Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 10
S
igurður Sverrir býr
ásamt konu sinni Katr-
ínu Maríu Káradóttur,
aðjunkt við Listaháskóla
Íslands, í fallegu húsi í
Kópavogi. Saman eiga þau dóttur-
ina Salvöru og hundinn Flóka.
Katrín María á uppkomna dóttur
að nafni Sóley Rut. Fjölskyldan er
samhent og setur velferð hvert
annars og umhverfisins í fyrirrúm.
Sigurður Sverrir lauk læknaprófi
frá Háskóla Íslands og lærði
barnalækningar við barnaspítalann
í Hartford í Connecticut og sér-
hæfði sig í hjartasjúkdómum barna
í Lundi í Svíþjóð.
Hvers vegna valdir þú þér þetta
svið lækninga?
„Ég hafði alltaf taugar til barna-
lækninga, líkast til af því að pabbi
var barnalæknir. Svo kynntist ég
ýmsum öðrum sviðum í læknanám-
inu sem mörg voru áhugaverð en
þó héldu barnalækningarnar alltaf
fyrsta sætinu. Mér fannst skemmti-
legt að vinna innan um börn og þá
var starfsandinn á barnadeildinni
mjög góður – og er enn í dag.“
Hvernig nýtist menntun þín í
tengslum við eigið barn?
„Ég hugsa að menntunin nýtist
mest að því leyti að maður hefur
haft samskipti við svo mörg börn í
gegnum vinnuna, en einnig við
börn systkina minna og vina. Þann-
ig hefur maður verið mjög mikið
innan um börn á öllum aldurs-
skeiðum. En að fylgjast með upp-
eldi annarra barna er samt allt
öðru vísi en að ala upp sitt eigið.
Þetta er svolítið eins og að bera
saman slides-myndasýningu og
kvikmynd. Maður sér vöxt og
þroska hjá öðrum börnum í stökk-
um, stundum með löngum hléum á
milli en svo verður maður áhorf-
andi að hverju smáatriði þegar
kemur að þroska manns eigin
barns.“
Sótti um í félagi eldri feðra
Hvernig er að eignast barn sjálf-
ur á þessu aldurskeiði?
„Einhverjum þykir maður eflaust
vera orðinn nokkuð roskinn að
eignast barn á þessum aldri, en ég
held að ég sé bara ennþá nokkuð
ern. Fljótlega eftir að dóttir mín
fæddist sótti ég um inngöngu í Fé-
lag eldri feðra, en mér var neitað á
þeim forsendum að ég væri of
ungur! Enda bara 48 ára. Aldurs-
takmark í þann merka klúbb er
nefnilega 50 ár. Ég stofnaði þá
bara ungliðahreyfingu Félags eldri
feðra í staðinn. Ég er enn sem
komið er eini meðlimurinn. Nú er
þetta fyrsta barn mitt þannig að ég
hef engan samanburð við mig sem
föður á öðru aldursskeiði. Ef ég á
að ímynda mér sjálfan mig sem
föður upp úr tvítugu, þegar margir
vina minna urðu foreldrar, þá held
ég að samanburðurinn væri þeim
náunga ekki í hag. Á þeim aldri er
maður að burðast með alls kyns
óöryggi og „komplexa“ sem gerir
mann ekki endilega að góðum upp-
alanda.“
Er eitthvað sem kom á óvart?
„Það sem kom mér eiginlega
mest á óvart var hversu fæðingar-
orlofið var lítið orlof. Ég hafði lesið
um einhverjar súpermæður sem
skrifuðu doktorsritgerðina sína í
fæðingarorlofinu eða skiptu um bíl-
vél svona rétt á milli mjalta, en
mér fannst það bara vera full vinna
að sinna 9-12 mánaða barni allan
daginn án þess að leggja heimilið í
rúst í leiðinni. Virðing mín fyrir
einstæðum foreldrum smábarna
hefur margfaldast eftir þessa
reynslu. Reyndar bætti það ekki úr
skák að við fengum okkur líka
hund sem er jafnaldri dóttur okkar.
Þetta hefur eiginlega stundum ver-
ið eins og að ala upp tvíbura.“
Hefur ekki skipt um bleyju á
hundinum
Hvaða uppeldisaðferðir aðhyllist
þú?
„Ég get ekki sagt að ég aðhyllist
neinar sérstakar aðferðir, hef
kannski ekki kynnt mér þær nógu
mikið. Dóttir mín er líka bara
tveggja ára svo það eru ýmsar
áskoranir sem við eigum eftir. En
fyrstu tvö árin held ég að það sé
ekki mikill munur á því að ala upp
barn og hvolp. Nú hljómar þetta
örugglega ekki mjög traustvekjandi
úr munni barnalæknis, en bæði
þurfa á einföldum reglum að halda
um hvaða hegðun er æskileg og
hver ekki og svo þarf maður að
passa að vera samkvæmur sjálfum
sér. Bæði börn og hundar þurfa
þannig ákveðinn ramma en þau
þurfa líka að upplifa frelsi innan
þessa ramma og jákvæð styrking
er betri en neikvæð fyrir þau bæði.
Ég vil samt taka það fram að þessi
samlíking gildir ekki um allt – ég
hef t.d. ekki skipt um bleyju á
hundinum.“
Áttu skemmtilega minningu frá
fæðingunni?
„Fæðingin var frekar langdregin
svo það var auðvitað skemmtilegast
þegar dóttir okkar loks fæddist.
Hún kom í heiminn með hnefann á
undan sér svo ég er viss um að hún
verður baráttukona.“
Hlátur er smitandi
Ég hef heyrt að húmorinn sé
aldrei langt frá þér, hvers vegna
skiptir gleði máli í lífinu?
„Mér líður sjálfum betur ef ég er
í umhverfi þar sem leyfilegt er að
gera að gamni sínu og ég geri ráð
fyrir að svo sé um flesta. Auðvitað
á það ekki alltaf við en það er mik-
ilvægt í starfi sem getur verið erf-
itt og krefjandi að hlæja þegar að-
stæður leyfa.
Það hjálpar
líka krökkum
sem eru að koma
til læknis og líður
ekkert sérstaklega vel
með það ef hægt er að
spjalla um eitthvað skemmtilegt á
meðan. Ég er líka viss um að
barnshlátur sé heilandi. Einhvern
tímann var fólki ráðlagt að góna á
flúorljósaperu í klukkutíma á dag
til að vinna gegn skammdegis-
þunglyndi en ég er viss um að 5
mínútur af barnshlátri daglega
myndu gera sama gagn. Hlátur er
smitandi og það hefur verið sýnt
fram á að hlátur eykur endorfín
framleiðslu sem aftur eykur vel-
líðan. “
Hvað eruð þið Katrín María
sammála um þegar kemur að upp-
eldi?
„Ég held við séum nú nokkuð
sammála um flest – enn sem komið
er allavega. Konan mín hefur meiri
reynslu en ég enda á hún fyrir frá-
bæra dóttur, Sóleyju Rut, sem hún
ól að mestu upp sjálf. Svo ég geri
bara oftast eins og hún segir og
reyni að vera ekki að flækjast of
mikið fyrir. Hins vegar, í þau fáu
skipti sem mér finnst ég vita betur,
þá prófa ég stundum að segja:
„Treystu mér, ég veit þetta. Ég er
læknir.“ Það virkar samt aldrei.“
Eruð þið ósammála um eitthvað?
„Ég held að það hafi bara ekki
komið upp aðstæður þar sem við
erum mjög ósammála um uppeldi.
Ég held að almenn skynsemi og
öfgaleysi sé besta leiðin.“
Mikilvægast að börnin verði góð-
ar manneskjur
Hvað finnst þér mikilvægt að all-
ir foreldrar hafi í huga tengt börn-
unum sínum?
„Ég held að mikilvægasta mark-
miðið með barnauppeldi sé að gera
það sem maður getur til að börnin
manns verði góðar manneskjur. Ef
það tekst getur maður bara verið
ánægður með sjálfan sig. Leiðirnar
að þessu markmiði geta svo verið
ólíkar. Ég held að foreldrar ættu
að reyna að nýta þetta tækifæri
sem það er að kynnast glænýrri
manneskju og vera samferða henni
frá upphafi. Maður lærir ýmislegt
um sjálfan sig og það er örugglega
ekki til betra námskeið í núvitund
en að sitja með litlu barni og lesa
fyrir það eða leika við það. Maður
getur vonandi nýtt þennan tíma til
að verða sjálfur aðeins betri mann-
eskja.“
Þarf maður að ala sjálfan sig upp
eða börnin sín?
„Maður fær ákveðið veganesti út
í lífið frá foreldrum sínum en svo
er það undir manni sjálfum komið
að halda því við eða bæta það upp
sem maður fékk ekki sem barn.
Sumir foreldrar geta aldrei hætt að
ala upp börnin sín, en best væri ef
þeir gætu lært að sleppa takinu og
leyft börnum sínum að sjá um eigið
uppeldi restina af lífinu. Hins
vegar er það sannað að
öll börn þurfa upp-
eldi. Þau þurfa að
læra hvað er rétt
og rangt og
hvaða afleið-
ingar röng
breytni hefur
og til þess
þurfa þau stuðn-
ing og leiðsögn.
Það kom t.d. vel
fram í heimildamynd
um Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn hvað börn – sem
höfðu alist þar upp hjá foreldrum
sem voru svo frjálslyndir að þeim
fannst börnin eiga að ganga sjálfala
– voru týnd sem fullorðið fólk. Þau
höfðu átt erfitt með að finna sig í
samfélagi þar sem giltu ákveðnar
samskiptareglur sem þau höfðu
ekki fengið að kynnast sem börn.“
Hvað viltu segja um starfið þitt?
„Það er yfirleitt gefandi og
skemmtilegt. Maður hittir börn á
öllum aldri og á oft skemmtileg
samtöl við þau. Það jákvæðasta við
barnalækningar er að sjúkdómar
sem hrjá börn eru oft læknanlegir.
Þau veikjast þannig tímabundið en
verða svo frísk og geta haldið aftur
út í lífið.“
Fegurðin í hinu smáa
Hvað gefur lífinu gildi?
„Ég geri ráð fyrir að ég svari
þessu eins og margir aðrir með því
að samvera við fjölskyldu og vini sé
mikilvæg og að geta notið íslenskr-
ar náttúru með lítilli fyrirhöfn. En
ég þarf líka reglulega að minna
mig á að taka eftir litlum hlutum –
fyndnum, vandræðalegum, fal-
legum, óvæntum og skemmtilegum
hlutum, oft í samskiptum fólks –
sem gerast dags daglega og auðga
hversdaginn ef maður bara man að
stilla fókusinn á skilningarvitunum
þannig að maður taki eftir þeim.
Fegurðin felst oft í hinu smáa.“
Ertu að lifa tilganginn þinn á
degi hverjum?
„Ég tel mig ekki hafa neinn sér-
stakan tilgang í lífinu. Nema
kannski að dreifa ást og kærleika
og stuðla að friði á jörð. Þar er ég
reyndar ekki að standa mig neitt
sérstaklega vel.“
Hvaða bók lastu síðast?
„En gaman að þú skuli spyrja
mig að því. Ég las nefnilega bókina
Boðun Guðmundar eftir Eirík
Stephensen. Frábærlega skemmti-
leg bók.“
„Ég er viss um að hún verður baráttukona“
Sigurður Sverrir Stephensen barnalæknir segir fátt skemmtilegra en að vinna með börnum. Hann segir fæðingu dóttur sinnar,
Salvarar, hafa verið frekar langdregna. En hún hafi komið með hnefann á undan sér. Sem staðfesti það að hún verði mikil baráttukona.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sigurður Sverrir segir Salvöru og
Flóka eins og tvíbura. Þau eru jafn-
gömul og hafa alist upp saman.
Sigurður Sverrir Stephensen lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands, lærði barnalækningar við barna-
spítalann í Hartford í Connecticut og sérhæfði sig í hjartasjúkdómum barna í Lundi í Svíþjóð.
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8