Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 12
Lopapeysa
í sveitina
Verið velkomin í nýja og glæsilega
verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6
Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is
Þessi eina sanna sem verður bara betri
eftir því sem þú nota hana meira.
Greiðslukortarisarnir Mastercard og
Visa tilkynntu á föstudag að fyrirtækin
hefðu sagt skilið við hópinn sem vinnur
að því koma rafmyntinni líbru á lagg-
irnar. Eins og Morgunblaðið hefur
fjallað um hefur Facebook leitt líbru-
verkefnið, og safnaði saman úrvalsliði
risafyrirtækja til að gera gjaldmiðilinn
að veruleika. Víða tóku stjórnvöld og
seðlabankar illa í framtakið og varð
fljótlega ljóst að ekki yrði að því hlaup-
ið að gera metnaðarfullar hugmyndir
um alþjóðlegan rafeyri að veruleika.
PayPal hætti við þátttöku í byrjun
mánaðarins og fylgdu Ebay, Stripe og
Mercado Pago í kjölfarið, að því er
Reuters greinir frá.
Stjórnvöld Frakklands og Þýska-
lands sögðust í síðasta mánuði ætla að
koma í veg fyrir að líbran yrði notuð í
Evrópu, og að þjóðirnar myndu í stað-
inn beita sér fyrir því að koma á lagg-
irnar rafmynt sem hið opinbera stæði
að. ai@mbl.is
AFP
Samkeppni Mörgum þykir líbran
ógna stöðu þjóðargjaldmiðla.
Flýja líbru-
verkefnið
Mótbyr dregur
kjarkinn úr risum
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
14. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.44 125.04 124.74
Sterlingspund 156.58 157.34 156.96
Kanadadalur 93.69 94.23 93.96
Dönsk króna 18.382 18.49 18.436
Norsk króna 13.686 13.766 13.726
Sænsk króna 12.672 12.746 12.709
Svissn. franki 124.72 125.42 125.07
Japanskt jen 1.1489 1.1557 1.1523
SDR 170.49 171.51 171.0
Evra 137.32 138.08 137.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8984
Hrávöruverð
Gull 1498.35 ($/únsa)
Ál 1737.5 ($/tonn) LME
Hráolía 59.53 ($/fatið) Brent
tapað álíka mannfjölda og býr í Svíþjóð
og er það yngsta og best menntaða
fólkið sem flýr.“
Mislukkuð einkavæðing
Meðal þess sem Hilmar telur skýra
hversu ólíkt löndunum tveimur hefur
reitt af, þrátt fyrir svipaða staðsetn-
ingu innan álfunnar, svipaða menningu
og meira að segja svipuð tungumál, er
að einkavæðing ríkisfyrirtækja í Úkra-
ínu fór fram með svipuðum hætti og í
Rússlandi, þar sem einfaldlega voru
gefnir út hlutir í öllum fyrirtækjum og
dreift nokkuð jafnt á landsmenn.
„Sumum af þessum eignarhlutum var
stolið, en í öðrum tilvikum voru vel
tengdir menn í aðstöðu til að ryksuga
hlutina til sín fyrir lítið, því hinn al-
menni borgari vissi ekki hvað hann var
með í höndunum og skorti fjármála-
læsi,“ útskýrir hann og bendir á að
þetta hafi bæði leitt til meiri ójöfnuðar
og ýtt undir einfaldan iðnað sem bygg-
ist á náttúruauðlindum og frumfram-
leiðslu frekar en hugviti, tækni og ný-
sköpun.
„Í Úkraínu var líka ekki jafngóð
samstaða og í Póllandi. Pólverjarnir
stefndu allir í sömu átt á meðan Úkra-
ínumenn voru klofnir í afstöðu sinni um
framtíð landsins. Þá tekst Póllandi að
komast inn í Evrópusambandið og ger-
ir góðan samning sem tryggði sveigj-
anleika í ríkisfjármálum og peninga-
málum því þeir tóku evruna ekki upp og
hafa haldið í sinn eigin gjaldmiðil. Auk
þess hafa Pólverjar haft góðan aðgang
að samevrópskum styrkjum. Á sama
tíma lokast Úkraína úti, en Úkraínu-
mönnum þó gefinn kostur á að fá at-
vinnuleyfi í Evrópu og verða upp-
spretta ódýrs vinnuafls fyrir lönd eins
og Pólland.“
Deilurnar við Rússland má svo rekja
allt aftur til ársins 1954 þegar Krjútsjev
færði yfirráð yfir Krímskaga frá sov-
étlýðveldinu Rússlandi yfir til Úkraínu.
Litu leiðtogar Sovétríkjanna svo á að
fyrst og fremst væri um táknræna gjöf
að ræða, í tilefni af því að 300 ár voru
liðin frá því að Úkraína var innlimuð í
rússneska keisaraveldið. Sögulegar
rætur Úkraínu liggja mjög djúpt í
Rússlandi og áhrif Rússlands mjög
greinileg í austurhluta landsins í dag.
Á fundi Nato í Búkarest 2008 gáfu
aðildarríkin það út að þau hefðu
áhuga á að hleypa Úkraínumönnum í
bandalagið, og ESB var líka farið að
gefa þeim undir fótinn. Hilmar segir
þetta hafa verið eitthvað sem rúss-
nesk stjórnvöld gátu ekki þolað, en
ólíkt því þegar Eystrasaltslöndin
lýstu yfir sjálfstæði sínu og fengu að-
ild að bæði ESB og Nato þá upplifa
Rússar Úkraínu sem nánast í tún-
fæti Moskvu. Segir Hilmar að það
hafi því ekki þurft að koma á óvart að
Rússar skyldu gera innrás á Krím-
skagann, enda freistandi skotmark
og leið til að stöðva inngöngu Úkra-
ínu í bæði Evrópusambandið og
Norður-Atlantshafsbandalagið ef
tækist að hleypa þar öllu í háaloft.
