Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 40

Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Í dag er afmæl- isdagur mömmu, hún hefði orðið 87 ára í dag. Hún lést 22. maí síðastlið- inn. Eitt er víst; maður und- irbýr sig ekki fyrir að missa þann sem hefur staðið manni næst alla ævi. Ég er yngstur af systkinunum og var því einn með mömmu eftir að hin systk- inin fóru að heiman. Við áttum lengst af heima á Álfaskeiði í Hafnarfirði. Mamma var orðin fertug þegar hún ákvað að læra til sjúkraliða og lauk því námi með toppeinkunnum. Eftir námið hóf hún störf á Borg- arspítala þar sem hún vann þar til hún fór á eftirlaun. Það var mikið frelsi fyrir mömmu þegar hún eignaðist sinn fyrsta bíl 1978, Toyota Corolla, rauðan að lit. Hún hugsaði vel um bílinn, hann var bónaður með sérstök- um rafmagnsbóngræjum reglu- lega. Hennar besti tími var að ferðast utan, helst til Spánar þar sem hún kunni vel við hit- ann. Ég var svo heppinn að fara með henni í þrjár slíkar ferðir. Fyrsta ferðin var ferming- arferð með fjölskyldunni og þær seinni voru farnar þegar ég var orðinn fullorðinn. Það Sigurbjörg Njálsdóttir ✝ SigurbjörgNjálsdóttir fæddist 21. sept- ember 1932. Hún lést 22. maí 2019. Útför hennar fór fram 31. maí 2019. var gaman að fylgjast með því hvað hún undirbjó hverja ferð sem hún fór í vel, tók minnst hálfan mán- uð. Það var allt mögulegt sem hún tíndi til svo sem krydd, matur og fleira sem henni þótti nauðsynlegt að hafa með. Mamma var eins og amma; höfðingi heim að sækja, og var öllu tjaldað til þegar gestir komu, rjómi þeyttur og vöfflur bakaðar. Hún var einstaklega hagsýn og lagði áherslu á að maður ætti alltaf að vera heið- arlegur í öllu því sem maður gerði. Seinni árin átti mamma heima á Móabarði þar sem amma og afi áttu einnig heima. Reyndist mamma ömmu og afa sérstaklega vel og áttu þau góðan tíma saman. Á Móabarði undi hún hag sínum vel eftir að hún hætti að vinna og naut þess að ferðast utan og stjórna fjölskyldunni. Þegar hún veiktist og átti orðið erfitt með að vera ein flutti hún á Hrafnistu, þó svo að hún hefði viljað vera lengur á Móabarði. Á Hrafnistu fór vel um hana og hún kynntist mörgu góðu fólki, sérstaklega starfsfólki, sem hún gat sagt til hvernig átti að gera hlutina. Hennar er sárt saknað, en ég veit að hún er komin á góðan stað með ömmu og afa. Þinn Siggi litli. Sigurður Gíslason. ✝ Sólveig GuðnýGunnarsdóttir fæddist 26. október 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 6. sept- ember 2019. Foreldrar Sól- veigar voru Gunn- ar Ágúst Sigur- finnsson, f. 8. ágúst 1895, d. 12. ágúst 1966, og kona hans Sigrún Ólafsdóttir, f. 30. júní 1907, d. 16. maí 1986. Sólveig var næstyngst systkina sinna, en systkini hennar eru: Ásgeir Sigurjón Gunnarsson, f. 2. nóv- ember 1930, Ásta Óla Gunn- arsdóttir, f. 20. nóvember 1936, Jónína Gunnarsdóttir, f. 16. september 1938, d. 22. nóvem- ber 2013, og Sigurbjörg Jóna Gunnarsdóttir, f. 8. maí 1946. Sólveig giftist 13. apríl 1963 eftirlifandi eiginmanni sínum, Antoni Kristinssyni húsasmið, f. 19. júlí 1941. Dóttir þeirra var Linda Antonsdóttir, f. 11. des- ember 1973, d. 10. febrúar 2018. Synir Lindu eru Andri Már Helgason, f. 11. apríl 1994, og er unnusta hans Ragna Lind Rún- arsdóttir, f. 11. nóvember 1997, og Ævar Þór Helga- son, f. 18. desem- ber 2000. Sólveig ólst upp í Keflavík þar sem þau hjónin hófu bú- skap. Fyrstu árin bjuggu þau í leiguhúsnæði en fluttu svo í hús sem þau byggðu þar í bæ. Árið 1970 fluttu Sól- veig og Anton til Reykjavíkur og bjuggu í nokkur ár í Hraun- bæ 20 eða þar til þau fluttu í Fjarðarsel 17 í hús sem þau byggðu. Árið 1994 fluttu þau hjónin sig um set í nýtt hús sem þau byggðu í Bollasmára 1, Kópavogi. Síðast var heimili Sólveigar og Antons í Baugakór 15-17, Kópavogi. Sólveig og Anton fengu lóð árið 1991 í landi Merkihvols í Landsveit. Útför Sólveigar fór fram frá Lindakirkju 16. september 2019. Hún Sonný okkar er búin að kveðja eftir harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabba- mein, sem hafði betur. Hugurinn leitar rúm sextíu ár aftur í tímann þegar ungar stúlkur streymdu norður í Eyjafjörð til að setjast á skóla- bekk, það var í Húsmæðraskól- ann á Laugalandi að haustlagi. Við vorum tæplega fjörutíu talsins. Komum alls staðar að, nokkrar frá Akureyri, ein frá Siglufirði, frá Austfjörðum, Vestmannaeyjum, Suðurnesj- um, Hafnarfirði, Reykjavík og