Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 46

Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is FIGGJO LEIRTAU FYRIR MÖTUNEYTI OG SKÓLA Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Þór/KA............................ 0:1 Staðan: Valur 17 15 2 0 62:10 47 Breiðablik 17 14 3 0 49:14 45 Selfoss 17 10 1 6 22:17 31 Þór/KA 18 8 4 6 29:27 28 Fylkir 17 7 1 9 21:34 22 Stjarnan 17 6 2 9 18:31 20 KR 17 6 1 10 23:32 19 ÍBV 17 6 0 11 29:42 18 Keflavík 17 4 1 12 28:38 13 HK/Víkingur 18 2 1 15 12:48 7  Keflavík og HK/Víkingur eru fallin. Inkasso-deild kvenna Afturelding – FH ..................................... 0:1 Margrét Sif Magnúsdóttir 76. Tindastóll – ÍA ......................................... 4:1 Murielle Tiernan 80. 82., Bryndís Rut Har- aldsdóttir 78., sjálfsmark 88. – Eva María Jónsdóttir 63. Þróttur R. – Grindavík............................ 9:0 Lauren Wade 24., 28., 37., 88. 90., Linda Líf Boama 9., 57., Margrét Sveinsdóttir 14., 17. Augnablik – Fjölnir ................................. 0:0 Haukar – ÍR.............................................. 3:2 Sjálfsmark 8., 84., Vienna Behnke 78. – Sig- rún Erla Lárusdóttir 26., Linda Eshun 90. Lokastaðan: Þróttur R. 18 15 0 3 74:13 45 FH 18 12 3 3 48:24 39 Tindastóll 18 12 1 5 48:34 37 Haukar 18 12 0 6 35:21 36 Afturelding 18 6 3 9 27:25 21 Augnablik 18 5 5 8 16:26 20 Fjölnir 18 5 5 8 21:34 20 ÍA 18 5 4 9 19:30 19 Grindavík 18 3 6 9 19:40 15 ÍR 18 1 1 16 6:66 4  Þróttur R. og FH leika í úrvalsdeild 2020. Grindavík og ÍR falla í 2. deild en upp koma Völsungur og Grótta. 3. deild karla Einherji – KF ........................................... 1:2 Staðan: Kórdrengir 21 17 3 1 60:23 54 KF 22 16 3 3 58:26 51 KV 21 13 2 6 52:26 41 Vængir Júpiters 21 13 2 6 40:28 41 Reynir S. 21 10 5 6 39:39 35 Höttur/Huginn 21 7 6 8 38:33 27 Einherji 22 6 6 10 27:35 24 Álftanes 21 6 4 11 37:40 22 Sindri 21 6 3 12 42:61 21 KH 21 6 2 13 29:50 20 Augnablik 21 5 4 12 32:42 19 Skallagrímur 21 2 0 19 23:74 6  Kórdrengir og KF leika í 2. deild 2020. Skallagrímur er fallinn í 4. deild en upp í 3. deild koma Ægir og Elliði. England Southampton – Bournemouth................. 1:3 Þýskaland B-deild: Heidenheim – Darmstadt ....................... 1:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 68 mínúturnar hjá Darmstadt. KNATTSPYRNA 1. DEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis í 1. deild karla í knatt- spyrnu, þurfti að finna sér nýja hvatningu í fótboltanum þegar Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni síð- asta sumar. Fjölnismenn stoppuðu ekki lengi í Inkasso-deildinni en lið- ið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik um síðustu helgi og getur í dag tryggt sér meist- aratitil deildarinnar í lokaumferð- inni. „Fyrsta markmiðinu og því mikil- vægasta er náð því við ætluðum okkur ekki að stoppa lengi í 1. deild- inni. Það var mjög gott fyrir félagið að ná að svara strax fyrir fallið úr efstu deild í fyrra og mér finnst við hafa gert það mjög vel. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar og þetta hefur verið virkilega skemmtilegt tímabil. Við vorum búnir að vera að hiksta aðeins áður en við fengum skell á móti Víkingi Ólafsvík um miðjan júní. Eftir þann leik settumst við niður saman sem lið, endurstilltum okkur aðeins, og við höfum í raun bara verið á beinu brautinni síðan.“ Fann nýjan tilgang í boltanum Bergsveinn viðurkennir að útlitið í Grafarvoginum hafi ekki verið neitt sérstakt í nóvember en margir lykilmenn úr liðinu frá sumrinu 2018 voru horfnir á braut. „Í sannleika sagt hefur það komið mér á óvart hversu gott lið okkur hefur tekist að mynda. Mér leist ekkert sérstaklega vel á þetta í nóvember/desember og það er afrek hjá þjálfarateyminu að hafa tekist að búa til þessa öflugu liðsheild. Ég, Guðmundur Karl og Hans Viktor vorum einu leikmennirnir sem voru eftir frá fastamönnum liðsins á síð- ustu leiktíð og þess vegna kom það mér á óvart hversu sterkir við vor- um í raun og veru. Leikmenn eins og Albert Ingason og Rasmus Christiansen komu virkilega vel inn og þá komu ungir leikmenn Fjölnis líka mjög sterkir inn. Okkur tókst að mynda alvöruliðsheild og það kom mér í raun mest á óvart.