Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Öryggismálin fyrirferðarmeiri  „Við þurfum að standa fast í fæturna“  Arctic Circle lauk í gær  „Vettvangur fyrir eiginlega allt“ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Öryggismálin eru að verða fyrir- ferðarmeiri og maður fann það á ráðstefnunni í [gær]. Það var verið að fjalla um mál sem hafa kannski ekki alltaf verið í forgrunni þar. Það bendir til þess að öryggismálin séu að færast ofar,“ segir Pia Elísabeth Hansson, forstöðumaður Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið um Arctic Circle-ráðstefnuna sem stóð yfir helgina og lauk í gær. Eins og greint var frá fyrir helgi sóttu um 2.000 þátttakendur ráðstefnuna og voru haldnar 188 málstofur með ríflega 600 ræðu- mönnum. Þeirra á meðal voru Rick Perry, orkumálaráð- herra Bandaríkj- anna, og Vikt- oría, krónprinsessa Svíþjóðar. „Þetta hefur þessa sérstöðu að vera ekki bara fræðileg ráðstefna eða bara stefnumót stjórnmála- manna,“ segir Pia og bætir við: „Ekki afgerandi akademísk ráð- stefna eða afgerandi pólitísk. Þetta er vettvangur fyrir eiginlega allt, og það er í sjálfu sér gott mark- mið.“ Grænland fékk stóran sess „Mér fannst líka áberandi á ráð- stefnunni í ár að Grænland fékk mjög stóran sess,“ segir Pia og vík- ur aftur að öryggismálunum. „Grænland er, líkt og Ísland, í þeirri stöðu að vera landfræðilega mjög mikilvægt aftur.“ Hún segir að þó að öryggismálin hafi verið áberandi hafi loftslags- málin verið það einnig og segir: „Auðvitað hljóta okkar aðaláherslur áfram að liggja í loftslagsmálum.“ Hún telur að þó að sjónum sé nú í auknum mæli beint að öryggismál- um megi ekki gleyma hvað skipti Íslendinga mestu máli. „Ég held að við þurfum að vera svolítið á tánum núna. Að halda okkar málefnum á lofti. Hvað teljum við vera mikil- vægast á norðurslóðum núna? Við þurfum að standa fast í fæturna og mér sýnist ráðamenn vera algjör- lega með það á hreinu að setja lofts- lagsmálin í forgrunn.“ Pia Elísabeth Hansson Morgunblaðið/Eggert Sænsk Viktoría, krónprinsessa Sví- þjóðar, í ræðustól á ráðstefnunni. Lekandatilfellum fer enn fjölgandi en klamydíusýking er enn algengasti kynsjúkdómurinn hér á landi, að því er fram kemur í nýbirtum Farsótta- fréttum Embættis landlæknis. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa 95 einstaklingar greinst með lek- anda, 85 karlar og 10 konur en sjúk- dómurinn greinist helst hjá íslensk- um körlum. Hins vegar hefur dregið úr aukningu sárasóttar yfir sumar- mánuði ársins en 28 greindust með sjúkdóminn á fyrrgreindu tímabili, þar af voru 25 karlar og 3 konur. Tilfelli klamydíusýkinga eru færri nú en á árunum á undan, en 1.315 einstaklingar hafa greinst með sýk- inguna það sem af er ári og greinast jafnan fleiri konur en karlar með sjúkdóminn. 602 karlar og 713 konur greindust með sjúkdóminn á fyrstu níu mánuðum ársins. Á tímabilinu greindust 28 einstak- lingar með sárasótt, þar af 25 karlar og 3 konur og 26 einstaklingar með HIV-sýkingu, þar af 21 karl og 5 konur. Allir þeir sem greindust með HIV-sýkingu voru af erlendu bergi brotnir að einum undanskildum sem var íslenskur ríkisborgari. Þá er tek- ið fram í Farsóttafréttum að HIV- sýking greinist einkum meðal út- lendinga en margir þeirra sem greinast eru með þekkta HIV-sýk- ingu og þegar komnir í meðferð áður en þeir koma til landsins. Í fréttabréfi landlæknis segir enn- fremur að einstaklingar þurfi að sýna meiri aðgát í kynlífi svo að ár- angur náist í baráttunni við kynsjúk- dóma. Það sé gert með því að fækka rekkjunautum, nota smokka og leita sem fyrst til læknis vakni grunur um sjúkdómssmit. Fleiri greinast með lekanda  Klamydíusýking er enn algengasti kynsjúkdómurinn  Landlæknir segir þörf á að fólk sýni meiri aðgát í kynlífi Morgunblaðið/Ómar Heilsa Klamydíusýkingum fækkar en lekandatilfellum fer fjölgandi. Mikilvægt er að byggja upp nú- tímalega þjón- ustu í kringum arfleifð Jóns Sig- urðssonar á fæð- ingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hún á að taka mið af fjölbreyttum þörfum almennings, ekki síður en fræðimanna, listamanna og hugs- uða. Það er niðurstaða skýrslu nefndar um arfleifð Jóns Sigurðssonar. Áhersla er lögð á að þjónustan verði skilvirk og miði að hindranalausu aðgengi, hún hafi tímalaust og al- þjóðlegt inntak sem styðjist við öfl- ugar rannsóknir og fræðastarf, með það að markmiði að vera sú sam- félagsdeigla sem hún hefur alla burði til að vera. Lagt er til að starfsemin á Hrafnseyri verði efld og stofnaður formlegur samstarfsvettvangur þeirra sem nú sinna opinberri menningarstarfsemi sem tileinkuð er ævistarfi og minningu Jóns Sig- urðssonar. Fram kemur í tilkynningu forsæt- isráðuneytisins að forsætisráðherra hyggst leggja fram tillögu til þings- ályktunar á Alþingi síðar í vetur sem byggð verður á skýrslunni. Nútímaleg þjónusta á Hrafnseyri Jón Sigurðsson  Miðlun á arfleifð Jóns verði efld Fimm slösuðust þegar bíll erlends ferðafólks fór út af veginum á sunnanverðu Snæfellsnesi í fyrradag og valt nokkrar veltur. Lögreglan á Vesturlandi tilkynnti í gær að farþegi í bílnum hefði verið úrskurðaður látinn. Slysið varð á öðrum tímanum síðastliðinn laugardag. Fólkið varð allt fyrir meiðslum og tveir voru taldir alvarlega slasaðir. Fólkið var flutt með þyrlum og sjúkrabifreiðum af slysstað. Myndin var tekin þegar þyrla Landhelgisgæsl- unnar lenti við Borgarspítalann. Orsakir slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestur- landi. Fulltrúar frá rannsóknarnefnd umferðar- slysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu fóru einnig á vettvang. Einn farþegi lést og fjórir slösuðust í bílveltu Morgunblaðið/Árni Sæberg Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsnesi á laugardag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.