Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Þróttur – Fjölnir U............................... 36:29
FH U – Þór Ak...................................... 27:29
Haukar U – Grótta ............................... 26:19
Stjarnan U – Valur U........................... 21:31
KA U – Víkingur................................... 26:24
Grill 66 deild kvenna
Fylkir – HK U....................................... 17:24
Víkingur – Selfoss ................................ 19:25
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Eisenach........................ 25:25
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Gummersbach – Hamburg................. 29:26
Aron Rafn Eðvarðsson varði 9 skot í
marki Hamburg.
Danmörk
Skjern – Fredericia............................. 29:25
Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir
Skjern og Björgvin Páll Gústavsson sat á
varamannabekknum. Patrekur Jóhannes-
son þjálfar liðið.
Kolding – Lemvig................................ 23:23
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði ekki fyrir
Kolding og Ólafur Gústafsson lék ekki með.
Nordsjælland – SönderjyskE............. 23:29
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson 1.
Frakkland
Nice – Bourg-de-Péage ...................... 25:17
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði 1 mark fyrir Bourg-de-Péage.
Svíþjóð
Önnered – Sävehof...............................21:23
Ágúst Elí Björgvinsson er markvörður
Sävehof.
Pólland
Lech Poznan – Jagiellonia ..................... 1:1
Böðvar Böðvarsson var á varamanna-
bekk Jagiellonia.
Danmörk
OB – AGF.................................................. 1:2
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 57
mínúturnar og lagði upp mark fyrir AGF.
B-deild:
Breda – Excelsior .................................... 2:1
Elías Már Ómarsson kom inn á sem
varamaður á 75. mínútu hjá Excelsior og
skoraði aðeins mínútu síðar.
Svíþjóð
B-deild:
Örgryte – Brage ...................................... 3:2
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
fyrir Örgryte.
Belgía
B-deild:
Lokeren – Roeselare ............................... 2:0
Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare.
FH tryggði sér í gærkvöldi sæti í úr-
valsdeild kvenna í knattspyrnu á
næsta ári með 1:0-útisigri á Aftur-
eldingu í lokaumferð Inkasso-
deildarinnar. Margrét Sif Magnús-
dóttir skoraði sigurmark FH á 76.
mínútu og sá til þess að FH hafnaði í
öðru sæti með 39 stig, sex stigum á
eftir Þrótti og tveimur stigum á und-
an Tindastóli.
FH fer því rakleiðis upp í úrvals-
deildina á ný eftir eins árs veru í
næstefstu deild. FH lék í efstu deild
2016-2018 en á árunum á undan
flakkaði liðið nokkuð á milli deild-
anna. Var það í næstefstu deild 2015
en í efstu deild 2012-2014. Karlalið
félagsins var í svipaðri stöðu seint á
síðustu öld og næsta verkefni hjá
FH-ingum er að kvennaliðið nái að
festa sig einnig í sessi í efstu deild.
Tindastóll hafði betur gegn ÍA,
4:1, og tryggði sér í leiðinni þriðja
sætið. Eva María Jónsdóttir kom ÍA
yfir á 63. mínútu en Bryndís Rut
Haraldsdóttir jafnaði á 78. mínútu,
áður en Murielle Tiernan skoraði tvö
mörk á þremur mínútum. Fjórða
mark Tindastóls var sjálfsmark.
Skagfirðingar hafa leikið vel í sumar
og verður áhugavert að sjá hvort
Tindastóll gerir aðra atlögu að sæti í
efstu deild á næsta keppnistímabili.
Topplið Þróttar kórónaði glæsi-
legt tímabil með 9:0-sigri á föllnu liði
Grindavíkur. Lauren Wade skoraði
fimm mörk fyrir Þrótt og þær Mar-
grét Sveinsdóttir og Linda Líf
Boama skoruðu tvö mörk hvor.
Haukar enda í fjórða sæti með 36
stig. Haukakonur höfðu betur gegn
botnliði ÍR á heimavelli 3:2. ÍR-ingar
höfðu ekki heppnina með sér og
skoruðu tvö sjálfsmörk en Vienna
Behnke skoraði einnig fyrir Hauka.
