Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 14.10.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 ✝ Þrúðmar Sig-urðsson fædd- ist 24. apríl 1927 á Draghálsi í Borg- arfirði. Hann lést á heimili sínu, Mið- felli, Hornafirði, 4. október 2019. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Lilju Jóhannes- dóttur, f. 1903, d. 1941, og Sigurðar Ingimars Arnljótssonar, f. 1904, d. 1973. Hann var elstur í 10 systkina hópi, en þau sem látin eru eru: Ragnheiður, Jóhannes, Freyja, Bryndís, Kolbeinn og Sigurður. Þau sem lifa bróður sinn eru Jó- hanna, Hulda og Ari. Eftirlifandi eiginkona Þrúð- mars er Hólmfríður Leifsdóttir, f. 7. mars 1930. Börn þeirra: kjölfarið sundraðist fjölskyldan. Þau elstu fóru brátt að sjá fyrir sér sjálf, en þeim yngri komið fyrir hjá ættingjum og vinum. Útskrifaðist Þrúðmar sem bú- fræðingur frá Hólaskóla 1945. Var um tíma leigubílstjóri í Reykjavík, en til Hornafjarðar kom hann 1948 og vann m.a. á skurðgröfum. Hann kynntist konu sinni, Hólmfríði frá Hoffelli, sem hann giftist 13. maí 1951 og byggðu þau sér nýbýlið Miðfell í Horna- firði, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum, m.a. sat í sveit- arstjórn og var um tíma oddviti Nesjahrepps. Var í stjórn Hesta- mannafélagsins Hornfirðings og virkur þátttakandi í þeirri upp- byggingu, enda ávallt búið með hesta. Þá voru þau hjón með töluvert mikla skógrækt frá 1992 og öfl- uðu sér einnig menntunar og réttinda á því sviði. Útför Þrúðmars fer fram frá Hoffellskirkju í dag, 14. október 2019, klukkan 11. Drengur, f. 1951, d sama ár. Ragnar Leifur, f. 1953, d. 2011. Þrúðmar Sig- urður, f. 1954, Jó- hanna Lilja, f. 1959, og Rúnar, f. 1967. Barnabörnin eru 15, barna- barnabörnin 21 og barnabarna- barnabörnin tvö. Þrúðmar ólst upp m.a. í Reykjavík og á Siglufirði, en vorið 1940 fluttu þau í Saurbæ í Kolbeinsdal. Þrúðmar fór ungur að vinna fyrir sér, var m.a. vinnumaður á bóndabæjum. Haustið 1941, þá 14 ára gamall, var hann sendur til Reykjavíkur í Bretavinnu og vann þar sem fullgildur verkamaður. 23. des- ember sama ár lést móðir hans af barnsburði tíunda barnsins, í Elsku vinur. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn og strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (Höf. ók.) Þín eiginkona, Hólmfríður (Fríða). Að kvöldi sérhvers dags sofnum við og siglum inn í draumalandið Að morgni sérhvers dags vöknum við til samfundar við mannkynið. Að kvöldi hinsta dags sofnum við og höldum inn í friðlandið. Að morgni dags vöknum við og hverfum inn í sólskinið. (Höf. ók.) Elsku pabbi, þessar línur finnst okkur eiga við er við setj- umst niður og hripum niður kveðjuorð til þín með þökk fyrir samfylgdina. Það hefur verið dýr- mætt að geta umgengist ykkur alla tíð og notið leiðsagnar þinnar og öryggis. Það er skarð fyrir skildi að þú sért ekki kominn út á pall að taka á móti okkur með opnar dyrnar út á veröndina á litla krúttlega timburhúsinu sem þið bjugguð í síðustu árin. Er ljóslifandi mynd sem við sjáum fyrir okkur er þið leiddust upp hjallann og völduð ykkur bæjarstæði fyrir litla húsið þar sem þið gætuð setið í hæg- indastólunum ykkar og horft út alla sveit; fylgst með uppbygg- ingu hér í uppgerðum útihúsun- um, fjósi, fjárhúsum, hlöðu og stóra Miðfellshúsinu, sem þið byggðuð upp um 1950 af miklum myndarskap. Þegar við útbjugg- um litla safnið/sýninguna, þar sem við nú getum horft á þig og hlustað á röddina þína djúpu og öruggu. Já það