Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS NÝBARNALÍNA LUKKUTRÖLLOGTRÖLLAKRÚTT LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is „... framúrskarandi góð.“ Femina S tefán Ólafur Stefánsson er eigandi Ekki gefast upp! ásamt Sigurði Kristjánssyni. Þeir hafa fengið til liðs við sig frábæra þjálfara að eigin sögn, þau Alexöndru Sif og Sigurð Þór. „Þau smullu algjörlega við sýn okkar á þetta verkefni og saman höfum við reynt að skapa vettvang þar sem ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi geta stundað hreyfingu og reynt að lágmarka þær hindranir sem oft verða í vegi fyrir þeim.“ Taka út allt sem veldur kvíða Hvað gerið þið öðruvísi á þessum námskeiðum? „Við tökum út allt sem við teljum að geti verið kvíða- valdandi á námskeiðunum okkar, t.d að snúa að speglum, að finna sér félaga, framkvæma flóknar æfingar og fleira. Við leggjum áherslu á að æfingarnar séu skemmtilegar. Ef einhverjum á námskeiðinu finnst æfingin ekki skemmtileg finnum við aðra æfingu sem hentar betur.“ Af hverju er hreyfing svona mikilvæg? „Okkur hefur alltaf þótt hreyfing vera afar mikilvæg og þá aðallega fyrir þá gleði sem hún skapar. Þegar við fórum af stað með þessi námskeið vissum við hvað hreyf- ingin hafði gert fyrir okkur og langaði að stuðla að því sama fyrir þá sem vilja hreyfa sig en eru með kvíða eða þunglyndi sem stoppar þá. Því það eiga allir rétt á að æfa ef áhuginn er fyrir hendi.“ Yfirleitt fullt á námskeiðunum Stefán segir að viðtökurnar við námskeiðunum hafi verið góðar. „Ég held að okkur hafi bara tekist ágætlega til. Það er yfirleitt fullt á námskeiðunum hjá okkur en í vetur verðum við með tvö námskeið. Þá eru krakkarnir að koma oft. Að sjá gleðina hjá einhverjum sem hefur allt- af hatað leikfimi en er að finna sig hjá okkur er bara æðislegt. Þá vitum við að við erum að gera eitthvað rétt.“ Hverju ertu stoltastur af? „Fyrir skemmstu „eignaðist“ Ekki gefast upp! fyrsta Íslandsmeistara sinn. Það var ein- staklingur sem kom á námskeið til okkar, fann sig í hreyfingunni og varð svo Íslandsmeistari í sinni íþrótt. Við erum alveg ótrúlega stolt af því og þykir ansi vænt um það. Hreyfing er svo frábær og það er alveg glatað að hindranir eins og félagskvíði, ofþyngd, einelti eða eitthvað annað komi í veg fyrir að einstaklingur upplifi gleðina sem getur fylgt hreyfingu og geti tekið meðvitaða ákvörð- un fyrir sjálfan sig um hvort hann vill stunda hana reglu- lega. Auðvitað vilja ekkert allir æfa 2-3 í viku en okkur finnst að allir eigi að fá tækifæri til þess ef viljinn er fyrir hendi. Markmið okkar er að vera það tækifæri.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Höfum eignast fyrsta Íslandsmeistara okkar!“ Stefán Ólafur Stefánsson þjálfari er einn af stofnendum Ekki gef- ast upp!, líkamsræktar fyrir ungmenni sem glíma við andlega van- líðan. Hann er ráðgjafi á legudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og segir að öll ungmenni eiga rétt á hreyfingu sem getur hjálpað til við andlega líðan. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Stefán Ólafur Stefánsson þjálfari segir hreyfingu aðstoða ungmenni að sigrast á kvíða og þunglyndi. Stefán Óli Stefánsson, þjálfari og eigandi Ekki gefast upp!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.