Morgunblaðið - 14.10.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Marokkó
24. október - 9 nætur
Verð frá kr.
79.995
Agadír
Victor Richardsson
Sigurhugmyndin Guelin Fang og Stefán Carl Peiser tóku við verðlaunum
sem Kristinn Jón Ólafsson teymisstjóri veitti fyrir hönd Snjallborgarinnar.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Teymið Gögn-in bar sigur úr být-
um í Borgarhakki Snjallborgarinnar
sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur
á föstudag og laugardag. Fékk teym-
ið vegleg verðlaun, eina milljón
króna.
Stefán Carl Peiser og Guelin Fang
í Gögn-in kynntu hugmynd um nýt-
ingu gervigreindar til að kanna for-
spárgildi í tengslum við strætóferðir.
Hugmyndin snýst um nýtingu gervi-
greindar við að reikna út hvaða tíma-
áætlun henti best fyrir hverja leið
Strætó.
Borgarhakk Snjallborgarinnar fór
nú fram í annað skipti í ráðhúsinu.
Þar kom saman fjöldi fólks sem
kynnti hugmyndir til bætingar
Reykjavíkurborgar í svokallaðri
hugmyndaverkefnastofu undir leið-
sögn sérfræðinga. Fjöldi svokallaðra
mentora var á staðnum og veitti
þátttakendum ráðleggingar. Í lokin
kynntu keppendur hugmyndir sínar
fyrir dómnefnd sem valdi bestu
lausnina.
Þá hafa þátttakendur keppninnar
í fyrra margir hverjir þróað hug-
myndir sínar áfram, tekið þátt í við-
skiptahröðlum eða stofnað fyrirtæki
svo fátt eitt sé nefnt.
Samgöngulausn fékk milljón
Vilja nýta gervigreind til að aðstoða við gerð tímaáætlunar Strætó í borginni
Mikill áhugi á Borgarhakkinu sem fram fór í annað sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Tilkynnt verður um ráðningu nýs
framkvæmdastjóra lækninga á
Reykjalundi á fundi sem boðaður
hefur verið með starfsfólki í hádeg-
inu á morgun, þriðjudag. Jafnframt
verður sagt frá ráðningu forstjóra
sem stýra mun starfsemi Reykja-
lundar þar til nýr forstjóri hefur ver-
ið ráðinn en staðan verður auglýst á
næstunni.
Sveinn Guðmundsson, formaður
stjórnar SÍBS sem nú er starfandi
forstjóri, treystir þessum nýju
stjórnendum til að gera vel við þær
aðstæður sem skapast hafa á
Reykjalundi. Hann sagði að trúnað-
ur ríkti um nöfn nýju stjórnendanna
þar til á morgun.
Hluti af starfsemi Reykjalundar
lagðist af á fimmtudag og sjúkling-
um í endurhæfingu var vísað frá
vegna óánægju og óöryggis starfs-
fólks vegna uppsagnar fyrrverandi
framkvæmdastjóra lækninga og
starfslokasamnings sem gerður var
við fyrrverandi forstjóra.
Sveinn á ekki von á öðru en starf-
semi Reykjalundar verði með eðli-
legum hætti í dag. „Við biðluðum til
starfsfólks að gera það enda verðum
við að halda áfram okkar góða starfi
sem við höfum haft í 75 ár á þessum
stað,“ segir Sveinn. helgi@mbl.is
Tilkynnt um ráðningu
tveggja nýrra stjórnenda
Starfandi forstjóri Reykjalundar telur að starfsemi sé eðlileg
Reykjalundur Beðið er eftir starfsmannafundi á morgun.
Undirbúa
skýringar til
UNESCO
Ari Trausti Guð-
mundsson, for-
maður Þingvalla-
nefndar, segir að
nú undirbúi nefnd-
in svar við beiðni
Heimsminjaskrár
UNESCO vegna
köfunar í Silfru,
sem er á Heims-
minjaskrá. Sá und-
irbúningur gæti tekið nokkrar vikur
eða mánuði að hans sögn.
„Það mun taka töluverðan tíma að
taka efnið saman, köfun hefur verið
leyfð í Silfru í næstum 20 ár. Þjóðgarð-
urinn á Þingvöllum er á heims-
minjaskrá fyrir menningarminjar fyrst
og fremst en ekki náttúru. Nú þurfum
við að taka saman vandað svar, senni-
lega fjölmargar blaðsíður, þar sem við
förum yfir þetta lið fyrir lið,“ sagði
hann. Svarið verður unnið af hálfu
Þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og
umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Heimsminjaskrá UNESCO hefur
óskað eftir nánari skýringum á köfun
í Silfru ásamt tilheyrandi starfsemi í
Þingvallaþjóðgarði. Það var gert í
kjölfar kvörtunar sem lögmaðurinn
Jónas Haraldsson lögmaður lagði
fram til Heimsminjaskrárinnar. Þar
gagnrýndi hann starfsemi köf-
unarfyrirtækjanna og umfangið sem
tilheyrir henni.
Ari Trausti
Guðmundsson
Gæti tekið nokkra
mánuði, að sögn Ara
Heldur hlýnar í veðri í dag og þurrt verður á Norður- og Vesturlandi. Því
ættu starfsmenn verktaka sem eru við gangstéttargerð í Fossvogsdal að geta
haldið vinnu sinni áfram. Austanáttin gengur niður næstu daga en þá kólnar
jafnframt í veðri. Búast má við næturfrosti víða þegar líður á vikuna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gangstétt lagfærð í Fossvogsdal
Ágætlega viðrar til útivinnu næstu daga
Fulltrúar sambandsaðila UMFÍ
samþykktu á sambandsþingi síð-
degis í gær umsóknir Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur (ÍBR),
Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA)
og Íþróttabandalags Akraness (ÍA)
að UMFÍ. Umsóknir íþrótta-
bandalaganna voru samþykkt með
nær öllum atkvæðum og fá þau nú
stöðu sambandsaðila innan UMFÍ.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá UMFÍ.
„Hreyfingin verður öflugri við
þetta. Við horfum við framtíðar. Nú
getum við sameinað krafta okkar
og orðið öflugri samtök en áður,“
er haft eftir Hauki Valtýssyni, for-
manni UMFÍ.
Sambandsþing UMFÍ fór fram á
Laugarbakka í Miðfirði um helgina
og voru þar yfir 100 fulltrúar allra
29 sambandsaðila UMFÍ.
UMFÍ samþykkir
þrjá nýja aðila