er lengi hægt að rifja upp margar stundir. Til að mynda var nánast hægt að vita hvað klukkan var þegar þið rennduð niður veg og dóluðuð ykkur inn að jökulöldu að athuga hvort fé væri í skóginum sem þið unnuð hörðum höndum að. Nú er farið að höggva þar tré og margir munu njóta sem jólatrés í stofum sínum um jólin. Svo ekki sé minnst á hve dug- leg þið voruð alltaf að „skreppa“ til Reykjavíkur, nú síðast fyrir tæpum mánuði er þú fórst í þitt eftirlit. Við áttum von á ykkur á föstudeginum en þegar ég hringdi til að athuga hvort þið væruð lögð af stað (ætlaði að hafa kjötsúpuna klára) voruð þið á akstri, að leggja í Holtavörðu- heiðina. Mamma hló við og sagði svo gott veður að þið hefðuð bara „slegið í nára“ og ætluðuð að gista á Akureyri og drífa ykkur svo næsta dag til Egilsstaða að heim- sækja góða vinkonu. Þið voruð svo mætt í kjötsúpuna seinnipart- inn sama dag. Svona gætum við lengi talið upp, en látum hér stað- ar numið. Um leið og við þökkum þér samfylgdina og varðveitum minningu þína skulum við gæta elsku mömmu, sem saknar og þakkar, hennar söknuður er mestur og sárastur. Englar drottins yfir þér vaki enginn svo þig skaði saki verði þér bæði vært og rótt, sá sem krossinn bar á baki blessi þig og að sér taki Guð gefi þér góða nótt. Þín Þrúðmar (Dúddi) og Ingibjörg. Nú er höfðinginn hann Þrúð- mar í Miðfelli allur og heimurinn fátækari. Þó hann væri á tíræð- isaldri leit ég aldrei á hann sem gamalmenni. Það var reisn yfir honum alla tíð og andinn skýr. Hann hafði níu líf eins og kött- urinn og naut þeirra stunda sem almættið skammtaði honum. Kjarkurinn var líka óbilandi, þó hann vissi að endalokin væru ekki langt undan. Síðustu læknisheim- sókn í höfuðborgina, rúmum tveimur vikum fyrir andlátið, sneri hann upp í hringferð um landið á eigin farartæki með Fríðu sinni og fékk að taka utan um fólkið sitt á Akureyri. Eins fór hann rúnt inn á Hoffellsaura á lokadegi, eins og til að líta í síð- asta sinn upp til hlíðarinnar sem þau hjón hafa klætt skógi á síð- ustu áratugum. Svo bara sofnaði hann að kveldi með arminn yfir elskuna sína. Það er sæmd að falla frá með þessum hætti. Ég kynntist Þrúðmari eftir að ég hóf fjarbúð með Ragnari Leifi, syni hans, og það voru góð kynni. Alltaf tóku hann og Fríða mér fagnandi og oft hef ég setið við svignandi borð og uppbyggilegar samræður í þeirra húsum. Stuttu eftir að ég hóf að venja komur mínar á Hoffellstorfuna spurði Ragnar föður sinn hvort hann ætti hross á járnum, vissi sem var að ég gæti örugglega hugsað mér að skreppa í reiðtúr. „Nei, en ef það hefur eitthvert gildi þá skal ég alltaf hafa hross á járnum,“ svaraði Þrúðmar með áherslu. Hann var hestamaður góður og þó hann hefði alist upp við hún- vetnska og skagfirska gæðinga þá kunni hann vel að meta horn- firsku hrossin. En ég held hann hafi alveg misst álit á mér sem hestamanneskju þegar mér tókst ekki með nokkru móti að koma eðalhrossi sem hann lánaði mér á tölt heldur reið um valllendis- bakka Hoffellsár á tómu lulli. Þrúðmar var sterkur persónu- leiki og hlýr, hafði skýra rödd og sagði skipulega frá. Minnisstæð er mér stundin sem við Ragnar og Fríða áttum með honum í Kol- beinsdal í Skagafirði sumarið 2009 og mikið vildi ég að frásögn- in sem hann miðlaði okkur þá væri til á vídeói. Dalurinn hefur verið í eyði um langt skeið en við horfðum yfir hvanngrænar rústir Saurbæjar sem var síðasta heim- ili foreldra hans og systkina sam- an. Þrúðmar lýsti