Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 21

Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 21
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 21 sem helling er búið að eiga sér stað og þú þarft að ganga inn í nýtt hlutverk.“ Stella vissi að þar sem hún var að taka að sér nýtt hlutverk þyrfti hún að læra nýja hluti. „Þar sem ég þekkti engan í þess- ari stöðu var ég fljót að skrá mig í stjúpunámskeið hjá Valgerði og kynnst þar öðrum stjúpmæðrum til að ræða við og leita ráða. Eins hef ég alltaf verið áhugasöm að kynna mér málefni stjúpfjölskyldna. Við erum með börn á öllum aldri svo við vorum á hverjum tíma fyrir sig að fara í gegnum mismunandi aldursskeið og tímabil tengt því. Eitt barnið var sem dæmi í leik- skóla, annað í barnaskóla. Við vor- um með barn að klára 10. bekk á sama tíma. Svo að hlutir eins og að finna bíómynd sem hentaði öllum var áskorun.“ Dásamleg fjölskylda í dag Hvernig er þetta núna hjá ykkur? „Það er eiginlega bara dásam- legt. Ég á rosalega falleg en á sama tíma ólík tengsl við öll stjúp- börnin mín. Skemmtilegast af öllu er líka að sjá hvernig sambönd systkinanna eru og hversu frábær en ólík tengsl þau eiga á milli sín. Þrátt fyrir mikinn aldursmun er svo mikill vinskapur og kærleikur á milli allra. Svo eru algjör forrétt- indi að samskiptin á milli heimila eru rosalega fín og sem dæmi ef elsta stjúpdóttir mín er kannski að passa yngstu stelpuna okkar þá er hún bara mætt í hakk og spagettí hjá mömmu þeirra, sem er alveg ómetanlegt.“ Stjúpbörnin eru Dagný Lilja sem er 19 ára, Alexander sem er 14 ára og Eirný Ósk 8 ára. Spurð hvað sé skemmtilegast við samsettar fjöl- skyldur segir hún hvað allir verði ríkir. „Það eignast allir auka tengsl og fleiri til að þykja vænt um. Svo finnst mér ekkert leiðinlegt að segja núna þegar ég varð 30 ára í júlí að ég hef fermt tvisvar fyrir þrítugt.“ Þú ræður hvernig stjúpmamma þú ert En stærsta áskorunin? „Að finna hjá sjálfum sér hvern- ig stjúpforeldri maður vill vera og ná góðri fjölskyldumynd!“ Hvað tekur langan tíma að þínu mati að setja saman samsetta fjöl- skyldu? „Ég held að það geti verið eins misjafnt og þær eru margar. Það geta verið svo ólíkar aðstæður hjá fólki. Ég held að það sé til dæmis allt aðrar áskoranir að tveir aðilar taki saman bæði með börn úr fyrra sambandi heldur en þegar einn á barn/börn úr fyrra sambandi. Svo getur spilað inn í hversu mörg börn eiga í hlut eða hversu langt það er síðan skilnaður átti sér stað og hvort er búið að vinna úr honum.“ Hvað gerðir þú til að styrkja þig sem stjúpmóður? „Ég til dæmis fattaði snemma að það væri mitt að ákveða hvernig ég vildi túlka hlutverkið stjúpmamma. Það er til dæmis algengt að stjúp- mömmur vita ekki alveg hvers er ætlast til af þeim í þessu hlutverki og eiga þá erfitt með að fóta sig. Þegar ég fattaði að það var mín ákvörðun að byggja upp hvernig stjúpmamma ég vildi vera varð hlutverkið mun auðveldara og nátt- úrulega. Svo hef ég alltaf haft það bak við eyrað og reynt að muna að ég valdi að byrja með Orra og fá að koma inn í þeirra fjölskyldu en börnin fengu ekki sama val svo þau þurfa gott svigrúm.“ Stella Björg er á því að ekki sé hægt að vera fullkomin stjúpmamma. Hins vegar er hægt að setja sér markmið á þessu sviði og lifa eftir því. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Stórhættulega vinsæl! 1 HEILDARLISTI 28. ágúst–3. sept. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Vinsælustu barnagleraugun okkar Frábær gæði – Mjög létt – Nikkelfree – Æðisleg fyrir húðina Verð 9.900,- D úkkan Lottie er að margra mati mótvægi gegn því að ungar stúlkur séu gerðar að kyntákni, þar sem hún er dúkka með eðlilega líkams- lögun. Lottie dúkkan er áræðin, hugrökk og ófeimin að vera hún sjálf. Með Lottie er snúið til hefðbundnari hug- mynda þar sem áherslan er á að börn séu skapandi og nýta sér hugmyndaflug sitt við leik. Lottie er ekki að herma eftir heimi full- orðinna. Hún er ekki á háum hælum, not- ar ekki farða er ekki hlaðin skarti og hef- ur ekki húðflúr. Hægt er að fá falleg föt á hana úr björtum og líflegum efnum. Með hverri dúkku fylgir saga sem ætlað er að ýta undir hugmyndaflugið. Lottie fæst í Móðurást og Heimkaupum. Hægt er að lesa meira um Lottie hér: http://www.lottie.com/ Stuðlar að jákvæðri líkamsímynd Lottie dúkkan er með eðli- lega líkams- lögun. Hún er hugmyndarík og hugrökk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.