Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 25
ENGLAND
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Vandræði Manchester United í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
halda áfram en í gær tapaði liðið 1:0
gegn Newcastle á St. James Park.
Heimamenn rifu sig upp úr fallsæti
með sigrinum en sigurmarkið skor-
aði táningurinn Matthew Longstaff
með glæsilegu skoti utan teigs í sín-
um fyrsta byrjunarliðsleik í deild-
inni. Það hefur lítið gengið hjá læri-
sveinum Steves Bruce í haust og
kom því sigurinn gegn United á góð-
um tíma en þetta var í fyrsta sinn, í
21 tilraun, sem Bruce tókst að stýra
liði til sigurs gegn Manchester-
félaginu sem hann eitt sinn spilaði
með sem leikmaður.
Versta byrjun United í 30 ár
Rauðu djöflarnir hafa ekki átt sjö
dagana sæla en þeir sitja í 12. sæti
deildarinnar, tveimur stigum fyrir
ofan fallsæti. Versta byrjun liðsins í
30 ár. United er áfram án mikil-
vægra leikmanna á borð við Paul
Pogba og Anthony Martial en von-
arstjarnan Marcus Rashford virðist
vera að bogna undan álaginu sem
fylgir því að vera aðalmaðurinn í lið-
inu. Hann hefur nú aðeins skorað eitt
mark í síðustu sjö leikjum og virðist
ekki bera vel þá ábyrgð að leiða
sóknarleikinn. Hann var ansi ein-
mana uppi á toppi í gær og fær vissu-
lega úr litlu að moða frá liðsfélögum
sínum en sömuleiðis er hann vesæld-
arlegur með boltann og ekki líklegur
til afreka. Er hann nógu góður til að
vera aðalmaðurinn hjá Manchester
United? Kannski ekki, en hann er þó
langt frá því að vera versti leikmaður
liðsins. Brasilíski miðjumaðurinn
Fred fær þá nafnbót en sá átti enn
einn afleita daginn í gær. Honum
tókst ekki að senda boltann fram
völlinn í nær 90 mínútur og átti þar
að auki eina marktilraun sem ógnaði
saklausum áhorfendum í efstu röð
fyrir aftan markið. Það er ótrúlegt að
hugsa til þess að United borgaði yfir
50 milljónir punda fyrir kauða.
Liverpool óstöðvandi
en City hikstar
Liverpool vann sinn 17. deildarleik
í röð þegar vítaspyrna James Mil-
ners tryggði 2:1-sigur á Leicester í
uppbótartíma á Anfield á laugardag-
inn. Liðið frá Bítlaborginni er enn
með fullt hús stiga og nú með átta
stiga forystu á toppi deildarinnar.
Það virðist hreinlega ekkert geta
stöðvað Jürgen Klopp og hans menn
sem eltast við fyrsta Englandsmeist-
aratitil félagsins í 30 ár.
Því á meðan Liverpool leikur á als
oddi er gengi ríkjandi meistaranna
orðið ansi slitrótt. Manchester City
fékk skell á heimavelli í gær gegn
Wolves, 2:0, og eru sveinar Peps
Guardiola nú búnir að tapa tveimur
leikjum á tímabilinu.
Ungt og efnilegt lið Chelsea virðist
vera að finna taktinn eftir erfiða
byrjun en liðið vann Southampton í
gær, 4:1, og er nú búið að vinna þrjá
af síðustu fjórum leikjum sínum. Þá
marði Arsenal sigur á Bournemouth
og virðast þetta vera liðin tvö sem
munu enda í hinum tveimur meist-
aradeildarsætunum.
Man. United í frjálsu falli
Táningur tryggði sigur í frumraun
Englandsmeistararnir í basli
AFP
Frumraun Hinn 19 ára gamli Matthew Longstaff fær knús frá Steve Bruce
eftir sigurmark gegn Man. Utd í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
England
Burnley – Everton ................................... 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson var í liði
Burnley fram á 84. mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Everton
fram á 59. mínútu.
Brighton – Tottenham ............................. 3:0
Liverpool – Leicester............................... 2:1
Norwich – Aston Villa .............................. 1:5
Watford – Sheffield United ..................... 0:0
West Ham – Crystal Palace .................... 1:2
Arsenal – Bournemouth .......................... 1:0
Manchester City – Wolves ...................... 0:2
Southampton – Chelsea ........................... 1:4
Newcastle – Manchester United ............ 1:0
Staðan:
Liverpool 8 8 0 0 20:6 24
Manch.City 8 5 1 2 27:9 16
Arsenal 8 4 3 1 13:11 15
Leicester 8 4 2 2 14:7 14
Chelsea 8 4 2 2 18:14 14
Crystal Palace 8 4 2 2 8:8 14
Burnley 8 3 3 2 11:9 12
West Ham 8 3 3 2 11:11 12
Tottenham 8 3 2 3 14:12 11
Bournemouth 8 3 2 3 13:13 11
Wolves 8 2 4 2 11:11 10
Manch.Utd 8 2 3 3 9:8 9
Sheffield Utd 8 2 3 3 7:7 9
Brighton 8 2 3 3 8:10 9
Aston Villa 8 2 2 4 13:12 8
Newcastle 8 2 2 4 5:13 8
Southampton 8 2 1 5 8:15 7
Everton 8 2 1 5 6:13 7
Norwich 8 2 0 6 10:21 6
Watford 8 0 3 5 4:20 3
B-deild:
Millwall – Leeds....................................... 2:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 80. mínútu.
