfa hjá þeim bræðrum. Þeir voru áræðnir og framsæknir og byggðu á skömmum tíma upp öflugt fyrir- tæki sem hafði með höndum eggjaframleiðslu, kjúklingaeldi og um hríð svínarækt. Einnig byggðu þeir sláturhús og útung- unarstöð á Hellu. Gunnar var framkvæmdastjóri fyrirtækisins en bræður hans sáu um verk- stjórn á búinu. Hann var farsæll stjórnandi, duglegur og fylginn sér. Hann var einhver hrein- skiptasti maður sem í hef átt samskipti við í gegn um tíðina. Hann sagði sínar skoðanir um- búðalaust og var ekkert að velta því fyrir sér hvort viðmæland- anum kynni að líka eða ekki. Ég kunni þessum eiginleika vel en lærði sennilega ekki almenni- lega að meta hann fyrr en síðar á lífsins leið er ég fékk að kynn- ast hinu gagnstæða. Bræðurnir seldu rekstur sinn seint á níuunda áratugnum, en hann var á þeim tíma orðinn einn sá umsvifamesti hér í sýslu. Sneru þeir sér þá alfarið að rekstri Fóðurblöndunnar sem þeir höfðu keypt nokkru áður. Mér var boðið að starfa hjá þeim áfram við þann rekstur en var tregur til höfuðborgarinnar. Skildu því leiðir að sinni. Rétt um áratug síðar hugðist ég skipta um starfsvettvang og sló á þráðinn til Gunnars og spurði hvort hann gæti gefið mér með- mæli vegna starfsumsóknar. Hann tók því vel og sagðist ætla að vera í sambandi fljótt aftur. Daginn eftir kom hann til mín alvarlegur í bragði og sagðist ekki ætla að gefa mér nein með- mæli. Gunnar var gamansamur maður og átti það til að vera meinstríðinn. Þegar hann sá að viðmælandanum var nokkuð brugðið glotti hann og sagði ástæðuna vera þá að hann vildi að ég kæmi að vinna hjá sér í Fóðurblöndunni. Í þetta sinnið sló ég til og áttum við þar góð ár saman. Nokkur undanfarin ár höfum við setið saman í stjórn Veiði- félags Ytri-Rangár. Gunnar settist í stjórnina um aldamótin og sat í henni nær samfellt þar til nú fyrir skömmu er hann dó sig í hlé vegna heilsubrests. Hann var formaður stjórnar á árunum 2006-2008 og svo aftur frá 2012. Mikil uppbygging hef- ur átt sér stað hjá félaginu á þessum tíma og þar lagði Gunn- ar drjúga hönd á plóg. Hann lagði á sig ómælda vinnu í þágu félagsins og vildi aldrei þiggja þóknun fyrir það. Við félagar hans í stjórninni minntumst stundum á að hann ætti að fá greitt fyrir alla þessu vinnu. Hann neitaði því jafnan, sagðist hafa nóg fyrir sig og hefði gam- an af þessu. Fyrir hönd Veiðifélags Ytri Rangár vil ég færa fjölskyldu Gunnars sérstakar þakkir fyrir allt það fórnfúsa starf sem hann lagði á sig fyrir hönd félagsins. Ungur að árum kynntist Gunnar lífsförunauti sínum, Vigdísi Þórarinsdóttur frá Litlu-Tungu í Holtum. Þau töltu saman götu lífsins og voru einkar samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Nú við leiðarlok vil ég þakka Gunnari fyrir áratuga samstarf og vináttu sem aldrei bar skugga á. Vigdísi og afkomend- um þeirra hjóna votta ég samúð og bið Guð að blessa minn- inguna um góðan dreng. Guðmundur Einarsson. Nú hefur kaldur krapi heilsu- brests lokið lífsgöngu vinar míns Gunnars A. Jóhannssonar. Í æsku vorum við villingar í Vogunum og ekki alltaf til fyr- irmyndar en við kynntumst fyrst að marki síðar á lífsleið- inni. Gunnar var ekki skinn- sléttur skólasetumaður. Hann hófst til vegs