Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Komið með auglýsinguna til að fá 3 snið frítt.
Ótrúlega fljótleg og sniðug aðferð
til að laga snið að þínum þörfum.
Lærðu þessa SNIÐUGU AÐFERÐ á aðeins EINNI KLST!
ÓKEYPIS SNÍÐANÁMSKEIÐ!
Mætið snemma, takmarkaður fjöldi!
• Lærðu að sníða sniðin
að þér og þínu ummáli.
• Sjáðu hvernig þetta vesti er
gert á mettíma þannig að það
passi á einn af þáttakendum
námskeiðsins.
• Fyrir byrjendur og lengra komna.
• Engar skuldbingindar.
Þriðjudaginn 15/10 til laugardags 19/10
AÐEINS 5 DAGAR Í REYKJAVÍK
Kennt er kl. 11:00, 13:00 og 17:00
Laugardaginn aðeins kl. 11:00 og 13:00
Hátúni 12
sími: 553 5444
Hnúðlaxar veiddust í yfir 60 ám í
sumar og hafa aldrei veiðst á fleiri
stöðum, samkvæmt upplýsingum
Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra
ferskvatnssviðs Hafrannsókna-
stofnunar. Í sumum ám veiddist
mikill fjöldi hnúðlaxa, nefna má 15
hnúðlaxa í Selá og 11 í Laxá í Aðal-
dal.
Fjöldi hnúðlaxa er meiri á árum
sem enda á oddatölu og mesti fjöldi
til þessa var 2017 þegar yfir 70
hnúðlaxar voru skráðir. Ekki eru
mörg ár síðan það þótti mikið þegar
um 10 hnúðlaxar voru skráðir. End-
anlegur fjöldi skráðra hnúðlaxa
þessa árs liggur þó ekki fyrir fyrr
en allar veiðibækur hafa verið
skráðar.
Vart hefur orðið við hrygningu
hnúðlaxa í íslenskum ám, en eftir
fyrstu og einu hrygninguna drepast
bæði hrygna og hængur.
Blandast ekki Atlantshafslaxi
Hnúðlaxar eru af tegund af ætt
Kyrrahafslaxa og geta þeir ekki
blandast Atlantshafslaxi. Ekki er
því hætta á blöndun hnúðlaxa við
laxa í íslenskum ám, að sögn Guðna.
Hvort hnúðlaxar nái að mynda
stóra stofna í ám hér á landi á eftir
að koma í ljós. Einnig á eftir að
koma í ljós hvort og hvaða vist-
fræðilegu áhrif þeir kunna að hafa.
Hrygningartími hnúðlaxa er í
ágúst og september sem er mun
fyrr en hjá íslenskum laxfiskum.
Hrognin klekjast eftir vetur í ánni
og seiðin dvelja síðan í ánni í nokkr-
ar vikur. Vaxtartími í sjó er eitt ár
en þessi lífsferill gerir að verkum að
ekki er blöndun á milli fiska á odda-
ári og jöfnu ári.
Nýgenginn hnúðlax er sagður
ágætis matfiskur, en gæðin minnka
mjög þegar nær dregur hrygningu.
aij@mbl.is
Hnúðlaxar veiddust í yfir
60 ám á þessu sumri
Metið frá 2017
slegið Hafa
hrygnt í ám hér
Hnúðlax Aldrei hafa jafn margir veiðst hér á landi og í sumar sem leið.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Niðurstöður rannsóknar sýna að
framanákeyrslum bíla fjölgaði á milli
áranna 2014 og 2018 og einnig alvar-
lega slösuðum. Höfundur rannsókn-
arinnar, Rakel Tara Þórarinsdóttir,
tekur þó fram að aukningin sé ekki
jafn mikil þegar litið er til fjölgunar
bíla og fólks í umferðinni, bæði inn-
lendra og erlendra ferðamanna. Hún
getur þess að töluvert sé um van-
skráningar í slysaskráningakerfinu
og það geti skekkt niðurstöðurnar.
Rannsókninni eru gerð skil í
meistaraprófsritgerð Rakelar við
verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóla Íslands en hún útskrifast
sem umhverfisverkfræðingur síðar í
mánuðinum.
Tekin voru fyrir 475 slys þar sem
ökutæki sem
mætast skella
saman. Niður-
stöðurnar sýna að
framaná-
keyrslum fjölgaði
á þessum árum,
eins og fyrr segir.
Stærstur hluti
ökumanna var
karlkyns en fleiri
farþegar voru
konur. Hlutfallsleg skipting alvar-
leika meiðsla var jöfn á milli
kynjanna en konur voru þó líklegri
til þess að koma verr út úr fram-
anákeyrslum. Ökumenn eldri en 74
ára eru þrisvar sinnum líklegri til að
láta lífið við framanákeyrslu en þeir
sem yngri eru en tekið er fram að að-
eins sé lítið brot af ökumönnum á
þessum aldri.
Flestar framanákeyrslurnar urðu
við góðar aðstæður en það telur Rak-
el styðja þá tilgátu að ökumenn leyfi
sér mögulega glæfralegri aksturs-
hegðun þegar aðstæður eru góðar.
Jafnframt eru meiri líkur á að um-
ferð sé meiri á þeim tíma sem eykur
líkur á árekstrum.
Erfitt að útiloka mistök
Rakel Tara segir að tilgreindar
ástæður framanákeyrslna séu eink-
um þrjár; mannleg mistök, aðstæður
á vegi og í veðri og galli í ökutæki.
„Það er erfitt að útiloka mistök öku-
manna. Hversu vel sem við gerum
vegina er aldrei hægt að útiloka mis-
tökin, nema með nýrri tækni eins og
sjálfkeyrandi bílum og annarri tækni
í bílunum. En þá koma kannski ein-
hver önnur vandamál fram sem
tengjast nýjungunum,“ segir Rakel.
Glæfraakstur var orsök margra
framanákeyrslna. Upplýsingar Rak-
elar benda þó til þess að örlítið aukn-
ar líkur séu á alvarlegum slysum við
slík tilvik þótt munurinn sé ekki mik-
ill.
„Annars hefur líkamsbygging og
aldur ökumanna og farþega og gerð
ökutækisins mikið að segja til um
það hversu vel eða illa fólk kemur út
úr slysi,“ segir hún.
Aðskilja akstursstefnur
Spurð að því hvað sé hægt að gera
til að draga úr árekstrum bíla sem
mætast nefnir Rakel rifflur á milli
gagnstæðra akstursstefna og í veg-
köntum og að aðgreining aksturs-
stefna sé mikilvæg. Þá mætti fjölga
útskotum og vegum þar sem greitt
er fyrir framúrkeyrslu með fleiri ak-
reinum og fækka einbreiðum brúm.
Þá nefnir hún mikilvægi góðs slitlags
á vegum, vel mokaða vegi og hálku-
varða og góða bíla. „Ekki er hægt að
stjórna veðrinu en mikilvægt að upp-
lýsa fólk þegar veður er vont og að-
stæður til aksturs slæmar,“ segir
hún.
Í ljós kom við rannsókn Rakelar
að töluvert er um vanskráningu í
gagnasafninu sem hún fékk afnot af.
Það geti skekkt niðurstöður athug-
unar sem þessarar. Bendir hún á að
þörf sé á nákvæmari skráningu, til
dæmis á aksturshraða, tæknibúnaði
ökutækis og nánari lýsingum á veik-
indum ökumanna. Með bættri og ít-
arlegri skráningu væri hægt að ná
fram skýrari mynd af aðstæðum og
orsökum framanákeyrslna sem gæti
nýst við ákvarðanir um vegafram-
kvæmdir, bætt umferðaröryggi og
stefnumótun í framtíðinni.
Flestir árekstrar við góðar aðstæður
Rannsókn sýnir að framanákeyrslum hefur fjölgað síðustu árin og einnig fólki sem slasast alvarlega
Glæfraakstur er ein ástæðan Upplýsingar gefa ekki bestu mynd af stöðunni vegna vanskráningar
Rakel Tara
Þórarinsdóttir
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Tíðar og erfiðar íþróttaæfingar
barna geta haft neikvæðar afleið-
ingar, eins og ofþjálfun og álags-
meiðsli. Forvörnum og fræðslu til
þjálfara, for-
eldra, forráða-
manna og
íþróttaiðkenda,
til að draga úr
þessum þáttum,
er ábótavant.
Þetta kemur
fram í nýrri
meistararitgerð
sjúkraþjálfarans
Nadiu Mar-
grétar Jamchi,
sem eftir fræðilega samantekt sína
dregur þá ályktun að álagsmeiðsli
og einkenni ofþjálfunarheilkennis
meðal barna og unglinga sem
stunda íþróttir séu algengari en
ásættanlegt er og gæti í mörgum
tilfellum verið ástæða brottfalls
þeirra frá íþróttaiðkun.
Kulnun barna í íþróttum
„Það eru greinilegar vísbend-
ingar um að ofþjálfun og álags-
meiðsli eigi sér stað,“ segir Nadia í
samtali við Morgunblaðið, en segir
aðspurð að ekki sé alveg ljóst
hversu mikill þjálfunartími teljist of
mikill.
Eftir að hafa rýnt í ýmsar rann-
sóknir komst Nadia að þeirri niður-
stöðu að magn þjálfunarálags yki
meðal annars áhættu á neikvæðum
þáttum eins og kulnun. Spurð hvort
raunin sé að börn glími við kulnun í
íþróttum segir Nadia að í fyrsta lagi
skorti leiðir til að rannsaka það með
nákvæmum hætti. Hún hafi hins
vegar skoðað rannsóknir þar sem
spurningalistar ætlaðir fullorðnum
voru lagðir fyrir unglinga, og þar
hafi komið fram vísbendingar um að
tenging væri milli ofþjálfunar eða
álagsmeiðsla og kulnunar. „Það sem
líka kom í ljós er að það er þörf á að
rannsaka þetta betur. Af hverju eru
ung börn að fá leiða á íþróttunum
sínum þegar þau eru hér um bil ný-
byrjuð. Erum við að láta þau æfa of
mikið?“ segir Nadia.
Æskilegt að þjálfun sé fjölþætt
„Í sumum rannsóknum var skoð-
uð sérhæfing íþrótta. Það er, hvort
við erum að láta börn sérhæfa sig í
íþróttum of snemma. Að börn ein-
blíni á eina íþrótt árið um kring frá
unga aldri,“ segir Nadia og bætir
við: „Mögulega er utanaðkomandi
pressa varðandi snemmbæra sér-
hæfingu að eiga sér stað. Í raun er
æskilegt að áherslan í þjálfun barna
sé fjölþætt og í samræmi við aldur
og þroska með viðeigandi endur-
heimt í huga. Það sem er jákvætt
við þessar vísbendingar varðandi
þjálfunarálag og sérhæfingu barna
er að hægt er að nýta þessar upp-
lýsingar til forvarna.“
Ofþjálfun barna geti valdið brottfalli
Í nýrri meistararitgerð dregur sjúkraþjálfari þá ályktun að of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð-
ar afleiðingar Fræðslu til þjálfara og foreldra um ofþjálfun og álagsmeiðsli barna er ábótavant
Morgunblaðið/Þórður
Kappleikur Margir telja íþróttaiðkun ómissandi þátt í þroskaferlinu. Varast ber þó að æfa of mikið. Mynd úr safni.
Nadia Margrét
Jamchi