Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 É g banka á hurðina og til dyra kemur þrekvaxinn maður. Það er hvíld- ardagur hjá Björgvini Karli Guð- mundssyni, þriðja hraustasta manni heims, sem þýðir að hann tekur aðeins eina létta æfingu þennan daginn. Það er rigningarlegt um að litast í Hveragerði þegar við setjumst niður við stofuborðið heima hjá Björgvini í snyrtilegri íbúð. „Bróðir minn er svo hérna heima, hann er á klósettinu, en það er allt í góðu,“ segir Björgvin áður en við hefjum samtal okkar. Innan tíðar gengur Þórir Geir út af klósettinu, heilsar mér og kynnir sig sem umboðsmann (þó hann sé það vissulega ekki) og „eiginlegan forráðamann“ Björgvins, sest í sófann og slakar á. Ég spyr hvort þeir búi saman og Björgvin svarar ját- andi. „Það er búið að vera helvítis stuð,“ segir hann. Þórir truflar okkur Björgvin ekki frekar, ef frá er talið eitt og eitt framíkall til að krydda samtalið aðeins. Beint í keppnishóp Björgvin fæddist í Keflavík árið 1992 en bjó á Þórshöfn til fjögurra ára aldurs. Þá fluttist fjöl- skyldan til Stokkseyrar og bjó Björgvin þar allt til ársins 2013 þegar eldri bróðir hans, Heiðar Ingi Heiðarsson, og mágkona stofnuðu crossfit- stöð í Hveragerði, Crossfit Hengil. Fluttist hann þá í Hveragerði og hefur búið þar síðan og segist kunna vel við sig. Uppganga Björgvins innan crossfit- greinarinnar tók heldur stuttan tíma. Hann byrjaði að æfa íþróttina vorið 2012 og var kom- inn á Evrópumótið rúmlega ári seinna þar sem hann lenti í níunda sæti. „Ég byrjaði á því að fara í Crossfit Reykjavík hjá Annie [Mist Þórisdóttur] og þeim og keyrði þangað alla æfingadaga eftir skóla. Það voru alltaf keppnishópsæfingar klukkan hálfátta á kvöldin. Fyrir þetta var ég að æfa fótbolta með Selfossi og Stokkseyri svona sitt á hvað þangað til ég var 17 ára, eða eitthvað þannig,“ segir Björgvin um upphafið að crossfit-ferlinum. Hann æfði einnig fimleika meðfram fótbolt- anum sem hefur gefið honum góðan grunn fyrir crossfit-íþróttina. Björgvin hafði verið að lyfta í líkamsrækt- arstöð á Selfossi í nokkurn tíma þegar Heiðar, bróðir hans, bauð honum að mæta á keppn- ishópsæfingar þar sem lengra komnir í crossfit- greininni æfðu saman. „Ég skautaði því alveg fram hjá grunnnámskeiði og þessu samfélags- dæmi sem crossfit er og snýst um,“ segir Björg- vin og bætir við að honum finnist því mjög gam- an að mæta á almennar æfingar á stöðinni í Hveragerði þegar æfingaálagið er ekki mjög mikið og æfa með fólkinu sem mætir þar. „Það er það sem er fallegt við þetta. Ég get tekið sömu æfingu og hver sem er. Ég geri þá bara fleiri endurtekningar eða hef æfinguna þyngri.“ 45 þúsund kr. björguðu mánuðinum Eins og áður segir komst Björgvin fljótt á lagið með crossfit-greinina. Rúmlega hálfu ári eftir að hafa byrjað í greininni, í desember 2012, lendir hann í öðru sæti á Íslandsmótinu. Um svipað leyti er Crossfit Hengill opnaður og Björgvin útskrifast með stúdentspróf. „Þegar ég klára Fjölbrautaskólann á Selfossi tek ég ákvörðun um að hætta í skóla og spá ekki frekar í það,“ segir Björgvin sem fór þá að þjálfa cross- fit ásamt því að æfa. -En er það ekki heldur djarft að ákveða að helga líf sitt einhverju sem maður hefur aðeins stundað í rúmlega hálft ár? „Mér fannst bara að ef þetta væri ekki tíminn fyrir eitthvað svona þá væri ég ekki að fara að velja einhvern annan tíma ef ég myndi fara í há- skóla eða eitthvert annað nám. Ég sé allavega ekki eftir þessari ákvörðun.“ Björgvin segir þó að lífið sem atvinnumað- ur í crossfit hafi ekki alltaf verið dans á rós- um. „Maður þurfti að harka svolítið vel í gegnum fyrstu þrjú árin.“ Björgvin náði þriðja sætinu á heimsleikunum 2015 en fram að því var lítið um peningaverðlaun. Hann vann 45 þúsund krónur á móti í London árið 2013. „Mér fannst það geðveikt, það bjargaði alveg mánuðinum,“ segir Björgvin og glottir. Fram yfir heimsleikana í lok júlí 2016 þjálfaði Björgvin um 5-6 klukkutíma á dag ásamt því að æfa sjálfur svipað lengi. „Maður var því niðri á stöð í 10-11 tíma á dag, allavega, án þess að vera í einhverri pásu á milli,“ segir Björgvin sem þjálfar ennþá en ekki jafn mikið og áður. Björgvin segist hafa það nokkuð gott í dag enda hafi hann bæði fest sig í sessi sem einn sá besti í heiminum auk þess að styrktaraðilar hafi í auknum mæli samið við hann. Meginþorri tekna Björgvins kemur frá þeim. Björgvin er ekki viss hvað hann væri að gera ef hann hefði ekki fundið crossfit-greinina. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta. Ég hafði ekki hugmynd. Íþróttafræði og sjúkra- þjálfun heilla kannski pínulítið en bara eftir að hafa kynnst crossfit.“ Æfir nánast alltaf einn Björgvin æfir vanalega sex daga vikunnar og hvílir svo þann sjöunda. „Ég vakna klukkan sjö eða átta, eftir því hvort ég er að fara að þjálfa. Ég æfi klukkan hálftíu og klára um hálftólf, kem heim, fæ mér að borða og legg mig aðeins. Svo fer ég aftur niður á stöð, æfi aftur um tvö, hálf- þrjú og er búinn um fjögur, hálffimm,“ segir Björgvin og bætir við að stundum séu æfing- arnar þrjár á einum degi. Á hvíldardegi æfir Björgvin einnig en hann tekur þá eina æfingu af lítilli ákefð. Björgvin segir æfingarnar sjálfar hafi tekið breytingum með árunum. Hann vinni með þjálf- Ljósmyndir/Björgvin Karl Guðmundsson Bjargaði geðheilsunni Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit í byrjun ágúst og tryggði sér þar með titilinn þriðji hraustasti maður heims. Björgvin, sem er 26 ára gamall, hefur helgað líf sitt crossfit-greininni allt frá því hann útskrifaðist úr menntaskóla undir lok ársins 2012. Hann sér nú að möguleikinn á því að tryggja sér heimsmeistaratitilinn er til staðar og stefnir að því að gera enn betur á næstu árum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Hvað með það að maðurstandi sig ekki vel á einni æf-ingu? Hvað með það að þú stand-ir þig ekki vel á þessu keppn- istímabili? Ég get alveg eins gert mitt besta og verið stoltur af því og svo gert betur á næsta ári. „Fyrir fjórum árum gastu verið í vinnu og verið einn af þeim bestu í heimi. Nú er þetta ekki svoleiðis. Þú þarft að vera „all-in“,“ segir Björgvin Karl um þróun Crossfit-greinarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.