Sigrún Erla Lárusdóttir og
Linda Eshun skoruðu mörk ÍR.
Þá gerðu Augnablik og Fjölnir
markalaust jafntefli í Kópavogi og
enda bæði lið um miðja deild með 20
stig. sport@mbl.is
FH upp í efstu deild á ný
Fylgir Þrótti upp Tindastóll var ekki langt frá því að ná 2. sæti
Morgunblaðið/Hari
Takmarki náð Hafnfirðingar gleðjast í Mosfellsbænum í gær enda sæti í efstu deild í höfn.
Valdís Þóra Jónsdóttir komst í
gegnum niðurskurðinn á opna La-
coste Ladies Open-mótinu í golfi í
Frakklandi með frábærri spila-
mennsku í gær. Mótið er hluti af
LET-Evrópumótaröðinni, þeirri
sterkustu í Evrópu.
Valdís Þóra var í erfiðum málum
eftir fyrsta hring en lék á 66 högg-
um í gær, fimm höggum undir pari,
og bætti sig um þrettán högg á milli
hringja. Valdís fékk sex fugla, einn
skolla og ellefu pör. Hún er í 36.
sæti ásamt nokkrum öðrum kylf-
ingum á þremur höggum yfir pari.
Frábær hringur
hjá Valdísi
Ljósmynd/GSÍ
66 Valdís Þóra Jónsdóttir skilaði
inn glæsilegu skori í gær.
Skautafélag Akureyrar fékk skell í
fyrsta leik sínum í 1. umferð Evr-
ópukeppni félagsliða í íshokkíi í Ist-
anbúl í gær. Íslandsmeistararnir
máttu þá þola 1:6-tap fyrir Rauðu
stjörnunni frá Serbíu. Fyrir fram
var Rauða stjarnan talin sterkasta
liðið í riðlinum en auk SA og Rauðu
stjörnunnar eru Irbis-Skate Sofia
frá Búlgaríu og Zeytinburnu frá
Tyrklandi einnig í riðlinum.
Einar Kristján Grant skoraði
mark SA á 18. mínútu er hann
minnkaði muninn í 2:1. Sigurður
Þorsteinsson átti stoðsendinguna.
Rauða stjarnan
númeri of stór
Ljósmynd/Kjartan
Stoðsending Sigurður Freyr Þor-
steinsson lagði upp mark SA.
0:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 41.
I Gul spjöldArna Eiríksdóttir (HK/Víkingi)
I Rauð spjöldEngin
Dómari Guðni Þór Þórsson, 7.
Áhorfendur: 90.
HK/VÍKINGUR – ÞÓR/KA 0:1
M
Audrey Baldwin (HK/Víkingi)
Tinna Óðinsdóttir (HK/Víkingi)
Eva Rut Ástþórsdóttir (HK/
Víkingi)
Eygló Þorsteinsdóttir (HK/
Víkingi)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (HK/
Víkingi)
Bianca Sierra (Þór/KA)
Stephany Mayor (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
nánast allan fyrri hálfleikinn og
átti tæplega 20 skot að marki.
Boltinn fór þrisvar í stöngina og
einu sinni í slána á marki HK/
Víkings og svo varði Audrey
Baldwin oft á tíðum glæsilega.
Tímabilið er búið að vera von-
brigði fyrir bæði lið. Þór/KA
verður 20 stigum frá
Íslandsmeistaratitlinum og HK/
Víkingur vann aðeins tvo leiki í
allt sumar. Liðið hefur aðeins
skorað tólf mörk í deildinni og
miðað við sóknarleikinn í gær
kemur það ekki á óvart.
Stórsókn Þórs/KA skil-
aði sigri á botnliðinu
Í KÓRNUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þór/KA hafði betur gegn HK/
Víkingi á útivelli í fyrsta leik
átjándu og síðustu umferðar
Pepsi Max-deildar kvenna í fót-
bolta í gær, 1:0. Arna Sif Ás-
grímsdóttir skoraði sigurmarkið
með skalla skömmu fyrir leikhlé.
Það var með hreinum ólíkindum
að markið kom ekki fyrr, því
Þór/KA var í algjörri stórsókn