Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Leikkonan María Pálsdóttir, sem rekur Hælið – setur um sögu berklanna, skoraði á Facebook í vikunni á fyrirtæki á Akureyri að bjóða öllum nemendum í fjórða bekk grunn- skóla bæjarins í leikhús. Sjálf reið hún á vaðið og bauð, fyrir hönd Hælisins, fjórða bekk Hrafnagilsskóla, Þela- merkurskóla og Valsárskóla á nýja fjölskyldusýningu, Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist, sem frumsýnd verður í Samkomuhúsinu 5. október. „Ég fékk strax frá- bær viðbrögð. Nú þegar hafa Bústólpi, Lemon, Hamborg- arafabrikkan, Grandþvottur, Áveitan og Túnþökusalan Nesbræður rokið til og boðið skólum sem þýðir að bara einn og hálfur skóli er eftir. Ég er alveg viss um að það tekst, ekki spurning. Ég sé þetta fyrir mér sem bolta sem byrjar að rúlla og í grunninn finnst mér þetta ekki snúast um leikhús heldur eitthvað meira og fallegra og það í hvernig samfélagi við viljum búa. Að við hugsum hvert um annað en ekki bara ég um mig frá mér til mín,“ segir María og tekur fram að ósk hennar sé að öll börn á Akureyri geti farið árlega í leikhús. „Það er líka svo mikil stemning að fara með skólanum sínum.“ Fyrirtæki bjóða nemendum í leikhús Fallegt María í Gall- steinum afa Gissa. Eliza Reid gerðist í vikunni verndari Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, en sveitin fagnar 10 ára af- mæli með hátíðartónleikum í Eld- borg Hörpu á morgun kl. 17 þar sem Níunda sinfónía Beethovens er flutt undir stjórn Daniels Raiskins. „Það er mér sérstök ánægja að vera verndari Ungsveitar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á 10 ára afmæli hennar. Mikilvægt er að reyndir tón- listarmenn miðli af þekkingu sinni og reynslu og því er Ungsveitin marktækur þáttur í starfsemi Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Hundruð ungmenna hafa á liðnum árum hlot- ið þjálfun innan Ungsveitarinnar og einhver þeirra eru nú komin til liðs við Sinfóníuhljómsveitina sem full- gildir hljóðfæraleikarar,“ segir Eliza Reid forsetafrú í tilkynningu. „Stuðningur Elizu er dýrmæt viður- kenning og hvatning til okkar frá- bæra unga listafólks sem með elju og dugnaði tekur þátt í starfsemi Ungsveitarinnar. Ungsveitin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir þá sem taka þátt hverju sinni og fyrir fram- tíð tónlistarlífs á Íslandi. Ungsveitin er líka fyrirmynd og hvatning til alls ungs fólks, “ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar (SÍ). Glöð Eliza Reid á æfingu með Ungsveitinni. Eliza Reid verndari Ungsveitar SÍ Sævar Karl opnar einkasýninguna Mál- verk í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli kl. 14 og 16. „Sævar Karl hefur stundað myndlistarnám við ýmsa listaháskóla hér- lendis og í Þýskalandi og Austurríki. Hann hefur sýnt víða um heim, m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Englandi. Þetta er í annað sinn sem Sævar Karl sýnir í Listasal Mosfellsbæjar. Málverk Sævars eru marg- laga og full af litadýrð og orku. Þau eru innblásin af náttúrunni bæði hér á Íslandi og í München þar sem listamaðurinn dvel- ur hluta af árinu og er með vinnustofu,“ segir í tilkynningu. Síðasti sýningardagur er 18. október. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Aðgangur er ókeypis. Litríkt Eitt verka Sævars Karls. Sævar Karl opnar sýningu í Listasal tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hún er að stýra á mjög mildan og fallegan hátt. Þær eru í samfélagi, en samt fær hver og ein sína rödd,“ segir Diljá sem í Skálholti í dag, laugardag, heldur erindi um Isabellu Leonördu (1620-1700), Francescu Caccini (1587-1640) og Halldóru Guðbrandsdóttur (1574-1658). Vekja heim Halldóru Erindi Diljár hefst í dag kl. 13.30 í Skálholtskirkju og er fyrsti viðburð- ur dagsins af þremur. Klukkan 14 verður boðið upp á tónleikhús þar sem bréf Halldóru eru í forgrunni, en flytjendur eru auk Reykjavík- Barokk Skálholtskórinn, sönghóp- urinn Kordía, Hildigunnur Einars- dóttir altsöngkona og Þórey Sig- þórsdóttir leikkona. „Þar látum við brot úr óperu Francescu Caccini kallast á við sálma úr messusöngbók Guðbrands Þorlákssonar biskups, sem var faðir Halldóru, til að reyna að vekja heiminn hennar. Inn í þetta fléttast síðan nýjar raftónmyndir eftir Kristínu Lárusdóttur,“ segir Diljá og tekur fram að verkið hafi fyrst verið flutt á Hólum og í Hjalla- kirkju í fyrra við góðar viðtökur. „Það er nú ekki leiðinlegt að flytja Halldóru Guðbrandsdóttur að Skál- holti að þessu sinni, að norðlenska Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Markmið þessarar hátíðar er að vekja athygli á tjáningu og tónsmíð- um kvenna á fyrri öldum. Þetta er þannig innlegg inn í kvennabarátt- una,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir, fiðluleikari og annar af tveimur hug- myndasmiðum og listrænum stjórn- endum