Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 27 Barnabílstólar.is – Síðumúla 27a – 108 Reykjavík – s. 534 4900 – Opið: 12-17 Hagkvæm leiga á barnabílstólum Það er einfalt og þægilegt að panta barnabílstól hjá okkur, hvort sem er til skamms eða lengri tíma. Skoðaðu úrvalið á www.barnabilstolar.is koma í veg fyrir meiri skaða á fullorðinsárum. Ég tel einnig að í skólaumhverf- inu þá sé afar mikilvægt að áfalla- ráð séu virk í bæði leik- og grunn- skólum til þess að styðja við börn.“ Brúin grípur inn í áður en vandi verður Hvaða leiðir eru í boði fyrir börn í vanda í þínu bæjarfélagi? „Þar sem ég starfa í Hafnarfirði er mjög öflugt nýtt verklag sem kallast Brúin og er samvinnuverk- efni Fræðslu- og fjölskylduþjón- ustunnar þar sem meginmarkmið er að hjálpa fjölskyldum og grípa inn í á fyrri stigum. Þá áður en málin eru orðin stór og þau til- kynnt til Barnaverndar. Með þetta markmið er verið að auka lífsgæði barna og fjölskyldna þeirra. Verið er að nýta úrræði og sérþekkingu innan leik- og grunnskólanna og að fjölga úrræðum. Með þessu verklagi er einnig markmiðið að fækka tilfellum þar sem greina þarf börn með fjölþættan vanda og draga úr aðkomu sérfræðinga með snemmtækri íhlutun og stuðningi. Nú þegar er búið að keyra þetta verkefni í eitt ár og samkvæmt könnunum á viðhorfi foreldra og starfsfólks skólanna, er verkefnið að gefast vel.“ Hvað er að þínu mati heilbrigt umhverfi fyrir börn að alast upp í? „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er öryggi og heiðarleiki, að barn fái að alast upp í öryggi og heiðarleika með foreldrum sín- um er lykilatriði í mínum huga. Sé það til staðar þá eru allir vegir færir.“ Lífið hefur kennt mér að bera ábyrgð Hvernig elskum við börnin okk- ar án skilyrða? „Með því að við elskum okkur og sýnum okkur sjálfsvirðingu þá fá börnin líka leyfi til þess að gera það. Við þurfum sjálf að átta okk- ur á því hversu dýrmæt við erum og hvað lífið er mikil gjöf. Þá skil- ar það sér skilyrðislaust til barnanna okkar. Ég tel líka að ala börn upp við þakklæti sé mikið og gott veganesti, því þakklæti getur nefnilega fært manni svo mikla hamingju. Það þarf bara að átta sig á því og uppgötva það.“ Hvað hefur lífið kennt þér? „Að vera hamingjusöm með mér og í mér og takast á við allt það sem mér er fært. Ekki horfa und- an heldur takast á við hlutina og bera ábyrgð á mér. Vera þakklát og breyta jafnvel vonlausri stöðu í eitthvað jákvætt. Að ástunda það sem gerir mér gott og gerir mig glaða. Mér finnst lífið hafa kennt mér það meira en nokkuð annað.“ en við höldum“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson „Í sannleika sagt óttast ég skjánotkun barna mest. Það hryggir mig ekkert jafn mikið og þeg- ar ég sé foreldra lítilla barna upptekin í símum sínum. Þá verða börnin afskipt og hætta á tengslavanda getur skapast, mögulegar mál- þroskaraskanir og fleira í þeim dúrnum.“ Velkomin í ungbarnasund Snorra www.ungbarnasundsnorra.is Skráning í síma 896-6695 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.