Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 29
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
okkar að mörkum að koma því á laggirnar. Tait brugg-
ar bjórinn og ég baka kringlur og svo erum við líka
með ostrur og humarsamlokur á matseðlinum. Þetta er
mikil vinna en mjög gaman að taka þátt í því að koma
nýju lífi í bæinn.“
Fríða eignaðist dóttur sína þegar hún var 39 ára og
segist hafa verið meira en tilbúin í móðurhlutverkið og
nýtur þess mjög vel.
„Leikskólar hér úti eru mjög dýrir, þannig að June
Kristín fór í 2-3 daga í viku í leikskóla og aðra daga var
hún heima þannig að við höfum átt mikinn og góðan
tíma saman. Það sem mér finnst líklega erfiðast við að
vera mamma er að muna að taka tíma fyrir sjálfa mig
en í fyrra byrjaði hún í skóla og eftir því sem hún eldist
verður þetta auðveldara á ýmsan hátt,“ segir hún.
Spurð hvað henni finnist skemmtilegast að gera með
dóttur sinni nefnir hún að fara í
ferðir með henni út í náttúruna.
„Mér finnst gaman að vera úti
og njóta fallegu náttúrunnar sem
er í kringum okkur hér í Hud-
son-dalnum. Á sumrin syndum
við í ám og vötnum og förum í
jarðarberjatínslu eða heimsækj-
um bóndabæi. Þar sem ég hef
mikinn áhuga á mat finnst mér voða gaman að elda og
baka með June Kristínu. Á veturna snjóar mikið og þá
er farið á snjóþotu eða gönguskíði og búin til snjóhús.
Við förum líka reglulega á bókasafn og kaffihús.“
-Hvaða uppeldisaðferðir notar þú?
„Ég veit ekki til þess að ég noti einhverja sérstaka
uppeldisaðferð en þegar ég fer í strand ráðfæri ég mig
við systur mína eða vinkonur. Við reynum að hafa
nokkrar reglur sem henta okkar fjölskyldu. Til dæmis
að hafa einn dag í viku þar sem June fær sætindi og að
horfa á bíómynd. Þá er ekki suðað alla hina dagana og
bara farið beint í að finna sér eitthvað annað að gera.
Við leggjum líka áherslu á að smakka allan mat og
borðum öll saman kvöldmat.“
-Hvað hefur dóttir þín kennt þér?
„Að vakna hress og glöð, að hægja á og njóta augna-
bliksins.“
-Hvað upplifðir þú í æsku sem þig langar að taka
áfram?
„Að leggja áherslu á upplifanir og að læra eitthvað
nýtt. Ég átti aldrei nýjasta og dýrasta dótið en það var
alltaf fundinn peningur fyrir tónlistarnámi og ballett.
Bestu æskuminningarnar eru frá þeim árum þegar
mamma og pabbi voru í námi í Danmörku. Þá höfðum
við fjölskyldan mikinn tíma saman og það var mikið
„Fjölskyldan er dugleg
að koma til okkar í
heimsókn og ég hef farið
til Íslands einu sinni til
tvisvar á ári síðan ég
flutti hingað út.“
Tait þykir frá-
bær fagmaður
þegar kemur
að því að
brugga bjór.
SJÁ SÍÐU 30
Kingston Standard
Brewing Company er
í eigu Tait eigin-
manns Fríðu.
Ljósmyndir/Richard Beaven