Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
PANTANIR Í SÍMA: 588 8998
joifel@joifel.is
Yndisfagrar
skírnartertur
að hætti Jóa Fel
F
ríða býr í Kingston ásamt eiginmanni sínum,
Tait Simpson, eiganda brugghúsins Kingston
Standard Brewing Company. Saman eiga þau
dótturina June Kristínu, sem er að byrja í
fyrsta bekk í haust. Kingston er í New York-
ríki í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Hudson-dalnum, í
tveggja tíma akstursfjarlægð frá New York-borg. Fjöl-
skyldan hefur verið búsett í Kingston í fimm ár en áður
bjuggu þau í Brooklyn. Fríða segir að lífið hafi breyst
eftir að þau eignuðust dóttur sína. „Við keyptum gam-
alt hús frá 1924 sem stóð autt í þrjú ár og var ekki
íbúðarhæft. Við unnum hörðum höndum í rúmt ár að
því að koma húsinu í stand og og erum ofboðslega
ánægð í þessu fallega húsi. Við búum í fimm mínútna
göngufæri frá skóla, kaffihúsum og grænmetismark-
aðinum,“ segir hún.
Kingston er merkilegur bær fyrir margar sakir, en
þar búa um 24 þúsund manns. Bærinn fór í mikla efna-
hagslega lægð fyrir nokkrum áratugum þegar IBM-
verksmiðjan lagði niður starfsemi sína í bænum.
„Síðastliðin ár hefur verið mikil uppbygging og
margt ungt fólk flust til Kingston og hafið ýmsan rekst-
ur. Opnað kaffihús, veitingastaði og fleiri fyrirtæki.
Tait, maðurinn minn, opnaði í vor ásamt félögum sínum
brugghús sem heitir Kingston Standard Brewing
Company. Þetta var lengi í bígerð og við lögðum öll
„Góðar mömmu-
vinkonur
nauðsynlegar“
Fríða Kristinsdóttir flutti fyrir 11 árum til New York, þar sem hún vann
fyrir fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún fór síðan í kokk-
anám og vinnur nú við að elda fyrir ýmsa viðburði, tekur ljósmyndir og
kennir á matreiðslunámskeiðum fyrir börn svo eitthvað sé nefnt.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Fríða flutti fyrir 11 árum til New
York þar sem hún vann fyrir Fasta-
nefnd Íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hún fór síðan í kokka-
nám og vinnur nú við að elda fyrir
ýmsa viðburði.