Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Leiðandi í litum Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð Svansvottuð Azeb kaupir kryddið í Eþíópíu því það fæst ekki hérlendis. Morgunblaðið/Ásdís Í einu horni staðarins er hægt að setjast og fá sér kaffi sem er borið fram eftir kúnstarinnar reglum. Íslendingar kunna vel að meta eþíópíska kaffið. Undarlegt nokk má finna eþí-ópískan veitingastað áFlúðum sem ber nafnið Minilik. Staðurinn var opnaður árið 2011 en þar eru bornir fram þjóð- legir réttir frá Eþíópíu ásamt afar sérstöku kaffi. Staðurinn lætur lítið yfir sér í dökku litlu timburhúsi en innandyra blasa við skærir litir, fal- legir og skrautlegir munir, afrískar myndir og horn þar sem kaffi er bor- ið fram eftir kúnstarinnar reglum. Afar sérstakt er að stíga þar inn beint úr íslenskri sveit því inni ríkir allt annað andrúmsloft en utandyra. Einn eigandi staðarins, hin eþíóp- íska Azeb Kahssay, tekur brosandi á móti blaðamanni og býður í bæinn. Hún ætlar að töfra fram nokkra gómsæta rétti sem blaðamaður fær að smakka. Engin voru hnífapörin en eþíópískur matur er borðaður með höndunum. Bakað er sérstakt pönnukökalaga súrdeigsbrauð sem fólk notar til þess að ná upp matnum og kemur það í stað hnífapara. Kaupir kryddið heima Azeb var 25 ára er hún kom til Ís- lands til að vinna sem au pair-stúlka. Á Flúðum fann hún ástina og opn- uðu þau hjón Minilik árið 2011. „Mig langaði að prófa að opna veitinga- stað og það var ekki til afrískur stað- ur á Íslandi,“ segir hún. Azeb er alin upp í Addis Ababa og elti systur sína til Íslands á sínum tíma. Hún fer reglulega heim til Eþí- ópíu að heimsækja fjölskyldu sína en hún vann á veitingahúsi í heimaland- inu áður en hún kom hingað. Azeb sér um matreiðsluna á Minilik og segist þurfa að kaupa kryddið heima í Eþíópíu. „Þessi krydd eru ekki til á Íslandi þannig að ég fylli ferðatöskur af kryddi árlega þegar ég fer heim,“ segir hún og hlær. Fastar í 165 daga á ári Matarvenjur Eþíópíumanna eru ólíkar því sem við eigum að venjast og segir Azeb frá hefðunum. „Eþíópískur matur er ekki svo sterkur. Það er borðað mikið græn- meti af því að við föstum mjög oft; í 165 daga á ári. Þegar ég fasta má ég ekki borða fisk, kjöt og mjólkur- vörur en ég má borða grænmeti og ávexti,“ segir hún og ber á borð þrjá óvenjulega rétti fyrir blaðamann. „Þú átt að borða með höndunum; nota brauðið,“ útskýrir hún og er það smá áskorun fyrir Íslending sem alinn er upp við hnífapör, en það er enn einn þáttur í sjarma staðarins að prófa að borða eins og Eþíópíu- maður og vona að ekki subbist út um allt. Maturinn er gjarnan borinn fram með sérstöku brauði. Kjöt og grænmeti er í boði á Minilik. Með fullar töskur af kryddi Það blása eþíópískir vindar á Flúðum en þar má finna veitingastaðinn Minilik. Azeb Kahssay er önnum kafin alla daga að matreiða eþíópískan mat ofan í landann. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.