Þýskaland
Mönchengladbach – Augsburg.............. 5:1
Alfreð Finnbogason var á varamanna-
bekk Augsburg.
B-deild:
Sandhausen – Aue ................................... 2:2
Rúrik Gíslason var á varamannabekk
Sandhausen.
Rússland
CSKA Moskva – Rostov .......................... 1:3
Arnór Sigurðsson var í liði CSKA fram á
67. mínútu en Hörður Björgvin Magnússon
var á bekknum.
Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann
Sigurðarson voru ekki með Rostov.
Rubin Kazan – Tambov........................... 2:1
Viðar Örn Kjartansson var í liði Rubin
Kazan fram á 90. mínútu.
Krasnodar – Spartak Moskva ................ 2:1
Jón Guðni Fjóluson var á varamanna-
bekk Krasnodar.
Grikkland
Larissa – AEK Aþena.............................. 0:0
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa allan leikinn.
Asteras Triopolis – PAOK...................... 1:2
Sverrir Ingi Ingason var á varamanna-
bekk PAOK.
KNATTSPYRNA
Spænska 1. deildin í fótbolta er
byrjuð að taka á sig mynd eftir
leiki helgarinnar. Stórliðin Real
en Atlético Madríd er í þriðja sæti.
Real fór upp í toppsætið með 4:2-
sigri á spútnikliði Granada á
heimavelli. Real er með 18 stig.
Barcelona fór upp um 16 stig og í
annað sætið með 4:0-stórsigri á
Sevilla. Tveir leikmenn Barcelona
fengu rautt í leiknum en það kom
ekki að sök. Atlético Madríd er í
þriðja sæti með 15 stig eftir
markalaust jafntefli við Real Val-
ladolid á útivelli.
Stórliðin á Spáni
komin á sinn stað
AFP
Mark Lionel Messi innsiglaði 4:0-
sigur Barcelona í gær á 78. mínútu.
Hugo Lloris, fyrirliði og markvörð-
ur franska landsliðsins í fótbolta,
leikur ekki með liðinu gegn Íslandi
í undankeppni EM eftir að hafa far-
ið úr olnbogalið í leik með Totten-
ham um helgina. Mike Maignan úr
Lille var kallaður inn í hans stað en
Steve Mandanda úr Marseille eða
Alphonse Areola úr Real Madrid
tekur stöðu Lloris í markinu gegn
Íslandi.
Kylian Mbappé og Lucas Hern-
andez léku ekki með félagsliðum
sínum um helgina, vegna meiðsla,
og gætu misst af landsleiknum.
Án fyrirliðans og
einnig Mbappés?
AFP
Meiddur Hugo Lloris meiddist í tapi
Tottenham gegn Brighton.
Ísland mun næsta vor leika í milli-
riðli um sæti á EM U19-kvenna í fót-
bolta eftir stórsigur á Kasakstan í
Árbænum um helgina, 7:0. Áður
hafði Ísland unnið Grikkland 6:0 og
er því öruggt um að fylgja Spáni
upp úr undanriðlinum, sem allur er
leikinn hér á landi, en Spánn hefur
einnig unnið báða sína leiki.
Spánn og Ísland mætast á morg-
un á Hlíðarenda í leik um efsta sæti
riðilsins, og þar dugar Spáni jafn-
tefli. Leikurinn er þýðingarmikill
upp á röðun í styrkleikaflokka áður
en dregið verður í milliriðla 22.
nóvember. Úr hverjum milliriðli
kemst svo eitt lið áfram í loka-
keppnina í Georgíu næsta sumar.
Ída Marín Hermannsdóttir úr
Fylki skoraði tvö mörk gegn Kasak-
stan en þær Birta Georgsdóttir,
Eva Rut Ásþórsdóttir, Karen María
Sigurgeirsdóttir, Sveindís Jane
Jónsdóttir og Katla María Þórð-
ardóttir eitt mark hver. Ísland
komst í 2:0 á fyrstu 10 mínútum
leiksins og skoraði svo fimm mörk í
seinni hálfleik. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Markasúpa Ída Marín Hermannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og
Birta Georgsdóttir fagna einu af sjö mörkum Íslands gegn Kasakstan.
Flugu áfram og leika
við Spán um 1. sæti
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið: