Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 22

Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 færi til að fá lítinn ómótaðan ein- stakling í hendurnar og hjálpa hon- um að finna vængina sína og hefja sig til flugs með sjálfstraust og færni til að takast á við lífið. Ég elska að kynnast nýjum einstaklingi í Mathildu á sama tíma og ég styð eldri börnin að taka sín fyrstu skref út í lífið.“ -Skipta tilfinningatengsl fyrstu mánuðina miklu máli að þínu mati? „Góð tilfinningatengsl í æsku eru afar mikilvæg fyrir þroska barns- ins. Það er margsannað hversu mik- ilvægt það er frá fæðingu að örva börn með augnsambandi, snertingu, nánd, líkamlegri örvun og samskiptum. Fyrstu árin móta heilastarfsemi barnsins síðar á ævinni. Mannskepnan er eitt af fáum spendýrum þar sem heilinn er ekki fullmótaður við fæðingu og mótast vöxtur og þroski hans eftir þeirri örvun sem við fáum í æsku og í raun út lífið í samblandi við genin okkar. Barn sem fæðist og er aldrei snert eða tekið upp heldur einungis gefinn matur; það visnar upp og deyr. Svo að líkamleg næring ein og sér dugir ekki til. Þessi tengsl eru kölluð tilfinningatengsl og byggjast á því að foreldrar myndi tilfinningatengsl við börnin sín.“ Forvitnin leiddi hana út í heim Elín María er forvitin í eðli sínu og segir að hún sé alltaf að læra eitthvað nýtt og gefa það áfram bæði til fjöl- skyldu og í vinnu. Síðustu tvö ár hefur hún starfað hjá Marel en er nú í fæð- ingarorlofi. Hún leiðir það sem nefnist Global Learning and Development fyrir Marel á alþjóðavísu. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf þar sem ég vinn þvert á fyrir- tækið í að efla og samþætta menningu milli starfsmanna í ólíkum heims- hlutum. Ég hef yfirumsjón með starfsþróunarmálum, veiti stjórn- endum fyrirtækisins stuðning þegar kemur að leiðtogafærni, samskiptum, stefnumótun og fleira.“ Elín María er stolt af því að vera hluti af öflugu teymi Marels um þessar mundir. Hún segir starfsfólk fyrir- tækisins fært og skemmtilegt fólk sem hún hafi gaman af að umgangast dag- lega. Sterkar fyrirmyndir mikilvægar Hún er á því að ungar stelpur hafi gott af því að eiga fyrirmynd í konu sem stendur í fæturna og bjargar sér í ýmsum aðstæðum. „Ég hafði tækifæri til þess að ferðast með stelpurnar mínar í tæpa E lín María er 43 ára en fyr- ir sjö mánuðum eignaðist hún þriðju dótturina. Unnusti hennar átti svo þrjú börn og því reka þau sex manna heimili. Þegar Elín María er spurð að því hvernig sé að verða mamma á þessum aldri segir hún það dásamlega upplifun. „Það er dásamleg upplifun að fara aftur í hlutverk móður ungviðis með örlítið meiri reynslu í fartesk- inu en þegar ég fékk fyrstu dóttur mína í fangið rúmlega tvítug. Ég er klárlega yfirvegaðri, læt ytri að- stæður hafa mun minni áhrif á mig og er meðvitaðri um hvernig ég nálgast hlutina í dag. Maður er auð- vitað eldri líkamlega, en ég er svo heppin að dóttir mín sefur allar nætur og er ótrúlega meðfærileg,“ segir Elín María. -Hvað er það dýrmætasta við móðurhlutverkið? „Það dýrmætasta er að fá tæki- „Dásamlegt að verða mamma aftur“ Elín María Björnsdóttir rekur stórt og líflegt heim- ili ásamt unnusta sínum,Claes Nilsson, en sam- tals eiga þau sex börn. Fyrir rúmlega hálfu ári eignuðust þau dótturina Mathildu. Elín María er að undirbúa útgáfu barnabókarinnar „Góða nótt“. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Elín María átti nýverið þriðju dóttur sína. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.