Snæfellsnesi. Föngulegur hóp- ur sem var fljótur að hristast saman. Nám var stundað eftir bestu getu, en margt var brall- að þar fyrir utan. Hún Sonný okkar með fal- lega brosið og ljúfu lundina varð öllum kær. Allt lék í hönd- unum á henni, sem sýndi sig síðar á lífsleiðinni þegar hún fór að mála á steina. Steinarnir hennar Sonnýjar bera af hvað smekkvísi og fal- legt handbragð snertir. Við höfum verið fastur kjarni sem hefur hist einu sinni í mán- uði um langt árabil. Sonný var ein af hópnum, sem hefur haldið vinaböndin í gegnum öll þessi ár. Hennar verður sárt saknað. Við sendum Antoni og dótt- ursonunum Andra Má og Æv- ari Þór okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystranna frá Laugalandi 1959, Jóhanna Þorkelsdóttir. Sólveig Guðný Gunnarsdóttir Þegar ég heyrði að amma mín hefði dáið snögglega var eins og heimurinn stöðvaðist. Ég hafði ekki hitt ömmu í langan tíma og var búinn að skipuleggja að fara norður í heimsókn og bað hana sérstak- lega um að taka frá eitt herbergi fyrir mig í gistiplássinu. Því mið- Jóna Ingvars Jónsdóttir ✝ Jóna IngvarsJónsdóttir fæddist 28. júlí 1957. Hún lést 7. september 2019. Útför Jónu fór fram 14. september 2019. ur náðum við aldrei þessum tíma saman en ég veit að þú bíð- ur eftir mér í Sum- arlandinu og þá mun ég áfram geta heyrt þig segja mér sögur, eins og þú varst vön að gera. Elsku amma, minning þín lifir áfram sem ljós í mínu lífi og mun ég alltaf geyma í hjarta mínu minn- ingar um stundir okkar saman. Þangað til ég sé þig næst: ég elska þig. Þinn Hallgrímur. Elsku Árný mín, það er sárt að kveðja þig í dag en nú ert þú laus við veikindin og líður vonandi bet- ur. Þú varst alltaf hörkudugleg og lést ekkert stoppa þig við það sem þú tókst þér fyrir. Þú elskaðir að prjóna og varst svo dugleg að prjóna á stelpurnar þínar. Þú elskaðir að fara í ferðalög og sumarbústaði með fjölskyldunni, man að við fjöl- skyldan fórum svo oft í Ölfus- Árný Rósa Aðalsteinsdóttir ✝ Árný Rósa Að-alsteinsdóttir fæddist 1. nóv- ember 1955. Hún lést 31. ágúst 2019. Útför hennar fór fram 5. september 2019. borgir með ykkur Jóa og stelpunum þegar ég var krakki, það var skemmtilegur tími. Við erum þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum með þér og góðar minn- ingar um skemmti- legar samveru- stundir munu ávallt fylgja okkur. Veit að Allý, amma, afi, mamma og fleiri taka vel á móti þér. Elsku Jói, Hanna Gréta, Guðný Lára, Anna Stefanía og barnabörn, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka Ágústa Björk. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS KOLBEINSSONAR lyfjafræðings, Sóleyjarima 21. Guðrún Pálsdóttir Kolbeinn Finnsson Birna Guðmundsdóttir Hólmfríður Erla Finnsdóttir Sigurður Kjartansson barnabörn og barnabarnabarn Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÍMONAR SIGURMONSSONAR frá Görðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi og HVE fyrir alúð og góða umönnun. Með kærleikskveðju, Svava Svandís Guðmundsdóttir og fjölskylda Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU KRISTÍNAR HERMANNSDÓTTUR, Stigahlíð 24. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls. Hermann Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir Reynir Brynjólfsson Ólafur Helgason Linda Sunnanvader Salína Helgadóttir Einar Long Guðmundur Helgason Hildur Jósefsdóttir Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir ömmubörn og langömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÞORSTEINSSONAR, héraðsráðunautar og bónda, Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Eyrún Sæmundsdóttir Áslaug Einarsdóttir Sigurður Hjálmarsson Jóhanna Margrét Einarsd. Þórður Grétarsson Jón Bragi Einarsson Elín Einarsdóttir Jónas Marinósson Unnur Björk Arnfjörð Páll K. Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Gígju. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir Jensína Waage Hrafnhildur Waage Ólafur Waage Gunnþórunn B. Gísladóttir Kári Waage Brynja Waage Ragnar H. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og tengdaamma, AUÐBJÖRG HLÍN PÁLSDÓTTIR, Kambastíg 6, Sauðárkróki, lést á heimili sínu laugardaginn 14. september. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 26. september klukkan 14. Árni Indriðason Kári Heiðar Árnason Margrét Helgadóttir Hlynur Freyr Árnason Thelma Rut, Þröstur, Viktor og Gunnhildur Dís. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.