Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 25
eins og á mörgum öðrum en ég reyni að gera mitt besta.“ – Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu? „Verkaskiptingin er að mestu sanngjörn. Vonandi. Ég mætti samt vera duglegri við að brjóta saman þvott.“ – Hvernig er að vera pabbi? „Það er mjög gaman að vera pabbi og eiginlega miklu skemmti- legra en ég bjóst við. Ég er meira og minna búinn að vera hlæjandi síðustu tvö ár. Tindur er svo ótrú- lega fyndinn og skemmtilegur, þeg- ar hann er ekki svangur. Eða þreyttur. Eða þegar einhverjar óút- skýrðar tilfinningar blossa upp sem hann hefur hvorki kunnáttu né vilja til að tækla á yfirvegaðan hátt. En þessi augnablik eru í lágmarki og hann er eiginlega alltaf yndislegt barn sem kennir mér meira en ég gæti nokkurn tíma kennt honum.“ – Var upplifunin öðruvísi en þú bjóst við áður en sonurinn fæddist? „Það sem kom mest á óvart er hvað maður lærir allt hratt. Mér finnst ég strax vera orðinn algjör ofurpabbi en samt er ég bara búinn að vera að þessu í tvö ár. Ég þarf al- veg að stíga á bremsuna áður en ég byrja að predika um svefnvenjur við aðra foreldra. Ég verð örugglega byrjaður að gefa út bækur eftir þrjú ár. Vonandi ekki samt.“ – Hvernig pabbi viltu vera? „Ég vil bara vera aðalmaðurinn í hans augum. Einhver sem hann treystir og leitar til. Og bakar ótrú- legar kökur fyrir afmælisveisl- urnar.“ Atli Fannar lagði mikinn metnað í ljónakökuna eins og sést á myndinni. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 25 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu myndatökur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.