Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 LÍFSSTÍLL Spegillinn Það getur verið gaman að spegla sig, sérstaklega þegar árangurinn verður sýnilegri. Það er þó varla smart að gleyma sér fyrir framan speg- ilinn til að dást að sér. Slíkt er betra að gera í ein- rúmi. Hangið í tækjum Það telst seint til fyrirmyndar að sitja í tækjunum ef við erum ekki að nota þau. Ef ein- hver situr áberandi lengi og gleymir sér t.d. í síman- um er í lagi að fara til viðkomandi og athuga hvort hann sé búinn. Allt í lagi að fá að fara á milli líka. Teppum aldrei tvö tæki á sama tíma. Já og æfum ekki á „göngusvæðum“, svæðum sem eru greinilega ætl- uð til að fara á milli - merkt eða ómerkt. Spjallað við fólk Oft rekumst við á fólk í ræktinni sem gaman er að hitta, jafnvel gamla kunningja eða skóla- félaga. Það er gaman að eiga stutt spjall - bara ekki of langt. Helst ekki nema örfáar mínútur, það kann að vera pirrandi fyrir viðmælandann að kólna niður. Svo þarf að varast að ræða eldfim mál eða sem tengjast persónum sem ekki geta svarað fyrir sig. Sviti á tækjum Margir eru með handklæði um hálsinn í ræktinni og þerra svitann af tækj- um eftir að hafa tekið á því og sumir þurrka líka yfir áður en þeir byrja. Það er til fyrirmyndar. Sviti Þvo þarf æfingafötin eftir hverja æfingu. Glápið Það getur verið verulega hressandi að sjá fagra kroppa í ræktinni, EN gleymum okkur ekki þar frekar en annars staðar í glápinu. Heyrnartól Ef fólk er með heyrnartól í eyr- unum, eru það ákveðin skilaboð til okkar hinna að það vilji enga truflun. Við virðum slíkt nema eitt- hvað sérstakt sé. Myndataka Best er að sleppa henni alveg, það vill enginn láta mynda sig í ræktinni með svitatauma og rauður í framan af áreynslu. Tökum síma ekki upp í búningsklefum. Ráð til annarra gesta? Það er aðeins á færi hinna margreyndu og fróðu að gefa öðrum góð ráð í ræktinni. Sleppum því óumbeðnum ráðum um það hvernig best sé að bera sig að eða hvað virkar. Öðru máli gegnir ef við óskum sjálf eftir aðstoð, ef við erum óörugg hvernig tæk- ið virkar eða hvernig best er að haga sér. Keppni við aðra Við erum í ræktinni á okkar forsendum. Keppum ekki við aðra, aðeins við okkur sjálf. Aftur á sinn stað Lóð, bjöllur, boltar og annað slíkt fer und- antekningalaust á sinn stað að lokinni notk- un. Við viljum sjálf finna það sem við leit- um að, fyrirhafn- arlaust. Það er því ekki síst okkur sjálfum í hag. Tíska Það er í góðu lagi að stunda líkams- rækt þó við séum ekki í dýrustu merkjavör- unni eða sífellt að kaupa okkur ný æfingaföt. Í þessu er þó tíska, eins og öðru, sumum finnst t.d. æskilegt að blanda ekki saman fötum/skóm frá mörgum framleiðendum, bara svo að það sé sagt. Við æfum ekki í úlpum eða öðrum útifötum. Bannað er að vera berfætt/ur eða ber að ofan. Að vera sokkalaus er óþægilegt og við notum ekki sömu sokkana og við notum annarsstaðar yfir daginn. Veikindi Ef við erum slöpp þá sleppum við ræktinni alveg. Við smitum ekki aðra, hvorki af flensu né öðru. Það getur jafnvel verið hættulegt að æfa las- in/n. Snerting Náin snerting í ræktinni á yfirleitt ekki við. Við viljum síður að einhver faðmi okkur og kyssi þegar við komum löðrandi sveitt úr hot-yoga tím- anum. Stundum á handaband við og svo er „klesst- ann“ einfalt og skemmtilegt. Áfengi Sleppum alveg ræktinni ef við erum undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Í líkamsræktinni Sturta? Sama hversu tímabundin við erum - engar afsakanir. Það getur verið að okkur finnist við lítið eða ekkert svitna, en aðrir finna greinilega svitalykt. Sumir fara í sturtu heima vegna ýmissa aðstæðna og er það gott og vel. Hins vegar er góð regla að fara í sturtu fyrir æfingu, bæði veldur það vellíðan og líkamslykt dregst ekki í fötin meðan æft er. Líkamshárasnyrting Fer ekki fram í lík- amsræktarstöðvum. Í sumum stöðv- um hanga uppi tilkynningar þar sem fólk er beðið að snyrta ekki eða klippa lík- amshár. Eina undantekningin á þessu er að karlmenn mega raka sig, en yfir vaskinum, ekki í sturtu eða gufu. Mun- um að skola vaskinn vel eftir rakstur. Snyrting og hárþurrkun Þar sem þröngt er, höfum við bak við eyrað að fleiri þurfa að komast að. Lítið svæði og fáar hárþurrkur táknar að við eyðum ekki of löngum tíma í snyrtinguna. Eftir æfingu Tillitssemi og kurteisi í líkams- ræktarstöðvum Hvað skal gera? Albert Eiríksson albert.eiriksson@gmail.com H eilsan og lífsstíllinn er okkur mikilvægur og það er merkilegtþegar eldra fólk er spurt þá er það það sem það sér mest eftirað hafa ekki hugað betur að sér og sínu nánasta fólki. Að taka ábyrgð á heilsunni og sinna henni eins og það að mæta í ræktina eru því forréttindi að hafa möguleika og tækifæri að gera. Tökum ábyrgð og við sem eru svo heppin/n að getað mætt og sinnt líkama okkar þá hvet ég ykkur að taka skrefið og byrja. Það eru nokkur góð ráð fyrir ykkur sem eruð óvön eða ykkur sem eruð heimakær í ykkar rækt að skoða. Matur og vatn Það er góð regla að mæta hvorki glorhungraður né pakksaddur í líkamsræktina. Við nærumst ekki í ræktinni, en drekkum nóg af vatni, fyrir æfingu, á meðan á henni stendur og á eftir. Tyggjó gerir ekkert fyrir okkur í ræktinni. Handklæði/ jógadýna Líkamsræktarstöðvar hafa þá reglu að iðkendur mæta með eigin hand- klæði eða dýnur í heitu tímana eins og í heitt jóga. Skáparnir Þótt það veiti mörgum öryggis- tilfinningu að vera alltaf með sama skápinn þá eigum við ekki ákveðna skápa og hressandi að breyta til. Fyrir æfingu Í ræktinni hættir mörgum til að fara alltaf í sömu tækin eða fara sama hring- inn. Góður einkaþjálfari gætir þess að við gerum fjölbreyttar æfingar og gerum þær rétt. Hann fer yfir mataræði og margt fleira gagnlegt í samband við þjálfunina. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi einkaþjálfara:  Truflum ekki „okkar þjálfara“ ef hann er að þjálfa aðra.  Sleppum símanum alveg í tímanum með honum  Höld- um einbeitingunni.  Sleppum því að mæta ef við erum slöpp eða veik.  Mætum í hreinum íþróttafötum. Ekki viljum við að líði yfir einkaþjálfarann úr svitafýlu Mætum tímanlega og byrjum að hita upp Ekki skæla í þjálfaranum og henda vandamálunum okkar yfir hann.  Tökum vatnsbrúsa með á æfingu.  Verum með handklæði. Þvoum okkur um hendur eða sótthreinsum fyrir og eftir æfingu.  Hjálpa þjálfaranum að ganga frá lóðum. Maður sýnir honum þar með virðingu og kurteisi.  Góð regla er að læra æfingarnar. Ekki bara þumbast í gegn um þær hugs- unarlaust. Við erum ekki í ræktinni fyrir einkaþjálfarann, við erum þar á eigin forsendum því við viljum ná ár- angri og okkur er annt um heilsuna. Einkaþjálfarar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.