Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ímiðjum há-tíðahöld-unum sem mörkuðu 70 ára afmæli kínverska alþýðuveldisins var til þess tekið að stjórnvöld í Kína fögnuðu einum áfanga sérstaklega vel, þeim að á sama tíma voru 70 ár liðin frá því að Sovétríkin og Kína tóku upp formlegt stjórnmála- samband. Frá þeim tíma hef- ur gengið á ýmsu í sam- skiptum Sovétmanna, síðar Rússa, og Kínverja, en flest- ir stjórnmálaskýrendur eru nú þeirrar skoðunar að sam- skipti þessara tveggja stór- velda hafi ekki verið jafnnáin síðan á sjötta áratug 20. ald- ar. Óhætt er að segja að valdahlutföllin hafi breyst þónokkuð á þeim tíma þar sem Kínverjar eru nú rísandi afl á heimsvísu á meðan Rússar hafa glímt um nokkra hríð við ýmsa erfið- leika í efnahag sínum og geta ekki lengur talist risaveldi líkt og Sovétríkin á tímum kalda stríðsins. Það sem fært hefur Rússa og Kínverja nær hvora öðrum á nýjan leik er fyrst og fremst stigvaxandi togstreita milli beggja ríkja annars vegar og Bandaríkj- anna hins vegar. Þannig hafa Rússar í sí- auknum mæli þurft að sækja erlenda fjárfestingu til Kín- verja eftir að innlimun Krím- skaga lokaði flestum dyrum á Vesturlöndum. Fyrir Kín- verja hefur stuðningur Rússa verið mikilvægur, sér í lagi eftir að núverandi Bandaríkjastjórn fór að þrengja að viðskiptahags- munum Kínverja með tollum. Engu að síður er ljóst að Rússland þarfnast Kína meir en Kína þarfnast Rússlands. Ein ástæða þess liggur í því sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, lýsti í áhugaverðu erindi á vegum Amerísk-íslenska viðskipta- ráðsins á dögunum, nefni- lega þeirri staðreynd að þó að Rússar séu enn öflugt kjarnorkuveldi er langur vegur frá því að hægt sé að draga samasemmerki milli Rússlands og Sovétríkjanna. Þannig hefði norðurfloti Rússa, svo dæmi sé nefnt, ekki sömu burði og sá sov- éski hafði til þess að standa í aðgerðum á úthöfum. En eitt er það sem Rússar hafa sem Kínverjar vilja. Rússland er nefnilega eitt af norðurskautsríkjunum en Kínverjar hafa sótt mjög fast í aukin ítök á norð- urslóðum, svo mjög að Banda- ríkjamenn hafa nú allan vara á og sækja ákaft að verja hags- muni sína, líkt og tekið hefur verið eftir hérlendis. Það er til að mynda engin tilviljun að bæði varaforseti og utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hafa heimsótt Ís- land á þessu ári og þarf að leita langt aftur til að finna sambærileg dæmi um jafn- margar komur tiginna gesta frá Bandaríkjunum. Og líkt og Albert benti einnig á í er- indi sínu var hvorugur þeirra mikið með hugann við Rússa, en þess þá heldur þótti þeim ástæða til að vara við hætt- unni af Kínverjum og ásælni þeirra á norðurslóðum. Þau varnaðarorð voru svo end- urtekin fyrir helgi af Rick Perry orkumálaráðherra í erindi hans í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna. En þó að Kínverjar valdi mestum áhyggjum í Banda- ríkjunum þýðir það ekki að Bandaríkjamenn telji enga ógn stafa af Rússum. Eins og Albert Jónsson nefndi í er- indi sínu þá er sú ógn hins vegar fyrirsjáanleg og kunn- ugleg á meðan enginn veit nákvæmlega hvernig Kín- verjar hugsa sér sókn sína í áhrif og ítök á norðurslóðum. Það breytir því þó ekki, og gerir jafnvel enn brýnna, að Íslendingar þurfa að huga vel að þeirri stöðu sem fylgir nýjum veruleika og hvaða áhrif hún hefur á Ísland og nágrenni þess. En hversu lengi getur hin tiltölulega nýfundna vinátta Rússa og Kínverja varað? Vert er að minnast þess að í alþjóðastjórnmálum er fjandskapur sjaldnast var- anlegt ástand. Þá eiga bandalög, sem byggjast á sameiginlegum óvini eða keppinaut frekar en sameig- inlegri framtíðarsýn, það oft- ar en ekki til að gufa upp þegar sá er ekki lengur til staðar. Nái Rússar