“ Fyrirliðinn var afar niðurlútur þegar Fjölnismenn féllu í fyrra. Hann dreymdi meðal annars um at- vinnumennsku og segir að fall Fjölnis hafi vakið sig og hjálpað sér að finna nýjan tilgang í fótboltanum. Draumurinn dó með fallinu „Þetta var ákveðinn lágpunktur hjá mér þegar við féllum um deild. Ég varð Íslandsmeistari með FH, tveimur árum áður, og þetta var erf- iður tími fyrir mig. Ég spilaði undir getu að mínu mati, bæði árið sem við féllum og síðasta árið mitt með FH, og ég þurfti aðeins að endur- skipuleggja mig sem knattspyrnu- maður. Það sem hafði haldið mér gangandi í boltanum lengi var draumurinn um atvinnumennskuna en svo áttaði ég mig á því að það væru aðrir mikilvægir hlutir í lífinu en fótbolti. Ég þurfti þess vegna að finna einhverja aðra hvatningu og ég fór að einbeita mér meira að því að vera leiðtogi innan sem utan vall- ar. Ég fór að leggja meiri áherslu á að hjálpa liðsfélögum mínum og vera meiri liðsmaður. Ég er þess vegna mjög sáttur við þá ákvörðun mína að hafa verið áfram í Fjölni og ég er bæði stoltur af mér, liðinu og klúbbnum.“ Allir ferskir á Seltjarnarnesi Ekkert lið hefur komið jafn mikið á óvart í sumar eins og fyrstu- deildarlið Gróttu sem getur tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið fær Hauka í heimsókn í dag. Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu og einn elsti leikmaður liðsins, 24 ára gam- all, er tilbúinn í slaginn og ítrekar að það verði ekki spilað upp á jafntefli á Nesinu. „Það eru allir ferskir og tilbúnir í slaginn á Seltjarnarnesi. Við höfum farið í alla heimaleiki í sumar til þess að vinna þá og það breytist ekki á morgun (í dag).“ Grótta var nýliði í 1. deildinni í sumar og áttu flestir von á að stopp- ið yrði stutt í fyrstu deildinni. Fylgja leikskipulagi þjálfarans „Ég væri að ljúga ef ég segði að gengi okkar í sumar hafi ekkert komið mér á óvart. Vissulega erum við ungir en við höfum alltaf litið svo á að ef við erum nægilega góðir til þess að spila í 1. deildinni þá hljót- um við að vera nógu gamlir líka þannig að aldur á ekki að skipta neinu máli í þessu. Við höfum líka sýnt það í allt sumar að okkur hefur gengið vel að höndla pressuna sem fylgir því að vera í toppbaráttu.“ Uppgangurinn á Seltjarnarnesi hefur verið mikill frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liðinu í október 2017. „Við féllum niður í 2. deild haustið 2017 og þá kemur Óskar inn í þetta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og við erum klárlega að græða mikið á því. Hann er frábær þjálfari og frá því að hann tekur við liðinu hefur hann gert okkur alla að betri knattspyrnumönnum. Hann er með sinn stíl sem þjálfari og við fylgjum að sjálfsögðu hans leikskipulagi.“ Besti árangur Gróttu frá stofnun félagsins 1976 er 10. sæti í B-deild og því ljóst að liðið hefur stórbætt þann árangur í sumar. „Í sumar höfum við í raun bara verið að skrifa nýjan kafla í sögu fé- lagsins enda árangurinn aldrei verið jafn góður. Það getur enginn tekið það af okkur sem við höfum afrekað í sumar. Það er ennþá einn leikur eftir en það að fara upp í efstu deild myndi ekki bara gera mikið fyrir okkur leikmennina. Þetta myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir alla sem búa á Seltjarnarnesi, sem og alla sem tengjast félaginu.“ Fjölnismenn á beinu braut- inni á ný  Gróttumenn staðráðnir í að skrifa nýjan kafla í sögunni og fara upp í dag Morgunblaðið/Hari Fjölnir Bergsveinn Ólafsson og félagar hans í Grafarvogsliðinu eru komnir strax aftur í hóp þeirra bestu eftir eitt ár í fyrstu deildinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grótta Seltirningar hafa komið gríðarlega á óvart sem nýliðar í ár og nú blasir við þeim sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Helmingur liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, verður í baráttu um að komast upp í úrvalsdeild eða að forðast fall niður í 2. deild í lokaumferðinni í dag þar sem allir leikirnir hefjast klukkan 14. Fyrir ligg- ur að Fjölnir leikur í úrvalsdeildinni árið 2020 og Njarðvík er fallin í 2. deild.  Fjölnir er með 42 stig og kominn upp en þarf jafntefli í Keflavík til að tryggja sér efsta sæti deildarinnar.  Grótta er með 40 stig og nægir jafntefli á heimavelli gegn Haukum til að komast upp í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sögunni.  Leiknir í Reykjavík er með 37 stig og þarf að sigra Fram á heimavelli og treysta á að Grótta tapi fyrir Haukum til að komast upp í úrvalsdeildina.  Haukar eru með 22 stig og nægir jafntefli á útivelli gegn Gróttu til að halda sæti sínu í 1. deildinni. Haukar sleppa með tap ef annað hvort Magni eða Þróttur tapar sínum leik, eða ef Afturelding tapar stærra.  Afturelding er með 22 stig og nægir jafntefli gegn Þrótti á útivelli til að halda sér uppi. Afturelding má annars tapa ef Magni tapar eða ef Hauk- ar tapa með meiri mun.  Magni er með 22 stig og nægir jafntefli gegn Þór á útivelli til að halda sér uppi. Magni má tapa leiknum ef Þróttarar tapa gegn Aftureldingu.  Þróttur er með 21 stig og fellur með tapi gegn Aftureldingu. Jafntefli dugar Þrótti ef annaðhvort Magni eða Hauka tapar sínum leik. Hvað er í húfi í lokaumferðinni?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.