Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Page 14

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Page 14
FRETTIR FRA ÞYRLI Kiwanisklúbburinn Þyrill hóf sitt þrítugasta og sjötta starfsár í okt. s.l. haust, og hefur fundarsókn verið nokkuð góð og starfið öflugt og verða haldnir 15 fundir á þessu starfsári. Styrkir Kiwanisklúbburinn Þyrill hefur gefið margar góðar gjafir til ýmissa stofnana hér á Akranesi, og í tilefni þess að Tónlistarskóli Akraness átti fimmtíu ára afmæli s.l. haust þá gaf klúbburinn skólanum mjög góð og vönduð hljóm- flutningstæki, sem vafalaust eiga eftir að koma sér vel í starfsemi skólans. Forseti klúbbsins Jón Trausti Her- varsson og féhirðir Olafur Jónsson afhentu skólastjóran- um Lárusi Sighvatssyni gjöf- ina. Og í haust afhenti klúbburinn Iþróttafélaginu Þjóti æfinga- galla á félagsmenn sína, en klúbburinn hefur áður stutt vel við íþróttastarf fatlaðra í Þjóti. Jólafundur. Jólafundur er fastur liður i dagskrá klúbbsins og á fundi 10. des s.l. var Steinunn Sig- urðardóttir hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Akraness ræðu- maður, en hún fór s.l. haust í Kínaferð með manni sínum, félaga okkar Bjarna Vésteins- syni, og sagði hún frá þessari ferð þeirra í máli og myndum, og gerði það mjög vel, og margt athyglisvert sem kom þar fram. Á jólafundinum fengu sex félagar merki um 25 ára starf í Kiwanis, og þeim færðar þakkir fyrir góð störf á liðnum árum. Stofnanaheimsóknir. Á undanförnum árum hafa félagar farið í heimsóknir til fyrirtækja og stofnana, og hafa þessar heimsóknir tekist mjög vel, og s.l. haust var farið til Orkuveitu Reykja- víkur borholur á Hellisheiði skoðaðar og svo Höfuð- stöðvar Orkuveitunnar í Reykjavík. Þessi ferð var mjög skemmtileg í alla staði. Fjáröflun. Aðal fjáröflun klúbbsins á liðnum árum hefur verið sala flugelda, og í ár gekk hún mjög vel. Klúbburinn er með mjög öfluga og samhenta félaga sem sjá um innkaup og skipuleggja söluna, og eru komnir inní þessi mál,og þekkja hlutina, og er það dýrmætt fyrir klúbbinn, hafi þeir bestu þakkir fyrir sína mjög svo góðu vinnu. Golfbíll. Á almennum fundi 27. feb. sl. var samþykkt að gefa Golf- klúbbnum Leyni Akranesi golfbíl til útleigu fyrir félags- menn sem eiga erfitt með gang. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði afhentur í maí. Þyrilsfélagar senda öllum Kiwanisfélögum og fjölskyld- um þeirra bestu óskir um gleðilegt sumar, og heillaríkt starf fyrir land og lýð. KIWANISKLÚBBURINN ÓS í vetur hefur starf okkar verið nokkuð stöðugt og höfum við tekist á við hefðbundin verk- efni og einnig bryddað upp á nýjungum. En helst er það að frétta að við stóðum að sölu jólatrjáa hér á Höfn í vetur, sem hjálpaði upp á gleðileg jól á mörgum heimilum. En jólatrjáa sala ásamt rekstri auglýsingaskilta og páska- eggja bingó eru okkar aðal fjáraflanir og ganga þær oftast þokkalega. Heldur hefur fækkað í klúbbnum og erum við nú 17 en þó er ekki neinn bilbugur á okkur, við höfum í vetur og haust gefið búnað í grunnskólana að andvirði um 110 þús. kr. og þá styrktum við heilsugæslustöðina um 150 þús. kr. til kaupa á röntgen- tækjum sem sárlega vantar, þá höfum við að auki styrkt einstaklinga. Nýjasta fjáröflun okkar er að setja upp götukort af bænum á skilti og seljum merkingar á það. Af þessu má sjá að við störfum af afli þrátt fyrir fækkun félaga, en við erum að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Félagar fjöl- menntu með betri helmingum á Norðurljósa blústónleika föstudaginn 3. mars og þar spilaði Blúskopaníið og fleiri, fóru félagar fyrst út að boða og síðan tónleikana í framhaldi, er það rómur félaga og maka að vel hafi gengið að rækta félagsandann. 14

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.