til dæmis að koma sér á ný í mjúkinn hjá vestrænum ríkjum, til dæmis með viðunandi lausn á Úkra- ínudeilunni, sem ætla má að hljóti að finnast á næstu misserum eða árum, eru all- ar líkur á að þeir myndu vilja horfa aftur í vesturátt, frem- ur en að vera komnir upp á efnahagslegan styrk Kín- verja. Samkeppni stór- veldanna á norð- urslóðum getur haft mikil áhrif hérlendis} Brothætt bandalög S á sem er forhertur sýnir enga iðrun. Í því felst að það er ekki hægt að við- urkenna mistök eða afsaka sig fyrir yfirgengilega framkomu. Ég tel að stjórnmálin undanfarin ár einkennist af forherðingu stjórnmálanna framar öllu öðru. Notkun á orðum eins og „hið svokallaða hrun“ gerir lítið úr veruleika þeirra sem sannanlega lentu í hruni án þess að eiga nokkra sök á því. Þvermóðska fyrrverandi dómsmálaráðherra að viðurkenna mistök þrátt fyrir skýra niðurstöðu allra dómstiga að lög hafi verið brotin er skýrt dæmi um forherta afstöðu. Stjórnarmyndun íhaldsflokkanna er líka augljóst dæmi um mistök í því hvernig á að bregðast við vantrausti á stjórnmálin. Meira af því sama er ekki það sem þú þarft í vantraustsumhverfi. Að vera staðfastur er jákvætt orð og merkir stöðugleika. Það getur verið auðvelt að rugla saman því að vera staðfastur og forhertur þar sem bæði hugtökin lýsa ákveðinni þrjósku, annars vegar jákvæðri þrjósku gegn ósanngirni og óréttlæti og hins vegar neikvæðri þrjósku með ósanngirni og óréttlæti. Stundum er það nefnilega ekki augljóst hvort eitthvað er ósanngjarnt og óréttlátt og því sjá sumir sömu afstöðuna sem annars vegar forherta og aðrir sem staðfestu. Fyrrverandi dómsmálaráðherra segist í umræðum á þingi hafa fylgt „lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við hinn nýja dómstól“, þrátt fyrir niðurstöðu hæstaréttar og sumir sjá það sem staðfestu en aðrir ekki, hvort sem það er rétt eða ekki. Það má nefna ýmis fleiri dæmi um þessi and- stæðu sjónarmið; feluleikurinn með skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, lögbannsmálið og Klaustursmálið eru augljós dæmi. Öll málin eiga það sameiginlegt að það er annaðhvort þverneitað að nokkuð óeðlilegt hafi gerst eða gert lítið úr því. Það var „ónákvæm tímalína“ eða „stólahljóð“, gerandi gerður að þolanda og sendiboðinn lögsóttur. Skiptir þetta einhverju máli? Jú, ef það er eitt sem sá forherti getur ekki gert þá er það að læra af mistökum enda í hans huga voru engin mistök gerð. Það var enginn yfirgangur. Engin ábyrgð. Stjórnvöld sem læra ekki af mistökum og gerast ítrekað sek um yfirgang eru léleg stjórnvöld, augljóslega. Hér á ég við stjórnvöld í stærra samhengi, stjórnarandstaðan er líka hluti af stjórnvaldinu í sínu eftirlitshlutverki. Eftirlit er oft vandasamt og vanþakklátt starf, sérstaklega í forhertu umhverfi þar sem svarið er bara nei, ekkert rangt gerðist og svör sem berast seint eru innihaldslaus. Eftirlitið getur líka verið forhert og ósanngjarnt. Svoleiðis stjórnvöld eru alltaf að gera mistök og vaða yfir allt og alla. Sárin sem slík framkoma skilur eftir sig birtast í vantrausti og rétti plásturinn er ekki þvermóðska heldur auðmýkt. Við þurfum meira aðhald og auðmýkt í stjórn- málin. Björn Leví Gunnarsson Pistill Forherðing Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Til skoðunar er hvort tilefni sétil að óska eftir viðræðumvið Evrópusambandið umendurskoðun á þeim toll- kvótum fyrir ýmsar kjötafurðir, skyr og osta, sem samið var um þegar samningur milli Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur var gerður fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, sem Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra hefur sent Alþingi um framkvæmd EES- samningsins. Samið var um verulega stækkun á tollfrjálsum kvótum fyrir ýmsar kjötafurðir, einkum kinda- kjöt, skyr og osta. Á móti veitti Ís- land umtalsvert aukna tollkvóta, m.a. fyrir nautakjöt, svínakjöt, ali- fugla og ost. Í skýrslunni segir að telja megi að forsendur, sem voru til staðar við samningsgerðina, hafi breyst að tvennu leyti frá því samningurinn var gerður. Annars vegar muni fyr- irhuguð útganga Breta úr ESB leiða til þess að tollfríðindi sem samið var um vegna útflutnings á íslenskum landbúnaðarvörum ekki lengur eiga við um útflutning á Bretlandsmarkað. Bretland hafi verið mikilvægur út- flutningsmarkaður fyrir kindakjöt en um helmingurinn af útflutningi á kindakjöti til ríkja ESB á síðasta ári var til Bretlands. Sömuleiðis byggð- ust óskir Íslands um ríflegan toll- kvóta fyrir skyr, ekki síst á vænt- ingum um útflutning skyrs á Bretlandsmarkað. Hins vegar byggðust óskir Ís- lands um ríflegan tollkvóta fyrir skyr á þeirri framtíðarsýn að skyr yrði í verulegum mæli framleitt hér á landi til útflutnings á Evrópumarkað. Þetta hafi ekki orðið að veruleika og þess í stað sé skyr, sem markaðssett sé fyr- ir Evrópumarkað, að mjög verulegu leyti framleitt í einstökum aðild- arríkjum ESB. Segir í skýrslu ráðherrans að þessar breyttu forsendur takmarki möguleika framleiðenda og útflytj- enda íslenskra landbúnaðarafurða til að nýta til fulls í framtíðinni þá toll- frjálsu kvóta sem ESB hafi veitt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Viðræður um sjávarafurðir Í skýrslunni segir að tollfríð- indi, sem bókanir við EES- samninginn og fríverslunarsamning- inn við Evrópusambandið frá 1973 kveði á um, hafi yfirleitt náð að tryggja tollfrjálsan innflutning fyrir helstu sjávarafurðir inn á Evr- ópumarkað. Á undanförnum árum hafi þó orðið ýmsar breytingar sem kalli á endurskoðun núverandi við- skiptakjara. Þannig hafi t.d. neyslu- og vinnslumynstur sjávarafurða breyst, makríll farið að veiðast við Íslandsstrendur og fiskeldi stórauk- ist hér á landi. Einnig hafi ESB nú samið við bæði Kanada og Japan um fulla fríverslun fyrir sjávarafurðir, auk þess sem fríverslunarsamningar ESB og fríverslunarsamningar Ís- lands, bæði á vegum EFTA- samstarfsins og við Kína, kveði að jafnaði á um fullt tollfrelsi fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Loks dragi fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB mjög úr þörf sambandsins fyrir að viðhalda tollvernd fyrir fiskeld- isafurðir. Af þessum sökum hafa íslensk stjórnvöld farið fram á það við ESB að tollfríðindi fyrir sjávarafurðir verði bætt, helst með þeim hætti að veitt verði full fríverslun fyrir slíkar afurðir. Hafa verið haldnir fundir með embættismönnum og sérfræð- ingum ESB um málið á síðustu mán- uðum en það er enn til skoðunar af hálfu ESB, segir í skýrslu ráð- herrans. Tollkvótar fyrir kjöt og skyr til skoðunar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skyr Íslenskt skyr í stórmarkaði í Finnlandi. Tollkvótar fyrir skyr í Evr- ópusambandinu hafa ekki nýst í þeim mæli sem vonir voru bundnar við. Íslensk stjórn- völd hafa sóst eftir því á vettvangi EES- samstarfsins að þeim verði heimilað að gera kröfu um sérstakar við- bótartryggingar vegna salmon- ellu í tengslum við innflutning nautakjöts og svínakjöts hingað til lands. Þess konar heimild er þegar til staðar hvað varðar egg, kjúk- linga- og kalkúnakjöt. Lög voru sett á síðasta þingi um að frystiskylda vegna inn- flutnings á fersku kjöti skyldi afnumin. Segir í skýrslu utan- ríkisráðherra að ella hefði Ís- land ekki haft neinar málsvarnir í nýju dómsmáli sem án efa hefði verið höfðað fyrir EFTA- dómstólnum. Eftirlit vegna salmonellu NAUTA- OG SVÍNAKJÖT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.