Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.10.2019, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 ✝ Auður HelgaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1918. Hún lést á Land- spítalanum 24. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Geir Jón Jónsson, skrif- stofustjóri hjá Ísa- foldarprentsmiðju, f. 26. nóvember 1884, d. 18. desember 1938, og María Sigurbjörnsdóttir hús- freyja, f. 26. júní 1894, d. 30. desember 1960. Auður ólst upp með systkinum sínum Sigurjóni og Huldu Svövu, sem eru bæði látin. Auður giftist 16. júní 1938 Hauki Jóhannessyni loftskeyta- manni, f. 15. febrúar 1915, d. 13 ágúst 1999. Foreldrar hans voru Jóhannes Lárus Lynge Jóhanns- son, prestur á Kvennabrekku, f. 14. nóvember 1859, d. 6. mars 1929, og Guðríður Helgadóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1873, d. 21. febrúar 1958. Haukur og Auður bjuggu mestallan sinn búskap í Kópavogi og eignuðust ur Ella. 3) Haukur, f. 21. júní 1949, maki Magnea I. Kristins- dóttir. Börn þeirra eru Fjóla Björk Lynge, Jóhannes Hlynur og Heiðrún Ösp. Börn Fjólu Bjarkar Lynge eru Kristinn Haukur Lynge og Erla María Lynge. Eiginkona Jóhannesar er Hulda Fríða Björnsdóttir og börn þeirra eru Benjamín Snær og Viktoría Mjöll. Sambýlis- maður Heiðrúnar er Elmar Ern- ir Viðarsson og börn þeirra eru Jökull Ernir og Bjartur Ernir. 4) Leifur, f. 11. október 1951, maki Guðrún Bachmann. Börn þeirra eru Hugi og Lára Guðrún. Leif- ur átti fyrir tvö börn, Auði El- ísabetu, látin, og Lísu. Barn Auðar Elísabetar er Sindri Már. Guðrún átti fyrir soninn Svein, börn hans eru Anna Sif og Vign- ir Nói. Auður var í leiklistarnámi hjá Lárusi Pálssyni. Hún var einn af stofnendum Leikfélags Kópa- vogs og var þar leikkona í mörg ár. Auk þess lék hún í öðrum leikhúsum og kvikmyndum. Um margra ára skeið tók Auður að sér leikstjórn leikrita víða um landið. Hún hafði ætíð áhuga á menningarmálum og var meðal annars virkur félagi í Bók- menntaklúbbnum Hana nú í Kópavogi. Útför Auðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. októ- ber 2019, klukkan 15. þau fjögur börn, sem eru: 1) Geir, f. 24. júní 1940, maki Jórunn Jörunds- dóttir. Börn þeirra eru Sigrún Erna og Arna María. Eigin- maður Sigrúnar Ernu er Jón Bjarni Bjarnason, börn þeirra eru Sara El- ísabet og María Sif. Sambýlismaður Örnu Maríu er Baldvin Arnar Samúelsson. Saman eiga þau Huga Geir en Arna María á frá fyrra hjónabandi með Ragnari Inga Sigurðssyni börnin Viktor- íu Huld og Jörund Inga. Baldvin á fyrir börnin Rebekku Ýri og Ísabellu Lind. 2) Auður, f. 4. febrúar 1943, maki var Stefán Þór Jónsson, d. 15. júlí 2010, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Haukur Fjalar, Sigríður, María og Auður. Sonur Sigríðar er Stefán Eðvarð. Barnsfaðir er Eyjólfur Sveinsson. Barn Maríu er Stefán Þór. Barnsfaðir er Jens Þór Jensson. Sambýlis- maður Auðar er Mario Ruiz Sánchez og barn þeirra er Auð- Elsku mamma, það er hálf- óraunverulegt að þú skulir hafa kvatt þennan heim, mér finnst svo stutt síðan þú þeystir á Skutlunni í sund. Þú varst alltaf svo dugleg að hreyfa þig og stundaðir sundið alla tíð. Margs er að minnast á svona stundu. Við fluttum í Kópavoginn árið 1945 og ég þá fimm ára, það var nú ekki mikið um hús og vegi í þá daga og gott að alast þar upp, aðalleiksvæðin voru holtið þar sem kirkjan er núna og fjaran og alltaf man ég þegar mamma kallaði á mig að koma að borða og inn á kvöldin og heyrðist í henni langa vegu, enda gat hún sungið og spilað á gítar. Eins þegar hún sagði mér að fara varlega