Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 13
22.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
greininni; lenti í áttunda sæti 2016 og fimmta
sæti næstu tvö ár á eftir. Hann segir af og frá að
hann hafi svekkt sig á því að ná ekki sama ár-
angri næstu ár á eftir. „Árið 2016 fannst mér ég
sanna að árangurinn 2015 hefði ekki verið bull
með því að ná 8. sæti. Ég hefði alveg getað
hugsað: „Er ég lélegri núna en í fyrra?“ Það fer
örugglega með fólk að hugsa þannig.“
Björgvin þurfti að glíma við ýmis meiðsl á
þessum árum. „Árið 2016 var ég búinn að vera
tæpur í baki í örugglega hálft ár, árið 2017 var
ég mjög tæpur öxlinni og hnénu og svo 2018
eyðilegg ég næstum á mér hnéð á Evrópuleik-
unum,“ segir hann en kennir þessu alls ekki um
árangurinn heldur lítur á björtu hliðarnar;
fimmta sæti tvö ár í röð hafi verið frábær árang-
ur.
Heimsmeistaratitillinn innan
seilingar
Á heimsleikunum 2019, sem haldnir voru í Wis-
consin í Bandaríkjunum í byrjun síðasta mán-
aðar, komst Björgvin aftur á pall; hafnaði í
þriðja sæti. „Síðan árið 2015 er markmiðið búið
að vera að komast aftur á pall og sýna að ég eigi
heima þar. Það sem gerðist í ár er að ég sé hve
stutt er í fyrsta og annað sætið,“ segir Björgvin
en árin þrjú á undan hafði Mathew Fraser, sem
sigraði í ár, unnið með yfirburðum. „Það getur
verið svolítið niðurdrepandi að horfa á Fraser
vinna með 400 stigum.“
Björgvin segir trú og áætlun þurfa að vera til
staðar ætli hann sér titilinn hraustasti maður
heims. „Ég get ekki bara setið hér og sagt: „Ég
ætla að vera í fyrsta sæti.“ Hvernig ætlarðu að
ná fyrsta sæti? Og af hverju, og hvernig sérðu
að þú getir það? Ég þarf að ná því inn svo ég sé
ekki bara að ljúga að sjálfum mér að ég ætli að
ná fyrsta sæti.“
Í ár var Björgvin tæplega 100 stigum frá
fyrsta sæti en munurinn niður í það fjórða var
svipað mikill. Fyrsta sætið er því raunhæfur
möguleiki. „Mér finnst þetta vera innan seil-
ingar og mun klárlega gera allt sem ég get til að
gera enn betur á næsta ári.“
Mathew Fraser hefur unnið heimsleikana
síðustu fjögur árin og segist Björgvin hafa feng-
ið að kynnast honum undanfarið ár. „Maður sér
hversu mannlegur hann er. Hann er fáránlega
góður en það er klárlega hægt að vinna hann.“
-Af hverju er Fraser svona góður?
„Ég held að honum finnist ekkert það gaman
að æfa, hann bara þráir þetta svo geðveikt mik-
ið og kannski meira en við hinir. Hann er mjög
hæfileikaríkur og það fer engin aukaorka í
hreyfingarnar. Hann getur því nýtt það sem
hann hefur mjög vel.“ Björgvin segir Fraser
sterkan lyftingamann og ekki hafi tekið mikið á
fyrir hann að byggja upp þol og ná tökum á fim-
leikaæfingunum í crossfit-greininni.
Eini íslenski karlinn á toppnum
Tvær íslenskar konur, Annie Mist Þórisdóttir og
Katrín Tanja Davíðsdóttir, hafa unnið heimsleik-
ana í crossfit í tvígang hvor og sú þriðja, Ragn-
heiður Sara Sigmundsdóttir, hefur náð þriðja
sæti tvisvar. Þá hafa tvær konur til viðbótar
keppt á leikunum í einstaklingsflokki. Björgvin
Karl er hins vegar eini íslenski karlinn í þessum
hópi. Hvers vegna virðist enginn ætla að feta í
fótspor Björgvins, eða ná honum að getu?
„Ég veit það ekki. Það er oft sagt við mig að
þessi sé næstur eða eitthvað svoleiðis. Ég veit
bara hversu mikla vinnu þarf að leggja á sig til
að verða góður og það gerist ekki einn tveir og
bingó.“
-Gæti einhver fengið eins skjótan frama og þú
í íþróttinni í dag?
„Mér finnst það afar ólíklegt. Íþróttin er bara
búin að þróast svo mikið.“
Menn þurfa að leggja meira á sig nú en áður
til að vera á toppnum í crossfit-greininni. „Fyrir
fjórum árum gastu verið í vinnu og verið einn af
þeim bestu í heimi. Nú er þetta ekki svoleiðis.
Þú þarft að vera „all-in“. Þú getur kannski verið
þjálfari en ekkert meira en það,“ segir Björgvin.
Leiðin að árangri er löng og ströng. Björgvin
hafði lengi, allt frá árinu 2014, unnið að því að
verða meðal 10 bestu í crossfit-greininni að því
er varðar líkamsstyrk. „Núna síðastliðin tvö ár
er ég fyrst að komast á þann stað. Þetta tekur
langan tíma þannig að maður þarf að vera hel-
víti þolinmóður.“
Auk þess segir Björgvin það taka mikið á
andlega að keppa á heimsleikunum í crossfit.
„Þetta er svo mikið hausinn. Nennirðu að
standa í þessu stressi endalaust? Það er ekki
eins og maður hiti upp einu sinni, æfi og fari
heim. Maður hitar upp fjórum sinnum á dag,
þrjá daga í röð. Vikurnar fram að móti þurfa að
vera fullkomnar, þú mátt ekki verða veikur eða
meiðast.“
Íslendingum alveg sama
Björgvin segist hafa tekið eftir því að umfjöllun
um crossfit sé að aukast hér á landi. „Mér
fannst greinin ekki fá umfjöllunina sem hún átti
skilið fyrr en núna. Þetta var í beinni á Stöð 2 og
þau sendu fólk út sem var að fylgjast með okk-
ur. Það hefur aldrei verið gert áður. Annie vann
tvisvar, Katrín vann tvisvar og ekkert gerðist
fyrr en núna,“ segir hann en er þó ekki bitur;
segir að greinin hafi einfaldlega tekið sinn tíma
að ná fótfestu.
Aðra sögu er að segja þegar stigið er út fyrir
landsteinana. „Þegar við erum að keppa til
dæmis á Evrópumótinu er ekki séns að ég fari
fram á gang á keppnissvæðinu því þá kemst ég
ekki til baka fyrr en eftir 45 mínútur. Og ef
þetta er svoleiðis hjá mér í Evrópu þá get ég
rétt ímyndað mér hvernig þetta er fyrir Katr-
ínu, [Ragnheiði] Söru og Annie í Bandaríkj-
unum,“ segir Björgvin.
„Íslendingar eru þannig gerðir að þeim er yf-
irleitt alveg sama; einn og einn biður um mynd.
Það er mjög þægilegt en við fáum oft fólk frá út-
löndum á stöðina hér í Hveragerði til að taka
mynd eða fara á æfingu hjá mér.“
Væri ómögulegt að svindla
Að lokum spyr ég Björgvin út þá umræðu um
lyfjamisferli í crossfit-greininni sem hefur átt
sér stað undanfarin ár. Sjálfur hefur hann
margoft farið í lyfjapróf. „Á hverju ári síðan
2014 hef ég verið prófaður einhvern tímann yfir
undibúningstímabilið, einu sinni eða tvisvar, og
svo á hverju einasta móti sem ég mæti á. Ef ég
ætlaði að fara að nota einhver efni gæti ég aldrei
fundið tímann fyrir það. Ég er undir það miklu
eftirliti að ég gæti allt eins átt von á því að það
kæmi einhver hingað á morgun. Ég hef verið að
þjálfa í Hengli og lyfjaeftirlitið er bara mætt.“
Hann segir fólk sem ekki er í hópi hinna
bestu geta komist upp með lyfjasvindl. „Mér er í
rauninni alveg sama svo lengi sem fólk er ekki
að keppa og eyðileggi þannig fyrir einhverjum
öðrum. Þá kemur það mér ekkert við,“ segir
Björgvin og bætir við að hann sjái ekki hvernig
þeir bestu geti komist upp með að svindla, eft-
irlitið sé það strangt. Björgvin segir samt sem
áður aldrei gott þegar einhver fellur á lyfjaprófi
og það setji svartan blett á greinina.
Eftir að alþjóðlega mótið Reykjavík Crossfit
Championship var haldið hér á landi kom í ljós
að Hinrik Ingi Óskarsson féll á lyfjaprófi. Hann
missti þar með þátttökurétt sinn á heimsleik-
unum sem hann hafði unnið sér inn á mótinu
með því að lenda í öðru sæti á eftir Björgvini.
„Það var vont að þetta gerist hérna heima, fer
beint í fjölmiðla og dregur orðspor crossfit svo-
lítið niður. Það er ekki eins og það sé búið að
vera lofsyngja crossfit síðan það kom á sjón-
arsviðið. „Hættulegasta íþrótt í heimi,“ og allt
það. Svo er fullt af fólki búið að tala fyrir íþrótt-
inni, hún komin á ákveðin stall og þá kemur eitt-
hvað svona,“ segir Björgvin.
Hann hefur heyrt orðróm alls staðar að. „Ég
hef heyrt frá fólki að ég kaupi stera af þessum
eða hinum í Reykjavík. Svo eiga stelpurnar allar
að vera að nota og maður bara: „Já, já,“ búinn
að vera með þeim öllum yfir veturinn og veit að
það er ekki fræðilegur möguleiki.“
„Þegar þú ert kominn þarna niður
og ert að æfa er ekkert annað sem
skiptir máli. Þú ert bara að hugsa
um þetta,“ segir Björgvin um frelsið
sem því fylgir að mæta á æfingu.
Morgunblaðið/Hari
’Ég var spurður hvað þessiæfing þýddi fyrir mig. „Baraekki neitt, hún þýðir ekkert fyrirmig sko.“ Þeir hefðu viljað fá
svona fimm mínútur af einhverri
svaka ræðu um frelsi og eitthvað.