Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Verð frá 94.990 Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu haustið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix Siguður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Endurnýjun skipastóls Grundfirð- inga á dögunum, þegar þrír nýir togbátar komu í stað eldri skipa, markar tímamót í atvinnulífi bæj- arins. Fyrr á þessu ári var ný há- tæknifiskinnsla sjávarútvegsfyr- irtækisins G. Run hf. tekin í notkun og mætti þá tiltaka ýmis fleiri framfaraskref í sjávar- útvegsmálum sem Grundfirðingar hafa tekið að undanförnu. „Sjávarútvegurinn er rótgró- in atvinnugrein sem lagar sig sí- fellt að breytingum í starfsum- hverfi. Ég lít á þetta allt sem hluta þeirra atvinnuháttabreytinga sem nú eiga sér stað: táknmynd fjórðu iðnbyltingarinnar,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grund- arfirði. „Þetta helst líka í hendur við sívaxandi þörf á að við um- göngumst auðlindir okkar af virð- ingu; að vel sé farið með það hrá- efni sem tekið er upp úr sjó og það nýtt af hagkvæmni.“ Sjávarútvegur skilar miklum skatttekjum Útsvarið, skattur sem sveitar- félagið fær af atvinnutekjum fólks sem hefur lögheimili í Grundar- firði, er 50-60% af tekjum þeirra sem vinna við veiðar og vinnslu sjávarafurða, skv. tölum Ríkis- skattstjóra. „Fjárfestingar í sjáv- arútvegi auka umsvif í bænum og það segir til sín. Iðnaðarmenn hafa til dæmis verið á bólakafi síðustu misserin. Á móti má nefna að síð- ustu ár höfum við glímt við nokkra fólksfækkun, sem kemur niður á tekjum bæjarsjóðs. Við erum þó full bjartsýni á að þróunin snúist í jákvæða átt, ekki síst vegna fjár- festinga í sjávarútveginum,“ segir Björg. Grundarfjörður byggðist upp sem sjávarpláss uppúr 1940. Í byggðarlaginu er góð hafnar- aðstaða og stutt á fiskimiðin. Að þéttbýli hafi myndast á þessum stað er því ekki tilviljun, segir Björg sem nú er í annað sinn bæj- arstjóri í Grundarfirði. Hún kom aftur til starfa í fyrra, þá eftir tólf ára hlé og segir margt hafa breyst á þeim tíma. Um og eftir aldamót- in hafi fólksfjölgun í Grundarfirði verið umfram landsmeðaltal, mik- ið af ungu fólki og mikil uppbygg- ing. Á þeim tíma hafi Grundar- fjörður verið það sveitarfélag á landinu sem hafði hæsta hlutfall íbúa 16 ára og yngri. Nokkuð þyngra sé fyrir fæti núna; íbúum hafi fækkað og samfélagið. Börnum fjölgar „Aðflutningur fólks til lands- ins bjargar okkur og lagar töl- urnar. Þjónusta hefur að sumu leyti dalað, til dæmis hefur starf- semi ýmissa sérverslana á svæðinu lagst af, en að öðru leyti hefur þjónusta batnað. Starfsemi Fjöl- brautaskóla Snæfellinga hófst 2004 og hefur haft mikil og góð áhrif. Hér erum við með frábæra starfsemi í fimm ára leikskóla- deild, tengdri grunnskóla, og hér komast 12 mánaða börn í leik- skóla. Skólastarf, tónlistarnám og íþróttir fléttast saman, undir sama þaki hjá okkur. Ferðaþjónusta hef- ur blómstrað hér á síðustu árum, það skapar ný störf og treystir margvíslega þjónustu á svæðinu. Hvað varðar þróunina hér þá er- um við bjartsýn - börnum er að fjölga aftur, við stöndum í margs- konar þróunarstarfi hér á Snæ- fellsnesi og við teljum að við séum á réttri leið. Húsnæðisskortur háir okkur þó hér í Grundarfirði og úr því þarf að bæta.“ Skv. nýjustu tölum eru Grundfirðingar 886 en miðað er við að árið 2026 verði ekki í neinu sveitarfélagi færri íbúar en 1.000. Sameining sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi mun því væntanlega koma til á næstu árum, þó engar útfærslur hafi verið ræddar. Skapa þekkingu og færni „Sjálf tel ég að sameining sveitarfélaganna fimm á Snæfells- nesi í eitt sé heppileg eining, 3.800 manns á svæði sem hefur reynslu í að vinna saman að mörgum hags- munamálum,“ segir Björg og held- ur áfram; „Meginverkefni sam- félaga er að viðhalda og skapa þekkingu og færni. Það er ekki lengur svo að fólk taki hverju því starfi sem býðst, til dæmis í litlu byggðarlagi. Þekking og færni er auðlind, undirstaða þess að vinnu- markaður virki og fólk blómstri. Með þekkingu og færni er fólk bú- ið verkfærum sem þarf til að fá eða búa til góð störf, til að nýta hæfileika sína og auðlindir svæð- isins. Lykillinn að velsæld allra. Þessi auðlind ræður samkeppn- isfærni svæða. Allur þunginn í starfsemi og þjónustu sveitarfé- laga felst í að skapa þessa færni, til dæmis í gegnum skóla-, íþrótta- og menningarstarf. Verkefni og áskoranir framtíðarinnar byggjast á þekkingu og færni, þau verða frábrugðin því sem við þekkjum í dag og krefjast aukins samstarfs ólíkra aðila. Sveitarfélögin þurfa að vera stærri og sterkari sem stofnanir ef við ætlum að ráða við þessi verkefni.“ Margvíslegar áskoranir bíða í sjávarútvegsbænum Grundarfirði Morgunblaðið/Alfons Finsson Bæjarstjóri Þörf á að við umgöngumst auðlindir okkar af virðingu; að vel sé farið með hráefni sem tekið er úr sjó, segir Björg Ágústsdóttir. Lykill að velsæld allra  Björg Ágústsdóttir er fædd í Grundarfirði 1968 og á sínar rætur þar. Lögfræðingur með meistaragráðu í verkefnis- stjórnun, MPM, og hefur aflað sér margvíslegrar þekkingar annarrar, t.d. á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála.  Bæjarstjóri í Grundarfirði 1995-2006 og aftur frá í ágúst á síðasta ári. Í millitíðinni starf- aði hún hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu Alta, með aðsetur í Grund- arfirði. Hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum. Hver er hún? Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Á þingfundi í dag fer fram sérstök umræða um fíkniefnafaraldur á Ís- landi. Er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi. Þar mun hún beina spurningum til Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra um stefnu stjórnvalda í fíkni- efnamálum. „Ég get ekki séð að núverandi stefna heilbrigðisráðherra virki. Annars myndum við ekki vera að horfa upp á þetta ástand,“ sagði Inga. Hún hefur vak- ið máls á því að biðlistar á Sjúkra- húsinu Vogi hafi lengst og nú bíði 700 manns eftir plássi þar, til að hefja fíknimeð- ferð. Á Vogi eru 60 rúm og inn- lagnir 2.200 á ári. „Listinn er að lengjast mjög hratt en þjónustan er sú sama, plássum hefur ekki fjölgað. En það er vaxandi þörf á þjónustu,“ sagði hún. Inga leggur til að auknum fjár- munum verði varið til Vogs og mótuð verði skýrari stefna um eftirfylgni fíkla í lok meðferðar. Búsetuúrræði fyrir fíkla séu af skornum skammti. „Amfetamín og kókaín hellist yfir okkur sem aldrei fyrr, það er kók- aínfaraldur hérna. Ég vil spyrja heil- brigðisráðherra hvort eitthvað sé að breytast í hennar stefnu hvað varðar þessi mál,“ sagði Inga. Bætti hún því við að það væri í verkahring heil- brigðisráðherra að undirbúa gott for- varnarstarf og hefja fræðslu þegar í stað á grunnskólastigi. Þá gagnrýnir Inga ákvörðun heilbrigðisráðherra að færa fjármagn til fyrirhugaðrar göngudeildar fyrir unga fíkla á Land- spítala, 50 milljónir sem upprunalega hafi átt að renna til Vogs að sögn Ingu. „Ansi margir hafa látist vegna fíkniefna á árinu og í flestum tilvikum vegna lyfjaeitrunar. Þetta er í raun- inni hræðilegt ástand og ég læt mig þetta varða, þetta er mér hjartans mál. Það er ekki búið að fara í neitt átak í þessum málum,“ sagði Inga. Hún tekur fram að náðst hafi góð- ur árangur í forvarnarstarfi gegn ungmennadrykkju og reykingum ungmenna. Öflug forvarnarvinna hafi átt sér stað í skólum landsins sem hafi skilað góðum árangri á sín- um tíma. Hlynnt afnámi banns við vörslu neysluskammta Aðspurð segist Inga styðja frum- varp Halldóru Mogensen, þing- manns Pírata, um afnám banns við vörslu neysluskammta ávana- og fíkniefna. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna það er alltaf verið að refsa veiku fólki. Þegar hægt er að draga þá ályktun að efni sé til eigin nota þá er ástæðulaust að refsa fyrir það,“ segir hún. „Listinn er að lengjast mjög hratt“  Inga Sæland gagnrýnir stefnuna í fíkniefnamálum  Leggur til að aukið fjármagn sé veitt til Vogs Inga Sæland Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gagnrýndi Rick Perry, orkumála- ráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra síðasta fimmtu- dag. Guðmundur segist hafa látið í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu um bann við sam- kynja hjónaböndum í Texas-ríki, sem Perry stóð fyrir er hann var ríkisstjóri í Texas. Í Facebook-færslu um fundinn segir Guðmundur Ingi að hann hafi sagt Perry að sjálfur væri hann samkynhneigður og stjórnvöld bæru ríka ábyrgð á lagasetningu sem þessari. Guðmundur segist hafa tjáð Perry að stjórnvöld gætu ekki skýlt sér á bak við atkvæða- greiðslur almennings um lagasetn- ingu sem þessa. „Perry hefur meðal annars líkt samkynhneigð við alkóhólisma og er mótfallinn því að hinsegin fólk geti ættleitt börn,“ segir Guð- mundur Ingi í færslu sinni um fundinn, þar sem einnig kemur fram að hann og forsætisráðherra hafi komið skýrum skilaboðum á framfæri varðandi loftslagmál við Perry. Deildi á Perry fyrir afstöðu til hinsegin fólks  Ræddu einnig loftslagsmálin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.