aðstæðum þar á lifandi hátt, benti okkur meðal annars á hvar mótaði fyrir vatns- lögninni sem faðir hans gróf fyrir ofan úr hlíð. Þarna hafði Þrúð- mar, á fermingarári sínu, séð um heyskapinn með móður sinni barnshafandi og yngri systkinum, meðan faðirinn sinnti vörslu mæðuveikigirðingar frammi á heiðum, til að afla heimilinu tekna. En fleiri urðu sumrin ekki í dalnum því móðirin dó á Þor- láksmessu þetta ár og systkina- hópurinn tvístraðist. Þrúðmar þá í Reykjavík í vinnu og komst ekki í jarðarförina vegna ófærðar. Í fyrra þurfti ég að komast frá Hoffelli út á Hornafjarðarflugvöll og Þrúðmar brást vel við bón um að skutla mér. „Ég fagna hverju hlutverki sem ég fæ,“ sagði hann. Eflaust bíða hans verðug verk- efni á æðri tilverustigum. Guðrún Beta, Gunnar Steinn, Fjalarr Páll og ég kveðjum Þrúð- mar með virðingu og þökk fyrir trausta vináttu. Við samhryggj- umst Fríðu og fólkinu þeirra öllu. Gunnþóra Gunnarsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku besti afi minn. Ég kveð þig með miklum sökn- uði en með þakklæti efst í huga. Það var svo dýrmætt að fá að hafa þig í lífi mínu í öll þessi ár og að stelpurnar okkar hefðu fengið að kynnast þér. Það er mjög skrítið að hafa ekki afa haldandi í hönd ömmu og gæta hennar við hvert fótmál, við munum passa upp á hana fyrir þig. Allar okkar minn- ingar eru svo dýrmætar en ein sú allra dýrmætasta var sú síðasta sem við áttum, á afmælisdaginn minn, 1. október síðastliðinn, þeg- ar þú fylgdir mér í fyrstu þyrlu- flugferðina mína. Þá flugum við saman yfir fjöllin okkar fallegu og daginn eftir áttum við svo gott spjall um þessa ævintýraferð okkar. Þar sagðir þú mér að það hefði nú aðeins farið um þig þegar við flugum niður eitt gljúfrið, en það var ekki að sjá á þér, sem er svo lýsandi fyrir þig því þú hefur alltaf verið mér svo mikill klettur, yfirvegaður, traustur, virðulegur og sá allra ljúfasti. Ef ég hefði haft minnsta grun um að þetta yrði okkar seinasta faðmlag, elsku afi, hefði ég sagt svo margt. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Hjartans þakkir fyrir allt, elsku afi minn, mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín en ég veit þú munt leiðbeina mér um ókomna tíð og halda þinni hlýju verndar- hendi yfir mér og litlu fjölskyld- unni minni. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíldu í friði. Afastelpan þín, Hólmfríður Bryndís. Það er skrítið að setja það á prent að það séu ansi hreint mörg ár síðan ég kynntist honum afa mínum fyrst. Maður var ekki hár í loftinu þegar við fjölskyldan fluttum á Hornafjörð á sínum tíma, nánar tiltekið í Nesin. Það leið ekki á löngu þar til leiðir okk- ar bræðra lágu alltaf annað slagið í Miðfell, enda afskaplega góður staður að koma á. Verulega fal- legur staður og ákaflega gott fólk. Ekki vissi maður þá að þessi stað- ur ætti eftir að verða sá sem er næst hjarta manns þegar maður horfir til baka. Þannig varð það nú samt og ólumst við Skúli bróð- ir þar upp í frábæru umhverfi. Við bræður vorum farnir að tala um afa og ömmu í Miðfelli löngu áður en við fluttumst í Hof- fell. Þau voru fljót að taka okkur inn sem fullgilda fjölskyldumeð- limi og það segir ansi hreint mikið til um það hversu yndisleg þau amma og afi hafa alla tíð verið. Dyrnar hafa alltaf staðið galopn- ar á þeirra heimili, hvort sem það var Miðfell eða nýja hreiðrið þeirra í Miðfelli 2. Afi var líka fyrsti vinnuveit- andi minn, það var ansi hreint spennandi dæmi