„Á meðan Vesturlönd beita mjúku
valdi og nota þvinganir til að fá Rússa
til að breyta um stefnu, þá eru Rúss-
arnir að beita hörðu valdi og láta Úkra-
ínu sig svo miklu varða að þeir eru til-
búnir að fórna mannslífum fyrir
Krímskagann,“ segir Hilmar en Rúss-
land á enn í hernaðaraðgerðum í
austurhluta Úkraínu.
Hilmar bendir á að eftir því sem
lengri tími líður, því erfiðara mun það
verða að finna lausn á vanda Úkraínu,
og ef efnahagur landsins heldur áfram
að dragast aftur úr nágrannaþjóðun-
um mun það ýta undir klofning: „Í
austurhlutanum, þar sem rússnesku
áhrifin eru sterkust, er skiljanlegt ef
fólk spyr sig hvort það sé ekki allt eins
gott að tilheyra Rússlandi, þar sem
verg landsframleiðsla á mann er hærri
og lífskjör betri en í Úkraínu.“
Þarf að bæta innviði
Fengi hann að ráða myndi Hilmar
freista þess að leysa vandann með
samkomulagi sem fæli í sér að Nato-
og ESB-aðild Úkraínu yrði sett á ís, í
skiptum fyrir að Rússland virti upp-
hafleg landamæri og hefði sig á brott
frá austurhluta Úkraínu. „Þá myndi
þurfa að veita Úkraínu umfangs-
mikla aðstoð úr sjóðum Evrópusam-
bandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
Alþjóðabankans og Bandaríkjanna
til að byggja efnahag landsins upp.
Þar sem spilling er mikil í úkraínska
stjórnkerfinu væri brýnt að útfæra
þessa aðstoð af varkárni, og auk
efnahagsumbóta leggja áherslu á
uppbyggingu innviða og styrkja
flutningsleiðir inn í sameiginlegan
markað Evrópu. Um leið og þetta al-
þjóðlega fjármagn tæki að streyma
inn til landsins mætti vænta þess að
einkafjárfesting fylgdi í kjölfarið,
enda til marks um að landið væri á
réttri leið og orðið óhætt fyrir einka-
geirann að fjárfesta í alls kyns verk-
efnum í Úkraínu.“
Djúpstæður vandi Úkraínu
AFP
Tjón Frá mótmælum í Kænugarði. Leitað er leiða til að miðla málum í deilunni við Rússa og það er mikilvægt fyrir
bæði efnahag Íslands og álfunnar allrar að takist að finna farsæla lausn. Mest er þó í húfi fyrir Úkraínubúana sjálfa.
Fjöldi samverkandi þátta skýrir bágan efnahag Úkraínu og afskipti Rússa af landinu Ein möguleg
leið til málamiðlunar væri að loka á ESB- og Nato-aðild samhliða markvissum efnahagsstuðningi
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það skiptir hagsmuni Íslendinga, og
raunar allrar Evrópu, miklu að friður
og hagsæld ríki í Úkraínu. Eins og les-
endur muna beittu Evrópusambandið
og Bandaríkin Rússland refsiaðgerð-
um í kjölfar hernaðarbrölts á Krím-
skaga, og svöruðu
Rússar með við-
skiptabanni sem
m.a. var beint að
Íslandi. Hefur
bannið ekki síst
bitnað á íslenskum
sjávarútvegsfyrir-
tækjum sem
misstu dýrmætan
markað fyrir
ákveðnar sjávaraf-
urðir.
En ástandið í Úkraínu í dag á sér
margar ástæður og verður ekki auðvelt
að finna farsæla lausn. Hilmar Þór
Hilmarsson prófessor hefur rannsakað
úkraínsk hagmál og stjórnmál og segir
áhugavert að gera samanburð við Pól-
land. Bæði löndin komust undan áhrif-
um Sovétríkjanna um svipað leyti og
eru stór ríki landfræðilega. Við endalok
Sovétríkjanna var fólksfjöldi í Úkraínu
52 milljónir en 38 milljónir í Póllandi og
hagsæld í löndunum svipuð. „Raunar
var verg landsframleiðsla á mann
hærri í Úkraínu, veðurfar og ræktar-
land betra og meiri náttúruauðlindir
þar en í Póllandi, og hafði Úkraína því
efnahagslegt forskot auk þess sem op-
inberar skuldir voru lægri í Úkraínu.
En nú er svo komið að verg landsfram-
leiðsla á mann er ríflega þrefalt hærri í
Póllandi en Úkraínu. Á þessu tímabili
hefur líka orðið nærri tíu milljóna
manna fólksfækkun í Úkraínu á meðan
fólksfjöldi í Póllandi hefur verið stöð-
ugur. Frá sjálfstæði hefur Úkraína því
Hilmar Þór
Hilmarsson
● Alþjóðabank-
inn áætlar nú að
hagvöxtur Ind-
lands muni mæl-
ast 6% á yfir-
standandi
fjárhagsári. Er
það nokkru
lægra en fyrri
spá bankans
sem gerði ráð
fyrir 7,5% hag-
vexti.
Að sögn Reuters hafa einkaneysla
og opinber útgjöld ekki verið í samræmi
við væntingar og valdið því að þriðja
stærsta hagkerfi Asíu vex núna hægar
en það hefur gert í sex ár. ai@mbl.is
Dregur töluvert úr
hagvexti á Indlandi
Narendra Modi ,for-
sætisráðh. Indlands.
STUTT