yfir veginn þegar við gengum yfir Hafnarfjarðarveg- inn á leið í skólann. Það var allt- af gaman að fá mömmu í mat og hún sagði okkur frá lífinu í gömlu Reykjavík enda ólst hún upp í miðbænum og var hafsjór af fróðleik um mannlífið í þá daga. Mamma og pabbi voru dugleg að ferðast bæði innan- lands og utan, þau elskuðu óbyggðirnar og man ég eftir ferðum sem við Auður systir fórum með þeim á Willys-jepp- anum í Landmannalaugar, norð- ur Kjöl og fleiri staði. Mér þykir vænt um að hafa komið til þín í kvöldmat rétt fyrir 101 árs af- mælið og við suðum gellur og kinnar, það var sko algjör veisla hjá okkur. Nú kveðjumst við og þú ferð á annan stað. Góða ferð, elsku mamma mín. Þinn sonur, Geir. Glaðlegt bros og hvetjandi rödd mömmu er nú þögnuð eftir andlát hennar, orðin 101 árs. Hún var glæsileg kona, sterkur persónuleiki og smitaði frá sér glaðværð, fróðleik og hnyttnum tilsvörum hvar sem hún kom. Hennar lífssýn var að líta björt- um augum til framtíðarinnar og taka með sér það góða úr fortíð- inni. Reisn sinni hélt hún til hinsta dags og sagðist vera að fara í óvissuferð þegar stundin nálgaðist. Æskuár hennar voru í Reykjavík og mörg sumur var hún hjá ömmu sinni og afa á Ísa- firði. Mamma og pabbi fluttu í Kópavog árið 1945 í húsið Bankasel við Skjólbraut, sem var eitt fyrsta húsið i strjálbýl- inu á Kársnesi. Þarna ólumst við börnin upp við gott atlæti. For- eldrar mínir voru samhent í sín- um búskap alla tíð og átti hún þar stóran hlut með jafnaðar- geði sínu og glaðværð. Á efri ár- um fluttu þau í íbúð aldraðra í Sunnuhlíð og Leifur bróðir flutti í Bankaselið. Við Magga byggð- um hús okkar á sömu lóð, þar sem áður var stór kartöflugarð- ur foreldranna. Síðar þegar hún var spurð hvar börnin ættu heima sagði hún: „Einn strák- urinn býr í gamla húsinu og annar í kartöflugarðinum.“ Eftir að við börnin komumst á legg gat mamma sinnt menn- ingarlegum hugðarefnum sínum. Hún var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og lék í fjölda leikrita í meira en áratug. Hlutverk fjallkonu hinn 17. júní tók hún að sér eitt árið. Síðan tók við leikstjórn víða um landið, þar sem léttleiki hennar í sam- skiptum nýttist vel við að laða það besta fram hjá leikurunum. „Best að hafa ekki mikinn aga í leikstjórninni fyrr en í miðri bók, því þá vill enginn hætta,“ sagði hún. Í Sunnuhlíð fór vel um þau. Mamma annaðist vel um pabba í veikindum hans, en hann lést ár- ið 1999. Hún hugsaði ætíð vel um eigin heilsu og stundaði sund þrisvar til fjórum sinnum í viku, hálftíma í hvert skipti, og hitti síðan góða vini í heita pottinum. Hún sagði að galdurinn á bak við langlífið væri gott skap, sund og lýsi. Í síðustu sundferðinni með mér um fimm vikum fyrir andlátið var hvergi slegið af frekar en fyrri daginn. Mamma var atorkusöm og vildi sjá um sig sjálf með alla hluti. Hún fór í hnjáskipti um ní- rætt því ekki kom til mála að enda í hjólastól. Hún keyrði lengri ferðir á rafmagnsskutlu og tók virkan þátt í félagslífi eldri borgara, þ.á m. spilastund- um, samverustundum undir um- sjón vinar hennar séra Sigurðar, bókmenntakvöldum og ferðalög- um um landið. Þegar ég bauð henni göngustaf fyrir eina ferð- ina taldi hún það ónauðsynlegt: „Það er þá helst að ég noti hann á næsta mann, ef hann fer of hægt.“ Í bókaklúbbnum Hana nú undi hún sér vel við umræður um bókmenntir og upplestur ljóða. Hún var ekki mikið fyrir að flíka eigin persónu og treg í viðtöl. Sem betur fer leyfði hún eitt sinn upptöku á frábærum flutningi ljóða. Fjölskyldan var alltaf næst hjartanu hjá mömmu og fékk hún margar heimsóknir þegar barnahópurinn stækkaði. Til hennar mátti alltaf sækja hvatn- ingu og góð ráð. Allir fóru létt- ari í lund af hennar fundi. Ein- stök ættmóðir er nú fallin frá eftir hamingjuríkt æviskeið. Elsku mamma og tengda- mamma, við þökkum þér af öllu hjarta fyrir allt hið góða sem þú hefur gefið okkur af þér á lífs- leiðinni. Megi góður guð blessa þig og minningu þína. Haukur og Magnea. Kveðja Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði og þakklæti fyrir áralanga samferð. Það var gott að eiga Auði að samferð- armanni, hún var ávallt jákvæð, lífsglöð og tók fullan þátt í lífinu fram á síðasta dag. Ég vil minn- ast hennar með þessum ljóðlín- um. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Takk fyrir allt og allt. Jórunn. Amma mín var yndisleg manneskja, geislandi, jákvæð og litaði lífið ávallt björtustu litum. Hún kom út að hjálpa móður minni fyrstu vikurnar þegar ég og tvíburasystir mín fæddumst og vorum við nánar alla tíð. Þær eru margar ógleyman- legu stundirnar í Kópavoginum eftir að við fluttum heim, lífið í kringum hana var alltaf ævin- týralegt. Hún var skemmtileg, brosmild og fallegu bláu augun hennar tindruðu. Ég var svo gæfusöm að fá ömmu ásamt móður minni í heimsókn til mín til Parísar nær öll sumur í þau tuttugu ár sem ég bjó þar, amma kallaði það Parísarævin- týrið. Það var mikið hlegið, við nutum lífsins saman hvort sem var á kaffihúsum borgarinnar, á ballettsýningum og listasýning- um eða gangandi um sögufræga staði. Einnig fórum við í ferða- lög út fyrir borgina, þ.á.m. til Normandí. Amma var vel að sér í sögu, bókmenntum og listum og vitnaði oft í meistara bók- menntanna sem og aðra lista- menn. Hún var einnig listakokk- ur, hafði gaman af því að fara á matarmarkaðina og kynnast franskri matarmenningu. Hún var listræn, sem sýndi sig í fal- legum klæðnaði sem og á heimili hennar. Umfram allt var svo gott að vera í kringum ömmu og gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Það er mikil gjöf að hafa átt svona góða ömmu. Ég er þakklát að Auður Ella dóttir mín hafi kynnst henni. Nú er sólin sest, bjarminn geislar undurfallega. Söknuðurinn er mikill. Guð blessi þig amma mín, Þín, Auður. Elsku amma mín, söknuður- inn er mikill. Þvílík gæfa að hafa átt svona góða ömmu. Lífsgleð- in, fallega brosið og góðmennska einkenndi hana alla tíð. Þegar við systur fæddumst kom amma út til að hjálpa mömmu fyrstu vikurnar. Næstu árin meðan við bjuggum úti fór- um við fjölskyldan til hennar og afa um jólin sem var ógleym- anlegt. Afi sótti okkur til Kefla- víkur í hríðarbyl og eftirvænt- ingin var mikil að koma í faðminn á ömmu í Bankaseli og húsið ilmaði af veislumat. Það var allt svo skemmtilegt. Hvern morgun var farið í sund og þeg- ar heim var komið tók við hlað- borð í borðstofunni í hádeginu. Eftir að við fluttum heim fylgd- ist hún svo vel með öllu og mætti á alla kórtónleika og pí- anótónleika. Amma hafði einstaka frásagn- argáfu og var með eindæmum orðheppin. Hún fylgdist vel með öllu nýju og var vel lesin. Hún var hlý og góð, alltaf að hæla og styðja í námi og starfi. Við gát- um spjallað tímunum saman. Svona var amma, maður gleymdi stund og stað. Það lék allt í höndunum á henni, hún var dugleg og orku- mikil og það breyttist ekkert með árunum. Hún saumaði á öll börnin sín þegar hún var ung, prjónaði og saumaði út fallegar veggmyndir. Hún var handlagin og gekk í mörg verk. Á meðan afi og amma bjuggu í Bankaseli hugsaði hún svo vel um stóra garðinn með fallegu rósunum, blómunum og matjurtargarðin- um. Amma var einnig listakokk- ur og hafði mikinn áhuga á að prófa nýjar uppskriftir. Þegar við áttum leið í gegnum bæinn var gaman að heyra skemmtilegu sögurnar af mann- lífinu þegar hún var að alast upp en amma þekkti Reykjavík eins og lófann á sér enda fædd og uppalin í miðbænum. Sundið iðkaði hún frá barnæsku en faðir hennar kenndi sund í Ísafjarð- ardjúpi og bróðir hennar var mikill sundkappi og fóru þau oft í Nauthólsvík að synda. Eftir að afi og amma fluttu í Kópavoginn stunduðu þau sund frá því að sundlaugin var opnuð og synti hún alla tíð, síðast fyrir nokkr- um vikum. Ég er svo þakklát að Stefán sonur minn fékk að kynnast henni. Hversu oft erum við búin að skemmta okkur saman, mat- arboðin, sundferðirnar, heima hjá henni með hlaðborð af kræs- ingum. Þar hugsaði hún fyrir öllu, var með leikföng, litabækur og púsl. Súkkulaðikakan var ómissandi með uppáhaldskrem- inu hans og fékk hann að læra að búa hana til með ömmu í sumar. Mikið fannst honum það skemmtilegt. Og umfram allt þegar við spjölluðum öll saman og söngurinn. Ég er svo þakklát að Stefán kynntist ævintýrinu í kringum hana eins og við höfum alltaf gert. Ég kveð ömmu mína með miklum söknuði, hún var svo ómissandi hluti af lífi okkar. Dýrmætu fallegu minningarnar um hana geymum við í hjörtum okkar. Guð blessi elsku ömmu mína. Þín María (Maja). Elsku amma mín og langamma Stefáns sonar míns er farin úr okkar jarðneska lífi. Það er svo sárt að byrja að hugsa um hvað eigi að skrifa því söknuðurinn er svo mikill. Hún á skilið öll fegurstu orðin því líf hennar gladdi svo marga. Hún bar nafn sitt með réttu. Útgeisl- un, fallegt bros og jákvæðni ein- kenndu hana og nærveru henn- ar. Ég minnist skemmtilegu frásagna hennar af lífinu í gamla daga, alls konar pælingum og djúpum samræðum sem voru lýsandi fyrir innsæi hennar og gáfur. Ég man eftir mörgum stundum fylltum af hlátri því hún gat alltaf fundið kómísku hliðina á lífinu. Við létum okkur dreyma um ferðalög því hún var alltaf að skipuleggja næstu ferð til út- landa og leyfði aldrinum ekki að stöðva það frekar en annað. Við spjölluðum um bókmennt- ir og leikritin sem var verið að sýna því hún vildi helst ekki missa af neinu þeirra. Hún lék og leikstýrði hér áður fyrr og ég man hvað mér fannst það mikil upplifun þegar ég var krakki að fá að skoða tösku sem hún átti með samsafni af alls konar hlut- um fyrir leikritin eða fara á bókasafnið með henni að ná í bækur sem leiddu mig inn í æv- intýraheima. Stefán sonur minn er svo heppinn að hafa átt hana sem langömmu í átján ár og það fyll- ir mig af þakklæti. Þau voru mjög náin og söknuðurinn er mikill. Minningin sem mun lifa með okkur er hlý og óendanlega dýrmæt. Amma kenndi okkur margt og til dæmis sýndi hún í verki að maður býr sjálfur til skemmti- legu minningarnar fyrir sig og fjölskylduna sína. Hún var alltaf svo þakklát fyrir allt sem var gert fyrir hana. Hún var alveg einstök. Umfram allt elskaði amma fjölskylduna sína og fylgdist með henni af mikilli um- hyggju. Þetta eru bara örfá orð um ömmu. Það er svo margt fleira sem hún auðgaði líf mitt með og ég geymi það í hjarta mínu. Ég bið í Jesú nafni að Guð blessi og varðveiti elsku ömmu og lang- ömmu okkar. Þín, Sigríður. Elsku amma okkar. Mikið vorum við heppin að eiga þig að. Það leið vart dagur sem maður talaði ekki um þig af svo miklu stolti, hvað þú varst dugleg, heilsuhraust og lífsglöð. Það trúði enginn hvað þú værir gömul, varst svo ungleg og hress, sífellt brosandi eða hlæj- andi. Við héldum að þú værir ei- líf, en svo kom kallið. Kallið sem enginn trúði að væri að koma, og svona skyndilega. Það var yndislegt að fá að búa í næsta húsi við þig og afa upp- eldisárin okkar. Við gátum alltaf kíkt við eftir skóla, leikið með trékubbana góðu, baðað okkur í litla baðkarinu, setið í eldhús- króknum og fengið okkur eitt- hvað gott, komið í pössun til ömmu og kíkt við á hátíðisdög- um. Í hádeginu var alltaf skyr á boðstólum eða Royal-búðingur ef maður var heppinn. Síðustu árin var vinsælt hjá langömmubörnum að fara í heimsókn til þín, þú varst alltaf með köku tilbúna ásamt fleira nammi og nóg af dóti. Mikið vildum við að við hefðum skrifað niður alla viskumolana sem þú lést frá þér í hvert sinn sem við komum í heimsókn, allar sög- urnar og lífsráðin. Þú sýndir öll- um börnunum mikinn áhuga og stuðning í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Mættir jafnt á leiki sem og sýningar. Afmæl- iskvæðið frá Heiðrúnu lýsir vel huga okkar til þín. Amma okkar er algjört gull, afar fögur og æskufull. Sögur segir hún út í eitt, sem engum þykir nú leitt. Víkingur er hún í augum okkar, ekki skemmir að hún rokkar. Sundið iðkar hún iðulega, í vind og snjó og allavega. Á skutlunni sinni er hún flogin, skýst hún um allan Kópavoginn. Ekki er stillt á skjaldbökuna, heldur sífellt á kanínuna. Þúsundþjalasmiður hún er, spilar, leikur og bindur kver. Mikil félagsvera í henni býr, samskipti eru hennar ær og kýr. Enginn getur giskað á hennar aldur, enda er hann eins og galdur. Öll við viljum hafa hennar gen, það væri nú ekkert slen. (HÖH) Ef við fengjum að ráða hefð- um við viljað hafa þig hjá okkur endalaust, en það er víst ekki hægt. Nú hefur þú hafið óvissuferð- ina með afa þér við hlið. Við elskum þig, yndislega amma okkar, hvíl í friði. Þín Jóhannes, Heiðrún og fjölskyldur. Elsku amma. Það er erfitt að kveðja en við vitum að þú vilt ekki að við séum sorgmæddar, þú vilt að við gleðjumst yfir lífinu. Það var mikil gleði þegar þú hélst upp á 101 árs afmælið heima hjá þér núna í september og engan grunaði að þú yrðir farin stuttu síðar. Alltaf brosandi, alltaf já- kvæð, alltaf hress. Þú varst svo sannarlega mikil fyrirmynd – fórst í sund, keyrðir um á skutl- unni þinni og það kom fyrir að þú tókst í gítar og spáðir í bolla. Eitt af þínum lífsins mottóum var að hafa aldrei áhyggjur, til hvers – þú græðir ekkert á því, voru þín orð. Þú hefur átt merkilegt líf, veraldarvön og ferðaðist um all- an heim en í seinni tíð elskaðir þú að fara til Parísar. Þú söngst ung á Borginni, varst leikkona og leikstjóri og allt fram á síð- asta dag léstu fáar leiksýningar fram hjá þér fara. Þú fylgdist svo sannarlega með allri menn- ingu og komst mörgum á óvart þegar þú baðst okkur um að gefa þér geisladiskinn með Skálmöld í jólagjöf – já þú varst amma í lagi! Við erum þakklátar fyrir að hafa átt þig sem ömmu og eigum margar góðar minningar úr Bankaselinu. Það verður skrýtið að fá engar smákökur í jólagjöf þessi jólin, en það verður í fyrsta skiptið síðan við munum eftir okkur – því alltaf bakaðir þú þrátt fyrir að vera orðin 100 ára! Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, en vitum að nú ertu hamingjusöm með afa og heldur gleðinni áfram á næsta stigi. Knús á þig og blessuð sé minning þín. Arna María og Sigrún Erna. Elskuleg amma mín og vin- kona, Auður Helga Jónsdóttir, er fallin frá 101 árs að aldri. Þrátt fyrir háan aldur bar and- lát ömmu brátt að. Það voru ein- ungis fimm vikur frá því hún fór heilsuhraust í sitt morgunsund með pabba. Auður Helga Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.