fyrir ungan mann. Vinnan var fyrir Land- græðsluna og fólst í því að vera á fjórhjóli með risastórt flagg og leiðbeina flugvél sem dreifði fræj- um. Þetta var mikil og skemmti- leg reynsla og ævintýri fyrir strákling að fá útborguð laun. Afi var ótrúlegur karakter. Mig rekur ekki minni til þess að hafa nokkru sinni heyrt hann hækka róminn, æsa sig, bara aldrei. Allt var tæklað af hans stó- ísku ró. Hann þurfti heldur ekki að tala hátt. Þegar hann byrjaði að tala með sinni djúpu bassa- rödd, þá bara lögðu allir við hlust- ir. Hann sagði heldur aldrei neina vitleysu, þeir sem á svæðinu voru vildu heyra hvað hann hafði að segja og hlustuðu því af athygli. Hann kom líka ákaflega vel fyrir sig orði og þótt hann væri lítið fyrir að trana sér fram var hann engu að síður afar góður ræðu- maður og óhræddur við að tjá sig þótt um margmenni væri að ræða. Það var líka ákaflega gaman að heyra viskuna sem hann bjó yfir. Hún var tilkomin að miklu leyti af því að hann hafði eytt stórum hluta ævinnar í að hlusta á aðra, það er ákaflega góður eiginleiki og skilar manni því að vera betur upplýstur um umheiminn og einnig nærumhverfið. Hann hlustaði á alla. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og hafði svo sannarlega skoðanir á þeim og það var bæði ákaflega gagnlegt og gaman að ræða við hann um heimsmálin. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í Hoffelli og eiga þau ömmu og afa að og ekki síður að hafa þau svona nálægt sér. Það njóta ekki allir þeirra forréttinda. Börnin mín hafa öll dvalið til lengri eða skemmri tíma í sveit- inni hjá ömmu sinni og afa og því fengið að kynnast því hversu dásamlegt þetta er og fengið dýr- mætan tíma með langafa sínum og langömmu. Það verður mikið tómarúm á næstunni þegar eng- inn langafi verður á svæðinu, en minningarnar ylja og þær munu lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Sigursteinn. Elsku afi. Það er fátt eins erfitt og að kveðja einn af máttarstólpum lífs síns eins og ég þarf að gera í þínu tilfelli. Að leiða hugann að því að þú sért ekki heima næst þegar ég renni í hlað er með öllu óskiljan- legt. Alltaf tókstu á móti manni með bros á vör og hafðir virkilega mik- inn áhuga á því sem gerst hafði frá því að við hittumst síðast. Það skipti ekki máli hvort umræðan snerist um bíla, vinnuna eða jafn- vel enska boltann. Tæknin var heldur ekki að vefjast fyrir þér en þú lagðir þig alltaf fram við að læra á nýjungar. Oftar en ekki varst þú okkur krökkunum innan handar, sér- staklega þegar við vorum yngri, og tókst þér hlé frá iðju þinni til þess að hjálpa okkur. Það var allt- af jafn mikil spenna þegar rigndi og pollar farnir að myndast á mal- arvegunum í sveitinni. Þá vissi maður að það væri stutt í að þú myndir bjóða okkur að koma með þér inn í fjall í bíltúr. Þá fór mað- ur í pollagallann og henti sér upp á pall á pikkanum og svo brunaðir þú í alla pollana sem fyrir voru. Eftir hverja gusu leit maður inn um afturrúðuna til þess að sýna þér hvað pollurinn var stór og hvað maður hefði fengið mikið vatn yfir sig, og brosið sem kom til baka er ógleymanlegt. Frá því að ég man eftir mér talaðir þú aldrei illa um neinn ein- stakling og sást alltaf það góða í fólki. Þetta er eiginleiki sem allir ættu að hafa í hávegum og mun ég reyna að tileinka mér hann. Sveitin verður aldrei eins eftir að þú kveður okkur en minning- arnar verða alltaf til staðar. Ég veit að þú horfir niður til okkar og passar okkur öll en við horfum upp með miklum söknuði. Það kemur enginn í þinn stað. En nú liggja leiðir sundur, ljósin blika köld, aldrei verður okkar fundur eftir þetta kvöld. Gegnum haustsins húmið þétta hug minn víða ber, aldrei muntu af því frétta að hann fylgir þér. (Jón Helgason) Þinn Sigfinnur Mar. Höfðinginn Þrúðmar vinur minn Sigurðsson er fallinn frá eft- ir langa og farsæla ævi. Kynntist honum fyrst 1977 er ég fékk inni hjá þeim í Miðfelli, heiðurshjón- um Þrúðmari og Fríðu, sumar- langt, fyrsta af þremur sumrum sem ég dvaldi við jarðfræðirann- sóknir í rofinni megineldstöð í fjalllendinu milli Hoffellsdals og Sandmerkisheiði, frá söndunum upp til jökla. Hvílíkur unaður. Annað sumarið bjargaði Þrúðmar mér um vegavinnuskúr sem flutt- ur var inn að Geitafellsbjörgum, og hið þriðja fékk ég lánaðan sumarbústað Gísla og Álfheiðar við Kráksgil. Og öll sumrin bjarg- aði Þrúðmar mér um hvers konar greiða og flutning innan sveitar er þörf gerðist. Fyrir það vil ég þakka mínum ágæta vini og vel- gjörðarmanni. Því má svo bæta við að nær árlega heimsótti ég Hoffellstorfuna og fjalllendið þar inn af með hóp nemenda frá ýms- um löndum, og stundum með fjöl- skylduna eða samstarfsmenn í ýmsum erindum. Það var og dá- lítið merkilegt að í öll þessi 40 ár var eins og tíminn stæði í stað. Þrúðmar og Fríða alltaf á sínum stað og ávallt jafn elskuleg og vin- föst, virtust ekkert eldast fremur en Gísli og Álfheiður áðurnefnd, eða kannski eldist ég bara með þeim öllum. Og auðvitað hefur mikið breyst á Hoffellstorfunni síðan, Þrúðmar yngri og Ingi- björg byggt upp glæsilega ferða- þjónustu á umliðnum árum, og stórframkvæmdir átt sér stað í jarðhitaleit og borunum fyrir Hornafjörð, mér óskyldar. Og hjá þeim eldri varð sannarlega breyt- ing frá hefðbundnum kúa- og fjárbúskap, með gæðinga í haga, til hrossaræktar, refabúskapar, sandgræðslu, hellugerðar, skóg- ræktar og hvað það nú allt heitir, að ógleymdu landræsluátakinu mikla. Og að öllu þessu gekk bóndinn af einurð og festu og leysti úr hvers manns vanda það best ég veit. Magnaður maður Þrúðmar Sigurðsson. Og svo allar þessar vélar og bílar, „drottinn minn dýri – og hver var undir stýri“. Fríðu minni votta ég innilega samúð og hlýhug, sem og fjöl- skyldunni allri. Guðmundur Ó. Friðleifsson. Þrúðmar í Miðfelli er genginn og við kveðjum einstakan vin, samstarfsmann og félaga, en bjartar minningar um yndislegan mann munu lifa áfram í huga okk- ar Oddnýjar. Margs er að minn- ast þegar litið er yfir farinn veg nær hálfrar aldar samskipta við þau sómahjón Þrúðmar og Hólm- fríði eða Fríðu eins og hún er jafnan nefnd. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og höfðingj- ar heim að sækja. Ég minnist þeirra samverustunda og sam- starfs með virðingu og gleði. Heimilishættir þeirra hjóna voru rómaðir eins og mætur maður skrifaði: „Allir, sem sóttu þau hjón heim, hafa góðar minningar frá heimili þeirra.“ Þrúðmar var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, vel- viljaður og vinfastur, hugsjóna- Þrúðmar Sigurðsson Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir og amma, HILDA TORFADÓTTIR, talkennari og margt fleira, til heimilis að Galtalæk, Akureyri, lést á Hlíð 8. október. Útför verður frá Akureryrarkirkju miðvikudaginn 23. október klukkan 13:30 og erfidrykkja á Galtalæk. Haukur Ágústsson Ágúst Torfi Hauksson Eva Hlín Dereksdóttir Hlín Torfadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.