Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 44
VALUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íris Björk Símonardóttir, mark- vörður Vals í handknattleik, segir að stemningin á Hlíðarenda fyrir vetr- inum sé mjög góð. Valskonur voru óstöðvandi á síðustu leiktíð og unnu þrefalt en margir lykilmenn frá síð- asta tímabili eru horfnir á braut. Valskonum er spáð efsta sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálf- ara deildarinnar. „Það er góð stemning á Hlíðar- enda og tímabilið leggst vel í okkur. Við erum vissulega með mjög breytt lið frá síðustu leiktíð og við erum enn að spila okkur saman. Við erum enn að læra hver inn á aðra en þetta er allt að koma. Ef allt gengur upp hjá okkur og við náum að stilla strengina rétt er úrslitakeppnin mjög raunhæft markmið fyrir okkur. Að sama skapi eru gríðarlega sterk lið í þessari deild og það þarf allt að ganga upp, eins og alltaf, ef við ætlum að ná alvöru árangri í vetur.“ Nýtt lið á Hlíðarenda Leikmannahópur liðsins er mikið breyttur, en margir reynsluboltar frá síðustu leiktíð hafa ekki enn gef- ið það út hvort þær séu hættar handboltaiðkun. „Þetta small mjög vel saman hjá okkur í fyrra og blandan í liðinu var mjög góð. Þetta er í raun bara annað lið sem við erum að tefla fram í ár. Arna Sif kemur inn með gríðarlega reynslu og Díana, Lovísa og Sandra eru allar árinu eldri núna, sem er já- kvætt. Það eru hins vegar ekki jafn margir reynsluboltar í liðinu nú og í fyrra en engar þeirra hafa hins veg- ar gefið það út að þær séu hættar. Ég held því í vonina um að þær snúi aftur þegar líða fer á haustið.“ Ríkjandi Íslandsmeistarar ætla sér að taka einn leik fyrir í einu, líkt og á síðustu leiktíð. „Við ætlum okkur að taka einn leik fyrir í einu og erum ekki að ein- blína á einhver langtíma markmið. Það virkaði vel fyrir okkur á síðustu leiktíð og þótt það sé klisja þá er bara erfitt að hafa áhrif á eitthvað sem mun gerast eftir fimm til sex mánuði eða svo. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina en við höfum ekki sett markið neitt hærra en það að svo stöddu.“ Íris Björk var kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi, dagana 25. septem- ber og 29. september næstkomandi, í undankeppni EM en nokkur ár eru síðan hún gaf það út að hún væri hætt að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég kem inn í landsliðið til þess að hjálpa til, þar sem aðrir mark- menn eru að glíma við meiðsli. Ég var hætt að gefa kost á mér í lands- liðið af fjölskylduástæðum en þegar ég er beðin um að koma inn og hjálpa til segi ég ekki nei. Ég er spennt fyrir komandi verkefni gegn Frökkum og það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu undir stjórn Arnars Péturssonar. Hvort ég spila fleiri leiki í undankeppni EM þarf bara að koma í ljós en ég stend við þá ákvörðun mína að ég sé hætt að gefa kost á mér í íslenska landsliðið.“ Meistararnir ætla í úrslita- keppnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Markahæst Hin nítján ára gamla Lovísa Thompson var markahæsti leik- maður Valskvenna í fyrra og verður ekki síður í stóru hlutverki í vetur.  Íris Björk heldur enn í vonina um að reynsluboltarnir snúi aftur í vetur 44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 ÚTILJÓSADAGAR afsláttur af völdum útiljósum 50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16 Ída Margrét Stefánsdóttir Lovísa Thompson Ólöf María Stefánsdóttir Sandra Erlingsdóttir Þjálfari: Ágúst Jóhannsson. Aðstoðarþjálfarar: Óskar Bjarni Óskarsson og Hlynur Morthens. Árangur 2018-19: Íslands-, deild- ar- og bikarmeistari. Íslandsmeistari: 1962, 1964, 1965, 1966, 1967, 1968, 1969, 1971, 1972, 1973, 1974, 1983, 2010, 2011, 2012, 2014, 2019. Bikarmeistari: 1988, 1993, 2000, 2012, 2013, 2014, 2019.  Valur sigraði HK 31:23 á úti- velli í 1. umferð deildarinnar og tekur á móti Aftureldingu í dag kl. 18 á Hlíðarenda. MARKVERÐIR: Andrea Gunnlaugsdóttir Íris Björk Símonardóttir HORNAMENN: Auður Ester Gestsdóttir Elín Helga Lárusdóttir Lilja Ágústsdóttir Ragnhildur Edda Þórðardóttir Vigdís Birna Þorsteinsdóttir LÍNUMENN: Arna Sif Pálsdóttir Hildur Björnssdóttir ÚTISPILARAR: Ásdís Þóra Ágústsdóttir Díana Dögg Magnúsdóttir Elín Rósa Magnúsdóttir Heiðrún Berg Sverrisdóttir Lið Vals 2019-20 KOMNAR Andrea Gunnlaugsdóttir frá ÍBV Arna Sif Pálsdóttir frá ÍBV Elín Rósa Magnúsdóttir frá Fylki FARNAR Alina Molkova í Diekirch (Lúxemb.) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, óvíst Chantal Pagel í Füchse Berlín (Þýskalandi) Emelía Sigmarsdóttir, óvíst Gerður Arinbjarnar, óvíst Íris Ásta Pétursdóttir, óvíst Morgan Marie Þorkelsdóttir, óvíst Breytingar á liði Vals  Valskonur verða í baráttunni um alla titla ef lykilleikmenn haldast heilir.  Þær hafa misst reynslubolta sem getur verið erfitt, sérstaklega fyrir varnarleikinn.  Lykilleikmenn eru ungir, en margar komnar með mikla reynslu og hafa mikinn metnað.  Áhugavert: Hvort hjarta varnarinnar verður mætt eftir áramótin. Guðríður Guðjónsdóttir um lið Vals KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – Keflavík ............. L14 Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik....... L14 Samsung-völlur: Stjarnan – KR.......... L14 Jáverksvöllur: Selfoss – ÍBV ............... L14 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – FH ...................... S14 Mustad-völlur: Grindavík – Valur ....... S14 Kórinn: HK – ÍA.................................... S14 Víkingsvöllur: Víkingur R. – KA.......... S14 Würth-völlur: Fylkir – Stjarnan.......... S14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik ........ S14 1. deild karla, Inkasso-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Haukar .......... L14 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Fram........ L14 Nettóvöllur: Keflavík – Fjölnir ........... L14 Eimskipsv.: Þróttur R. – Afturelding. L14 Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Njarðvík.. L14 Þórsvöllur: Þór – Magni....................... L14 2. deild karla: Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Leiknir F L14 Olísvöllur: Vestri – Tindastóll.............. L14 Akraneshöll: Kári – Selfoss ................. L14 Nesfiskvöllur: Víðir – Dalvík/Reynir .. L14 Húsavíkurv.: Völsungur – Þróttur V .. L14 Hertz-völlur: ÍR – KFG ....................... L14 3. deild karla: Bessastaðav.: Álftanes – Augnablik.... L14 Vilhjálmsvöllur: Höttur/Huginn – KH L14 Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Sindri .... L14 Europcarv.: Reynir S. – Skallagrímur L14 Framvöllur: Kórdrengir – KV............. L14 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – ÍBV ......................... L14 Kórinn: HK – Haukar .......................... L16 Origo-höll: Valur – Afturelding ........... L18 TM-höllin: Stjarnan – Þór/KA ............. S16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höll: Valur – Selfoss .............. L20.15 Dalhús: Fjölnir – KA............................. S17 Ásvellir: Haukar – Stjarnan............ S17.30 Varmá: Afturelding – Fram ............ S19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Fjölnir ................ L15.30 Origo-höll: Valur U – FH................. S17.15 2. deild karla: Ísafjörður: Hörður – Fram U.............. L15 FIMLEIKAR Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Versölum í Kópavogi í dag og á morgun og hefst kl. 14 báða dagana. Sjö þjóðir keppa í kvennaflokki og sex í karla- flokki. Í dag er liðakeppni ásamt einstakl- ingskeppni og á morgun keppa átta bestu á hverju áhaldi fyrir sig til úrslita. Enski boltinn á Síminn Sport Leicester – Tottenham.................... L11.30 Everton – Sheffield United.................. L14 Newcastle – Brighton...................... L16.30 West Ham – Manchester United......... S13 Chelsea – Liverpool ......................... S15.30 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.