kammerhópsins Reykjavík- Barokk, sem stendur fyrir tónlistar- hátíð í Skálholtskirkju og Seltjarn- arneskirkju sem ber yfirskriftina Kona – Forntónlistarhátíð. Hinn hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi hópsins er Guðný Einars- dóttir organisti. „Það voru til konur fyrr á öldum sem fengu tækifæri til að hugsa, mennta sig og tjá sig bæði af öryggi og styrk,“ segir Diljá og nefnir í því samhengi bréf sem Halldóra Guð- brandsdóttir skrifaði konungi Dana á sínum tíma. „Við munum flytja þætti úr óperunni La liberazione di Ruggiero dall’isola d’Alcina eða Frelsun Ruggieros frá eyjunni Alc- ina eftir Francescu Caccini frá 1625 sem er talin vera fyrsta óperan eftir kventónskáld. Það hefur ekki mikið varðveist eftir hana, frekar en eftir önnur kventónskáld, en þessi ópera hefur varðveist í heild sinni,“ segir Diljá og tekur fram að sú hugmynd hafi komið upp að ReykjavíkBarokk flytji óperuna í heild sinni þegar hópurinn fagnar tíu ára starfsafmæli sínu eftir tvö ár. Stýrir á mildan og fallegan hátt „Svo látum við líka hljóma sónötur úr safni eftir Isabellu Leonördu, sem frá unga aldri var nunna á Ítalíu og komst til metorða sem tónskáld, tón- listarkennari og abbadís. Það er ekki víst að sónötur hennar hafi hljómað utan veggja klaustursins á líftíma hennar en nokkrar þeirra birtast í söfnum annarra tónskálda og þær voru prentaðar,“ segir Diljá og bendir á að sónöturnar bera vott um bjartsýni. „Mér finnst maður heyra það að hún er að skrifa fyrir sam- systur sínar þar sem öll hljóðfærin fá biskupsdóttirin fái að fara suður í hinn stólinn,“ segir Diljá og tekur fram að verkið verði endurtekið í Seltjarnarneskirkju annað kvöld kl. 20. „Í Skálholti verða miðar seldir við innganginn en aðgangur er ókeypis í Seltjarnarneskirkju,“ segir Diljá og bendir á að það megi þakka stórhug Listvinafélags Seltjarnar- neskirkju sem bjóði áheyrendum. Tileinkað verndara tónlistar Þriðji og síðasti viðburðurinn í Skálholtskirkju í dag er kl. 16 í formi hátíðartónleika í flutningi Reykja- víkBarokk og Kordía. „Þá ætlum við að flytja verk eftir Henry Purcell sem er tileinkað verndara tónlistar- innar sem er heilög Sesselja. Við ætlum að bjóða hana velkomna til okkar áður en tónar Isabellu Leo- nördu fá að hljóma. Laufey Jens- dóttir fiðluleikari, sem er konsert- meistari hátíðarinnar, mun leika einleik í fiðlusónötu nr. 12 eftir Isa- bellu Leonördu, sem er þekktasta sónata hennar og jafnframt sú síð- asta í safninu hennar sem er elsta safn af útgefnum hljóðfærasónötum eftir kventónskáld og nefnist Sonata duodecima.“ Allar nánari upplýs- ingar má nálgast á reykjavikbar- okk.com og facebook.com/- reykjavikbarokk/. Undirbúningur Þórey Sigþórsdóttir ásamt sönghópnum Kordíu. Tjáning og tónsmíðar  Þrjár konur í brennidepli á Forntónlistarhátíð sem haldin er í Skálholtskirkju og Seltjarnarneskirkju um helgina Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures hefur hafið undirbúning að gerð heimildar- myndar í fullri lengd um tónskáldið Jóhann Jóhannsson undir vinnu- heitinu 123 Forever: Jóhann Jó- hannsson. Höfundar og leikstjórar myndarinnar eru Kira Kira, Orri Jónsson og Davíð Hörgdal Stefáns- son. Jóhann lést í fyrra og hefði orðið fimmtugur 19. september síð- astliðinn, í fyrradag. Myndin er gerð í fullu samráði við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga Jóhanns, að því er fram kemur í tilkynningu og segir þar að ferill Jóhanns hafi ver- ið langur og einstakur, þegar kem- ur að hans eigin tónlistarsköpun, kvikmyndagerð og ótal samstarfs- verkefnum um allan heim. „Það er ætlun okkar að gera ferli hans ítar- leg og metnaðarfull skil og varpa skapandi ljósi á vinnubrögð og heimspeki þessa magnaða lista- manns,“ segir þar. Umfangsmikil heimildasöfnun stendur nú yfir og þess óskað að all- ar ábendingar um efni berist til 123forever@jmp.is. Heimildarmynd um Jóhann í pípunum Merkur Jóhann Jóhannsson þótti merki- legur listamaður. Hann lést í fyrra. Almar Steinn Atlason opnar sýn- inguna Þorsti & loforð í Gallery Porti á Laugavegi 23b í dag kl. 16. Er það fyrsta málverkasýning Al- mars eftir að hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í fyrra en hann hefur að mestu einbeitt sér að innsetningum og gjörningum. Um sýninguna í Porti segir hann m.a.: „Hestar í landslagi var uppi- staðan í íslensku málverki í um það bil 80 ár. Á sýningunni skoðar listamaðurinn þorstann og þrána sem keyrir fólk á fætur dag eftir dag í von án vonar. Vonina sem knýr málarann til þess að mála áttunda mál- verkið í röð af ónefndu hrossi eða hryssu í ljósaskiptunum við hraunfoss.“ Almar vakti mikla athygli ár- ið 2015 þegar hann dvaldi í heila viku í glerkassa og var hægt að fylgjast með honum í beinni á netinu. Fyrsta málverkasýning Almars Almar Steinn Atlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.