Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
hittumst við til að undirbúa 25
ára stúdentsafmæli og svo á
stúdentsafmælinu 2016. Í bæði
skiptin gerði Hrönn sér ferð frá
Egilsstöðum og fór á kostum.
Í 6.Y ríkti kynrænt sjálfræði.
Á dimmisjón gerðust strákarnir
gleðikonur og stelpurnar klædd-
ust jakkafötum og sáu um þjón-
ustusölu. Í þessu gervi gengum
við um götur bæjarins og áttum
heiminn. Myndir frá þessum
degi og öðrum gleðistundum
bekkjarins ylja okkur enn um
hjartarætur og færa bros á vör.
Hrönn átti auðvelt með að tjá
sig og segja frá þannig að allir
hlustuðu. Það gerði hún í mars
þegar hún kvaddi sér hljóðs og
sagði okkur frá því að hún væri
með krabbamein og það af verri
gerðinni. Við sátum lengi saman
þetta kvöld og áttum enn eina
ógleymanlega stund sem lifir
ásamt öllum hinum skemmti-
legu stundunum í gegnum ára-
tugina. Skarð Hrannar í hópn-
um verður ekki fyllt en
minningin um yndislega vin-
konu lifir.
Við sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Páls, Garðars Páls
og annarra ástvina Hrannar.
Fyrir hönd 6.Y, árgangs 1991,
Guðmundur Fertram
Sigurjónsson, Gunnar
Gylfason og Sigríður
Björg Tómasdóttir.
Kæra systir Hrönn.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig.
Hafðu bestu þakkir fyrir góð
kynni og notalegar samveru-
stundir með okkur í Oddfellow á
Egilsstöðum. Minning þín mun
lifa með okkur.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Páls,
Garðars Páls, annarra ástvina
og vina.
Með kærleikskveðju.
Systur í Rbst, nr. 15 Björk,
María Veigsdóttir.
Elsku Hrönn.
Ég flutti til Egilsstaða haust-
ið 2015 ungur reynslulítill lækn-
ir að hefja störf í minni heima-
byggð. Þú tókst vel á móti mér
og komst mér inn í starfið og ég
fann frá fyrstu stundu að þú
myndir reynast mér vel. Við
unnum náið saman næstu 4 árin
og með okkur skapaðist innilegt
samband kollega og vina. Þú
hafðir einstaka útgeislun, varst
opin, félagslynd, skemmtileg,
yfirveguð, ákveðin og sterk.
Þú varðst mentorinn minn í
sérnáminu og ein mín stærsta
fyrirmynd í starfi. Þú varst gíf-
urlega góður læknir og náttúru-
legur leiðtogi og varst dáð af
kollegum, samstarfsfólki og
skjólstæðingum. Þú varst
reynd, vel upplýst, eldklár, góð í
samskiptum og með mikla sam-
kennd og réttlætiskennd. Þú
skildir mikilvægi þess fyrir ung-
an lækni að hafa stuðning og
lagðir þig fram um að vera til
staðar og kenna, hvenær sem
var sólarhrings og með þig á bak
við mig var ég alltaf örugg. Þú
hrósaðir óspart og gafst upp-
byggilega gagnrýni sem hvatti
mig áfram. Þú varst áhugasöm,
hlý og gast iðulega komið með
góða sögu og margar sem fengu
mann til að veltast um af hlátri.
Þið Palli voruð höfðingjar
heim að sækja og Garðar Páll
svo fjörugur, skemmtilegur og
skýr og þið áttuð yndislegt
mæðginasamband. Þar varstu
fyrirmynd eins og í öðru.
Það er þyngra en tárum taki
að þurfa að kveðja þig. Takk fyr-
ir allt sem þú varst mér og gafst
mér. Ég mun sakna þín.
Ég votta aðstandendum og
vinum innilega samúð og vil
senda mína hinstu kveðju með
ljóði eftir afabróður minn, Há-
kon Aðalsteinsson.
Heimsins ljós
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Fanney Vigfúsdóttir.
Í janúar 1996 var hengdur upp
listi 36 nafna í Læknagarði. Stífri
vinnutörn var lokið og biðin eftir
niðurstöðu samkeppnisprófa í
læknisfræði á enda. Á þessum
lista sáum við mörg hver nafn
Hrannar í fyrsta sinn. Næstu sex
árin vorum við þess heiðurs að-
njótandi að fá að kynnast Hrönn
betur. Það var strax ljóst að hún
var skarpgreind og hafði gott lag
á að skilja hismið frá kjarnanum.
Á sama tíma var hún einstaklega
gefandi og gaf sér tíma til að taka
virkan þátt í félagslífinu. Skoð-
analaus var hún ekki, rökföst og
óhrædd við að synda á móti
straumnum og gera athugasemd-
ir ef réttlætiskennd hennar var
misboðið. Hún sýndi mikinn
dugnað í vinnu með náminu og
öðlaðist þannig meiri reynslu
sem skilaði sér bæði í námi og
starfi síðar. Hún vissi hver hún
var og hvað hún stóð fyrir. Hún
tók hiklaust stórar ákvarðanir
um breytta stefnu í sérnámi og
flutninga á milli landa. Örlögin
leiddu hana síðan til Egilsstaða
og Palla, eftirlifandi eiginmanns
hennar. Þar settist hún að og
starfaði sem heimilislæknir og
varð að lokum yfirlæknir. Það var
mikil gæfa fyrir Hrönn og Palla
að kynnast, og augljóst hversu
mikil væntumþykja og dýpt var í
sambandi þeirra. Sonur þeirra
Garðar Páll fullkomnaði svo fjöl-
skylduna og allt benti til þess að
þau ættu langa og hamingjuríka
ævi fyrir höndum.
Það var áfall fyrir okkur öll
þegar við fréttum af því í fyrra að
Hrönn hefði veikst. Það kom okk-
ur hins vegar ekki á óvart hvern-
ig hún brást við þessum válegu
tíðindum. Allt til síðasta dags
sýndi hún ótrúlegt þrek, styrk og
hugrekki. Hún talaði þó undir
lokin um þá áskorun, þegar fólk
vandar sig að lifa sínu lífi á sóma-
samlegan hátt en fær svo eitt-
hvað stórt í fangið sem ekki er
hægt að losna við. Lífið er ekki
alltaf sanngjarnt.
Hrönn skilur eftir stórt og
óbætanlegt skarð, ekki bara í
hjörtum okkar bekkjarfélaganna,
heldur einnig í samfélaginu þar
sem hún lifði og starfaði. Blessuð
sé minning hennar.
Kveðja frá útskriftarárgangi
Læknadeildar Háskóla Íslands
2001,
Brynja Ragnarsdóttir.
Kær og yndisleg vinkona mín,
Hrönn, er nú fallin frá í blóma
lífsins eftir snörp og erfið veik-
indi. Það er sárt að horfa upp á
veikindi þess sem er manni svo
kær og vanmátturinn til að hjálpa
er alger en ég er þakklát fyrir
þær stundir sem við áttum þar til
yfir lauk.
Við kynntumst óvænt í Strass-
borg fyrir nær tveim áratugum.
Hrönn nýkomin til að starfa sem
læknir við sjúkrahúsið í Strass-
borg, en ég hafði þá verið búsett
þar um hríð þar sem ég starfaði
við Fastanefnd Íslands. Við
smullum saman eftir fyrstu kynni
en vinskapur okkar þróaðist fljót-
lega í djúpa vináttu. Hrönn var
alveg einstök manneskja, dugleg
og fylgin sér, afgreiddi hvert
verkefnið á eftir öðru og ekkert
var of flókið fyrir hana. Dæmi um
þetta var þegar hún flutti frá
Strassborg en þá leigði hún stór-
an flutningabíl og keyrði ein eins
og ekkert væri með búslóðina
þvert yfir Frakkland til að setja
hana í cargo. Hún flutti hiklaust
milli landa, kom til Íslands til að
gerast læknir á Kárahnjúkum
þar til hún endaði sem yfirlæknir
og sérfræðingur í heimilislækn-
ingum hjá HSA á Egilsstöðum.
Hrönn var þægilegur og
skemmtilegur ferðafélagi og er
mér sérstaklega minnisstæð ferð
okkar til New York árið 2006.
Áttum við þar 5 yndislega daga
til þess að skoða og upplifa New
York. Hrönn var lífsglöð og
fannst fátt skemmtilegra en að
ferðast og ekki sakaði ef hún gat
sótt tónleika í leiðinni.
Hrönn var sérstaklega
skemmtileg, fyndin og stutt í
gleðina og fallega brosið. Maður
sá það alltaf á glampanum í aug-
unum á henni þegar eitthvað
skemmtilegt var að fara að ger-
ast eða þegar hún hafði eitthvað
íbyggið að segja. Að sama skapi
var hún einstaklega hjartahlý,
yndisleg, ákveðin og gáfuð, hafði
mikla tilfinningagreind.
Ástinni sinni, Páli, kynntist
hún fyrir austan og leyndi það sér
ekki að eitthvað stórkostlegt
hefði gerst í hennar lífi eftir þau
kynni. Samheldnari hjón hef ég
varla hitt um ævina og tóku þau
mörg gæfuspor saman. Þau hjón-
in náðu að plata alla vini þegar
þau blésu til mikils fagnaðar á
Egilsstöðum í tilefni fertugsaf-
mælis Páls fyrir nokkrum árum.
Veðrið lék við gesti og byrjaði
dagurinn á leik og gleði en þegar
leið á daginn kallaði Hrönn á okk-
ur Brynju, vinkonu sína, til þess
að klára undirbúning á veislunni
heima hjá þeim. Og þegar hún
rétti mér dúka til að skreyta
borðin þá verður mér að orði
hvaða voða skreytingar þetta
væru fyrir gott útipartí og rann
þá upp fyrir mér að þau voru auð-
vitað að fara að gifta sig. Þvílík
gleði og hamingja og enn jók á
hamingjuna síðar þegar einka-
sonurinn Garðar Páll kom í heim-
inn. Hann var augasteinn móður
sinnar og mikil raun fyrir hann að
missa hana svona ungur.
Fjarlægðin á milli Egilsstaða
og Mosfellsbæjar gaf okkur
Hrönn mörg tækifæri til þess að
ræðast við í síma. Símtöl okkar
voru oft löng þar sem rætt var
um allt á milli himins og jarðar
líkt og í Strassborg. Skipst var á
fréttum áður en ráðist var í um-
ræðu um mannlega hegðun, póli-
tík og siðferði – símtölin voru eins
og bestu sálfræðitímar. En best
var þegar Hrönn mætti í eigin
persónu í heimsókn eða gistingu
en einn af hennar síðustu sauma-
klúbbum hélt hún heima hjá mér
á þessu ári.
Hrönn var vinmörg og kom
fram við fólk af mikilli virðingu.
Góðar minningar munu lifa
áfram og verð ég henni ævinlega
þakklát fyrir vináttu okkar og
samfylgdina.
Guð geymi þig, elsku Hrönn
mín.
Guðrún Margrét
Þrastardóttir.
Með Hrönn Garðarsdóttur er
genginn traustur og góður sam-
starfsmaður og verður hennar
sárt saknað í okkar hópi. Starfs-
ferill Hrannar innan HSA var
orðinn langur og síðustu ár hafði
hún starfað sem yfirlæknir á
heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Hrönn var mikill kvenskörungur
– öflugur liðsmaður, fylgin sér,
ákveðin, traust, úrræðagóð, ósér-
hlífin og skemmtileg. Hún tók
sjálfa sig ekki of hátíðlega og átti
það til að gera stólpagrín að
sjálfri sér og nærumhverfi.
Kryddaði hún gjarnan mál sitt
með hnyttnum frásögnum og til-
svörum. Hrönn hafði sterkar
skoðanir og var alveg ófeimin að
láta þær í ljós, hvort sem þær
hlutu hljómgrunn nærstaddra
eða ekki. Hún var ekki upptekin
af því að öllum líkaði vel við hana
og var mjög heiðarleg í samskipt-
um. Þessir eiginleikar gerðu það
meðal annars að verkum að hún
átti auðvelt með að taka á óþægi-
legum og krefjandi málum og
hikaði ekki við að ganga inn í mál
sem öðrum þóttu of erfið.
Í litlum samfélögum koma upp
málefni sem geta orðið starfsfólki
og íbúum mjög íþyngjandi og þá
reyndist Hrönn vera sá klettur
sem þurfti – það var dýrmætt.
Þrátt fyrir að missirinn sé mikill
erum við á sama tíma þakklát
fyrir að hafa notið hennar leið-
sagnar.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Palla, Garð-
ars Páls, annarra ættingja og
vina um leið og við minnumst
góðs vinnufélaga og kærrar vin-
konu.
Langt um aldur látin er,
lítinn dreng því sorgin sker.
Læknisverk þú leystir sönn,
lífið mörgum gafstu, Hrönn
Samstarfsfólkið þakkar þér
það sem gafstu okkur hér.
(HrH)
F.h. starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Austurlands á Egils-
stöðum,
Þórarna Gró Friðjóns-
dóttir rekstrarstjóri.
Elsku Hrönn frænka.
Okkur þykir svo vænt um þig.
Þú varst besta frænka í heimi.
Okkur þótti svo skemmtilegt
að koma í heimsókn til þín og
okkur þótti líka svo skemmtilegt
að spjalla við þig.
Við munum alltaf muna eftir
öllum skemmtilegu og góðu
minningunum sem við eigum, t.d.
þegar við fórum í útilegur og til
útlanda.
Við munum sakna þín og við
vonum að þér líði sem best uppi í
himnaríki.
Við elskum þig.
Camilla, Auður,
Rannveig og Hrönn.
