Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Hönnuður Gino Sarfatti Verð frá 199.000,- 2097/30 loftljós Maður með matarvistir fyrir íbúa sem fastir eru í heimilum sínum veður í gegnum vatn sem flætt hef- ur yfir vegi í Miyagi-héraði í Japan vegna fellibylsins Hagibis. Fleiri tugir manna eru látnir í landinu eft- ir að bylurinn gekk þar yfir um helgina. Tugþúsundir manna vinna að því að bjarga fólki sem óttast er að hafi lent í skriðum og flóðum sem fylgdu fellibylnum. AFP Tugþúsundir taka þátt í björgunarstarfi Fellibylurinn Hagibis gengur yfir Japan Útlit var fyrir að stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) færi með sigur af hólmi í þingkosningum í Póllandi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi. Gangi þær eftir eykur flokkurinn við meirihluta sinn á þinginu en hann hefur í kosninga- baráttunni undanfarnar vikur meðal annars beint spjótum sínum að hinsegin fólki og viðteknum gildum Vesturlanda. Spárnar benda til að flokkurinn hafi fengið 43,6% greiddra atkvæða og fái þar með 239 sæti á þinginu. Borgarabandalagið, KO, flokkur Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins sem áður var forsætis- ráðherra Póllands, fékk um 27,4% atkvæða samkvæmt spám og því 130 sæti á þinginu. „Við höfum fjögur ár af erf- iðisvinnu fram undan. Pólland verð- ur að breytast meira og það verður að breytast til hins betra,“ sagði Jar- oslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, við stuðningsmenn flokks- ins í höfuðstöðvum hans í Varsjá í gærkvöldi. Bætti hann við að hann vonaðist eftir að opinberar niður- stöður kosninganna myndu staðfesta árangurinn sem spárnar sýndu. Eykur við meirihlutann AFP Sigur Kaczynski hélt stutta tölu fyrir stuðningsmenn flokksins í gærkvöldi. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Stjórnvöld Kúrda í norðurhluta Sýrlands tilkynntu í gær að náðst hefði samkomulag við sýrlensk yf- irvöld í Damaskus um að sýrlenski herinn færi norður og nær landa- mærum Tyrklands til að bregðast við innrás Tyrkja í landið. Í yfirlýsingu í gær gáfu Kúrdar ekki meira upp um efni samnings- ins og ekki kom fram hvort sjálf- stjórn þeirra í Norður-Sýrlandi væri í hættu. Yfirlýsingin kom í kjölfar frétta- flutnings sýrlensku ríkisstöðvarinn- ar SANA, um að hermenn væru á leið inn í norðurhluta landsins til að mæta árás Tyrkja. Sókninni verði að linna Leiðtogar Frakklands og Þýska- lands, Emmanuel Macron og Ang- ela Merkel, kölluðu í gær eftir því að endi yrði bundinn á sókn Tyrkja gegn Kúrdum í Norður-Sýrlandi. Vöruðu þau við því að alvarlegt ástand sem varðar mannúð gæti skapast og Ríki íslams fengið mátt sinn á ný ef Tyrkir drægju herlið sitt ekki til baka. Macron sagði á blaðamannafundi í gær að leiðtogarnir hefðu hvor í sínu lagi rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, til að senda þeim skýr og einföld skila- boð: „Sameiginlega ósk okkar um að sókninni verði að linna.“ Á sama blaðamannafundi sagði Merkel að samtal hennar og Erdog- ans hefði varað í klukkustund. „Við verðum að binda enda á þessa tyrknesku innrás,“ kvaðst hún hafa tjáð forsetanum.Tyrkir hófu innrás sína suður yfir landa- mæri Sýrlands á miðvikudag og hefur Trump verið sakaður um að yfirgefa Kúrda með því að fyrir- skipa bandarískum hermönnum að hörfa frá landamærunum og nær- liggjandi svæðum. Ríki íslams rísi úr öskustónni Hersveitir Kúrda hafa verið mik- ilvægir bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams, samtök herskárra íslamista. Er sú tilfinning útbreidd á meðal Kúrda að þeir hafi verið sviknir af Bandaríkjunum og skildir eftir einir í baráttunni við her Tyrkja. Þá er óttast að innrásin verði til þess að Ríki íslams rísi úr öskustónni á svæðum sem Kúrdar höfðu þegar frelsað úr greipum þess. Að minnsta kosti sextíu almennir borgarar hafa látist af völdum Tyrkja eftir að innrásin hófst, hefur AFP-fréttaveitan eftir vitnum á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að átökin hafi þegar hrakið 130 þúsund manns í burtu af heimilum sínum. Semja við Damaskus um aðstoð  Stjórnvöld Kúrda í Norður-Sýrlandi hafa náð samningi við sýrlensk yfirvöld í Damaskus  Sýrlenski herinn fer norður  Macron og Merkel kalla eftir að innrásinni verði hætt  60 almennir borgarar látnir Skúli Halldórsson sh@mbl.is Aðilar við samningaborðið um út- göngu Bretlands úr Evrópusamband- inu voru ekki vongóðir í gærkvöldi um að samningar myndu nást. Haldnar voru viðræður bak við luktar dyr í Brussel um helgina í kjölfar þess að breski forsætisráðherrann Boris Johnson kynnti nýjar tillögur fyrir írska kollega sínum, Leo Varadkar, á fimmtudag. Leiðtogar ríkja Evrópusambands- ins munu koma saman á fimmtudag og föstudag og þegar þar að kemur munu þeir vilja hafa fullunnin samn- ingsdrög til að kjósa um, að því er fréttaveita AFP greinir frá. Lítill tími er því til stefnu. Beggja vegna borðsins reyna menn að afreka það sem annars hefur reynst ómögu- legt í þau þrjú ár sem liðin eru frá því Bretar kusu að ganga úr ríkjasam- bandinu. Formaður samninganefndar ESB, Michel Barnier, sagði í gær að við- ræður helgarinnar hefðu verið nægi- lega uppbyggilegar til að hægt yrði að halda áfram í dag. Frá Downingstræti bárust þau tíð- indi að Johnson hefði sagt ríkisstjórn sinni að búa sig undir spennuþrungna lokametra. Leið að samningi væri í augsýn, „en enn er mikið verk að vinna til að kom- ast þangað og við verðum að vera reiðubúin að yfirgefa [ESB] 31. októ- ber“, sagði talsmaður Downingstræt- is í gær. Lofaði að fresta ekki útgöngu Johnson komst til valda í júlí eftir að hafa meðal annars lofað því að fresta ekki útgöngu Bretlands í þriðja sinn á þessu ári, ekki einu sinni um nokkrar vikur. Brjóti Johnson það loforð gæti það orðið honum til trafala í þingkosningum, sem margir telja að séu fram undan á komandi mánuðum. Breska þingið hefur sett forsætis- ráðherranum þau skilyrði að hann verði að sækjast eftir að fresta út- göngunni til 31. janúar, náist ekki samningar fyrir laugardag. „Ef Bretarnir biðja um meiri tíma, sem þeir líklega munu ekki gera, þá væri það söguleg vitleysa að neita þeim um það,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórn- ar ESB, í samtali við austurríska dag- blaðið Kurier í gær. Lítil von og lítill tími til stefnu  Vilja kjósa um samning í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.