Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Borðstofuborð
DESALTO
Skin
NAVER COLLECTION
GM3200
Hönnun: Nissen & Gehl
Hönnun: Marco Acerbis
KNOLL INTERNATIONAL
TULIP borð Hönnun: Eero Saarinen
Hönnun: Nissen & Gehl
NAVER COLLECTION
GM7700
RODAM
Passion Hönnun: Designschneider Berlin
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína ár-
legu tónleika í Eldborgarsal Hörpu í dag, sunnudag,
klukkan 17. Eru þetta 10 ára afmælistónleikar sveit-
arinnar og mun hún flytja Níundu sinfóníu Beethovens
undir stjórn Daniels Raiskins.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, konsertmeistari
Ungsveitarinnar, segir þetta viðamesta verkefni sveit-
arinnar frá upphafi. „Þetta er mjög yfirgripsmikið verk-
efni og við erum búin að æfa ótrúlega mikið síðustu vik-
urnar,“ segir Ragnheiður en sveitin æfir daglega í tvær
vikur fyrir tónleikana.
Ungsveitin er skipuð tæplega 100 ungmennum frá tón-
listarskólum landsins. „Þetta er frábært framtak hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands og æðislegt tækifæri fyrir
unga tónlistarmenn til að kynnast því hvernig það er að
spila í alvörusinfóníuhljómsveit,“ segir Ragnheiður en
prufur fyrir hljómsveitina eru faglegar og í líkingu við
þær sem haldnar eru fyrir atvinnuhljómsveitir.
Þá mun stór ungmennakór koma fram ásamt Ung-
sveitinni. „Í lokakafla verksins, Óðnum til gleðinnar,
slæst 200 manna ungmennakór í hópinn ásamt fjórum
einsöngvurum,“ segir Ragnheiður en spurð segir hún
mikla stemningu og tilhlökkun fyrir tónleikunum í dag
vera í hópnum.
Ungsveit Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands er skipuð
tæplega 100 ungmennum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Beethoven í Eldborg
Níunda sinfónía Beethovens verður flutt af upprennandi tónlistarmönnum í
Eldborgarsal Hörpu í dag þegar Ungsveit Sinfóníunnar heldur stórtónleika.
Borgarstjórnarkosningar voru
helst á baugi hinn 28. maí 1994
en þann dag fyrir rúmum 25 ár-
um fóru fram sveitarstjórnar-
kosningar hér á landi.
Daginn áður höfðu framboðs-
listarnir gert það sem þeir gátu
til að hala inn atkvæði á síðustu
metrunum. „Ungt sjálfstæðis-
fólk efndi til stórtónleika á Ing-
ólfskvöldi í gærkvöldi með
nokkrum af þekktustu hljóm-
sveitum landsins,“ sagði í Morg-
unblaðinu þennan laugardag.
„Þetta voru fyrstu tónleikarnir,
sem haldnir eru á torginu. Gíf-
urlegur fjöldi ungs fólks sótti
tónleikana. Var það mat að-
standenda þeirra, að 4-5 þúsund
manns hafi verið á torginu.“
Þá fór Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, verðandi borgarstjóri, í
heimsóknir. „Framjóðendur R-
listans heimsóttu m.a. aldraða á
Vesturgötu 7 og þar tók Ingi-
björg Sólrún Gisladóttir nokkur
dansspor,“ sagði í blaðinu og var
meðfylgjandi mynd tekin við það
tilefni. Hvort danssporin hafi
gert útslagið í sigri R-listans í
borgarstjórnarkosningunum
skal ósagt látið.
GAMLA FRÉTTIN
Tónleikar
og dans-
spor
Ingibjörg Sólrún fór fyrir R-listanum í baráttunni um borgina árið 1994.
Listinn vann að lokum sigur og hélt völdum þar til hann klofnaði 2006.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Javier Bardem
leikari
Jeffrey Dean Morgan
leikari
Robert Downey jr.
leikari