Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 8

Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi Nú þegar kynntur hefur veriðsáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu vekur furðu að ein helsta samgöngubótin, Sundabraut, sé ekki á meðal þess sem þar er útfært. Sundabraut hefur verið á dagskrá í hátt í hálfa öld en aldrei komist á framkvæmdastig eða neitt nærri því. Og brautin hefur steytt víða á skeri en alvarlegasta hindr- unin sem hún hefur mætt er ákvörðun borgaryfirvalda fyrir um tveimur árum að skipuleggja Voga- byggð og úthluta þar lóðum með þeim afleiðingum að útilokaði hag- kvæmustu útfærslu Sundbrautar.    Eftir þessa aðför borgaryf-irvalda að Sundabrautinni, sem er liður í almennri aðför þeirra að fólki á eigin bílum, þrengdist mjög um kosti Sunda- brautar. Þetta breytir því ekki að enn er brýnt að leggja braut um Sundin til að liðka fyrir sam- göngum. Nú virðast kostirnir að- allega vera tveir, göng og lágbrú, en síðarnefndi kosturinn hefur sætt mikilli gagnrýni enda fer hann illa saman við starfsemina í Sundahöfn.    Hringlandahættinum verður aðfara að ljúka. Það gengur ekki að Sundabraut sé enn á stigi vangaveltna um hvar hún eigi að liggja og að ekkert nýlegt eða sæmilega áreiðanlegt kostnaðarmat liggi fyrir.    Nú þarf að bretta upp ermar ogreikna út og kynna þá kosti sem fyrir hendi eru. Svo þarf að taka ákvörðun og hefja fram- kvæmdir. Það liggur á enda aldrei að vita hvenær borgaryfirvöld taka næstu ákvörðun um að fækka hag- kvæmustu kostum Sundabrautar. Mögulegt vegstæði Sundabrautar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kollafjörður Saltvík Eiðsvík Leirvogur Viðey Geldinga- nes GRAFARVOGUR VOGAR MOSFELLSBÆR KJALARNES ÁlfsnesÞerney Enn á byrjunarstigi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Elías Hergeirsson, fyrrverandi aðalbókari í Héðni, lést á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni 7. október, 81 árs að aldri. Elías var knatt- spyrnumaður á sínum yngri árum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Val og Knattspyrnu- samband Íslands. Elías fæddist í Reykjavík 19. janúar 1938 og ólst upp við Kaplaskjólsveginn. Foreldrar hans voru Hergeir Elíasson tog- araskipstjóri og Ragnheiður G. Þórðardóttir húsfreyja. Elías lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1957 og hóf þá störf við Útvegsbankann. Hann hóf störf hjá Vélsmiðjunni Héðni á árinu 1962 og vann þar til ársins 2008, lengst af sem yfirbók- ari. Hann hóf að sparka bolta með KR-ingum á Framnesvellinum en gekk í Val og æfði og keppti í knatt- spyrnu með félaginu í öllum aldurs- flokkum. Hann varð nokkrum sinn- um Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í yngri flokk- um og lék 100 keppn- isleiki með meist- araflokki á árunum 1956 til 1962, varð Ís- landsmeistari 1956. Elías sat í stjórn knattspyrnudeildar Vals og var formaður í fjögur ár, sat í að- alstjórn Vals, í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og í stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands í tólf ár, þar af gjald- keri í níu ár. Hann æfði og keppti á skíðum með Ármanni á unglings- árum. Elías var sæmdur heið- urskrossi ÍSÍ. Hann starfaði með Lions- klúbbnum Baldri og Akoges í Reykjavík um langt árabil og gegndi trúnaðarstörfum fyrir bæði félögin. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Valgerður Anna Jónasdóttir skrif- stofumaður. Þau eignuðust fjögur börn, Hergeir, Margréti, Ragnheiði og Jónas. Útför Elíasar fer fram frá Hall- grímskirkju næstkomandi miðviku- dag klukkan 13. Andlát Elías Hergeirsson, fyrrverandi aðalbókari Meðal þess sem fjallað var um á fjöl- sóttu málþingi í Háskólanum á Akureyri á fimmtudaginn voru þær áskoranir sem fram undan eru í vel- ferðarþjónustu í ljósi sístækkandi hóps eldri borgara, en yfirskrift þess var „Er gott að eldast á Norð- urlandi/Akureyri?“ Kynntar voru niðurstöður rann- sókna um heilsu og líðan eldri borg- ara á Norðurlandi, Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði málþingið, fulltrúi frá öld- ungaráði Akureyrarbæjar ræddi um málefni aldraðra í bænum og Jón Snædal fjallaði um stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með heila- bilun. Meginhluti ráðstefnunnar fólst í því að fulltrúar frá Öldrunarheim- ilum Akureyrarbæjar, búsetusviði Akureyrarbæjar, Heilbrigðisstofn- un Norðurlands og Sjúkrahúsinu á Akureyri kynntu þá þjónustu sem eldri borgarar eiga kost á og fram- tíðarsýn sína í þeim efnum. Fram kom að til þess að þróa nú- verandi þjónustu áfram og mæta þörfum aldraðra á komandi árum þurfi enn frekari samvinnu þeirra sem að þessum málum koma. Einnig var ályktað að fleiri fagstéttir þurfi að koma að þjónustunni og huga þurfi að nýjum leiðum í þeim efnum. Þörf á samvinnu í málum aldraðra  Fjölsótt málþing á Akureyri um áskoranir í velferðarþjónustu Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Aldraðir Mikill áhugi var á þinginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.