Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 2
Hvað er skemmtilegast við dansinn?
Dansinn hefur alltaf verið ástríða hjá mér og leyndar-
dómur hans felst í því að hann hefur jákvæð áhrif bæði á
líkama og sál og veitir fólki gleði og styrk sem hann stund-
ar.
Í dansinum fáum við útrás og góður kennari fer með nem-
endum sínum í gegnum hvert skref, veitir þeim styrkingu og
sjálfstraust til að halda áfram.
Segðu mér aðeins frá námskeiðinu
Mæðgnadansi?
Hugmyndin kom eiginlega þegar ég stofnaði DanceCenter Reykja-
vík árið 2007 á meðgöngu og segja má að ég hafi dansað mig í gegnum
hrunið með dóttur minni. Við erum eini dansskólinn sem gerir út á
samveru mæðgna í gegnum dansinn og bjóðum upp á vandaða tíma.
Getur hver sem er hafið dansnám, á hvaða
aldri sem er?
Já, það er aldrei of seint að byrja. Dans er lífsstíll og allar kreddur um
að einhver sé of gamall til að dansa eða strákar eigi ekki að dansa er
hreinasta þvæla og vitleysa. Í dansinum læra kynin að bera virðingu
hvort fyrir öðru, læra almennileg samskipti þar sem bæði kynin eru jafn-
rétthá og að vera samstiga. „Það þarf tvo í tangó!“
Hvaða þýðingu hefur það fyrir skólann að fá Clifton
Brown sem gestakennara?
Það er alltaf ánægjulegt að fá virta kennara til okkar. Það styrkir bæði nem-
endur og kennara, sem og að við fáum fagfólk til að auka víðsýni okkar.
Hann mun kenna nútímadans, ballett og djass, bæði fyrir yngri og eldri.
Hvað er svo á döfinni hjá þér?
Önnin er nýhafin og þar er úr mörgu að velja. Má þar helst nefna
DívuDansGleði, MæðgnaDans & Commercial Hip Hop & Street Jazz
fyrir 10-12 ára. Í fyrra kom dansskólinn með bikar heim og vann í yngri
flokkum með danshópnum Black Panthers í DanceWorldCup og munum
við halda prufur fyrir nýjan hóp.
Morgunblaðið/Hari
NANNA JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Aldrei of seint að
byrja að dansa
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019
Það er af nógu að taka þegar horft er yfir vikuna sem er að líða og svorignir bara og rignir. Það mætti halda að öll rigningin sem ekki kom ísumar hafi ákveðið að nú væri lag; nú á bara að drekkja landinu í vætu.
En hvað um það, enginn er verri þótt hann vökni og allt það. Eftir besta sumar
í manna minnum er best að kvarta sem minnst og henda sér bara í regnkápuna.
Af erlendum vettvangi er það að frétta að forsætisráðherra Kanada er í
vondum málum. Justin Trudeau málaði á sig svart andlit fyrir átján árum.
Hann sýndi þar mikið dómgreindarleysi og vissulega var það bæði heimskulegt
og rasískt, en á að dæma fólk fyrir
„asnaskap“ sem það tók þátt í fyrir
mörgum áratugum?
Ég veit það fyrir víst að ég er ekki
sama manneskjan og ég var sem ung
kona og hef bæði lært margt og
þroskast. Það sem þótti í lagi í gamla
daga er alls ekki í lagi í dag, sem bet-
ur fer. Samfélög hafa líka breyst til
batnaðar; metoo-byltingin skilaði
miklu og kynþáttahatur hefur minnk-
að, þótt víða sé enn langt í land. Aug-
ljóslega má gagnrýna fólk sem sýnir
af sér hegðun sem er bæði særandi
og rasísk en er enginn fyrningartími
á slíkum brotum?
Við mannfólkið erum ekkert öll með tandurhreina fortíð. Ég er viss um að
við erum mörg með beinagrindur í skápnum sem við viljum ekkert endilega
viðra.
Hér er mín beinagrind.
Árið 1986 álpaðist ég inn í partí í litlum bæ í Svíþjóð þar sem staddir voru
nokkrir nýnasistar. Þetta voru rasískir sænskir pönkarar með bönd um upp-
handlegg og blasti þar hinn viðurstyggilegi hakakross við. Ég hefði auðvitað átt
að yfirgefa samkvæmið strax og hringja í lögreglu, en gerði það ekki, þá átján
ára. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir alvöru málsins en hugsa stundum til
baka og skammast mín fyrir að hafa verið innan um þetta fólk þó ekki væri
nema í stutta stund.
Í dag veit ég betur; í dag myndi ég aldrei mála á mig svart andlit né vera inn-
an um nýnasista. Sem betur fer er ekki til af mér ljósmynd úr þessu vafasama
samkvæmi, en ef hún væri til, ætti þá að úthúða mér nú áratugum síðar? Ég
veit það hreinlega ekki. En sem betur fer er ég ekki þingmaður, forsætisráð-
herra eða forseti, því þá væri ég pottþétt í afar vondum málum.
Beinagrindur í
skápnum
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Við mannfólkið erumekkert öll með tand-urhreina fortíð. Ég er vissum að mörg erum við
með beinagrindur í
skápnum sem við viljum
ekkert endilega viðra.
Guðrún Bjarnadóttir
Þetta er aðeins of mikið núna en al-
mennt þá já. Veðrið pirrar mig raun-
verulega ekkert en ég væri samt til í
smá þurrk núna.
SPURNING
DAGSINS
Finnst þér
rigningin
góð?
Guðrún Óladóttir
Já.
Örlygur Sigurðarson
Jájá, hún er nokkuð næs.
Hallgrímur Georgsson
Æðisleg.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Haraldur Jónasson
Nanna Jónsdóttir rekur
dansskólann Dance-
Center Reykjavík, Krist-
alhofið, við Síðumúla
15. Helgina 5.-6. októ-
ber mun virtur dans-
höfundur, Clifton K.
Brown, halda námskeið
í djassi og nútímadansi
auk tæknitíma. Skráning
er hafin á vefsíðunni
dancecenter.felog.is.
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC