Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 14
H
ann lék hinn guðlega almátt-
uga Q í Star Trek forðum
daga eins og margir muna en
er að sjálfsögðu jafn dauðleg-
ur og við hin. John de Lancie
er ekki bara leikari heldur efahyggjumaður,
húmanisti, framleiðandi, höfundur, fyrirlesari,
faðir og siglingamaður en hann kom hingað í
vikunni í boði Siðmenntar og Nexus til þess að
ræða um trúmál og efahyggju.
John er afar afslappaður og sjarmerandi og
tekur vel á móti blaðamanni sem var einn af
aðdáendum Star Trek á námsárum sínum í
Bandaríkjunum endur fyrir löngu. Merkilegt
nokk þá eigum við það sameiginlegt að hafa
lært í sama háskóla, Kent State University í
Ohio, en John er alinn upp í næsta ríki, Penn-
sylvaníu.
Á leiðinni í viðtalið hugsaði ég að aldrei hefði
mig grunað þá, í upphafi tíunda áratugarins,
að ég ætti eftir að drekka kaffi með leik-
aranum sem lék Q einn góðan rigningardag
haustið 2019.
Á einum tímapunkti í viðtalinu segir John:
„Ekki hefði mig grunað þegar ég lék Q að ég
ætti eftir að sitja hér á Íslandi árið 2019 og tala
við þig.“
Hann átti auðvitað ekki við mig sem per-
sónu, heldur þá staðreynd að vegna þess að
hann varð frægur leikari fyrir hlutverkið Q
leiddi það hann út í það að tala um trúmál, efa-
hyggju og vísindi við fólk um allan heim; þar á
meðal við mig.
Svona er lífið skrítið.
Þið munuð brenna í víti
John ferðast gjarnan um Bandaríkin og víðar
en hann vill hafa áhrif á samfélag sitt sem
hann telur gegnsýrt af trú á kostnað vísinda.
Hann telur trú geta alið á fáfræði og ábyrgð-
arleysi einstaklinga sem trúa í blindni, en víða
í Bandaríkjunum ríkir til dæmis enn í dag sú
skoðun að þróunarkenningin sé uppspuni.
„Siðmennt bauð mér að koma til Íslands og
ég var spurður hvað ég vildi tala um. Ég get
auðvitað ekki talað um hvað er að gerast hér á
landi því ég þekki það ekki en ég get talað um
hvernig málum er háttað í Bandaríkjunum
varðandi trúmál. Kannski verður tal mitt víti
til varnaðar,“ segir hann.
„Ég er oft spurður að því hvort ég sé trú-
leysingi en ég reyni að koma því á framfæri að
það er í raun ekki það sem ég vil tala um því
það felur í sér hugmyndir um trú. Ég á vini
sem eru mjög trúaðir og ég myndi aldrei vilja
skemma það fyrir þeim. Áhyggjur mínar snúa
fyrst og fremst að pólitíkinni sem liggur að
baki. Í Bandaríkjunum er sagt að það ríki að-
skilnaður ríkis og kirkju en það er stöðug bar-
átta og virðist ekki alltaf vera þannig,“ segir
John sem segist hafa fundið hjá sér þörf fyrir
að tala við ungt fólk sem væri í raun haldið
ranghugmyndum um heiminn.
Það byrjaði þannig að árið 2006 fór John um
Bandaríkin með leikrit sem byggt var á mjög
frægum réttarhöldum frá árinu 1925 en þá
hafði löggjafarvaldið í Tennessee-ríki bannað
alla vísindakennslu, þar með líffræði og þróun-
arkenninguna, í skólum ríkisins.
„Ég fór með leikritið sem byggt var á
„Scopesmonkey“ réttarhöldunum um landið
ásamt konu minni sem er líka leikari. Ég sá þá
hvað sumt fólk var heitt í sinni trú en það kom
fyrir að öskrað var á okkur úr salnum: „þið
munuð brenna í víti“. Ég sá í raun hversu
hrædd þau voru.“
Guð í bílstjórasætinu
„Við ferðuðumst um allt land og vorum eitt
sinn stödd í stórum háskóla í Lincoln, Ne-
braska. Ég lenti oft í því að tala við krakkana
því þau vildu spjalla og eitt sinn var ég þar að
spjalla við stóran bekk. Kennarinn þakkaði
mér fyrir sýninguna sem hafði verið kvöldið
áður en horfði svo á mig með sérkennilegu
augnaráði og sagði mér að fylgjast með því
sem myndi gerast næst. Hann spurði hóp, sem
taldi um hundrað nemendur, hversu margir
tryðu því að heimurinn hefði verið skapaður
23. október árið 4004 fyrir Krist. Áttatíu nem-
endur réttu upp hönd. Þetta voru háskólanem-
endur. Ég varð svo vonsvikinn að sjá að allt
sem við höfum lært síðustu fimm hundruð árin
var bara ekki til staðar í þessu herbergi,“ segir
hann og upplýsir blaðamann um að biskup að
nafni Ussher hafi komist að því í gegnum biblí-
una að þetta væri dagurinn sem guð hefði
skapað heiminn.
„Þetta var yfirþyrmandi augnablik. Ég hafði
heyrt af þessu en þarna birtist það mér skýrt.
Í þessu felst líka algjör skortur á forvitni. Þau
trúðu í blindni,“ segir hann.
Þegar John átti leið um næsta háskóla sagði
hann ungri stúlku þessa sögu og spurði hana
hvort hún hefði rétt upp hönd. „Hún svaraði, ó
já. Af því að guð er í bílstjórasætinu. Ég sagð-
ist ekkert skilja hvað hún meinti en þá sagði
hún að það þýddi að hún gæti farið aftast í rút-
una og hagað sér hvernig sem væri því guð
væri við stýrið í lífi hennar. Ég túlkaði það svo
að hún fríaði sig ábyrgð á lífi sínu því það væri
hvort sem er í höndum guðs,“ sagði hann.
„Það var þá sem ég ákvað að ég þyrfti að
fara um landið og ræða þessi mál því ef ég get
haft áhrif til góðs, þó ekki nema í örlitlum
mæli, þá er það þess virði. Ég hafði leikið í
nokkrum þáttum sem voru vinsælir og ég
ákvað að nota það litla vald sem ég hef sem
leikari til þess að benda á þessi atriði. Fólk í
minni stöðu er venjulega ekki að tjá sig um
þessi mál því það gæti haft áhrif á að fá hlut-
verk, en ég er reiðubúinn til þess að tjá mig um
þetta,“ segir hann.
Bókstafstrúarfólk kýs Trump
Nú er varaforseti Bandaríkjanna bókstafs-
trúarmaður. Hvaða áhrif heldurðu að það
muni hafa á Bandaríkin?
„Það er hin hliðin á málinu. Ég hef engin
völd en tala út frá persónulegum hugmyndum.
Pence hefur áhrif á stjórnvöld og það eru alls
kyns tilraunir í gangi. Hann vill klárlega koma
trú enn frekar inn í samfélagið. Þetta er oft
fólkið sem ég hef áhyggjur af. Þetta fólk held-
ur að siðferðið komi að utan, frá guði, en fyrir
mér er það ekki eins ekta eins og þegar sið-
ferðið kemur að innan,“ segir hann.
„Vandamálið í Bandaríkjunum er að fólk
sem trúir að guð hafi búið til heiminn árið 4004
fyrir Krist, og að guð sé í bílstjórasætinu í þess
lífi, það kýs í forsetakosningum.“
Og það mun kjósa Trump á ný?
„Nákvæmlega. Og er það ekki furðulegt að
þetta strangtrúaða fólk sem segist vera lifa
eftir sannleika og heiðarleika vilji kjósa mann
sem lýgur beint upp í opið geðið á fólki. Hann
er svo augljóslega gallaður á allan hátt og
grunnhygginn. Það er ekkert áhugavert við
hann.“
Finnst þér þú á einhvern hátt gera heiminn
örlítið betri með þessum tölum þínum?
„Já, mér finnst það eða að minnsta kosti
vona ég það. Ég er opinberlega efahyggjumað-
ur og hitti oft fólk sem segir ég segja það sem
það hugsi. Þannig get ég verið eins konar
regnhlíf fyrir þau að skýla sér undir. Og því
stærri sem þessi regnhlíf verður því betra,“
segir hann.
Blaðamaður nefnir að trú verði ekki afmáð
úr heiminum og John tekur undir það.
„Ég er ekki að reyna að ráðast gegn trú,
nema fólk komi fram með hana á opinberum
vettvangi. Ef fólk ætlar að snúa aftur til sex-
tándu aldar er voðinn vís. En fólk má trúa því
sem það vill í sínu prívat lífi.“
Þetta er risastórt
Við tökum snarpa beygju í viðtalinu því ekki er
hægt annað en að spyrja John út í hlutverk sitt
í Star Trek.
„Ég ætlaði aldrei að leika í Star Trek. Ég
átti að koma í prufu en mætti ekki því ég var
að leika í leikriti en þeir hringdu aftur og vildu
fá mig. Ég sló til og eftir nokkra daga á settinu
kom Gene Roddenberry og sagði við mig: „þú
hefur ekki hugmynd um hvað þú ert búinn að
koma þér út í!“ Ég spurði hann hvað hann ætti
við og hann svaraði: „Þú átt eftir að komast að
því.“ Þetta var á þeim tíma afar mikilvægt
hlutverk fyrir mig á mínum ferli og ég lagði
allt í það,“ segir hann og grunaði ekki þessar
miklu vinsældir þáttarins sem voru handan við
hornið.
„Þegar ég var að alast upp höfðu flestir
krakkar áhuga á íþróttum. Við sem höfðum
ekki áhuga á íþróttum leituðum í vísindaskáld-
skapinn en við vorum í mjög miklum minni-
hluta. En það sem Star Trek gerði var að sam-
eina vísindanördanna og auka áhugann á
vísindum,“ segir John.
„Upphaflegi þátturinn entist bara í þrjú ár
og var í rauninni flopp. En þátturinn var end-
urvakinn og hann talaði til bæði manna og
kvenna. Hann var þá endursýndur og í dag
heyri ég oft foreldra og afa og ömmur tala um
hvernig fjölkyldan sameinaðist yfir þessum
þáttum,“ segir hann.
John kom inn í þættina þegar framhalds-
þættirnir, Star Trek: The Next Generation,
voru gerðir en lék einnig í Star Trek: Deep
Space Nine og Star Trek: Voyager. Vinsældir
hans sem persónan Q voru miklar, þrátt fyrir
að hann léki í raun ekki mikið.
„Ég lék aðeins í níu þáttum á tíu árum, eða
um einum þætti á ári. Þannig að persónan mín
varð úr hófi vinsæl miðað við hvað ég var í
raun lítið á skjánum.“
John segir þættina hafa haft gríðarleg áhrif
á að auka áhuga á vísindum. „Algjörlega. Þátt-
urinn hafði ótrúleg áhrif á fólk, sérstaklega á
vísindafólk. Og það er enn verið að gera nýja
þætti, ráðstefnur eru haldnar og fólk fer á sér-
stök Star Trek-skemmtiferðaskip. Þetta er
risastórt.“
Star Trek
opnaði dyr
John de Lancie á að baki langan og litríkan feril sem leikari
en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Q í Star
Trek. Í dag ferðast hann víða um heim og talar um sín hjart-
ans mál en John er yfirlýstur húmanisti og efahyggjumaður.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019