á eigin hönd af ötulum vilja án mikillar skóla- göngu; brautryðjandi á mörgum sviðum, bóndi, forstjóri, hesta- maður og heimsmaður. Á árun- um í Olís, með öðrum vini, Óla Kr. Sigurðssyni, varð vinátta okkar traust og samferðin drjúg þegar nepjan blés í bönkunum og heillafylgjan brást á árbakka í Borgarfirði. Komu þá vel í ljós kostir Gunna Jó. Ekki var hann gjarn til geðbrigða en úrræða- góður, lundlipur og djarfur og rausnarlegur þegar á reyndi. Ævinlega heill vinur. Við áttum langa samleið bæði vináttu og viðskipta sem ekki bar skugga á. Nú þegar leiðir skilja er gott er að geta séð Gunnar fyrir sér, grannvaxinn, söguglaðan, með glettnisglampa í augum, bros á vör og stór endalaus áform sem gjarnan gengu eftir. Við Hrafnhildur sendum Vig- dísi, Grétari Þórarni, Gunnari Jóhanni, (Tívolí-vini mínum) og Maríönnu innilegar samúðar- kveðjur frá fjarlægum strönd- um. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, … (Einar Benediktsson) Í Guðs friði. Óskar Magnússon. Kvaddur er í dag góður vin- ur, Gunnar Andrés Jóhannsson. Kynni mín af Gunnari hófust fyrir rúmum 30 árum. Þau góðu kynni hafa orðið nánari eftir því sem árin hafa liðið. Hesta- mennska hefur átt stóran þátt í að efla þau tengsl. Skömmu eft- ir síðustu aldamót eignuðumst við, fimm fjölskyldur, jörðina Hrútsholt í Eyja- og Mikla- holtshreppi og voru Gunnar og Vigdís þátttakendur í þessum samhenta hópi. Tilgangur kaupa á jörðinni var að koma þar upp aðstöðu til að sinna sameiginlegum áhuga á útreiðum. Ráðist var í átak við að bæta aðstöðuna, m.a. hvað varðaði húsakost. Reyndist Gunnar öflugur drifkraftur og góður félagi sem tók að sér verkstjórn þeirra framkvæmda. Í gegnum þá samvinnu kynntist ég enn betur starfsorku Gunn- ars, glöggri yfirsýn hans yfir framkvæmdir og útsjónarsemi. Síðar átti ég eftir að starfa fyrir hann að öðrum og stærri bygg- ingarframkvæmdum, ávallt með farsælli samvinnu og niður- stöðu. Ánægjustundir urðu margar í hópi Hrútshyltinga hvort sem riðið var á Löngufjörum eða á heimaslóðum Gunnars og Vig- dísar, Árbæ við Ytri-Rangá. Ein eftirminnilegasta hestaferð sem undirritaður hefur tekið þátt í var farin frá heimili þeirra, upp með Rangá og síðan um nyrðri og syðri Landmannaleið, um- hverfis Torfajökul, undir far- sælli og glöggri leiðsögn Gunn- ars. Í þeirri ferð varð það óvænt hlutskipti Vigdísar að fylgja hópnum í bíl, viðbeinsbrotin en flytjandi kjarngóðan viður- gjörning á áningarstaði. Á hug- ann leita einnig bjartar minn- ingar frá góðum stundum þegar Gunnar og Vigdís tóku af mikl- um höfðingsskap á móti vinum í Árbænum og Gunnar grillaði heila unggrísi á teini. Vinnusemi, yfirsýn og hæfi- leikar til forystu nýttust Gunn- ari ekki aðeins í tengslum við vini og hesta. Hann hafði ungur ásamt bræðrum sínum skapað fjölskyldunni góð efni með rekstri á Holta-kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum. Síðan tóku við aukin umsvif þeirra bræðra, m.a. framleiðsla á fóðurvörum í Fóðurblöndunni og hveitimölun í Kornaxi. Þegar Gunnar tók að sér við- fangsefni var staðið að verki með áræði, festu og útsjónar- semi. Farsælum viðskiptaferli Gunnar Andrés Jóhannsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.