Við kveðjum nú einstaka konu
sem er látin, svo langt fyrir aldur
fram. Það er bæði sárt og órétt-
látt en jafnframt svo óraunveru-
legt að Hrönn sé farin. Sú mynd
sem við eigum í huga okkar af
henni við skrifborð sitt á heilsu-
gæslunni er svo skýr. Þau voru
ófá skiptin sem einhver okkar
bankaði hjá henni til að leita ráða
og aldrei komum við að tómum
kofanum. Iðulega fengum við
ekki bara góð ráð heldur líka ein-
hverja ómetanlega reynslusögu
með. Hún hafði frá svo mörgu að
segja og það var alltaf einhver
speki í því sem hún sagði. Að
byrja að taka vaktir í héraði gat
verið ógnvekjandi en með Hrönn
sér til halds og trausts var ein-
hvern veginn ekkert að óttast.
Hún var svo mikill klínískur
kúnstner og það var eins og ekk-
ert væri henni ofviða.
Þrátt fyrir alla þá eiginleika
sem gerðu Hrönn að svo ein-
stökum lækni var hún umfram
allt svo mannleg. Hún skynjaði
þegar við þurftum stuðning og
klapp á bakið. Hún lagði mikið
upp úr því að vinnan mætti ekki
fylla upp í allt rýmið í hversdags-
leikanum og það leyndi sér ekki
hvað fjölskylda og vinir voru
henni mikils virði. Hún var mikill
mannþekkjari, hafði gaman að
samskiptum við fólk og virtist
alltaf geta fundið léttu hliðarnar
á tilverunni.
Við kveðjum Hrönn með mikl-
um söknuði og virðingu en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast henni og öllum
hennar einstöku eiginleikum.
Hún kenndi okkur svo margt sem
fylgir okkur út í lífið og ævistarf-
ið.
Við vottum fjölskyldu hennar
og vinum okkar dýpstu samúð.
Takk fyrir allt, elsku Hrönn.
Linda Björk, Perla,
Anna Mjöll og
Eyrún Arna.
Í dag kveðjum við æskuvinkonu
okkar úr Miðbæjarskólanum við
Tjörnina.
Ungar stelpur stofnuðum við
saumaklúbb sem við skírðum
„Þráðlausa nálin“ og þá bættust
tvær vinkonur til viðbótar í hóp-
inn.
Oftast höfðum við eitthvað á
nálinni, þótt stundum væri ekki
mikið gert. Þessir dagar voru
sæludagar og ungviðið lék sér
áhyggjulaust. Hver og ein stofnaði
fjölskyldu en alltaf hélt vinskapur-
inn velli. Þrjár vinkonur úr hópn-
um eru nú þegar farnar yfir móð-
una miklu og fjórar með Nönnu.
Nanna veiktist fyrir einum
fimm árum, sem olli því að hún
hvarf smátt og smátt frá okkur
vegna veikinda sinna. Hún kom í
saumó fyrir nokkrum árum sem
var hennar síðasti og við áttum
dásamlega stund saman. Söknuð-
urinn er mikill en hún er búin að fá
hvíldina og minningarnar varð-
veitast.
Með þessu ljóði kveðjum við
hana og sendum eiginmanni, börn-
um, tengdabörnum, og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum ykkur
Guðs blessunar á þessum erfiðu
tímum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
Nanna Guðrún
Zoëga
✝ Nanna Guðrún Zoëga fædd-ist 24. september 1951. Hún
lést 30. september 2019.
Útför Nönnu Guðrúnar fór
fram 4. október 2019.
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Vinkonurnar úr saumaklúbbn-
um „Þráðlausa nálin“
Halldóra (Dóra), Sólfríður
(Sóla), Kristín (Stína Árna),
Sigríður (Sigga), Áslaug,
Agnethe (Agga), og Kristín
(Stína Bryn).
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIGERÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
leikskólakennari,
Furugerði 1, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 28. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. október
klukkan 15.
Baldvin H. Steindórsson Hafdís Engilbertsdóttir
Snorri Steindórsson Ingibjörg Þóra Ingólfsdóttir
Anna María Steindórsdóttir Stefán Erlendsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
vélvirkjameistari,
Hlíðarvegi 26, Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans
2. október.
Útförin fer fram miðvikudaginn 16. október frá Fossvogskirkju
og hefst athöfnin klukkan 15.
Jón Þór Sigurðsson Margrét Jóhannsdóttir
Hrafnhildur Kjartansdóttir Jón Þorvaldur Bjarnason
Edda Björg Eyjólfsdóttir Stefán Már Magnússon
Unnur Elísa Jónsdóttir
Jón Þorri Jónsson
Hildur Ester Jónsdóttir
Kolbeinn Daði Stefánsson
Ísold Elsa Stefánsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar