Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Sunnudagaskólinn í Vídalínskirkju fer a!ur af stað sunnudaginn 1. september kl. 11. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem hafa gaman af því að syngja, horfa á brúðuleikhús og hlusta á sögur af Jesú. Allir velkomnir Sunnudagaskoli 1. september kl. 11 ævintýri að læra nýtt tungumál, hjóla út um alla Kaup- mannahöfn og kynnast nýrri menningu. June Kristín er byrjuð í píanónámi og ballett og við reynum að verja miklum tíma saman fjölskyldan, ferðast og gera eitt- hvað skemmtilegt.“ Saknar fjölskyldunnar Þar sem Fríða hefur verið búsett erlendis um árabil segist hún sakna margs frá Íslandi og þá sérstaklega fjölskyldunnar. „Fjölskyldan er dugleg að koma til okkar í heimsókn og ég hef farið til Íslands einu sinni til tvisvar á ári síð- an ég flutti hingað út. Ég öfunda stundum systur mína og vinkonur í Reykjavík að hafa ömmur og afa til halds og trausts, en hérna úti koma vinirnir svolítið í stað fjölskyldu. Við hittumst mikið um helgar og erum dug- leg að hjálpast að við að sækja börnin í skólann og passa.“ -Er eitthvað eitt frekar en annað sem þú saknar frá Íslandi? „Ég sakna þess mest að geta farið í sund allan ársins hring í hitaðri laug,“ segir Fríða og þegar hún er spurð hvort það sé eitthvað við Ísland sem hún er fegin að losna við nefnir hún skammdegið. „Ég áttaði mig á því þegar ég flutti út að þegar það er bjart úti á morgnana finnst mér ekkert erfitt að fara á fætur.“ Nauðsynlegt að eiga vinkonur „Flestar vinkonur mínar hér úti eru mömmu- vinkonur. Þegar ég flutti til Kingston fyrir fimm árum var June Kristín rétt að verða eins árs og ekki byrjuð á leikskóla. Ég kynntist yndislegum hópi af konum sem áttu það sameiginlegt að vera nýfluttar frá New York hingað upp í sveit og voru með ung börn. Við hittumst með börnin á hverjum einasta þriðjudegi allan veturinn og aðra daga líka ef okkur leiddist. Nú eru börnin öll byrjuð í skóla en við mömmurnar erum ennþá bestu vinkonur og pabbarnir líka. Það er enn að bætast í vinahópinn þegar fleiri fjölskyldur flytja til Kingston og núna á ég meira að segja íslenska vinkonu í næstu götu, hana Katrínu Björk sem er ljósmyndari og kokk- ur. Krakkarnir okkar eru orðnir bestu vinir og það er alveg frábært að eiga íslenskt samfélag hér úti, borða saman páskalambið og skera út laufabrauð.“ Fríða ákvað að fara í kokkanám og vinnur nú við að gera fallegar veitingar fyrir alls konar tilefni. Fríða er mikill fagurkeri og leikur sér með liti og form. „Tait bruggar bjórinn og ég baka kringlur og svo erum við líka með ostrur og humar- samlokur á matseðlinum.“ Ljósmyndir/Camilla French

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.