Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýtt og býsna náttúrulegt listaverk prýðir Spennistöðina, félags- og menningarmiðstöð íbúa miðborgarinnar. Það er úr mosa sem virðist hafa teygt sig af sjálfsdáðum yfir vegginn og gefur þannig óraunverulegum grænum lit Spennistöðvarinnar dýpri og raunverulegri tón. Morgunblaðið/Eggert Mosalistaverk prýðir litríka Spennistöðina Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bílaleigur eru byrjaðar að setja nagladekk undir sína bíla og eru ein- hverjir þeirra komnir út á göturnar, jafnvel í Reykjavík þar sem óvenju- hlýtt hefur verið þetta haustið. Strangt til tekið má ekki keyra á negldum hjólbörðum frá 15. apríl til 1. nóvember. Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerir engar at- hugasemdir við það að fólk keyri um á negldum hjólbörðum í október þar sem veðurskilyrði geti breyst hratt. Borgarstjóri er ekki sáttur við ástandið. Forstjóri bílaleigunnar Avis á Ís- landi og forstjóri Bílaleigu Akureyr- ar segja báðir að ómögulegt sé að skipta um dekk á öllum bílaleigubíl- unum á skömmum tíma og því þurfi að byrja fyrr. Báðir vilja þeir að bíla- leigum sé veitt einhvers konar und- anþága frá takmörkunum á notkun nagladekkja. „Bílaleigurnar óskuðu eftir fundi með ráðherra um þetta mál vegna þess að það er alveg ljóst að við get- um ekki beðið til fyrsta nóvember, oftast er nú kominn snjór og hálka fyrr, sérstaklega úti á landi. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um öryggi ferðamanna í þessum efnum en ekki einhverja reglugerð sem segir fyrsti nóvember,“ segir Stein- grímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. „Bara sem dæmi þá leigjum við oft út bíla til einnar eða tveggja vikna. Hvað eigum við að gera í þeim efnum fyrir fólk sem er að keyra hringinn?“ bætir Steingrímur við. Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, segir að leigan sé ekki búin að setja bíla með nagla- dekkjum út á göturnar en eigi þá „á kantinum“ ef aðstæður breytast. Það sé ferðamanna að ákveða hvort þeir taki bíla með nagladekkjum eður ei. Af umhverfisástæðum setur Hertz bíla á vetrardekk í auknum mæli frekar en nagladekk, segir Sig- fús. „Margar bílaleigur setja allan flot- ann sinn á nagladekk en það gerum við ekki og höfum verið að draga úr því undanfarin ár.“ Ættu að greiða fyrir notkun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur að íbúar Reykjavíkur séu að draga úr notkun nagladekkja en sömu sögu sé ekki að segja um bíla- leigurnar. „Mér finnst það algjör plága að allir bílaleigubílar séu á nöglum, hvað þá mánuði áður en það er í raun og veru heimilt,“ segir Dagur sem telur nagladekk í Reykjavík veita falskt öryggi. „Í mínum huga undir- strikar þetta rækilega að loftgæða- stefna stjórnvalda nær ekki fram að ganga. Þar er tekið fram að ein af lykilaðgerðum við að auka loftgæðin sé að stemma stigu við notkun nagladekkja vegna þess að malbik er mjög stór hluti af svifryki.“ Spurður hvort sérákvæði ættu að gilda um bílaleigubíla þar sem not- endur þeirra fari gjarnan út fyrir borgina segir Dagur: „Bílaleigurnar ættu að vera með einhverja sérstaka bíla til að fara út fyrir bæinn. Það sem okkur sýnist er að bílaleigurnar setji bara alla bíla á nagla og mér finnst þá algjört lágmark að það yrðu lögð einhver gjöld á leigurnar til þess að borga fyrir göturnar sem þeir spæna upp hérna.“ Bílaleigur þjófstarta nöglunum  Negldir hjólbarðar eru komnir út á götur borgarinnar  Lögreglan gerir ekki athugasemdir við slíkt þótt notkun nagladekkja sé óheimil til fyrsta nóvember  Borgarstjóri segir notkunina „algjöra plágu“ Dagur B. Eggertsson Steingrímur Birgisson Einn var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík eftir að bíll valt á Snæ- fellsnesi austan Vegamóta um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Frá þessu var greint á mbl.is í gær. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, stað- festir í samtali við mbl.is að lög- reglan á Vesturlandi hafi óskað eftir aðstoð Gæslunnar og var mað- urinn fluttur með þyrlu til borg- arinnar, þar sem lent var um klukkustund síðar. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, né heldur hvort fleiri voru í bílnum. Þá fengust engar upplýsingar um líðan hins slasaða hjá lögreglunni á Vesturlandi. Slys Þyrla Landhelgisgæslunnar. Bílvelta á Snæfellsnesi  Fluttur með þyrlu til Reykjavíkur Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Erfitt er að segja fyrir um það hve- nær hinn árlegi inflúensufaraldur kemur hingað til lands eða hversu slæmur hann verður. Það hefur lítið upp á sig að horfa til flensufaraldra í öðrum löndum, svo sem á suð- urhveli. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því í frétt The New York Times á föstudag að inflúensufaraldur í Ástralíu hefði verið sérstaklega slæmur í ár og hefði byrjað um tveimur mánuðum fyrr en venjulega. Var það talið geta gefið vísbendingu um það hve- nær og hvernig faraldurinn yrði í Bandaríkjunum. „Það er hægt að horfa til ríkja á suðurhveli jarðar og segja fyrir um hvaða tegundir inflúensu muni ganga á norðurhveli næsta vetur en ekki hvenær. Það segir ekkert til um það,“ segir Þórólfur, sem stað- festir að inflúensan byrji yfirleitt á sama tíma hér á landi eða upp úr áramótum. Þess vegna sé mikil- vægt að byrja að bólusetja upp úr september eða október. „Svo er það undir hælinn lagt hversu vel bóluefnið passar við far- aldurinn því að enginn veit ná- kvæmlega hvaða tegund af inflú- ensunni mun ganga þó að menn spái í það,“ segir Ingólfur og bætir við að inflúensan sé alltaf breytileg milli ára og endurtaki sig aldrei ná- kvæmlega. Vonlaust sé að spá um það hversu slæm flensan verði í ár með því að horfa til annarra landa. „Þetta getur verið breytilegt frá einu landi til annars og jafnvel á norðurhveli er þetta ekki alltaf það nákvæmlega sama. Kannski er einn stofn af tegund A ríkjandi í einu landinu en annar stofn af A í öðru landi. Inflúensan er ólíkindatól. Það er erfitt að segja fyrir um það hvernig hún verður. Í rauninni er ekkert vitað,“ segir hann. Inflúensan ólíkindatól sem erfitt er að segja fyrir um  „Í rauninni er ekkert vitað,“ segir sóttvarnalæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.