Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 29
Myndin er gerð eftir endurminn- ingum Sheerans, sem komu út fyrir áratug (þeir sem vilja sem minnst vita um söguþráð myndarinnar ættu að láta staðar numið hér). „Ég heyrði að þú málir hús,“ var fyrsta setningin, sem Hoffa sagði við Sheeran. Orðalagið vísar ekki til færni í húsamálun, heldur morða þar sem blóð slettist um gólf og veggi. „I Heard You Paint Houses“ er einmitt heitið á bók, sem Charles Brandt skrifaði í samvinnu við Sheeran og kom út 2004. Þar lýsir Sheeran ferli sínum í skipulagðri glæpastarfsemi í Banda- ríkjunum, þar á meðal á vegum Hoffa. Kemur fram að Sheeran hafi í það minnsta tekið þátt í 25 aftökum, þar á meðal Hoffa, sem hafi verið ráðinn bani í húsi skammt fyrir utan Detroit í Michigan-ríki. Líkið á Hoffa hefur aldrei fundist, en því var meðal annars haldið fram að hann hefði verið grafinn við annað endamarkið á leikvangi ruðnings- liðsins New York Giants. Í umsögnum um bókina kemur fram að Sheeran sé hvorki fullur sjálfsvorkunnar, né setji sig á háan hest. Hann hafi unnið við að drepa fólk og það hafi hann lært þegar hann var í Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöld. Hann barðist á Ítalíu og í Þýska- landi. Þar hafi hann tekið þátt í fjöldamorðum og hefndaraðgerðum og þegar hann var skráður úr hern- um árið 1945 hafði hann það mörg mannslíf á samviskunni að einu gilti í hans huga þótt nokkur bættust við. „Þú vandist dauðanum. Þú vandist því að drepa,“ hefur Brandt eftir honum í bókinni. Fyrstu árin eftir stríðið reyndi hann að vinna fyrir sér með heiðar- legum hætti, en dróst svo inn í heim skipulagðrar glæpastarfsemi. Síðar kynntist hann Hoffa og vann náið með honum samkvæmt bókinni. Verkalýðsbaráttan fólst í að múta, skipuleggja ofbeldi, kosningasvik og jafnvel morð. Sheeran lætur að því liggja að Hoffa og bandamenn hans í mafíunni hafi verið á bak við morðið á John F. Kennedy. Hann segir að ákveðið hafi verið að myrða Hoffa þegar hann hótaði að afhjúpa mafíuforingja, sem höfðu þegið fé af honum. Sheeran var lát- inn vita að annað hvort myndi hann drepa Hoffa, eða hann yrði drepinn. Sheeran kveðst ekki vita hvað varð um líkið, en það hafi ekki endað á áð- urnefndum íþróttaleikvangi. Al Pacino og Robert De Niro í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Írinn. Leikararnir hafa verið yngdir upp með sérstakri brellutækni. Á myndinni fyrir neðan sést hvernig De Niro lítur út án tækninnar. 22.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 NAUÐGUN Á Netflix má nú finna glænýja spennuþætti sem nefnast Unbelievable og fjalla um unglings- stúlku sem tilkynnir nauðgun til lög- reglu. Henni er í fyrstu ekki trúað en þegar tveir kvenkyns leynilög- regluþjónar fara að grafast fyrir um málið finna þær önnur sambærileg mál og hlutirnir fara að skýrast. Þættirnir eru byggðir á sannri sögu sem birtist í dagblöðum og hlaut hún á sínum tíma Pulitzer-verðlaunin. Í aðalhlutverkum eru Kaitlyn De- ver, Toni Collette og Merritt Wever. Ótrúleg saga um nauðgun Ungri stúlku er nauðgað en henni ekki trúað. BÓKSALA 11.-17. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Skjáskot Bergur Ebbi Benediktsson 2 Þú og ég alltaf Jill Mansell 3 Witches Roald Dahl 4 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar 5 Sú sem varð að deyja David Lagercrantz 6 Múmínsnáðinn og gullna laufið Tove Jansson 7 Sapiens Yuval Noah Harari 8 Svört perla Liza Marklund 9 Independent People Halldór Laxness 10 Blóðbönd Roslund og Thunberg 1 Múmínsnáðinn og gullna laufið Tove Jansson 2 Stórhættulega stafrófið Ævar Þór Benediktsson / Bergrún Íris Sævarsdóttir 3 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 4 Hinn ógnvekjandi heimur Carlton Books 5 Vandræðasögur A. Gunnlaugsd. / F.Ó. Aðal- steinsd. / R. Jónsd. 6 Harry Potter og viskusteinninn J.K. Rowling 7 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 8 Könnum hafið Timothy Knapman 9 Blesa og leitin að grænna grasi Lára Garðarsdóttir 10 Litli prinsinn Antoine de Saint-Exupéry Allar bækur Barnabækur Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, rituð af honum sjálfum. Hér er á ferð hetju- saga alþýðumanns þar sem segir frá miklum mannhættum og erfiðleikum til sjós og lands. Í síðari hluta bókar er höfundur kominn til Vesturheims. Ljóðabókin Döggslóð í grasi eftir Kristbjörgu Freydísi Steingríms- dóttur er komin út. Bókin geymir brot af ljóð- um hennar og lausavísum. Bókaútgáfan Hólar gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég fer nánast árlega til Írlands og fer alltaf í sömu bókabúðina í Malahide í Dublin Manor Books og kaupi þar bækur. Í ár urðu tvær fyrir valinu. Fyrri bókin, sem ég er að lesa núna, er Joan of Arc eftir enska mið- aldasagnfræðing- inn Helen Castor. Í þessari bók dregur hún upp raun- sanna mynd að Jóhönnu af Örk, ekki dýrlingnum Jóhönnu, heldur kornungri konu sem barðist í blóðugu stríði við Englendinga um yfirráð yfir Frakk- landi. Í bókinni styðst Castor við samtímaheimildir og setur sögu Jó- hönnu í samhengi við atburði í Frakklandi og Evr- ópu á þessum um- rótstímum 15. aldar. Mjög áhuga- verð söguleg lesning. Sú næsta sem er á dagskrá hjá mér er bókin A Ladder in the Sky eftir írska rithöfundinn John Boyne. Boyne hefur m.a. skrifað bókina Drengurinn í röndóttu náttfötunum og var gerð kvik- mynd eftir þeirri bók. Í þessari bók eru efnistökin hins vegar ungur, metnaðargjarn og afar sjarmerandi rithöfundur sem er samt alveg vita hæfileikalaus. Það stoppar hann samt ekki frá því að skrifa og stelur hann skammlaust hugmyndum og sögum annarra. Bókin er víst alveg meinfyndin og háðsk og hlakka ég mikið til að lesa hana. GUÐNÝ LÁRA INGADÓTTIR ER AÐ LESA Saga af hæfileika- lausum rithöfundi Guðný Lára Ingadóttir er mikill lestrar- hestur. Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Fjaðrafok frá Valkyrja DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.