Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 17
til hinna almennu dómstóla þar sem úrslitin ultu á þessum stærstu spurningum. Stjórnarskrárákvæði um rétt dómstóla til að víkja lagaákvæðum til hliðar í raun þar sem þau stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár eru naumast fyrir hendi. Dómafordæmi Hæstaréttar eru það hins vegar og löggjafinn hefur brugðist þannig við þeim að breyta ákvæðum laga svo fljótt sem verða má svo að þau standist niðurstöðu réttarins. Nú hefur dómstólaskipunin breyst og álagið á Hæstarétt er orðið skaplegt og gæti hann því auð- veldlega tekið að sér hlutverk stjórnlagadómstóls sem væri að marki víðtækara en það sem rétturinn hefur sinnt fram til þessa. Því væri hægt að gera aðgengi að því að fá slíkum spurningum svarað opnara en það er nú, þótt ekki sé verið að mæla með glannalegheitum í þeim efnum. Einstætt og gott fordæmi Merkilegt og einstakt fordæmi er fyrir því að réttur- inn svari spurningum um slík efni þegar nokkuð ligg- ur við. Hæstiréttur Íslands hafði með dómi hinn 19. desember 2000 dæmt í svokölluðum öryrkjadómi að lög um deiluefnið stæðust ekki stjórnarskrá. Þáver- andi ríkisstjórn undraðist þann dóm en sætti sig að sjálfsögðu við hann, þótt skrítinn væri, og lét semja frumvarp sem að mati lögfræðilegra ráðgjafa hennar stóðust gagnvart hinum óvæntu aðfinnsluefnum. Þegar nýja málið var flutt á þingi hófst mikið þóf þar sem meira og minna allt þingliðið breytti sér í málflutningsmenn sem deildu um það hvort nýja mál- ið gengi einnig gegn stjórnarskrá, en það fullyrtu andstæðingar frumvarpsins að væri hafið yfir allan vafa. Forsætisnefnd Alþingis brást þá við og sendi bréf til Hæstaréttar og spurði réttinn hvort hann gæti og vildi svara spurningum varðandi þetta atriði sem hindraði framgang málsins. Þá sátu níu dómarar í Hæstarétti. Spurning for- sætisnefndar var tekin fyrir á dómarafundi og þá fyrst það hvort svara skyldi spurningunni, enda hefur rétturinn að jafnaði svarað lagalegum álitaefnum þá og því aðeins að þau séu hluti af þrætum sem fyrir réttinn eru komnar og hann bindur enda á. Það var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjór- um að svara spurningum forsætisnefndar Alþingis. Þá var efnisspurningin borin upp og urðu þá allir dómararnir níu sammála um niðurstöðuna. Deilurnar í þingsalnum gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu og að sjálfsögðu datt engum í hug eftir það að láta reyna á spurninguna fyrir dómstólum. Farsæl ákvörðun Ákvörðun réttarins var því mjög farsæl og stuðlaði að sátt í þjóðfélaginu og að sá stóri hópur sem átti þarna mikið undir fengi að vita innan fárra vikna hvar hann stóð og einnig það að hagur hans hafði batnað til muna með hinum nýju lögum. Hann varð því ekki áfram fórnarlamb pólitískra upphlaupa og þurfti ekki að bíða árum saman eftir að nýjum hring fyrir dóm- stólum lyki. Darraðardansmönnum á þingi var ekki skemmt þegar hljómsveitin hætti að spila í þingsalnum. En þingforseti þóttist góður og dró í þingveislu þessa mynd upp af sjálfum sér: „Leiðist þref um lög og rétt, læst hann gefa öllum rétt; sagður refur, sem er rétt, sendir bréf í Hæstarétt.“ Samkvæmt þessu merkilega fordæmi er slík leið ekki lengur lokuð. En það væri of mikið sagt að hún væri galopin. En spurningin er hvort ekki komi til álita í fram- haldi af breyttri skipan dómstóla að gera rækilega skoðun á því hvort færa megi Hæstarétti aukið form- bundið hlutverk í þessum efnum. Hér er þó aðeins lagt til að málið sé skoðað. Það væri gott skref. Morgunblaðið/Hari 22.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.