Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
SKRÚFUPRESSUR
Mikð úrval af aukahlutum
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Annar uppljóstrari hefur stigið fram
vegna símtals Donalds Trump
Bandaríkjaforseta og Volodimírs Ze-
lenskí, forseta Úkraínu. Viðkomandi
getur staðfest það sem þegar hefur
komið fram varðandi innihald sím-
talsins og hefur þær upplýsingar frá
fyrstu hendi, að sögn lögmannsins
Mark Zaid, en lögfræðistofa hans að-
stoðar báða uppljóstrarana í málinu.
Upplýsingar um efni símtalsins
hafa þegar hrundið af stað formlegu
ákæruferli á hendur Trump til emb-
ættismissis.
Zaid tísti því í gær að síðari upp-
ljóstrarinn hefði þegar greint frá því
sem hann hefði að segja. Hann nyti
verndar laganna og samkvæmt þeim
gætu yfirvöld ekki aðhafst gegn
honum.
Fyrri kvörtunin sé endursögn
Að öllu jöfnu leggja nokkrir emb-
ættismenn við hlustir þegar forseti
ræðir við erlendan þjóðarleiðtoga í
síma. Enn aðrir hafa þá yfirleitt að-
gang að skriflegu afriti eða útdrætti
af slíkum símtölum.
Uppljóstrari með upplýsingar um
efni símtalsins frá fyrstu hendi gæti
gert forsetanum og stuðnings-
mönnum hans erfiðara fyrir að verj-
ast kvörtun fyrri uppljóstrarans, en
þeir hafa gert lítið úr henni og sagt
hana vera endursögn annarra vitna,
og hafa þess vegna lítið sem ekkert
sönnunargildi.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sakaði þingnefndir
undir stjórn demókrata um að
„áreita og misnota“ starfsmenn ráðu-
neytisins með því að hafa beint sam-
band við þá til að krefjast gagna, í
stað þess að fara í gegnum lögfræð-
inga ráðuneytisins.
Nefndirnar gáfu út vitnastefnur á
föstudag, þar á meðal á hendur Hvíta
húsinu, en sífellt ljósara þykir að
Trump hafi reynt að halda eftir hern-
aðaraðstoð við Úkraínu til að knýja á
um að Zelenskí reyndi að finna skað-
legar upplýsingar um Joe Biden, sem
gæti orðið keppinautur Trumps í
komandi forsetakosningum að ári
liðnu.
Rannsókn nefndanna hófst eftir að
fyrri uppljóstrarinn kom á framfæri
formlegri kvörtun við embætti eftir-
litsmanns njósnasamfélagsins, þar
sem hann greinir frá meintum þrýst-
ingi Trumps á Zelenskí.
Skriflegt afrit símtalsins, sem
Hvíta húsið birti síðar, auk ýmissa
smáskilaboða á milli stjórnarerind-
reka sem gerð hafa verið opinber,
hafa þótt renna stoðum undir kvört-
un uppljóstrarans.
Beri skylda til að enda spillingu
Trump lét ekki sitt eftir liggja í
gær og endurtók fullyrðingar um að
sonur Bidens, Hunter Biden, hefði
fengið fúlgur fjár frá Úkraínu og
Kína af engri sjáanlegri ástæðu á
sama tíma og faðir hans hefði gegnt
embætti varaforseta í tíð Baracks
Obama.
„Sem forseti hef ég skyldu til að
binda enda á spillingu, jafnvel þótt
það hafi í för með sér að biðja um að-
stoð frá erlendu ríki eða ríkjum,“ tísti
Trump í gær og bætti við að slíkt ætti
sér oft stað.
Þjóðin þekki Trump og Biden
Engin sönnunargögn hafa komið
fram um ólöglegt athæfi Biden-
feðganna. Í aðsendri grein í Wash-
ington Post í gær sakaði Joe Biden
Trump um að senda ítrekað frá sér
helberar lygar, afsannaðar sam-
særiskenningar og ljótar ásakanir á
hendur sér og fjölskyldu sinni, „vafa-
laust til að grafa undan framboði
mínu,“ sagði Biden.
„Það mun ekki virka, vegna þess
að bandaríska þjóðin þekkir mig – og
hún þekkir hann.“
Annar uppljóstrari stígur fram
Sagður hafa upplýsingar um símtal Trump og Zelenskí frá fyrstu hendi Gæti gert forsetanum
erfiðara fyrir að gera lítið úr kvörtun fyrri uppljóstrarans Biden segir forsetann breiða út lygar
Austurrískur karlmaður er í haldi
lögreglu eftir að hafa myrt fyrrver-
andi kærustu sína, nýjan kærasta
hennar, foreldra og bróður aðfara-
nótt sunnudags.
Fjölskyldan var í fríi í bænum
Kitzbühel, sem þekktur er fyrir
skíðasvæði sín og hina árlegu skíða-
keppni Hahnenkammrennen. Þang-
að mætti maðurinn, sem er 25 ára,
klukkan fjögur í fyrrinótt og barði að
dyrum í fjallakofanum þar sem fjöl-
skyldan dvaldi.
Eftir að faðir stúlkunnar vék hon-
um frá sneri hann aftur heim til sín,
sótti þar skammbyssu í eigu bróður
síns og fór aftur að kofanum. Skaut
hann föðurinn í dyrunum og síðan
bróðurinn og móðurina, áður en
hann klifraði upp á svalir til að kom-
ast að parinu sem svaf í læstu her-
bergi.
Eftir að hafa framið ódæðið gaf
hann sig fram við lögreglu. Sam-
bandi hans við fyrrverandi kær-
ustuna, sem var 19 ára, lauk fyrir um
tveimur mánuðum, að því er dag-
blaðið Die Presse greinir frá.
Fleiri konur myrtar í fyrra
Af þeim 73 manneskjum sem
myrtar voru í Austurríki á síðasta ári
var 41 kona, samkvæmt upplýsing-
um frá innanríkisráðuneyti landsins.
Á fimmtudag reyndi 28 ára karl-
maður að myrða fyrrverandi eigin-
konu sína með heimatilbúinni
sprengju. Sprakk hún í höndunum á
manninum og hlaut hann alvarlega
áverka.
AFP
Lokað Maðurinn framdi ódæðið í bænum Kitzbühel aðfaranótt sunnudags.
Myrti fimm manns
Gaf sig sjálfur fram við lögreglu
John Brennan, fyrrverandi yfir-
maður bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA, gagnrýndi for-
setann í gær og sagði
áframhaldandi stöðugleika
landsins í hættu undir hans
stjórn.
Spurður í viðtali á frétta-
stöðinni NBC hvernig CIA
myndi meta stöðugleika lands-
ins í dag, væri um að ræða er-
lent ríki, svaraði Brennan:
„Við myndum líta á þetta
sem mjög spillta ríkisstjórn
sem stjórnast, einmitt núna, af
þessum valdamikla einstaklingi
sem hefur tekist að spilla
stofnunum og lögum lands-
ins,“ og bætti við: „Ég held að
uppi sé raunverulegur vafi um
stöðugleikann.“
„Mjög spillt
ríkisstjórn“
FYRRVERANDI STJÓRI CIA
Sótt að Trump Kvörtun fyrri uppljóstrarans hefur hrundið af stað ákæruferli til embættismissis forsetans.
AFP
Svarar fyrir sig Biden segir aðferðir forsetans ekki munu virka í þetta sinn.