Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 „Þetta eru auðvitað rosalega flók- in mál en það á enginn að þurfa að vera óöruggur í vinnunni,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Al- þingis, við mbl.is í gær um mál starfsmanna embættis forseta Ís- lands sem hefur verið fjallað um síðustu daga. Helga Vala segir að ekki hafi verið óskað eftir því að málið yrði rætt í velferðarnefnd en útilokaði ekki að það yrði gert síðar. Þá tók Helga Vala fram að almennt væru þessi mál mjög flók- in en bendir á að það sé ekki líð- andi að fólk upplifi sig óöruggt í vinnunni. „Það þarf að vega og meta hvort vegur þyngra, hags- munir þess sem brotið er á eða hagsmunir þess sem brýtur á og hvor þarf frekari vernd. Það er okkar [nefndarmanna] hlutverk að vera alltaf á tánum,“ bætir Helga Vala við. Morgunblaðið óskaði eftir svör- um frá embætti forseta vegna málsins um helgina en fékk ekki. Ekki komið á borð velferð- arnefndar  Flókin og erfið mál segir Helga Vala Morgunblaðið/Eggert Bessastaðir Ekki er útilokað að málið fari fyrir velferðarnefnd. Stjórn Byggðasafnsins í Skógum undir Eyja- fjöllum samþykkti á dögunum að veita við- töku miklu skjala-, handrita- og bókasafni sem er í eigu Þórðar Tómassonar, stofnanda safnsins og umsjónarmanns þess til áratuga. Um dagana hefur Þórður safnað marg- víslegum sögum og gögnum um mannlíf og sögu á Suðurlandi og skrifað fjölda bóka um það efni. Þessum frumheimildum verður, skv. samkomulaginu sem fyrir liggur, komið eftir hans dag í örugga vörslu og þær gerðar að- gengilegar fræðimönnum og öðrum. „Okkur er mikill fengur í skjalasafninu enda eru þetta einstæðar heimildir,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, for- maður safnstjórnar. „Ævi- starf Þórðar er mikið að vöxtum og í raun einstakt. Hann byrjaði um fermingu að safna heimildum um líf kynslóðanna og ýmsum munum og er enn að, 98 ára gamall. Við munum taka við þessu heimilda- safni þegar Þórðar nýtur ekki lengur við.“ Í samkomulagi milli safnstjórnarinnar og Þórðar Tómassonar er einnig kveðið á um að eftir hans dag verði í Skógasafni komið upp sérstakri Þórðarstofu. Þar er, fyrstu hug- myndum samkvæmt, gert ráð fyrir að verði sýning um Þórð; ævistarf hans við menning- arsöguna og safnið í Skógum. „Þetta er verkefni sem við tökum í fyllingu tímans. Hugsanlega þarf að byggja nýja byggingu undir þessa sýningu eða gera aðrar ráðstafanir, því Þórðarstofa verður í öndvegi safnsins og þarf umgjörð við hæfi,“ segir Ingvar. Taka við umfangsmiklu skjalasafni Þórðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógasafn Setja á upp sérstaka Þórðarstofu.  Stjórn Skógasafns semur við Þórð Tómasson, stofnanda safnsins Þórður Tómasson Þau leiðu mistök voru gerð í Morg- unblaðinu á laugardag að nafn Írisar Bjargar Kristjánsdóttur misritaðist í forsíðufrétt blaðsins, sem og í ein- um myndatexta í Sunnudagsmogg- anum. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT Íris Björg, ekki Íris Björk Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gær tilkynnt um eignaspjöll á níu bifreiðum í Fossvogi í Reykja- vík. Ekki fengust þó nánari upplýs- ingar um eðli þeirra skemmda sem unnin voru á ökutækjunum, en lög- reglan fer með rannsókn málsins. Þá var í gærmorgun einnig óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferð- arslyss á Höfðabakkabrú. Voru ökumenn bifreiðanna fluttir á sjúkrahús, en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu eru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Bílarnir eru þó talsvert skemmdir. Bílar skemmdir í Fossvogshverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.