Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
1. deild kvenna
Hamar – Njarðvík ................................ 40:55
ÍR – Keflavík b...................................... 69:58
Tindastóll – Fjölnir .............................. 68:63
Spánn
Murcia – Zaragoza .............................. 89:73
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig,
tók 2 fráköst og átti 2 stoðsendingar á 11
mínútum fyrir Zaragoza.
Þýskaland
Bamberg – Alba Berlín....................... 74:78
Martin Hermannsson skoraði 17 stig
fyrir Alba Berlín, tók 4 fráköst og gaf 4
stoðsendingar.
Rússland
UNICS Kazan – Astana ...................... 81:72
Haukur Helgi Pálsson skoraði 7 stig fyr-
ir Kazan, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsend-
ingar.
KÖRFUBOLTI
EHF-bikar karla
Alpla Hard – Skjern ............................ 25:26
Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 1
skot í markinu. Patrekur Jóhannesson
þjálfar liðið.
Malmö – Selfoss.................................... 33:27
FH – Arendal........................................ 25:30
Meistaradeild kvenna
Esbjerg – CSM Búkarest .................... 22:24
Rut Jónsdóttir skoraði 1 mark fyrir Es-
bjerg.
Áskorendabikar karla
Drammen – Mahsul ............................. 38:16
Mahsul – Drammen ............................. 22:36
Óskar Ólafsson var ekki á meðal marka-
skorara Drammen sem fer áfram, 74:38
samanlagt.
Alingsås – Kaerjeng............................ 22:15
Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyr-
ir Alingsås.
Danmörk
Kolding – Fredericia........................... 26:34
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 1 mark
fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson ekkert.
GOG – Skanderborg............................ 29:27
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson
ekkert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11
skot í marki liðsins.
Noregur
Fredrikstad – Oppsal.......................... 21:21
Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk
fyrir Oppsal.
Ungverjaland
Pick Szeged – Mezökövesdi ............... 40:19
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5
mörk fyrir Pick Szeged.
Í KAPLAKRIKA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH þarf að vinna upp fimm marka
forskot norska liðsins Arendal á úti-
velli næstkomandi laugardag í síðari
leik liðanna í 2. umferð EHF-bikars
karla í handbolta eftir 25:30-tap í
fyrri leiknum í Kaplakrika í gær.
Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik
þar sem staðan í leikhléi var 18:11,
Arendal í vil. FH náði ekki að ógna
forskoti norska liðsins í síðari hálfleik
en gerði þó vel í að minnka muninn í
fimm mörk undir lokin, en hann varð
mestur níu mörk.
Arendal hafnaði í öðru sæti í bar-
áttunni um norska meistaratitilinn á
síðasta tímabili og er einfaldlega
betra en FH. Til að vinna lið eins og
Arendal þurfa lykilmenn FH að spila
afar vel og markvarslan þarf að vera
á að minnsta kosti 9. Þess í stað var
erfitt að finna FH-ing sem átti sér-
staklega góðan leik. Að tapa með
fimm mörkum er því ekki alslæmt,
þar sem það hefði getað farið verr.
Fáránlegt af HSÍ
Vissulega skoraði Ásbjörn Frið-
riksson sex mörk en fimm af þeim
komu af vítalínunni og var hann ekki
eins sterkur fyrir utan og oftast.
Ágúst Birgisson kom þar á eftir með
fjögur en hann lét Andre Kristensen í
marki Arendal oft fara illa með sig.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
þrjú mörk en gaf boltann hvað eftir
annað beint í hendurnar á Norð-
mönnunum. Þá vörðu þeir Birkir
Fannar Bragason og Phil Döhler
varla neitt í markinu á meðan Krist-
ensen varði 20 skot í marki Arendal.
Hvað eftir annað löbbuðu gestirnir
framhjá slakri vörn FH og skoruðu
auðveld mörk. Þeir sýndu hins vegar
veikleikamerki er þeir misstu for-
skotið aðeins niður undir lokin og
gáfu FH-ingum smá möguleika fyrir
síðari leikinn. Gestirnir slökuðu veru-
lega á í góðri stöðu. FH getur unnið
Arendal á afar góðum degi, en FH
átti ekki slíkan á heimavelli sínum.
Áður en FH getur farið að hugsa
um síðari leikinn þurfa leikmenn og
þjálfarar að einbeita sér að granna-
slag við Hauka á miðvikudag í Olís-
deildinni. Leikmenn Arendal eru at-
vinnumenn og því eðlilega í betra
standi en FH-ingar. Samt sem áður
fá þeir frí í norsku deildinni á meðan
liðið spilar í Evrópukeppni. Það getur
skipt sköpum og er það fáránlegt að
HSÍ gefi FH-ingum ekki meira svig-
rúm til að einbeita sér að tveimur af
mikilvægustu leikjum tímabilsins.
Með því fær andstæðingurinn enn
meira forskot, sem íslensk lið hafa
ekki efni á.
Brött brekka bíður FH á
útivelli norska silfurliðsins
Slæmur fyrri hálfleikur varð FH að falli HSÍ ætti að gefa FH meira svigrúm
Morgunblaðið/Eggert
Brekka Það verður verk að vinna hjá Ásbirni Friðrikssyni og félögum í FH í Noregi næsta laugardag.
Kaplakriki, EHF-keppni karla, 2.
umferð, fyrri leikur, sunnudaginn
6. október 2019.
Gangur leiksins: 2:2, 3:5, 5:7,
6:12, 9:14, 11:18, 13:22, 16:24,
19:27, 21:29, 25:30.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/5,
Ágúst Birgisson 4, Bjarni Ófeigur
Valdimarsson 3, Egill Magnússon
3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Einar
Rafn Eiðsson 2, Birgir Már Birg-
isson 2, Jakob Martin Ásgeirsson
2, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Birkir Fannar Braga-
FH – Arendal 25:30
son 4/1, Phil Döhler 4.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Arendal: Olaf Hoffstad 7,
Richard Lindström 5, Sondre Paul-
sen 4/1, Josip Vidovic 4, Erik Ped-
ersen 3, Sander Simonsen 2,
Martin Lindell 2, Andre Kristensen
1, Jesper Munk 1, Mario Matic 1.
Varin skot: Andre Kristensen
20/1.
Utan vallar: 10 mínútur
Áhorfendur: 495.
Dómarar: Yann Carmaux og Julien
Mursch, Frakklandi
Íslandsmeistarar Selfoss þurftu að
sætta sig við 27:33-tap fyrir Malmö
frá Svíþjóð í 2. umferð EHF-
bikarkeppni karla í handbolta á úti-
velli á laugardag.
Staðan eftir fyrri hálfleik var
jöfn, 17:17, en sænska liðið var
sterkara í seinni hálfleik. Í stöðunni
19:19 snemma í seinni hálfleik skor-
aði Malmö 12 af næstu 16 mörkum
leiksins og komst í 31:23.
Selfoss minnkaði muninn í lokin
en tókst ekki að ógna forskoti
Malmö.
Haukur Þrastarson skoraði sjö
mörk fyrir Selfoss, Atli Ævar Ing-
ólfsson skoraði sex og Árni Steinn
Steinþórsson gerði fjögur mörk.
Malmö hefur verið á góðum
skriði í sænsku úrvalsdeildinni og
unnið fjóra leiki í röð og þar á með-
al 30:20-útisigur á Kristianstad,
einu allra besta liði Svíþjóðar.
Malmö sló Spartak Moskvu út í
fyrstu umferðinni en Selfoss fór
beint í aðra umferð. Síðari leikur
liðanna fer fram í Hleðsluhöllinni á
Selfossi 12. október.
Markahæstur Sjö mörk Hauks Þrastarsonar dugðu ekki til í Svíþjóð.
Slæmur seinni hálf-
leikur dýrkeyptur GlerborgMörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS